The way home via Stockholm
Ég hef nú millilent víða um dagana og skipt um flugvöll og það hefur aldrei verið neitt tiltökumál - þar til núna!
Lennti á Skavsta flugvellinum kl 23.03, greip töskuna mína og bað um miða til Arlanda flugvallarins. Jú ekkert mál, tvær rútur með sama fyrirtækinu og þarf að skipta á city terminalen. Ég kem þangað kl 01.02 og sé mér til mikillar skelfingar á tilkynningarskilti að næsta rúta til Arlanda er ekki fyrr en kl 03.45 og rútustöðin lokuð. Ég ellti einhvern straum af fólki og endaði á lestarstöð og náði tali þar af konu sem sagði að rútustöðin opnaði ekki fyrr en 03:15. Á lestarstöðinni var verið að loka, en ég mátti bíða þar til þeir myndu loka (og það með rónunum). Hálftíma síðar er öllu lokað þar, svo ég ákvað að fara á Radison, fólkið í lobbýinu er jú með svona info á hreinu, nema er ég kem að lokaðri hurð og bent á að nota innganginn við Vasa götuna - hvar í andskotanum Vasa var staðsett hafði ég ekki hugmynd um, þá sé ég ljós í myrkrinu; opinn McDonalds og ákveð að fá mér vatn og fara á klósettið þar - nei þar er ekki selt vatn á flösku og klósettin lokuð þar sem staðurinn lokar eftir fimm mínútur. Appelsínusafi var það heillin og yfir á Radison (þegar ég fann Vasa götuna) þar hleypir næturvörðurinn mér inn og næ tali af dömunni í gestamóttökunni, fyrri rúta með öðru fyrirtæki fer kl. 02:50 og ég geti beðið á bar sem er opinn í götunni. Var að vonast til að hún myndi sjá aumur á mér og leyfa mé að bíða í lobbýinu þarna - það gerðist ekki. Ég ákveð að halda bara fyrri miðanum fyrst svona er komið, fer á barinn sem lokar kl 03:00 og sötra breezer á 66 SEK og eyði öllu batterýinu á símanum. Trítla svo aftur á rútustöðina þegar barinn lokar og bíð fyrir utan rútustöðina þar til þeir opna, þá hefst leit að wc þar sem ég var að farast úr kláða í mosquito bitunum mínum og seinasta smurning farin að dvína. Klósettið fannst, en þar kostar heimsóknin 10 SEK og ég ekki með eina sænska krónu á mér. Mér til mikillar blessunar voru mæðgur á undan mér sem borguðu sig inn og sá ég því færi á því að grípa hurðina á eftir þeim áður en hún myndi lokast. Þá byrjar næsta ball, sænsk kelling kemur aðsvífandi í bleiku vatteruðu úlpunni sinni, hvar klósettið sé og bölvar gjaldinu í sand og ösku, ég segi henni að það séu konur inni og ef til vill hægt sð komast inn án þess að borga. Þá spyr hún hvort ég sé mjög pissnöjd, hún eigi við vandamál að stríða - ég var alveg að farast úr kláða og varð að fá fix, svo ég játa því - ég sé mjög pissnöjd. Mæðgurnar koma út og ég kemst inn án þess að borga - en það er ekkert ljós á klósettinu, örlítil skíma bara - ég mixa kremin í myrkrinu og ber á þrjá verstu staðina á sama tíma og ég létti á mér. Allan tímann er kerlingin bankandi á hurðina, og biður mig að skynda mig (þessi samskipti voru öll á sænsku sjáið til). Ég segi í hvert skipti að ég sé að flýta mér (myrkrið var jú ekki að hjálpa til), og ennþá bannkar hún og vælir á hurðinni, þá missti ég mig og garga að ég sé að koma - þá hálf gargar hún að ég eigi ekki að garga á hana.. Ég ryðst út í fússi, dragandi ferðatöskuna á eftir mér, næsta mission; finna innstungu til að redda símanum, ekki nein innstunga á rútustöðinni.
Tek svo rútuna út á Arlanda flugvöll og finn innstungu í Sas-hluta terminal 5. Læt hann hlaðast í um klukkutíma og tékka svo inn fyrir flugið. Gat sofið í um klukkutíma á leiðinni heim, en auðvitað var öskrandi barn í sætinu fyrir aftan mig sem grenjaði non stop í tvo klukkutíma - hressandi allt saman.
Held að ég millilendi ekki aftur í Stokkhólmi á næstunni.