sunnudagur, 6. september 2015

Ferðin heim

The way home via Stockholm
Ég hef nú millilent víða um dagana og skipt um flugvöll og það hefur aldrei verið neitt tiltökumál - þar til núna!
Lennti á Skavsta flugvellinum kl 23.03, greip töskuna mína og bað um miða til Arlanda flugvallarins. Jú ekkert mál, tvær rútur með sama fyrirtækinu og þarf að skipta á city terminalen. Ég kem þangað kl 01.02 og sé mér til mikillar skelfingar á tilkynningarskilti að næsta rúta til Arlanda er ekki fyrr en kl 03.45 og rútustöðin lokuð. Ég ellti einhvern straum af fólki og endaði á lestarstöð og náði tali þar af konu sem sagði að rútustöðin opnaði ekki fyrr en 03:15. Á lestarstöðinni var verið að loka, en ég mátti bíða þar til þeir myndu loka (og það með rónunum). Hálftíma síðar er öllu lokað þar, svo ég ákvað að fara á Radison, fólkið í lobbýinu er jú með svona info á hreinu, nema er ég kem að lokaðri hurð og bent á að nota innganginn við Vasa götuna - hvar í andskotanum Vasa var staðsett hafði ég ekki hugmynd um, þá sé ég ljós í myrkrinu; opinn McDonalds og ákveð að fá mér vatn og fara á klósettið þar - nei þar er ekki selt vatn á flösku og klósettin lokuð þar sem staðurinn lokar eftir fimm mínútur. Appelsínusafi var það heillin og yfir á Radison (þegar ég fann Vasa götuna) þar hleypir næturvörðurinn mér inn og næ tali af dömunni í gestamóttökunni, fyrri rúta með öðru fyrirtæki fer kl. 02:50 og ég geti beðið á bar sem er opinn í götunni. Var að vonast til að hún myndi sjá aumur á mér og leyfa mé að bíða í lobbýinu þarna - það gerðist ekki. Ég ákveð að halda bara fyrri miðanum fyrst svona er komið, fer á barinn sem lokar kl 03:00 og sötra breezer á 66 SEK og eyði öllu batterýinu á símanum. Trítla svo aftur á rútustöðina þegar barinn lokar og bíð fyrir utan rútustöðina þar til þeir opna, þá hefst leit að wc þar sem ég var að farast úr kláða í mosquito bitunum mínum og seinasta smurning farin að dvína. Klósettið fannst, en þar kostar heimsóknin 10 SEK og ég ekki með eina sænska krónu á mér. Mér til mikillar blessunar voru mæðgur á undan mér sem borguðu sig inn og sá ég því færi á því að grípa hurðina á eftir þeim áður en hún myndi lokast. Þá byrjar næsta ball, sænsk kelling kemur aðsvífandi í bleiku vatteruðu úlpunni sinni, hvar klósettið sé og bölvar gjaldinu í sand og ösku, ég segi henni að það séu konur inni og ef til vill hægt sð komast inn án þess að borga. Þá spyr hún hvort ég sé mjög pissnöjd, hún eigi við vandamál að stríða - ég var alveg að farast úr kláða og varð að fá fix, svo ég játa því - ég sé mjög pissnöjd. Mæðgurnar koma út og ég kemst inn án þess að borga - en það er ekkert ljós á klósettinu, örlítil skíma bara - ég mixa kremin í myrkrinu og ber á þrjá verstu staðina á sama tíma og ég létti á mér. Allan tímann er kerlingin bankandi á hurðina, og biður mig að skynda mig (þessi samskipti voru öll á sænsku sjáið til). Ég segi í hvert skipti að ég sé að flýta mér (myrkrið var jú ekki að hjálpa til), og ennþá bannkar hún og vælir á hurðinni, þá missti ég mig og garga að ég sé að koma - þá hálf gargar hún að ég eigi ekki að garga á hana.. Ég ryðst út í fússi, dragandi ferðatöskuna á eftir mér, næsta mission; finna innstungu til að redda símanum, ekki nein innstunga á rútustöðinni.
Tek svo rútuna út á Arlanda flugvöll og finn innstungu í Sas-hluta terminal 5. Læt hann hlaðast í um klukkutíma og tékka svo inn fyrir flugið. Gat sofið í um klukkutíma á leiðinni heim, en auðvitað var öskrandi barn í sætinu fyrir aftan mig sem grenjaði non stop í tvo klukkutíma - hressandi allt saman.
Held að ég millilendi ekki aftur í Stokkhólmi á næstunni.

þriðjudagur, 1. september 2015

Grísk tunga

Ég sótti skóla hér um árið til að læra grísku, það gekk sæmilega en orðaforðinn hefur ekki stækkað mikið síðan, en þekki til tungumálsins og skil orð og orð - það að hafa búið að unnið með grikkjum síðasta mánuðinn hefur einnig hjálpað til að auka orðaforðann örlítið. Orðin sem eru einkennandi fyrir þessa dvöl mína í Chania eru orðin kalokeri og thalassa, sem þýða sumar og sjór. En þau heyrir maður á hverjum degi, einnig er skemmtilegt að segja frá uppbyggingu orðsins sumar: kalokeri, kalo þýðir gott og þar af leiðandi getur sumarið hér á Grikklandi aldrei orðið annað en gott!  Það liggur í orðinu, einnig er gott að þekkja til uppbyggingu tungumálsins, það getur komið í veg fyrir alskonar misskilning. Til dæmis fór ég í apótek um daginn og vsr heilsað þar með kveðjunni: "what do you want?" Ég var pínu móðguð í örfáar sekúntur þar til ég gerði mér grein fyrir að hún væri að yfirfæra gríska frasann: ti þelis; (spurnigamerki á grísku er skrifað ;) beint yfir á ensku - sem getur bæði þýtt hvað viltu og hvað líkar þér við. Þar að auki eru Grikirnir flestir ekker alltof sleipir í enskunni.
Mjög gaman þykir mér að hafa haft tækifæri á að svona lengi á Grikklandi um sumar - þó að Þessalókíka og Chania séu ólíkar borgir-þó sérstaklega er kemur að stærð - þá eru lífsvenjur Grikkja ólíkar milli sumars og veturs. Á sumrin búa þeir nánast úti á götu, og þegar maður þræðir þröngar göturnar finnst manni nánast eins og maður sé að brjótast inní friðhelgi og einkalíf fólksins hérna. Útidyrahurðin er opin og innviðir heimilisins standa opnir fyrir gangandi vegfarendum, heldri borgararnir sitjandi úti á sólstólum skrafandi hvor við annann - nú og ef gangstéttin er of þröng fyrir sólstólinn, þá skera þeir bara undan afturlöppum stólsins og tilla afturfótastubbubum á steypuna fyrir utan gluggann! Já lífið er svo sannarlega úti á götu hérna, á morgnana drífa þeir sig út að versla, leggja sig eftir hádegi og seinni partinn sitja þeir úti á stétt. Ég get þó ekki sagt að þessi kvöld-útivera henti mér vel sökum mosquito flugna - en ég fékk nokkrar kveðjugjafir frá þeim seinasta kvöldið - en mosquito flugurnar eru víst einstaklega svæsnar í ár. Just my luck

mánudagur, 31. ágúst 2015

11 klukkustundir í brottför

Þrátt fyrir að hafa verið í Chania í yfir mánuð er ég ennþá að uppgvöta áhugaverðar götur sem ég hef ekki labbað um áður og núna þegar ég á ekkert kvöld eftir vildi ég að ég hefði verið duglegri að fara út að labba á kvöldin en ég hef verið ansi löt við það. Ástæðurnar eru helstar þær að ég hef stundum verið svo þreytt eftir vinnuna og hitann yfir daginn að ég hef hreinlega ekki orkað að fara út, önnur ástæða er að á kvöldin eru mosquito flugurnar svo einstaklega svæsnar og ef ég hef farið út sit ég gjarnan uppi með 3-5 bit og það þrátt fyrir að nota sprey. En ég dressaði mig upp eitt kvöldip (til að matcha grísku stelpurnar) og röllti um göturnar og fékk mér kvöldmat á veitingastaðnum Tamam í gamla bænum. En það að fara einn út að borða hér í landi er nánast ómögulegt því flestir réttir eru gerðir til þess að deila þeim. Því held ég mig oftast við forrétti á borð við steiktan smokkfisk, steiktan saganaki ost eða grískt salat. Á Rhodos fékk ég þó ljómandi góðan grillaðann kolkrabba - mmmm... Hann var svo góður að ég nánast tími ekki að fá mér hann hér ef hann væri verri! Besta saganaki ostinn fékk ég á tavernu í bakgötum Agia Marina á Roka og besti steikti smokkfiskurinn er á Notos við gömlu höfnina. 

sunnudagur, 30. ágúst 2015

Um skóbúnað og annan staðalbúnað

Eins og ég var ef til vill búin að nefna áður eru grísku stelpurnar ávallt einstaklega vel tilhafðar og það á öllum tímum sólahrings. Ávallt með hálsmen á ströndinni og vel skóaðar, en hér eru skóbúðir á hverju horni. Þegar ég kom var ég ekki lengi að spotta að nýjasta sandala-trendið eru sandalar með þykkum hvítum sóla. Mjög smart og var ég ekki lengi að spotta par sem mig langaði í. Guði sé lof þá fjárfesti ég ekki í slíkum skóbúnaði, enda eru göturnar og gangstéttirnar hér í Chania langt frá því að vera í góðu ástandi. Hér eru sprungur í gangstéttum, holur, göt og ójafnar hellur við hvert fótmál - ég þakka bara fyrir að vera ekki búin að snúa mig, fótbrjóta eða handleggsbrjóta mig - er nú næstum því og búin að hrynja á hausinn, bæði inni og úti, eða reka tærnar í og það á skóm sem eru ekki með þykkum sóla né hæl.
Þakka þér fortúna - og auk þess eru hvítir sólar einstaklega skítsælir, er farin að sjá meira notuð pör þrammandi um göturnar - ekki eins töff :/

föstudagur, 28. ágúst 2015

The smell of Greece

Grikkland og grikkir hafa margar lyktir. Fyrst dettur mér í hug lykt af handvöfðum sígarettum enda reykja eflaust 90% grikkja, hér eru rafrettur þó að sækja í sig veðrið og hér á bæ eru tvær verslanir sem ég hef spottað sem sérhæfa sig í rafsígsrettum og fylgihlutum. Þar næst dettur mér í hug lyktin af mat - ólífuolíu, nema hún hefur ekki svo mikla lykt..
Það er sama uppi á teningnum hér með grísku strákana og þá tyrknesku, mér finnst þeir margir hverjir baða sig aðeins of mikið uppúr rakspíranum, en fyndið að mér finnst þeir allir lykta eins. Ég verð þó ekki eins vör við slæma svitalykt hér eins og á Tyrklandi - enda fara þeir eflaust allir í bað í siestunni sinni hérna! 

þriðjudagur, 25. ágúst 2015

Grískar lausnir

Hér eru til lausnir við öllu, hvort sem það er blettur í hreinu rúmfötunum sem á að setja á rúmið eða númeraplatan á vélhjólinu þínu er laus. Lausnin við rúmfatavandamálinu er einfaldlega að snúa lakinu við, bletturinn er jú minna áberandi hinum megin frá eða jafnvel bara ósýnilegur, ef ekki - er þá ekki hægt að hafa hann undir dýnunni eða koddanum jafnvel? Ef númeraplantan er laus á vélhjólinu þá límirðu hana bara fasta með glæru límbandi.
En úr einu í annað, þá held ég að ég hafi fundið eina fallegustu strönd í heimi síðastliðinn sunnudag er ég fór til Balos. Hún toppar meira að segja Elafonisi sem er ein frægasta ströndin á Krít og er auglýst hér sem nr. 10 á Tripadvisor yfir fallegustu strendur í heimi. Það er soldið meira maus að komast til Balos heldur en til Elafonisi, en rútur ganga á báða staðina. Það er þó aðeins örstutt labb frá bílastæðinu til strandarinnar í Elafonisi, en í Balos þarf að ganga um 20 mínútur niður á ströndina - og upp til að fara heim - sem var algjört hell í síðdegishitanum. En svo sannarlega þess virði. Báðar strendurnar skarta bleiklituðum sandi á köflum, hægt er að leigja sólbekki og sólhlýfar - en Balos hefur það fram yfir Elafonisi að þú getur fundið þér stað svo þér líði eins og þú hafir pleisið útaf fyrir þig - sem er líka hægt í Elafonisi - nema ekki eins augljóst fyrir þann sem heimsækir staðinn í fyrsta skipti. Vatnið er grunnt á báðum stöðum langt út og bláu tónarnir eru ótrúlegir! Tók mynd yfir Balos sem lítur út eins og póstkort. Það var alveg stappað af fólki á Elafonisi þrátt fyrir að vera virkur dagur, en á Balos dreifðist fólkið meira um svæðið (og það var sunnudagur þegar local fólk er líka í fríi). Þó að ég viti að sjálfsögðu nákvæmlega hvert ég ætti að fara til að liggja í sólinni á báðum stöðum núna. En Balos wow - ætlaði að planta mér við hliðina á sólbekkjunum á strand-rifinu, en gat ekki komið sólhlýfinni niður, og töluverður vindur svo hún hóf sig til flugs. Svo ég ákvað að leita að stað sem sandurinn væri þurr og sólhlýfin kæmist frekar niður, það var ekki að ganga neitt alltof vel þar til maður á besta aldri kom mér til bjargar og nelgdi stöngina niður með spýtu og steini. Og þá var ég komin með geðveikan stað, reyndar soldið rusl og þurr tjara out and about í sandinum, enda virtist þetta vera á óhreinsaða hluta strandarinnar, en það var frábært, útsýni yfir á klettinn úti í sjónum, steinsnar frá bleikum sandi og bakvið þarahól og litlar þúfur. Það besta: enginn í hljóðfæri... Um hádegisbilið labbaði ég svo yfir á hinn endann og fékk mér grískt salat í lunch - frábær dagur! Langar strax aftur til Balos.

sunnudagur, 23. ágúst 2015

Atvinnutilboð

Þegar ég sat á tavernunni um daginn var mér boðin vinna á Stavros ströndinni næsta sumar af eldri þjóninun, vini mínum honum Giannis - ef ég man rétt. Eitthvað hefur guðunum litist illa á þetta atvinnutilboð þar sem ég var búin að týna nafnspjaldinu hans fyrir lok dagsins - enda sight seeing dagur og alltaf að taka símann eða myndavélina uppúr veskinu. En ég veit samt ekki með þetta tilboð þar sem hann vildi bjóða mér í drykk og ræða hugsanlegt atvinnutilboð, en eftir að hafa dvalið á Tyrklandi er maður vægast sagt skeptískur á allt svona - þannig að ég veit ekki hvort þetta er blásaklaus drykkur eða ekki...

Var ég búin að segja ykkur þegar veskið mitt hrundi í sundur í Zara? Ólin losnaði öðrum megin og spurði ég stúlkuna hvort hún vissi um stað sem ég gæti fengið gert við það, hún vísaði mér til vegar og þegar ég kom þangað var ég guðs lifandi fegin að það væri opið enda um miðjan dag þegar margar sjálfstæðar verslanir loka yfir heitasta tímann. Þegar ég er búin að skella veskinu á borðið og sýna vandamálið byrjar skósmiðurinn að tala og sá ég glitta í gulltönn - nema þegar hann lýkur máli sínu að þetta sé ekkert mál, kosti 3 evrur en hann eigi ekki grænan tvinna. Ég segi að það sé ekkert mál og brosi mínu breiðasta, vandamálið sé senn úr sögunni - brosir kauði þá á móti og kemur í ljós gull grill, en allar tennurnar sem sást í í efri gómi voru gull. Fannst þetta svo skondið

fimmtudagur, 20. ágúst 2015

Um strandhandklæði og annað

Í dag sá ég flottasta beach towel sem ég hef séð: handklæði með Gríska fánanum. Næst þegar ég fer til Grikklands kaupi ég mér klárlega svona - nema ég kaupi yfirvigt núna?? Hmm freistandi... Mega töff og gaurinn sem var með það var frekar nettur þrátt fyrir að vera kominn yfir fertugt og með ítalskan óperusöngvara body.
Annars er frekar vinsælt hérna á Grikklandi að vera ekki með handklæði á ströndinni, heldur einskonar dúk með kögri á endunum... Um praktíska notkun skal ég ekki segja enda ekki komið við svona eintak.
Annars hlýtur eitthvað að vera í loftinu núna er sígur á seinni part ágúst, en hingað til hef ég alltaf verið látin í friði á ströndunum hérna. Þar til í dag og þá vill nánast hálf ströndin tala við mig, einn grikki var að blikka mig, flóttamaður kom að tala við mig og mjög loðinn grikki sagði; hey baby how are you? - er ég var í sjónum - ég var ekki lengi að hlaupa á þurrt land þá.
One of those days - en alltaf gott að vita að maður er ekki alveg ósýnilegur! 

miðvikudagur, 19. ágúst 2015

Af því að það er miðvikudagur

Í dag eru margar verslanir lokaðar í kvöld - af hverju gæti margur spurt. Svarið er einfalt; því það er miðvikudagur! Margar verslanir hafa siestu seinni partinn milli 14 og 17, þar að auki opna sumar þeirra ekkert aftur í kvöld, því það er miðvikudagur. Það sama gerist svo á laugardagskvöldum og mánudagskvöldum, svo er allt lokað á sunnudögum, meira að segja super-markaðurinn. Margar verslanir eru þó með opið allan daginn mánudag til laugardags, þar á meðal super-markaðrnir, túrista verslanir, Zara, H&M, Pull and Bear, Bershka og Stradivarius.
Ég er alveg að detta í þennan gríska lífsstíl að byrja daginn snemma, enda allt komið í full swing milli 9 og 10 og hitinn bærilegur, vinna svo frá 10 til 13, borða svo hádegismat, þó það sé alls ekki grískt - grikkir eru nánast að borða morgunmat kl 11 og því hádegismat kl 15. Eftir lunch er svo voða gott að fá sér smá blund - en það að labba upp og niður stigana hérna við vinnuna keyrir mann alveg út í þessum hita. Svo er val milli þess að fara á ströndina eftir blundinn um kl 16 eða 17 - og grípa sér íspinna á leiðinni. Nú eða þræða verslanirnar og skoða skó í gluggunum...

þriðjudagur, 18. ágúst 2015

Á tali

Þegar ég hef komið inní verslanir hérna í Chania, hvort sem það er mini market eða apótek þá er afgreiðslufólkið alltaf í símanum, og ekkert að flýta sér að sinna kúnnanum. Reyndar eru Grikkir aldrei að flýta sér, nema þegar þeir standa í röð í súpermarkaðnum eða þegar þeir eru að keyra. Sem getur verið ansi pirrandi þegar maður er að vinna með Grikkjum, en tví-verknaður er daglegt brauð hérna, og aldei hugsað fram í tímann hvernig megi gera vinnuna auðveldari seinna sama daginn eða daginn eftir. Svolítið "þetta reddast" attitude sem maður þekkir heima, sem ég hef nú aldrei verið neitt sérstaklega hrifin af.
En þessi umræddu símtöl í verslununum - þá komst ég að því að þeir eru að panta vörur! Eru þessar vinnu-aðferðir virkilega notaðar ennþá 2015?

laugardagur, 15. ágúst 2015

15 ágúst

Í dag er frídagur á Grikklandi og allar verslanir lokaðar, nema þær sem selja sérstaklega varning handa túristum.
Þessi dagur hefur eitthvað með Maríu, móður Jesú að gera og er um leið nafnadagur allra þeirra kvenna og manna er kennd eru við Maríu. En hér á Grikklandi er nafnadagurinn þinn meira mál en afmælið þitt.
Mér var boðið í skoðunarferð til Rethymnon, sem er þriðja stærsta borgin á Krít og var farastjórinn bróðir konunnar sem rekur gistiheimilið. Hún var nú ekki par hrifin af því að við værum að fara því bróðir hennar hjálpar henni með gistiheimilið um helgar. Þegar ég nefndi að hún væri nú ekki ánægð með að við værum að fara sagði hann að hún væri sjaldnast ánægð. Haha en já fór sem sagt á hraðferð í gegnum Rethymnon í dag, var fóðruð á hamborgara, ís og leyst út með gjöfum handa mér og mömmu - þar sem hún hringdi í mig er við vorum að borða. Er ég búin að komast að tvennu í dag: að vegakerfið á Krít er mjög ólíkt því á meginlandinu. Á meginlandinu keyrir þú alla jafna í gegnum alla litla bæi á leið þinni um landið, hér hins vegar eru bæirnir fyrir utan veginn og þarft þú alltaf að fara útaf aðalveginum til að komast inní einhven bæ - sem er pínu dull því hér er útsýnið bara tré en ekki líka litlir bæir. Hitt er ég komst að; er sð mér finnst mun skemmtilegra að fara í skoðunarferðir á eigin forsendum og á eigin tíma. 
Annars var smá rigning í dag líka og þrumur - ég hafði fjögur moskitobit uppúr gærkvöldinu og er að farast úr kláða.

föstudagur, 14. ágúst 2015

Íslendinga hittingur

Ef manni langar einhverntíma til að hitta aðra Íslendinga hér á Krít þarf maður ekki að gera annað en að skella sér í H&M en þar er alltaf hægt að finna helling af Íslendingum. Var dagurinn í dag engin undantekning enda hellidemba hér í Chania. Býst við að þessa reglu sé einnig hægt að yfirfæra á hvaða borg sem er í heiminum svo framarlega að Icelandair eða Wow fljúgi þangað - sem og borgir sem íslenskar ferðaskrifstofur bjóða uppá ferðir til. Það er nú bara gaman að þessu enda gef ég mig ekki að hinum samlöndum mínum í mínum verslunarferðum - og er alltaf hæstánægð að vera ávörpuð á grísku af afgreiðslufólkinu - sem er þá einskonar staðfesting á því fyrir sjálfa mig að ég er ekki sjúklega túristalega útlítandi. Þó að grísku stelpurnar séu alltaf mun betur til hafðar en undirrituð. Þær grísku eru alltaf með fullkomið hár og ef eitthvað er aðeins of mikið málaðar (óháð tíma dags). Á daginn eru þær í milli fínum fötum og flottum sandölum, alltaf með sítt hálsmen á ströndinni við efnislitla bikiníið sitt (á sérstaklega við um bikini-buxurnar) og á kvöldin eru þær í flottum kjólum og flottum skóm. Um strákana gilda þó aðrar reglur - en utan strandarinnar eru þeir alltaf í eins farnaði; stuttermabol eða polo við hnésíðar gallabuxur og skóbúnaðurinn er alltaf í gargandi ósamræmi við skóbúnað stelpnanna, en strákarnir eru undantekningarlaust í strigaskóm og oftast týpu sem er í 2-3 litum. Og þetta þykir fullkomlega eðlilegt, og sér maður pörin á börunum hérna, hún á leiðinni á Loftið og hann á leiðinni á Bjarna Fel sportsbar - en þó á sama barnum-saman.Magnað fyrirbæri!

Bestu kveðjur - sjáumst eftir rúmar tvær vikur
Kv.
Elín

þriðjudagur, 11. ágúst 2015

Aldrei ein

Jesús hvað það getur stundum verið gott að vera ekki einn - en núna erum við tvær stelpur á ströndinni sem skiptumst á að snýta okkur. Fyrst hélt ég að þetta væri ofnæmi fyrir einhverju, en þegar þetta fór ekki er ég tók amerísku ofnæmistöflurnar þá fór mig að gruna að um kvef væri að ræða. Sem er alveg stórfurðulegt í ljósi þess að ég er ekki með loftkælingu í herberginu mínu, heldur bara viftu. Fyrst gat ég nú ekki sofnað fyrir hita og endaði á því að sofa ofan á sængurfötunum, núna er ég hins vegar komin undir þau sama hversu heitt mér sé. En margir gætu svosem spurt hvernig í ósköpunum ég fór að því að ná mér í kvef þegar daganir eru um og yfir 35 gráður á celcius og kvöldin um 26 gráður það þætti mér líka gaman að vita.

laugardagur, 8. ágúst 2015

It's all greek to me

Grikkir eru skondin þjóð að heimsækja. Ég sit núna á tavernu Vasiliko við báta höfnina í Chania og snæði late lunch í formi grísks salats og frappé. Einn eldri þjónninn er strax orðinn vinur minn núna er ég heimsæki staðinn í annað skipti, og gerir hann ekki annað en að hella yfir mig hrósyrðum hvað ég sé falleg - omorfí Elí og spyrja mig hversu mikla grísku ég tali. Ég er í fríi í dag og þar sem það er skýjað ákvað ég að skella mér í sight seeing um gömlu hluta borgarinnar sem ég hafði ekki skoðað svo mikið áður, vopnuð korti með staðsetningum á áhugaverðum stöðum. Það er alveg magnað hvað fólkið hér býr í miklu nábýli við söguna, en virkisveggir girða af götur, gegna hlutverki útveggja íbúðahúsa og fornleifarústir kúra í görðunum. Útúr húsunum hlaupa svo berrössuð smábörn, og verð ég að spyrja mig hvort virkilega sé leyfilegt að búa í sumum þessara húsa þar sem þau líta sum hver út fyrir að vera að hruni komin. Ég gekk svo uppá lítið virki Stivia Bastion, þar sem lonely planet handbókin sagði að þaðan væri hægt að fá ágætis útsýni yfir gamla bæinn - jú sæmilegt útsýni en komst að því að þarna sofa sígaunarnir. Fatnaður úti um allt, leður jakkar, íþróttatöskur, nærbuxur, bylgjupappi, vatnsflöskur, bjórdósir og rusl, mest kom mér þó á óvart að þeir virðst nota smokka...
Hér er líka hressandi tilbreyting frá Tyrklandi að hér er enginn að reyna að draga þig inní verslunina þeirra, en sums staðar er þó reynt að draga þig inná veitingastaði - aðallega við túristahöfnina, en annars staðar þarf maður nánast að öskra á þjónana hvort þeir eigi ekki borð handa manni!
Jæja kominn ís og raki á borðið mitt og það er byrjað að rigna...

föstudagur, 7. ágúst 2015

Fjölskyldan

Stundum líður mér eins og ég sé stödd í kvikmyndinni My big fat greek wedding, en sumir fjölskyldumeðlimirnir falla alveg inní staðalmyndir úr þessari kvikmynd. Sú sem á gistiheimilið vill alltaf vera að gefa mér að borða og setur alltof stóra skammta á disk handa mér, þrátt fyrir að vera speng-grönn sjálf. Bróðir hennar vill alltaf vera að sýna mér eitthvað og fara með mig í excursions, segja mér hvað ég ætti að skoða og að ég eigi nú ekki að synda í sjónum fyrr en tveimur klukkutímum eftir að ég borða. Þar að auki er hann alltaf að útskýra fyrir mér hvernig öll orð og nöfn eru upprunin úr grísku: philadelphia kemur af philis sem þýðir vinur. Orthopedian kemur úr forn grísku þar sem orthos þýðir augu og cardiologist kemur af orðinu cardio - sem þýðir hjarta. Hérna er líka móðir þeirra sem talar stanslausa grísku við mig, hún vill að ég borði stanslaust, rekur mig út ef ég hnerra, vill segja mér hvernig eigi að skúra og tuðar eitthvað ef ég er að skoða símann minn (í frítíma nota bene), verst að ég skil nánast ekkert af því sem hún er alltaf að rausa. Ja nema núna síðast að þá er hún með hjarta vandamál.
Ég var svo óheppin um daginn að fá í magann og ældi öllu um kvöldið sem ég hafði borðað frá og með hádegismatnum, í kjölfarið voru tveggja daga umræður um hvað gæti hafa valdið þessu maga kasti, allt frá kaldri sturtu, hvort ég hefði borðað steiktan kalamari, eða verið með viftuna í gangi og verið sveitt eða blaut og ofkólnað í kjölfarið - eða farið að synda í sjónum. Nema hvað ég hefði ekki gert neitt af þessu.
Hér er svo líka fjölskylduvinur þeirra, væntanlega frændi sem er töluvert nær mér í aldri, á að giska tæplega fertugur - hann er í einhverri vinnu en þess á milli hangir hann í símanum eða á netinu. Hann er nú alveg spreghægilegur út af fyrir sig, því fyrsta kvöldið sem ég kom hingað voru íslenskar stelpur á gisiheimilinu. Þær höfðu verið að fara á milli grísku eyjanna í nokkrar vikur og voru ekki orðnar tvítugar. Frændinn skildi nú ekkert í þeim stöllum, þær væru bara að slappa af og ekkert að djamma. Ég þakkaði bara fyrir að hann hafi ekki farið að tala um að það færi nú orðrómur um íslenskar stelpur og hvernig þær væru - því seinast þegar ég heyrði svoleiðis komment snappaði ég hreinlega.
Ég gekk þó með frændanum og öðrum fjölskylduvini niður á höfn þar sem allt næturlífið er hér í borg og byrjaði þá enn önnur senan. Frændinn hélt því staðfastlega fram að þó að barirnir væru ansi fullir núna myndu þeir fyllast enn meira um miðjan ágúst þar sem 6 af hverjum 10 grikkjum sem fara í sumarfrí í ágúst koma til Chania. Ég og fjölskylduvinurinn mölduðum eitthvað í móinn, þá fór frændinn bara í fýlu og sagði að við myndum seinna biðjast afsökunar á því að hafa efast um hvað hann sagði og það myndi verða ljóst að lokum að hann hefði alltaf rétt fyrir sér. Ekki batnaði lundin þegar ég og fjölskylduvinurinn fórum að gera grín að þessu og hefur frændinn varla yrt á mig síðan.

miðvikudagur, 5. ágúst 2015

Komin á leiðarenda

Það er að segja að ég er komin á síðasta staðinn sem ég mun heimsækja og í seinasta rúmið sem ég mun sofa í. En þann 1 ágúst fór ég frá Agia Marina til Chania, á gistiheimili þar sem ég kem til með að vinna á út mánuðinn í skiptum fyrir herbergi. Gistiheimilið er rétt hjá rútustöðinni og því í hjarta borgarinnar, aðeins tekur mig um 5 mínútur að labba niður á eina af aðal verslunargötunum, 15 mínútur niður á strönd, 15 mínútur niður á höfn og 15-20 mínútur í H&M. Það er nú ekki mikið að hafa þar nema sumar fatnað, en það er sama uppi á teningnum hérna og í Thessaloniki: endalausar skóbúðir, gæti sko alveg keypt mér eins og fimm sandalapör. En ætla að reyna að standast freistinguna, guð minn góður hvað það er erfitt, en Grikkirnir kunna sko að búa til skó og hafa góðan smekk. Vinnan er ágæt, skipta um á rúmum og þrífa departure herbergi, en guð minn góður ég hef aldrei á ævinni svitnað svona mikið - enda erum við að vinna yfir heitasta tímann, eða milli 11 og 14 venjulega með enga loftkælingu.
Þau eru afskaplega viðkunnaleg systkinin sem reka gistiheimilið og vilja allt fyrir mig gera, kaupa handa mér morgunmat og fylla ísskápinn minn, elda fyrir mig hádegismat, fara með mér í skoðunarferðir, kaffihús og vilja þvo þvottinn minn fyrir mig. Mér finnst nú barasta nóg um.
Síðan ég kom hingað er ég búin að labba svolítið um gamla bæinn, finna góða hirðinn og kíkja í búðir. Er svona nokkurn vegin búin að ákveða hvað ég ætla að kaupa fyrir minjagripi og búin að pikka upp grískan geisladisk og hálsmen, fótakrem fyrir múttu og dittinn og dattinn. Rambaði svo á apótek sem er með 20% afslátt af öllum Korres vörum, ég spurði svo afgreiðsludömuba hversu lengi þessi afsláttur væri, út ágúst var svarið - svo framarlega að það væru til vörur. Því snyrtivöruframleiðendur loka lagernum í Ágúst og því ekki hægt að panta meira. Ég segi nú bara eins og Pat á Rhodos: "welcome to Greece". En það er svo margt fyndið í þessu landi, þeir voru til dæmis farnir að hafa endurvinnslutunnur úti á götu langt á undan okkur á Íslandi. Þær eru bláar og mátti setja plastflöskur í þær, hér má hins vegar setja plastflöskur og pappír í tunnurnar. En þeir kunna nú ekkert aðframfylgja reglum hérna og þegar ég fór í morgun að setja plastflöskur í tunnuna var hún full af leðurbitum og angaði hreinlega af leðri. Var greinilegt af mynstrinu á bútunum að þeir komu frá skósmið, en hér er hægt að fá handgerða leðursandala víðast hvar og má sjá margann túristann þrammandi um á slíkum sandölum.

þriðjudagur, 4. ágúst 2015

Komin til Krítar

Ég kom hingað fyrir rúmri viku með flugi frá Rhodos til Heraklion. Tók þaðan rútu til Chania, og þaðan strætó til Agia Marina þar sem ég gisti hjá Trine, dönskum kollega frá því síðasta sumar. Við leigðum okkur bíl í tvo daga og keyrðum svolítið um Chania, heimsóttum suður ströndina, leigðum peddal boat við Kourna vatnið og skoðuðum skjaldbökur og rústir við Aptera.
Upprunalega var planið að fara til San Torrini, en verðið í bát þangað er orðið 60 EUR aðra leiðina, svo bílaleigubíll varð fyrir valinu. Trine fór svo aftur að vinna, og ég fór að vinna í sight seeing - tók strætó til Chania og vafraði þar um búðir og götur, fór á Stavros ströndina sem loka-atriðið í Zorba er tekið upp. Verð klárlega að horfa á þá mynd um leið og ég kem heim. Vaknaði svo upp fyrir allar aldir til að taka strætó til Chania og rútu þaðan til Heraklion, klukkan var eitthvað um fimm um morguninn, ég með myndavélina á öxlinni, guide bók um grikkland í hendinni og derhúfu á hausnum - og rútan full af party grikkjum að koma af djamminu í Agia Marina og Platanias - sem eru aðal túrista "úthverfin" fyrir utan Chania. Ég svaf svo slatta af leiðinni í rútunni til Heraklion sem tók um þrjá klukkutíma. Þegar þangað var komið, fór ég í strætó beint til Knossos, sem er fræg minoan höll og fornleifastaður. Strætóferðin þangað reyndist hin mesta skemmtun þar sem parið fyrir aftan mig reyndist vera frá Ameríku og af umræðunni að dæma í honeymoon-ferð. Umræðan byrjaði á því að mæðgurnar voru ósammála um hvernig brúðartertan ætti að vera, móðir brúðarinnar vildi fountain cake, eitthvað sem hún hafði haft í brúðkaupinu sínu, en brúðinni fannst afskamplega ljótt og sem betur fer sagði manneskjan sem bjó til kökuna að þetta væri frá 1980 og engin ung brúður í dag vildi svona köku. Hvernig kaka var svo fyrir valinu var ekki til umræðu. Næst á dagskrá voru fataskipti í veislunni. Brúðurin skipti víst um kjól undir lok veislunnar, en henni til mikils ama gerði brúðguminn slíkt hið sama - eitthvað sem hún hafi ekki verið spurð álits um, né gefið grænt ljós á. Hann fór líka í svona casual föt sem var alls ekki við hæfi miðað við kjólinn sem hún fór í. Hann fór víst í póló bol og khaki buxur (eða slacks eins og kanar kalla þær víst) - sem var algjörlega ekki við hæfi, mamma hans hefði átt að koma í veg fyrir þetta og hann hefði alls ekkert átt að skipta um föt. Ef hana hefði grunað að þetta myndi gerast þá hefði hún látið systur sína fylgjast með honum. Þar að auki setti hann upp sólgleraugu þegar hann var í smókíngnum-svoleiðis gerir maður ekki í brúðkaupinu sínu að hennar mati. Vesalings strákurinn sat þarna og reyndi að krafsa í bakkann, það hefði jú verið sól og hann hafi líka viljað skipta yfir í þægilegri föt, hún tók hins vegar engum sönsum og sagði að maður ætti ekki að vera í þægilegum fötum á brúðkaupsdaginn sinn! Hann endurtók þá bara að hann skildi þetta ekki. Skemmtileg brúðkaupsferð þetta heyrðist mér. 
Ég var komin til Knossos klukkan tíu og þrammaði um svæðið í rúma tvo klukkutíma og tók strætó aftur inní Heraklion. Stoppaði stutt á McDonalds og var svo rokin á fornleifasafnið þar á bæ sem er víst næst stærsta safnið á Grikklandi (á eftir því í Aþenu). Þar var hellingur af fólki, og hljómburðurinn hræðilegur, nóg til að fá hvern sem er til að verða syfjaðan, svo ég setti ipodinn í gang og hlustaði á tónlist meðan ég skoðaði steinkistur, leirkrúsir, skartgripi og fresco myndir. Þegar leið á daginn fækkaði fólkinu sem betur fer og þá varð minna þreytandi að vera þarna inni og maður gat notið þess betur. Ég röllti svo aðeins um verslunargötuna, en ég kunni afskaplega vel við Heraklion, töluvert fleiri búa í Heraklion heldur en Chania, en Chania virkaði fyrst soldið sjúskuð og subbulega á mig. Ekki var það heldur til að skemma fyrir Heraklion að hún státar McDonalds, stærri Pull and Bear, stærri Bershka og stærri Stradivarius. Til að toppa allt virtust allir halda að ég væri grísk í Heraklion, bæði grikkir og túristar, og missti ég töluna á því hversu oft ég var spurð til vegar á þessari stuttu göngu minni um borgina. Uppúr sjö tók ég svo rútuna aftur til Chania og var komin heim um ellfu leitið. 
Trine var svo aftur í fríi daginn eftir, svo við lágum við sundlaugina góða stund og fórum svo út að borða á rosalega góðri tavernu í Agia Marina. Þar þurftum við ekki einu sinni að borga reikninginn þar sem þeir þekktu Trine og veitingastaðurinn vinnur með dönsku ferðaskrifstofunni sem hún vinnur með. Steiktur saganaki ostur, grískt salat með feta osti, fyllt vínberjalauf og steiktur calamari. 

föstudagur, 31. júlí 2015

Heillandi Rhodos

 Lonely planet sagði að annað hvort myndi mér líka við Rhodos eða ég myndi elska Rhodos, og það er engin spurning ég ELSKA gamla bæinn í Rhodes Town.
Þegar ég fór í gegnum vegabréfaskoðunina tók sænskumælandi Grikki á móti mér - það fannst mér alveg sprenghlægilegt. Það tók mig svo aðeins um 10 mínútur að labba frá höfninni að hótelinu. Þeir eru líka með svona info box niðri á höfn þar sem er hægt að fá kort á nokkrum tungumálum - enda mikið af fólki sem fer yfir í dagsferð. Ég gisti á hotel Spot inni á gamla bænum sem er lítið boutique hótel í gyðinga-hluts gamla bæjarins. Ég var komin inná hótelið um kl 11 og fékk morgunmat/lunch og herbergið var strax tilbúið, svo ég gat hennt farangrinum. Þar inn og var rokin út í sight seeing um klukkan 12. Gamli bærinn er allur hellulagður með litlim steinum, svo góður skóbúnaður er möst! Litlar götur liggja þvers og kruss, og sögu er að finna á hverju horni, það var einhver minningarathöfn við minnismerkið sem tileinkað er þeim sem dóu og lifðu helförina af. Fullt af litlum búðum að selja skó, skartgripi, leðurvörur, krem, ólífuolíu og eftirlíkingar af fatnaði og töskum. Tyrkirnir mega eiga það að fake töskurnar þeirra og fötin eru flottari en þau á Grikklandi - en Grikkirnir hins vegar hafa fallegri skartgripi, skó og leðurtöskur sem eru gerðar hérna og ekki eftirlíking af neinu.
Ég skoðaði hellstu staðina sem voru möst see, riddaragötuna, verslunargötuna í tyrkneska hlutanum en alls staðar inn á milli eru rústir af gömlum veggjum og hægt að ganga litlar götur og líða eins og maður sé einn í borginni. En ég sleppti öllum söfnum í þetta skiptið. Um kvöldið fór ég svo að borða á Meltemi sem er úti við sjó í nýja bænum.
Daginn eftir var hótelstýran Pat svo almenileg að bjóðast til að keyra mig til Anthony Quinn bau, en honum var víst gefinn þessi litli flói ásamt lítilli strönd frá Grikklandi fyrir að kynna landið - nema hann hefur aldrei komið þangað. Það var svo búið að mæla með því að ég færi til Lindos, sem er víst frægasti fornleifastaðurinn á eyjunni, en ég varð svo ástfangin af gamla bænum daginn áður að mig langaði bara til að röllta þar um. Sem ég og gerði, fann svo gönguleið svo maður gat gengið milli virkisveggjanna - í nánast algjörri þögn, og borgin iðandi að lífu beggja vegna utan þeirra auk þess sem ég kíkti aðeins inní nýja bæinn. Um kvöldið bauð Pat mér og þýsku pari af hótelinu að koma með sér í lítið þorp á bestu tavernuna á svæðinu, jeremías það var svo góður matur, og maður borgaði bara 10 evrur og fleiri og fleiri diskar komu á borðið. 
Morguninn eftir var svo síðasti dagurinn, átti flug frá flugvellinum um klukkan hálf fjögur. Svo ég byrjaði daginn snemma og fór út að labba um bæinn, og langaði til að sjá gamla bæinn að ofan - ég hafði séð inngang rétt hjá riddaragötunni þar sem maður gæti gengi ofan á virkisveggjunum - en þeir reyndust svo vera lokaðir um helgar. Svo ég fór að vafra um gríska hluta gamla bæjarins, þar rambaði ég svo alveg óvart fram á skilti sem stóð best panorama view yfir gamla bæinn og ég inn - WOW, pantaði frappé og hafði staðinn útaf fyrir mig í um klukkutíma áður en ég röllti aftur heim á hótel og tók rútu út á flugvöll.

Marmaris framhald

Gleymdi alveg að segja ykkur frá uppákomunum í Marmaris. Þessir búðar gaurar geta verið svo annoying ef maður er ekki í stuði fyrir þá, þegar ég var að strunsa heim eftir að hafa skilað bílnum (já þetta var klárlega struns) þá reyndi einn að fiska mig inná veitingastað, hvort það mætti bjóða mér eitthvað að drekka - ég get svarið það ég veit ekki hvaðan tónninn og svarið mitt kom, en ég svaraði með mesta fyrirlitningartón sem ég hef nokkurntíma notað er ég svaraði að það mætti hann ekki-þakka þér kærlega fyrir. Nei kauði gafst ekki upp, og sagðist vita að ég kæmi frá Hollandi. Jeremías, hvað ég hugsaði restina af leiðinni heim; ef einhver einn í viðbót segir að ég sé frá hollandi þá öskra ég! Blessunarlega reyndu ekki fleiri að eiga mannleg samskipti við mig það kvöldið.
Síðasta kvöldið í Marmaris var ansi skrautlegt skal ég segja ykkur, lennti á heilmiklu spjalli við einn verslunareigenda á basarnum - úff innsight í þann heim var ekki fallegt skal ég segja ykkur, en hann sagði að þar sem svo mikið af þorps-strákum séu búnir að opna verslanir í Marmaris (og þetta á eflaust við annars staðar líka) þá hefur virðing fyrir viðskiptavininum alveg farið í svaðið. Þessi sem ég lennti á spjalli við sagðist vera frá Ankara, og þar af leiðandi ekki "þorpari" en ég tek því nú með fyrirvara því ekki talaði hann fallega um hugsanlega viðskiptavini - sagði fólk ekkert vita af hverju það kæmi á bazarinn, vafraði bara um stefnulaust að skoða og ekki að skoða. Haha þessu lýsing gæti alveg átt við um mig.
Alls staðar eru svo merkingar í gluggum eins og "genuine fake" eða "original fake" haha þeir hafa ekki tekið upp á þessu ennþá í Alanya, nú eða hætt því... Ég fjárfesti ekki í neinu í Marmaris, enda hafði ég gert öll kaupin í Alanya eða Antalya- það var svo reynt að selja mér fake ilmvatn, en slíkar búðir eru mun meira áberandi í Marmaris heldur en Alanya. Kannski er þetta eitthvað sem bretarnir kaupa (en þeir eru sjaldgæf sjón í Alanya). Verslunarmaðurinn spyr mig endurtekið: hvað er þín lykt - hvað er þín lykt. Ég stóð á gati enda alltaf að skipta, svo ég svaraði Victorias secret (sem ég er jú að nota núna). Hvað haldið þið að hann hafi sagt? Nú: "can I smell you" auðvitað - haha ég gat ekki að því gert en að fara að skellihlæja og láta mig hverfa.  Hafði engan sérstakan áhuga á því að láta lykta af mér. En hvað ég get hlegið að þessu ennþá!
Seinna sama kvöld gat ég ekki á mér setið þegar einn spyr hvaðan ég sé, og ég svaraði ekki- þá las hann aftan á stuttbuxurnar mínar: "california" haha þá snéri ég mér við og klappaði og sagði nei sko hver kann að lesa. Haha held að hann hafi ekki alveg náð þessu því hann sagði að venjulega væri hann með gleraugu eins og ég, en ekki núna - sagði mér í stuttu máli frá buisnissinum sínum sem er að selja túristum skoðunarferðir. Svo vildi hann endilega bjóða mér í einn drykk á einhverjum bar - ég afþakkaði pent, enda aldrei hægt að treysta neinum í þessu landi að viðkomandi sé bara vinur manns - í 90% tilfella er alltaf eitthver annað mission. Því miður, því eflaust gætu margir orðið góðir vinir manns.
Segi ykkur næst frá Rhodos

þriðjudagur, 28. júlí 2015

Umferðarljósin í Marmaris


Ekki skil ég af hverju það eru umferðaljós í Marmaris þar sem þau sýna aldrei rautt eða grænt ljós heldur alltaf gult blikkandi ljós. Einkennilegur andskoti! Ég gisti svo tvær nætur í Marmaris eftir að ég kom úr "bíltúrnum". Ég varð ekkert sérstaklega heilluð af borginni að kvöldlagi enda bærinn smekkfullur af túristum og varla hægt að ganga um göturnar. En gamli markaðurinn eða basarinn er skemmtilegur ap ganga um og fann ég prýðis veitingastað sem bauð uppá heimilislegan mat, maður valdi bara það sem maður vildi úr borðinu og það var hitað í örbylgjunni - ljómandi gott - ef einhver vill prófa heitir staðurinn Meryemana.
Hrifnust var ég þó af hotel Oasis, starfsfólkið þar var alveg yndislegt við mig, reddaði mér auka nótt þrátt fyrir að þeir væru fullbókaðir samkvæmt vefsíðunni þeirra - þeir sögðu að ég mætti vera eins lengi og ég vildi ;) Mér tókst svo að gleyma smá dóti heima hjá Anniku í Alanya svo stelpurnar sendu það með hraðpósti til mín, og lét ég móttökuna fá pening til að borga fyrir sendinguna. Þeir hringdu svo í mig úr lobbýinu og sögðu að sendingin væri komin, svo ég skaust niður til að ná í dótið. Nema hvað peningurinn sem ég hafði látið þá fá lá ofan á pakkanum. Ég skildi ekki upp né niður í neinu, hvort þeir hefðu ekki borgað eða hvað. Þá sagði maðurinn í lobbýinu að hann hefði talað sendilinn til og að ég væri svo nice stelpa að ég þyrfti ekkert að borga? What.. Nema þá að hann hafi borgað sjálfur, en það kæmi þá bara út sem 22 líru afsláttur af einni nóttinni. 
Að morgni þess 23 júlí tók ég svo leigubíl frá hótelinu og út að höfninni sem bátarnir fara til Rhodos. Tékkaði inn og fór í gegnum security og talaði við custums vegna tax free... Hahaha það var ótrúlega fyndið! Ég spyr hvort ég sé á réttum stað fyrir tax refund, jú jú og ég rétti þeim kvittunina, búina að passa svo vel uppá allt saman og tilbúin með innkaupin í handfarangrinum. Þeir ræða eitthvað sín á milli og kalla á einhvern annan, ég hélt að það væri þá einhver ákveðinn starfsmaður sem sæi um þetta og hann væri fjarverandi í augnablikinu. Um 10 mínútum síðar birtist einhver, á stutt orðaskipti við þessa tvo sem voru þegar á staðnum, haha og hann var einungis kallaður inn til að spyrja mig hvort ég vildi virkilega fá endurgreiðsluna því hún væri einungis um fjórar lírur, jú jú sagði ég og birtist þá fjórði maðurinn, þeir drógu út möppu, fylltu út einhverjar upplýsingar, svo byrjaði einhver sena, ég spurði hvort það væri "problem" - já kvittunin ætti að vera í fjórriti en það væri bara í þríriti, og hvar fjórða blaðsíðan væri. Ég sagðist hafa fengið þetta svona, þeir yrðu bara að tala við þá í Antalya.. Þetta reyndist svo ekki vera neitt vandamál og tók aðeins um fimm mínútur að græja þetta og setja í þar til gerðann póstkassa. Magnað alveg hreint, ef þeir hefðu bara byrjað á þessu strax. Siglingin yfir til Rhodos tók um klukkutíma, þar tók svo sænsku-mælandi tollari á móti mér. Stoppaði í info deski, fékk kort og labbaði á hótelið minn sem var aðeins í um 10 mínútna göngu-fjarlægð frá hörfninni. Þar gisti ég í gamla bænum á Spot hotel og reyndist herbergið mitt tilbúið er ég kom á hótelið um klukkan 11, þar beið mín svo morgunmatur og var ég komin út um klukkutíma síðar að röllta um bæinn.

mánudagur, 27. júlí 2015

On the road


Síðast skildi ég við ykkur á rútustöðinni í Marmaris. Ég steinrotaðist svona líka í báðum rútunum að ég gleymdi meira að segja að athuga hvort það væri wifi hjá Pamukkale rútufyrirtækinu. Ég vaknaði nú samt nokkrum sinnum, konan við hliðina á mér var að fá sér einhverja hressingu og svo framvegis. Það þurfti svo að vekja mig þegar við komum til Marmaris, þaðan var lítil þjónustu skutla sem skutlaði mér á hótelið - auðvitað löngu fyrir tékk inn tímann, sem var kl 12 á hádegi. Starfsfólkið var þó ekkert nema yndislegheitin, bauð mér uppá morgunmat og fékk ég svo úthlutuðu herbergi kl 9 - og þvílík sæla, þarna voru um 100 sjónvarpsstöðvar og þar af 50 ensku mælandi - og það á ódýrasta hótelinu í bænum. Og ég sem hef gist á Hilton Garden Inn og þar var bara ein fréttastöð á ensku, restin var á rússnesku og pólsku ef ég man rétt, og mesta lagi 30 stöðvar! Þegar mér tókst að slíta mig frá imbanum lagði ég mig í rúma tvo tíma og töllti svo inní bæinn í sight seeing, litlar krúttlegar götur til að vafra um og kastali og safn til að skoða. Ég keyrði það allt í gegn og sótti svo bílaleigubílinn um kvöldið. Það var nú ekkert hlaupið að því að fá bílastæði get ég sagt ykkur, en það hafðist á endanum. 
Morguninn eftir lagði ég svo í hann, keyrði til Selcuk þar sem ég var búin að bóka nótt á hóteli til að byrja í Ephesus daginn eftir. Á leiðinni þangað stoppaði ég í Euromos, Herakleia og Priene. Euromos er lítill staður með hofi, einstaklega fallegt og aðeins örfáar hræður á svæðinu og flestir þeirra fornleifafræðingar að hræra í rústunum á svæðinu. Í Herakleia eru rock tombs, en búið er að grafa út grafir í heilu bergklappirnar og svo steinhellur settar yfir. Priene er svo bær með hofi, það sama var uppi á teningnum - ég hafði staðinn nánast útaf fyrir mig. Dagurinn var algjörlega fullkominn, kom svo til Selcuk á drulluskítugt hótelherbergi með gati á hurðinni, sígarettu ösku á gólfinu, krumpuðum rúmfötum og hlandlykt á klósettinu. En ódýrt var það og morgunmatur fylgdi með. Daginn eftir ætlaði ég svo að byrja í Ephesus, en vaknaði fyrir allar aldir, svo ég ákvað að fara í smá early sight seeing, sem endaði á því að í morgunbirtunni sá ég ekki bungu í veginum sem skrapaði undirvagninn á bílnum. Með reynslu af slíkum málum hringdi ég í lögregluna - sem skellti á mig þar sem þeir töluðu ekki ensku.. Tyrneskir þorpsbúar komu mér til bjargar og hringdu í her-lögregluna, sem birtist svo tveimur klukkutímum seinna með dráttarbíl - sem var nú alls ekki nauðsynlegur. Ég náði svo loksins sambandi við bílaleiguna, og þá kom í ljós að þeir vildu ekki einu sinni skýrslu. Svo bílaleigan útskýrði það fyrir jandarma að ég þyrfti ekki skýrslu, en þurfti á endanum að gera skýrslu um að ég þyrfti ekki skýrslu. Dráttarbíllinn reyndi svo að fara fram á greiðsu, því var staðfastlega neitað af minni hálfu enda var engin þörf fyrir hann. Eftir þetta ævintýri fór ég svo til Ephesus, en þetta seinkaði öllu svo ég var ekki komin þangað fyrr en um ellefu, eða á allra versta tíma, þegar það er sem heitast og mest af túristum inni á svæðinu. Borgin er rosalega stór, og mikið endurgerð til að auka glæsileikann, en engu að síður varð ég fyrir töluverðum vonbrigðum, enda búið að hypa staðinn svo upp að ég var að búast við of miklu. Eftir að hafa ráfað um svæðið í nokkra klukkutíma fór ég inn til Selcuk að þefa uppi hádegismat og fann líka svona góðan matsölustað, þökk sé lonely planet. Eftir atburði dagsins nennti ég ómögulega að fara á safnið og hélt því af stað heim. Næsta vesen: þeir á bílaleigunni gleymdu að segja mér hvernig átti að nota high wayinn og þar sem ég nennti ekki að tala við þá aftur þá fór ég hægari leiðina heim, og rétt náði í tíma til að skila bílaleigubílnum. Þá var ég guðs lifandi fegin að komast aftur á Hotel Oasis og losna við bílinn enda náði ég ekkert meiru sight seeing þann daginn. Til að kóróna allt komst ég svo að því eftir að ég skilaði bílnum að það var ókeypis að nota hraðbrautina þar sem það var bayram helgi. 

miðvikudagur, 22. júlí 2015

Stalker á ströndinni

Næst síðasti dagurinn minn í Alanya var 17 júlí, og vildi það þannig til að fyrsti dagurinn í bayram lennti á þeim degi. Bayram er sem sagt múslimsk hátíð sem haldin er í lok ramadan, föstumánaðar múslima. Þá gera tyrkirnir vel við sig í mat og drykk og borða mikið nammi. Þessi dagur var alveg stórfurðulegur, dagarnir á Tyrklandi geta jú verið furðulegir, en þessi var stórfurðilegur. Annika og Stína þurftu að mæta í pickup kl 8.00 þat sem þær voru að taka þátt í liðsdegi fyrirtækisins, og þar sem ég var vöknuð á sama tíma ákvað ég að drífa mig á ströndina og nýta daginn vel. Að vanda var stefnan tekin á strönd 22, þar sem staffið þar er vant að láta okkur fá bekki frítt, og erum við vanar að kaupa okkur bara eitthvað að borða hjá þeim. Nema ég hugsaði með mér að labba í flæðarmálinu á leiðinni þangað - enda á það að vera ágætis fótsnyrting þar sem sandurinn skrúbbar burtu siggið. Ég settist svo í sandinn einhversstaðar á leiðinni til að njóta útsýnisins og sötra vatnið mitt - enda skagar hitinn upp í 40 gráður og á maður þá að drekka um 4 lítra af vatni yfir daginn. Það liðu ekki tvær mínútur þar til einhver furðufugl var búinn að setjast við hliðina á mér og reyna að tala við mig á tyrk-ensku, ég skildi nú voðalega lítið nema hann vildi vita hvað ég héti og hvort hann mætti fá sopa af vatninu mínu - ég hélt nú ekki, svo lagði hann sig á hliðina eins og hann ætlaði að fara að sofa. Þá var ég ekki lengi að láta mig hverfa, labbaði nokkurn spöl og settist annars staðar - þá mætir hann aftur og sest aftur við hliðina á mér. Jedúdda mía er hann ekki að skilja að ég nenni honum ekki, stend aftur upp og segist vilja vera í friði en þori ekki að labba meira á ströndinni og fer því uppá gangstétt að fela mig bakvið pálmatré meðan ég horfi á hann labba lengra út á ströndinni. Því ekki vil ég að hann sjái að ég fari á strönd 22 og verði að pestera mig þar allan daginn. Losnaði ég nú sem betur fer við það, enda hefðu strákarnir á 22 örugglega rekið hann í burtu - nógu vel hugsuðu þeir um mig þarna, þeir voru allan daginn að stilla sólhlífina fyrir mig svo ég gæti verið í skugga - enda alltof heitt til að vera allan daginn í sólinni. 
Á leiðinni heim stoppa ég svo í sjoppunni hennar Anniku og þar er einhver nýr að afgreiða sem ég hafði ekki séð áður - hann spyr hvaðan ég sé - ég segi honum það - og hann svarar; you are nice... Hahaha hvar endar vitleysan?
Um kvöldið stoppar svo einhver á hjóli og reynir að tala við mig á tyrknesku, eitthvað varðandi bayram. Seinasta kvöldið mitt í Alanya ákvað ég svo að láta laga augabrúnirnar á Cuts by Celal, sömu stofu og í fyrra, þar er einhver nýr gaur sem spyr hvort hann megi gera það, jú jú - og hann fer eitthvað að spjalla við mig, hvort ég sé í fríi og hvað lengi - þessu var ekki auðsvarað og segist ég vera að fara til Marmaris og ætli að taka bílaleigubíl - þá spyr hann einfaldlega hvort hann megi koma með! Haha það eru engin mörk hérna. Svo byrjaði sölumennskan, hvort ég vildi ekki láta lita rótina, fá klippingu og það allra besta; hvort ég væri hrifin af húðflúrum! Í alvörunni ef ég hefði gengið þarna inn til að láta snyrta augabrúnirnar og gengið út blond, með nýja klippingu og húðflúr? Hahaha... Ég hélt að þetta væri grín, en stelpurnar sögðu mér að sömu eigendur ættu einar 2-3 tattoo stofur. Svo þetta var ekkert grín!
Síðasta daginn skellti ég mér svo í paragliding, sem maður hleypur framan af kletti í fallhlíf og svífur niður á strönd. Okkur til samlætis var svo fálki, flugmaðurinn vildu meina að þetta hafi verið örn - en ég er ekki jafn viss um það.
Um daginn héngum við stelpurnar svo bara við laugina og pöntuðum McDonalds. Um kvöldið tók ég svo rútu til Antalya og þaðan næturrútu til Marmaris, þar sem næsti hluti ferðalagsins mun eiga sér stað.

þriðjudagur, 14. júlí 2015

Alltaf lærir maður eitthvað nýtt

Eins og hefur kannski komið fram áður er að það er soldið skrýtin tilfinning að vera komin hingað aftur, sú staðreynd að maður átti heima hérna í fyrra en er einungis í heimsókn núna. Maður er þó ekki alveg gleymdur hjá íbúm bæjarins og það er nú alltaf smá huggun í því :) Við Annika fórum til dæmis á ströndina í gær og þar var sami strandar-gaurinn og í fyrra haha, og það fyrsta sem hann sagði þegar hann sá mig - er hann var að vísa nokkrum skandinövum á bekki - var að þessi stelpa væri ekki fyrir hann - haha enda var hann eitthvað að ýja að því í fyrra hvort að mig vantaði nú ekki kærasta - hann gæti nú alveg gengt því hlutverki - það var afþakkað. Við Annika sellihlógum að sjálfsögðu að þessu. 
Þó að maður þekki landið og bæinn ágætlega er þó alltaf hægt að læra eitthvað nýtt. Ég er alls ekki langt frá gömu íbúðinni minni frá því í fyrra, en er búin að labba töluvert meira um hverfið núna og tók ég eftir því að alls staðar á grindverkunum utanum nærliggjandi hús eru plastpokar bundnir við  girðingarnar, stelpurnar gátu auðveldlega svarað af hverju þetta stafaði - jú þetta er sett út handa þeim sem hafa lítið milli handanna og geta mögulega ekki keypt sér brauð. Það getur líka verið forvitnilegt að sjá hvernig fólk notar svalirnar sínar. Ég veit til þess að fólk sofi á svölunum þegar heitast er og tók ég eftir því í Antalya að fólk stilli sjónvarpinu sínu upp í svaladyrunum og sitji svo úti á svölum að horfa á imbann. Í dag sá ég svo litla kommóðu fulla af lauk úti á svölum á jarðhæð (hér eru nefnilega líka svalir á jarðhæðinni, en ekki pallur). Fannst það ansi merkilegt og fer nú örugglega hér eftir að góna inná svalir hjá blá-ókunnugu fólki. 

föstudagur, 10. júlí 2015

Bananalandið Tyrkland

Tyrkirnir eru stundum dansandi á þunnri línu milli þess að vera fyndnir og svo í hina áttina einstaklega dónalegir. Það fer allt eftir dagsforminu hvort maður nenni að standa í small talk á nokkurra metra fresti, spurningar eins og hvernig hefurðu það, hvaðan ertu og hvar er Ísland. Sumir virðast þó vera meira með á nótunum heldur en aðrir, og einn fleygði meira að segja fram föðurnafni - það var svo ekki fyrr en að maðurinn fór að tala um fótbolta að ég gerði mér grein fyrir því að hann var að tala um einhvern íslenskann leikmann og núna var ég komin út fyrir minn þekkingar-brunn. Ef maður er svo ekki í stuði til að tala við þá fara þeir að lesa það sem stendur á fötunum þínum - mæli ég því eindregið ekki með því að vera í stuttbuxum merktum "California" á rassinum - það byrjar alltaf á því að þeir segja hallo hallo where are you from - er ég svara svo ekki og geng framhjá, þá segja þeir undantekningarlaust: California. Vá þú kannt að lesa - æðislegt. Önnur skipti staldra ég þó við og á stutt spjall við tyrkina - einstaka sinnum endar það í einhverju stórfenglega hlægilegu sem við Fin-Ice mafían getum hlegið endalaust að. Sem dæmi má nefna götu-sölumann í Side sem ég átti stutt spjall við, eftir að hafa sagst vera frá Íslandi fór hann að tala um Irish coffee og hvað ég væri lík fyrrverandi kærustunni hans sem hafði verið bresk - tvemur mínútum seinna af venjulegu spjalli segir hann að hann sé mest hrifinn af brjóstunum á mér þau séu eins og bananar - haha - hann gerði sér svo grein fyrir því að þetta hafi komið eitthvað vitlaust út og reynir að krafsa í bakkann og segir greip - þá segi ég honum að hann sé að hegða ser mjög dónalega og geng í burtu - hann kallar á eftir mér af hverju ég sé að fara og hvort ég ætli að koma aftur - nei takmörkin eru engin hérna. En það sem við stelpurnar erum búnar að hlæja að þessu!

fimmtudagur, 9. júlí 2015

Komin heim

Ég er komin heim á mitt gamla heimili, í strand- og túristabæinn Alanya. Hér dvel ég hjá finnskri vinkonu minni henni Anniku og er eini munurinn að í ár býr allt liðið ekki í Cleo - á móti fiskmarkaðnum heldur á þremur mismunandi stöðum, Annika er í ár á Galaxy - sem er blanda af holiday homes fyrir skandinava og tyrki auk nokkurra íbúða sem fararstjórar búa. 
Ferðin frá Side til Alanya var fremur áfallalaus, nema hvað ég þurfti að bíða í tvo klukkutíma eftir rútu sem færi til Alanya - það var nú reyndar soldið dubius hvernig þeir rukkuðu mig fyrir ferðina í rútuna - en venjulega fær maður miða, en núna nei - og svo sá ég manninn hjá rútufyrirtæki A sem ég borgaði 15 lírur fyrir ferðina gefa starfsmönnum rútufyrirtækis B sem ég ferðaðist svo með peninginn og þeir stungu sitthvorum seðlinum í sinn vasann hvor. Ég reyndi að malda í móinn og fá miða-en nei og ég um borð í rútuna, var ég því soldið nervous þegar bílfreyrinn kom að tala við mig á tyrknesku - ég spurði hann hvort hann talaði ensku, svarið var english yok - þá yppti ég bara öxlum og sagði turkish yok - needless to say fóru allir í kringum mig að hlæja - og í endann skildi ég að hann var að spyrja mig hvert ég var að fara - jú Alanya. Hér er sól eins og endra nær - en ég er búin að vera að bagslast með kvef og hósta sem stafaði af of mikilli loftkælingu - en er öll að koma til. 
Hér hefur ótrúlega margt breyst á einu ári. Nýjar byggingar rísa upp eins og gorkúlur, einn verslunarkjarninn fyrir utan bæinn hefur fengið andlitslyftingu og nýtt nafn : Mega moll og damlatas vatnsrennibrautagarðurinn heitir núna Alanya water park og státar nútímalegri inngangi en áður. Aðrir hlutir haldast tiltölulega óbreyttir, eins og sítrónusölumaðurinn á horninu hjá Mavi niðri á aðalgötu er þar ennþá, nema núna er appelsínu season.

Hér er ég búin að dvelja í góðu yfirlæti og félagsskap með finnsku skvísunum mínum, þeim Anniku og Stínu - auk þess sem ég er búin að kynnast nýju íslensku fararstjórunum og krökkunum úr barnaklúbbnum. Frábært fólk allt saman - hér var svo alveg hellað white night party á Palm beach - haha nema Palm beach er líka flutt - flutti frá jaðri bæjarins og alveg upp að Kale klettinum, og er því merkt sem strönd no 0 Kleópötrustrandar megin. Þessi gleði dró svo að aðra guida allt frá Antalya og Side, svo það var hálfgert reunion. Eftir að tónleikunum lauk fóru allir á Crazy horse þar sem einhver úr barnaklúbbnum hrissti glimmeri yfir allt liðið - og er maður núna á degi þrjú ennþá með glimmer fast á handleggjunum!

Ég tók svo í fyrsta skipti strætó upp í Kale - klettinn sem skagar út í sjó hér á bæ og gekk niður eftir litlum göngustíg sem liggur í gegnum skóg og íbúðahverfi á klettinum - hafði gönhustíginn alveg útaf fyrir mig - en eitthvað hefði getað verið betra þá hefði culture húsið mátt vera opið. Þegar ég kom niður af klettinum kíkti ég svo í Rauða turninn sem er einskonar trademark bæjarins, þaðan kíkti ég svo í shipping yard og gerði tilraun til að heimsækja menningarhús sem er við hliðina á rauða turninum, en þar kom ég líka að lokuðum dyrum þótt það stæði skýrum stöfum að þar væri opið frá 9-17 alla daga. En ég komst hins vegar inní pöddusafnið sem er í sama húsnæði, þar sem tveir bakkar með fiðrildum, kakkalökkum og öðrum kvikindum var til sýnis. 

þriðjudagur, 30. júní 2015

Tyrkland er atvinnuskapandi land

Ég stoppaði ekki lengi í Antalya, aðeins þrjár nætur hjá honum finnska Elmo. Það var rosalega gaman að hitta hann aftur þó að hann hafi verið að vinna þá daga er ég dvaldi á hans bæ. Við náðum þó að fara út að borða á Big Chefs kvöldið sem ég kom þar sem það var frídagur hjá honum þann daginn, en flugvallarstaffið er mikið að taka á móti farþegum seint á kvöldin og á nóttunni. Næstu tveimur dögum var eytt í að kíkja í mollin þar á bæ; Terra city og Mark Antalya. Var ég nokkuð ánægð með getu minnar til að rata um borgina og taka strætó, enda ekki farið mjög oft inn til Antalya áður að ramba um borgina. 
Það var þó alls ekki mikið verslað þarna, enda með ansi mikið af farangri nú þegar og vörurnar sem eru til sölu eru mest megnis annsi óhenntugur til að nota heima. Engu að síður voru allmargar flíkur mátaðar og þar rak ég mig á þá furðulegu og ríkjandi hefð í verslunum hér að hafa ekki fataslá fyrir framan mátunarklefana - vellti ég vöngum yfir þessu og fór að fylgjast með hvort ætlast væri til að væntanlegir viðskiptavinir gengu frá fatnaðinum aftur inní verslunina, það var fljótlega afgreitt og er ekki ætlast til þess, heldur safnast fyrir fatastaflarnir inni í mátunarklefunum og starfsmenn verslananna tæma þá, í öðrum verslunum er einn starfsmaður bara í þessu, og er hann þó ekki að úthluta þér spjaldi með fjölda flíka á. Heldur einungis að ná í föt og ganga frá þeim aftur inní verslunina. Merkilegt alveg!
Ég tók svo rútu inn til Side á mánudagsmorguninn til Katrínar, enda var hún í fríi þann daginn - svo við drifum okkur á ströndina og fórum svo út að borða með Alexöndru og Mads um kvöldið, og út að djamma með restinni af Side genginu, þar sem skemmtistaðurinn Karma var meðal annars heimsóttur. Krakkarnir búa í splunkunýrri byggingu þar sem einungis fólk frá þeirra fyrirtæki vinnur - svo hér er hálfgerð heimavistarstemming, alltaf einhver að koma í heimsókn og alltaf hægt að banka uppá hjá nágrannanum. En þó húsgögnin, innréttingarnar og allt sé splunkunýtt er þó tyrkneskur bragur yfir öllu, skápahurðirnar smá skakkar, svalahurðirnar eru bila og botninn að detta úr skúffunum á eldhúsinnréttingunni. Þar kemur atvinnusköpunin til sögunnar, húsinu fylgir húsvörður sem er milligöngumaður um allt sem þarf að laga, hann birtist svo í gær með tvo menn með í för til að gera við skúffuna - ég og Katrín litum hvor á aðra og veltum fyrir okkur hvort það þyrfti þrjá menn til að gera við eina skúffu. Þegar ég sá svo hvernig skúffan er gerð var ég ekki hissaNá því að botninn hefði dottið úr - botninn er nefnilega nelgdur undir hliðarnar, og gengur því ekki inní eins konar fals sem gerir það nánast ómögulegt að botninn geti dottið undan skúffunni. 
Ég myndi því hugsa mig um tvisvar áður en þið kaupið eitthvað sem á stendur: MADE IN TURKEY nema um teppi sé að ræða - það kunna þeir að gera - en ef þeir segja að það sé töfrateppi sem hægt sé að fljúga á myndi ég taka því með fyrirvara.

Þangað til næst,
Hadigursuz,

Elín

sunnudagur, 28. júní 2015

Leiðin til Tyrklands

Eftir nokkurra mánaða hugleiðingar um hvert leið mín skyldi liggja þetta sumarið varð gríska eyjan Krít fyrir valinu, ég lét þó ekki þar við sitja og ákvað að ég skyldi heimsækja eitthvað annað land eða lönd fyrst. Það fór því svo að Tyrkland varð fyrir valinu, ástæðurnar eru margar en fyrst ber að nefna að mig langaði einstaklega mikið að heimsækja vini mína sem ég var að vinna með í fyrra og eru ennþá að vinna á Tyrklandi.
Ég henntist því af stað föstudaginn síðastliðinn og flaug ég með German wings frá Íslandi í gegnum Stuttgart Þýskalandi og þaðan með Condor til Antalya - sem er einmitt sami flugvöllur og ferðaskrifstofan notaði í fyrra og í ár.

Ferðin gekk framan af frekar áfallalaust fyrir sig, gat hennt farangrinum í geymslu á flugvellinum í Stuttgart og tekið lest inní bæ, þar var sól og blíða, röllti ég því um garð við Slossplatz, keypti mér mat í gogginn á matarmarkaði og virti fyrir mér mannlífið. Lagðist svo á bekk og dottaði (soldið dösuð eftir næturflug) labbaði svo verslunargötuna útá Hauptbahnhof - nema þar urðu á vegi mínum þessir líka fínu Birkenstock inniskór, á litlar 6700 ISK þegar þeir kosta 11-12 þús heima. Þeir voru mátaðir og keyptir á núll einni, enda hafa þeir verið all lengi á innkaupalistanum.

Útá völl, fá tax free afgreitt, ná í töskuna úr geymslu, innrita mig í flugið og fara í gegnum security. Þegar ég finn loks hliðið sem vélin fer frá er þar vegabréfaeftirlit, alls ekkert óvanalegt - nema gaurinn þar spyr mig hvort ég hafi komið með vél frá Íslandi í morgun, jú mikið rétt - þá spyr hann mig af hverju ég sé að millilenda, hvort það séu engin flug beint frá Reykjavík til Antalya. Ég er ekki þekkt fyrir að standa á gati svo ég svara því að ekki finnist nein ódýr flug allavega. Fluginu sjálfu seinkaði um klukkutíma og var annars alveg ágætt, fengum vöfflu og val um kaffi, te eða vatn í boði hússins sem er alls ekki slæmt nú til dags.

Kemur þá sagan að Tyrklandi - fer í gegnum öryggishliðið þar, fékk Giris slimpil eins og alltaf hér á bæ, nema eftir að ég er komin þar í gegn kemur gaurinn hlaupandi á eftir mér kallandi bjagaða útgáfu af nafninu mínu, ég þarf að fara til baka, stend þar á hliðarlínunni (við hliðina á breskum ferðamönnum). Er ég beðin um að skrifa nafn föður míns-þeir tala sín á milli á þeirra tungu - ég fer að hallast að því að þeir skilji ekki íslenska nafna-kerfið eða verið sé að rugla mér saman við aðra manneskju eða þeir halda að passinn sé falsaður. Bretunum er hleypt í gegn í skyndi, gaurinn kemur útúr glerbúrinu sínu og segir polis offis. Við þangað - allir í röðinni gónandi á gelluna sem lét loka röðinni og ég geng eins og dæmdur glæpamaður inná ofis de Polis. Þar er ég spurð hvort ég tali Tyrknesku, nei það geri ég ekki, passinn skoðaður og skannaður - pikkað á tölvu, lengi stoppað við stimpilinn frá Grænlandi og einn lögregluþjónninn kemur með matinn handa vaktinni. Loks er ég spurð hvar residence permit skirteinið sé - ég segi að það sé útrunnið en sem betur fer var ég með það í för. Hann tekur það, pikkar meira á tölvu, segir að það sé cancelled og það verði eftir, ég megi fara - allt þetta fór fram fyrir opnum tjöldum - veit ekki hvað fólkið í röðunum hafi haldið þar sem það gat séð mig sitja inná ofis. Ég reyndi bara að halda ró minni og spurði einskis - enda hefði það ekki þýtt mikið þar sem þeir hefðu ekki skilið mig. 

Var ég því afar glöð að sjá vin minn Elmo í Antalya þar sem ég hef dvalið sl. daga og heyra að hann lennti í svipaðri uppákomu er hann kom til landsins, var honum sagt að hann væri á einhverjum lista yfir eftirsótta á Tyrklandi - og snérist þetta í grófum dráttum um að einhver pappírsvinna var ekki unnin við frágang á útrunnu dvalarleyfunum okkar frá því í fyrra. Það er alltaf gott að vera með góðu fólki á listanum - það lætur manni líða betur.

Kv.
Eftirlýst af lögreglunni