Ég sótti skóla hér um árið til að læra grísku, það gekk sæmilega en orðaforðinn hefur ekki stækkað mikið síðan, en þekki til tungumálsins og skil orð og orð - það að hafa búið að unnið með grikkjum síðasta mánuðinn hefur einnig hjálpað til að auka orðaforðann örlítið. Orðin sem eru einkennandi fyrir þessa dvöl mína í Chania eru orðin kalokeri og thalassa, sem þýða sumar og sjór. En þau heyrir maður á hverjum degi, einnig er skemmtilegt að segja frá uppbyggingu orðsins sumar: kalokeri, kalo þýðir gott og þar af leiðandi getur sumarið hér á Grikklandi aldrei orðið annað en gott! Það liggur í orðinu, einnig er gott að þekkja til uppbyggingu tungumálsins, það getur komið í veg fyrir alskonar misskilning. Til dæmis fór ég í apótek um daginn og vsr heilsað þar með kveðjunni: "what do you want?" Ég var pínu móðguð í örfáar sekúntur þar til ég gerði mér grein fyrir að hún væri að yfirfæra gríska frasann: ti þelis; (spurnigamerki á grísku er skrifað ;) beint yfir á ensku - sem getur bæði þýtt hvað viltu og hvað líkar þér við. Þar að auki eru Grikirnir flestir ekker alltof sleipir í enskunni.
Mjög gaman þykir mér að hafa haft tækifæri á að svona lengi á Grikklandi um sumar - þó að Þessalókíka og Chania séu ólíkar borgir-þó sérstaklega er kemur að stærð - þá eru lífsvenjur Grikkja ólíkar milli sumars og veturs. Á sumrin búa þeir nánast úti á götu, og þegar maður þræðir þröngar göturnar finnst manni nánast eins og maður sé að brjótast inní friðhelgi og einkalíf fólksins hérna. Útidyrahurðin er opin og innviðir heimilisins standa opnir fyrir gangandi vegfarendum, heldri borgararnir sitjandi úti á sólstólum skrafandi hvor við annann - nú og ef gangstéttin er of þröng fyrir sólstólinn, þá skera þeir bara undan afturlöppum stólsins og tilla afturfótastubbubum á steypuna fyrir utan gluggann! Já lífið er svo sannarlega úti á götu hérna, á morgnana drífa þeir sig út að versla, leggja sig eftir hádegi og seinni partinn sitja þeir úti á stétt. Ég get þó ekki sagt að þessi kvöld-útivera henti mér vel sökum mosquito flugna - en ég fékk nokkrar kveðjugjafir frá þeim seinasta kvöldið - en mosquito flugurnar eru víst einstaklega svæsnar í ár. Just my luck
Mjög gaman þykir mér að hafa haft tækifæri á að svona lengi á Grikklandi um sumar - þó að Þessalókíka og Chania séu ólíkar borgir-þó sérstaklega er kemur að stærð - þá eru lífsvenjur Grikkja ólíkar milli sumars og veturs. Á sumrin búa þeir nánast úti á götu, og þegar maður þræðir þröngar göturnar finnst manni nánast eins og maður sé að brjótast inní friðhelgi og einkalíf fólksins hérna. Útidyrahurðin er opin og innviðir heimilisins standa opnir fyrir gangandi vegfarendum, heldri borgararnir sitjandi úti á sólstólum skrafandi hvor við annann - nú og ef gangstéttin er of þröng fyrir sólstólinn, þá skera þeir bara undan afturlöppum stólsins og tilla afturfótastubbubum á steypuna fyrir utan gluggann! Já lífið er svo sannarlega úti á götu hérna, á morgnana drífa þeir sig út að versla, leggja sig eftir hádegi og seinni partinn sitja þeir úti á stétt. Ég get þó ekki sagt að þessi kvöld-útivera henti mér vel sökum mosquito flugna - en ég fékk nokkrar kveðjugjafir frá þeim seinasta kvöldið - en mosquito flugurnar eru víst einstaklega svæsnar í ár. Just my luck
Engin ummæli:
Skrifa ummæli