laugardagur, 15. ágúst 2015

15 ágúst

Í dag er frídagur á Grikklandi og allar verslanir lokaðar, nema þær sem selja sérstaklega varning handa túristum.
Þessi dagur hefur eitthvað með Maríu, móður Jesú að gera og er um leið nafnadagur allra þeirra kvenna og manna er kennd eru við Maríu. En hér á Grikklandi er nafnadagurinn þinn meira mál en afmælið þitt.
Mér var boðið í skoðunarferð til Rethymnon, sem er þriðja stærsta borgin á Krít og var farastjórinn bróðir konunnar sem rekur gistiheimilið. Hún var nú ekki par hrifin af því að við værum að fara því bróðir hennar hjálpar henni með gistiheimilið um helgar. Þegar ég nefndi að hún væri nú ekki ánægð með að við værum að fara sagði hann að hún væri sjaldnast ánægð. Haha en já fór sem sagt á hraðferð í gegnum Rethymnon í dag, var fóðruð á hamborgara, ís og leyst út með gjöfum handa mér og mömmu - þar sem hún hringdi í mig er við vorum að borða. Er ég búin að komast að tvennu í dag: að vegakerfið á Krít er mjög ólíkt því á meginlandinu. Á meginlandinu keyrir þú alla jafna í gegnum alla litla bæi á leið þinni um landið, hér hins vegar eru bæirnir fyrir utan veginn og þarft þú alltaf að fara útaf aðalveginum til að komast inní einhven bæ - sem er pínu dull því hér er útsýnið bara tré en ekki líka litlir bæir. Hitt er ég komst að; er sð mér finnst mun skemmtilegra að fara í skoðunarferðir á eigin forsendum og á eigin tíma. 
Annars var smá rigning í dag líka og þrumur - ég hafði fjögur moskitobit uppúr gærkvöldinu og er að farast úr kláða.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli