þriðjudagur, 25. ágúst 2015

Grískar lausnir

Hér eru til lausnir við öllu, hvort sem það er blettur í hreinu rúmfötunum sem á að setja á rúmið eða númeraplatan á vélhjólinu þínu er laus. Lausnin við rúmfatavandamálinu er einfaldlega að snúa lakinu við, bletturinn er jú minna áberandi hinum megin frá eða jafnvel bara ósýnilegur, ef ekki - er þá ekki hægt að hafa hann undir dýnunni eða koddanum jafnvel? Ef númeraplantan er laus á vélhjólinu þá límirðu hana bara fasta með glæru límbandi.
En úr einu í annað, þá held ég að ég hafi fundið eina fallegustu strönd í heimi síðastliðinn sunnudag er ég fór til Balos. Hún toppar meira að segja Elafonisi sem er ein frægasta ströndin á Krít og er auglýst hér sem nr. 10 á Tripadvisor yfir fallegustu strendur í heimi. Það er soldið meira maus að komast til Balos heldur en til Elafonisi, en rútur ganga á báða staðina. Það er þó aðeins örstutt labb frá bílastæðinu til strandarinnar í Elafonisi, en í Balos þarf að ganga um 20 mínútur niður á ströndina - og upp til að fara heim - sem var algjört hell í síðdegishitanum. En svo sannarlega þess virði. Báðar strendurnar skarta bleiklituðum sandi á köflum, hægt er að leigja sólbekki og sólhlýfar - en Balos hefur það fram yfir Elafonisi að þú getur fundið þér stað svo þér líði eins og þú hafir pleisið útaf fyrir þig - sem er líka hægt í Elafonisi - nema ekki eins augljóst fyrir þann sem heimsækir staðinn í fyrsta skipti. Vatnið er grunnt á báðum stöðum langt út og bláu tónarnir eru ótrúlegir! Tók mynd yfir Balos sem lítur út eins og póstkort. Það var alveg stappað af fólki á Elafonisi þrátt fyrir að vera virkur dagur, en á Balos dreifðist fólkið meira um svæðið (og það var sunnudagur þegar local fólk er líka í fríi). Þó að ég viti að sjálfsögðu nákvæmlega hvert ég ætti að fara til að liggja í sólinni á báðum stöðum núna. En Balos wow - ætlaði að planta mér við hliðina á sólbekkjunum á strand-rifinu, en gat ekki komið sólhlýfinni niður, og töluverður vindur svo hún hóf sig til flugs. Svo ég ákvað að leita að stað sem sandurinn væri þurr og sólhlýfin kæmist frekar niður, það var ekki að ganga neitt alltof vel þar til maður á besta aldri kom mér til bjargar og nelgdi stöngina niður með spýtu og steini. Og þá var ég komin með geðveikan stað, reyndar soldið rusl og þurr tjara out and about í sandinum, enda virtist þetta vera á óhreinsaða hluta strandarinnar, en það var frábært, útsýni yfir á klettinn úti í sjónum, steinsnar frá bleikum sandi og bakvið þarahól og litlar þúfur. Það besta: enginn í hljóðfæri... Um hádegisbilið labbaði ég svo yfir á hinn endann og fékk mér grískt salat í lunch - frábær dagur! Langar strax aftur til Balos.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli