miðvikudagur, 21. nóvember 2012

Ódýr í rekstri

Ég tók saman neysluna hjá mér seinustu mánuði, fyrir utan húsnæðiskostnað, gæti líka verið að það vanti hita og rafmagn í töluna. 

Meðaleyðsla mín á mánuði það sem af er þessu ári er; 114.346 ISK, gæti ef til vill bætt við  10.000 - 20.000 ISK við þessa tölu, þar sem ég hef líklega ekki tekið rafmagn og hita með í reikninginn, og eitthvað sem hefur ef til vill misfarist hjá mér í yfirferðinni. Í þessari tölu er hins vegar öll eyðsla á árinu; sófainnkaup, þær fáu flíkur sem ég hef keypt mér, bensín, snyrtivörur, veitingastaðir, matur, bensín, lækniskostnaður, bíó og önnur afþreyging.

Lokatalan verður þá 124.346 til 134.346 ISK - lágmarks neysluviðmið er 92.146 ISK. Þó verður að vekja athygli á því að desembermánuður er ekki liðinn, og því öll jólagjafainnkaup eftir!

Mynd fengin að láni héðan.

Væri gaman að gera tilraun í að gefa sjálfum sér budget uppá 92.146 einn mánuðinn og sjá hvernig gengi!
Ú nýtt chalenge coming up!

Luv,
E

þriðjudagur, 20. nóvember 2012

Síminn minn

Ég er svo skotin í heimasímanum mínum frá Ericsson, 
soldið vintage retró look, en amma og afi í móðurætt áttu hann - ég gekk svo með hann hérna um árið á milli viðgerðarkalla og hvernig ég gæti nú komið honum í gagnið.. allskonar lausnir sem komu til greina, en á endanum fór ég í Glóey og keypti stubba-snúru úr venjulegu símtengi í annað, og millistykki fyrir gamla símakló. Það var þó ekki nóg, þar sem það þurfti eitthvað að endur-víra gömlu klóna í símann... en hann komst í gagnið fyrir eitthvað í kringum 4.000 ISK. Gaurinn sem endurvíraði símann vildi svo meina að ég gæti ekki hringt úr símanum, þar sem þetta væri skífusími, og sömuleiðis var óljóst hvort hann myndi hringja er einhver hringdi í mig! Hann virkar hins vegar 100% hægt að hringja úr honum, hann hringir (en það má ekki svara of snemma samt - þá nær hann ekki tengingu) og ég get talað í hann. Eina vandamálið er þegar maður lendir á símsvara og þarf að velja númer til fá samband við ákveða deild innan fyrirtækisins, þá verð ég að aftengja símann og nota hinn símann sem ég geymi inní skáp og er ekki með skífu! 


Ericsson sími af sömu gerð og minn


Ég vildi þó að ég ætti líka svona síma eins og sést til hliðar á myndinni, hann var með skífu og rauðri bólu undir, svo ef þú lagðir símann á borðið þá lagðirðu á... afi minn og amma, í föðurætt áttu einmitt þannig síma, en ég held að pabbi og bróðir hans hafi hent honum þegar þeir settu íbúðina hans afa á sölu fyrir tæpum 15 árum síðan. Þá var gangverðið á 3ja herbergja íbúð í 101 tæpar 7 milljónir! 

Luv,
E

laugardagur, 17. nóvember 2012

Hvað kostar að vera til

Sælir kæru lesendur,

það sem tröllríður facebook-síðum vina minna þessa dagana er reiknivél velferðarráðuneytisins sem má finna hér.  Þessi reiknivél reiknar í rauninni út frá neysluviðmiðum hvað maður eyðir mikið af fjármunum á mánuði. Samkvæmt þessari reiknivél (valmöguleiki; dæmigert) kostar 223.031 kr að reka eina manneskju í heimili á mánuði, og það fyrir utan húsaleigukostnað. Það á s.s. við um mig, að sjálfsögðu fór ég strax í dálkinn sem heitir; ,,Föt og skór" þar stendur svart á hvítu að meðalmanneskja eyði 13.929 kr á mánuði í föt og skó! Svo ég er nú ekkert svo mikill spender, miðað við að ég eyddi 21.000 í föt, skó og skartgripi á mánuði árið 2011- en þegar ég skoðaði hvað tveir í heimili eyða í föt og skó á mánuði, þá kemur 20.000 kr upp :s Svo ég er í raun að eyða á við tvo í föt og skó... úff.. harður raunveruleiki. Samt fyndið að hugsa til þess að einhleypir eyði meira í fatnað og skó en þeir sem búa með öðrum, hehe hver sagði svo að að kaupa hluti gæti ekki veitt manni hamingju?
Svo ef ég vel valmöguleikann; grunnviðmið (sem er þá væntanlega algjört eyðslu-lágmark) þá eyðir ein manneskja 8.802 kr á mánuði í föt og skó! 8.802 kr!! Hvað er hægt að fá fyrir 8.802 kr spyr ég nú bara? Eitthvað á útsölu jú, eða hálfar gallabuxur á fullu verði.. 
Hvað sem hverju líður þá er gaman að skoða þetta, og bera saman við sína eigin neyslu.. ég skal svo gera samanburð á raunverulegri mánaðar neyslu og neysluviðmiðunum.. 

Mynd að láni frá Guardian


Gæti þurft að fara í makeup-rehab á næsta ári, ætli allur sparnaður í fata-aðhaldi hafi ekki núllast út í makeup splurge? Verst að sá kostnaður er ekki sundurliðaður í neysluviðmiðunum, svo ég geti gert samanburð í þeirri deild. Annars er ég viss um að konur eru dýrari í rekstri heldur en karlmenn, svo þetta þyrfti að vera kynjaskipt, og svo fáum við konur venjulega lægra kaup - það er eitthvað rangt við þetta!

Annars er ég viss um að ég gæti verið góð í að hjálpa fólki útúr vítahringjum neyslumenningar.. þið hafið séð þessa sjónvarpsþætti þar sem það er farið yfir fjármagnsstöðu fólks og borin saman innkoma og eyðsla á mánaðarlegum grundvelli. Fólki er svo hjálpað og bent á lausnir, hvernig best ég að leysa málin! Get alveg séð mig fyrir mér þar..

Luv,
E

miðvikudagur, 14. nóvember 2012

Meðmæli mánaðarins: Nóvember

Bloggið:

Tískubloggið hennar Þórunnar, en hún býr í Chicago, man ekki hvað hún var að gera þar í borg. En flott tískublogg engu að síður.

Veitingastaðurinn:

Slipp barinn -fór þangað með vinnunni um seinustu helgi, bjóst nú ekki við miklu, en OMG hvað þetta var gott, fengum fullt af litlum réttum, brauð, ostar, salami og ólífur í forrétt, djúpsteiktur smokkfiskur í annan forrétt, í fyrsta aðalrétt var svo litlar kind of pizzur með perum, vatnsmelóu og káli á, þorskur á pönnu í annan aðalrétt (hann var minnst spes að mínu mati), perfectly steikt kjöt í þriðja aðalrétt og burbon shake í eftirrétt... nammi namm.. of gott sko! Langar strax aftur!

Læt fylgja með mynd af osta og ólívu forréttinum í boði Slipp Bar


Luv,
E

þriðjudagur, 6. nóvember 2012

Daisy laizy

Fyndið hvernig maður skiptir um skoðun,
einu sinni fannst mér t.d. Daisy línan frá Georg Jensen ekkert spes, eiginlega bara ljót, en núna veit ég ekki um neitt fallegra;

Daisy eyrnalokkar - 21.900 ISK



Daisy hálsmen - 27.900 ISK

Bloggarinn Jess er svo ánægð með sitt - enda mjög fallegt á henni


Luv,
E

mánudagur, 5. nóvember 2012

Um búlgarska tónlist

Ég elska búlgarska, tyrkneska og gríska tónlist, 
eiginlega bara allt sem kemur frá austur-Evrópu, svona næstum því allt!

Systir mín þolir þesskonar tónlist hins vegar ekki og verður eiginlega svona þegar ég set uppáhaldslögin mín á fóninn, eða tala um uppáhaldslögin mín:

Mynd fengin að láni héðan

Verð svo að láta eina mynd fylgja með af Andreu, einni uppáhalds búlgörsku chalga söngkonunni minni:

Andrea


Ekkert blogg án videós er complete, svo hérna kemur Sofi Marinova, söngdívan sem tók þátt í Eurovision 2012 fyrir Búlgaríu ásamt Ustata, sem sver sig í í ætt við búlgarska karlkyns söngvara, s.s. skrautlegur karakter sem getur brugðið sér í hvaða líki sem er: Bate Shefe

Ég er komin í stuð til að fara á tónleika!!

Luv,
E

fimmtudagur, 1. nóvember 2012

Viltu lykta eins og dýr vændiskona?

Það gæti verið hluti af auglýsingunni fyrir nýja ilminn frá Lady Gaga; The Fame - Black fluid!
En samkvæmt fréttamiðlum, vildi ungfrú Lady Gaga að ilmurinn lyktaði eins og blóð og sæði, hægt að lesa allt um málið ítarlega á Wikipediu. Í stuttu máli var blóð úr Lady Gaga sjálfri notað í gerð ilmsins, ósagt skal látið hver lagði fram sæði í gerð hans. Ilmurinn á samt ekki að lykta eins og sæði eða blóð heldur á mólekúlar bygging þessara tveggja "vökva" að hafa verið notuð í gerð ilmsins. Lady Gaga sagði hins vegar að lyktin myndi koma til að lykta eins og "dýr vændiskona". Var blóðið úr henni notað svo fólk gæti upplifað það að hafa hana á húðinni á sér.. sbr. Wikipediu að minnsta kosti.

Lady Gaga og ilmurinn Black Fluid


Þegar ég og Heiðrún fórum svo í Laugavegsgönguna okkar um daginn, fórum við að sjálfsöðgu í Sigurbogann, að þefa af þssum svarta vökva.. ég verð nú að viðurkenna að við vorum ekki ýkja spenntar! Lyktin var ívið of þung, minnti svolítið á svona "eldri konu lykt" í ætt við Poison. Svolítið sérstakt að vökvinn sjálfur í glasinu sé líka svartur, hef ekki séð það áður! 
Við fengum svo spjald með ilminum sprautað á spjald sem við tókum með okkur, verð ég þó að segja að í lok dagsins, og daginn eftir var ilmurinn búinn að breytast til hins betra! 
Annars minnir lyktin mig einhverra hluta vegna á herralyktina frá Paco Rabanne; 1 Million. Samt sé ég ekki að sömu tónarnir hafi verið notaðir í báða ilmina.. nefið á mér nær ekki lengra en þetta.

1 Million frá Paco Rabanne

Smell nice

Luv.
E