Ég er komin heim á mitt gamla heimili, í strand- og túristabæinn Alanya. Hér dvel ég hjá finnskri vinkonu minni henni Anniku og er eini munurinn að í ár býr allt liðið ekki í Cleo - á móti fiskmarkaðnum heldur á þremur mismunandi stöðum, Annika er í ár á Galaxy - sem er blanda af holiday homes fyrir skandinava og tyrki auk nokkurra íbúða sem fararstjórar búa.
Ferðin frá Side til Alanya var fremur áfallalaus, nema hvað ég þurfti að bíða í tvo klukkutíma eftir rútu sem færi til Alanya - það var nú reyndar soldið dubius hvernig þeir rukkuðu mig fyrir ferðina í rútuna - en venjulega fær maður miða, en núna nei - og svo sá ég manninn hjá rútufyrirtæki A sem ég borgaði 15 lírur fyrir ferðina gefa starfsmönnum rútufyrirtækis B sem ég ferðaðist svo með peninginn og þeir stungu sitthvorum seðlinum í sinn vasann hvor. Ég reyndi að malda í móinn og fá miða-en nei og ég um borð í rútuna, var ég því soldið nervous þegar bílfreyrinn kom að tala við mig á tyrknesku - ég spurði hann hvort hann talaði ensku, svarið var english yok - þá yppti ég bara öxlum og sagði turkish yok - needless to say fóru allir í kringum mig að hlæja - og í endann skildi ég að hann var að spyrja mig hvert ég var að fara - jú Alanya. Hér er sól eins og endra nær - en ég er búin að vera að bagslast með kvef og hósta sem stafaði af of mikilli loftkælingu - en er öll að koma til.
Hér hefur ótrúlega margt breyst á einu ári. Nýjar byggingar rísa upp eins og gorkúlur, einn verslunarkjarninn fyrir utan bæinn hefur fengið andlitslyftingu og nýtt nafn : Mega moll og damlatas vatnsrennibrautagarðurinn heitir núna Alanya water park og státar nútímalegri inngangi en áður. Aðrir hlutir haldast tiltölulega óbreyttir, eins og sítrónusölumaðurinn á horninu hjá Mavi niðri á aðalgötu er þar ennþá, nema núna er appelsínu season.
Hér er ég búin að dvelja í góðu yfirlæti og félagsskap með finnsku skvísunum mínum, þeim Anniku og Stínu - auk þess sem ég er búin að kynnast nýju íslensku fararstjórunum og krökkunum úr barnaklúbbnum. Frábært fólk allt saman - hér var svo alveg hellað white night party á Palm beach - haha nema Palm beach er líka flutt - flutti frá jaðri bæjarins og alveg upp að Kale klettinum, og er því merkt sem strönd no 0 Kleópötrustrandar megin. Þessi gleði dró svo að aðra guida allt frá Antalya og Side, svo það var hálfgert reunion. Eftir að tónleikunum lauk fóru allir á Crazy horse þar sem einhver úr barnaklúbbnum hrissti glimmeri yfir allt liðið - og er maður núna á degi þrjú ennþá með glimmer fast á handleggjunum!
Ég tók svo í fyrsta skipti strætó upp í Kale - klettinn sem skagar út í sjó hér á bæ og gekk niður eftir litlum göngustíg sem liggur í gegnum skóg og íbúðahverfi á klettinum - hafði gönhustíginn alveg útaf fyrir mig - en eitthvað hefði getað verið betra þá hefði culture húsið mátt vera opið. Þegar ég kom niður af klettinum kíkti ég svo í Rauða turninn sem er einskonar trademark bæjarins, þaðan kíkti ég svo í shipping yard og gerði tilraun til að heimsækja menningarhús sem er við hliðina á rauða turninum, en þar kom ég líka að lokuðum dyrum þótt það stæði skýrum stöfum að þar væri opið frá 9-17 alla daga. En ég komst hins vegar inní pöddusafnið sem er í sama húsnæði, þar sem tveir bakkar með fiðrildum, kakkalökkum og öðrum kvikindum var til sýnis.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli