mánudagur, 27. júlí 2015

On the road


Síðast skildi ég við ykkur á rútustöðinni í Marmaris. Ég steinrotaðist svona líka í báðum rútunum að ég gleymdi meira að segja að athuga hvort það væri wifi hjá Pamukkale rútufyrirtækinu. Ég vaknaði nú samt nokkrum sinnum, konan við hliðina á mér var að fá sér einhverja hressingu og svo framvegis. Það þurfti svo að vekja mig þegar við komum til Marmaris, þaðan var lítil þjónustu skutla sem skutlaði mér á hótelið - auðvitað löngu fyrir tékk inn tímann, sem var kl 12 á hádegi. Starfsfólkið var þó ekkert nema yndislegheitin, bauð mér uppá morgunmat og fékk ég svo úthlutuðu herbergi kl 9 - og þvílík sæla, þarna voru um 100 sjónvarpsstöðvar og þar af 50 ensku mælandi - og það á ódýrasta hótelinu í bænum. Og ég sem hef gist á Hilton Garden Inn og þar var bara ein fréttastöð á ensku, restin var á rússnesku og pólsku ef ég man rétt, og mesta lagi 30 stöðvar! Þegar mér tókst að slíta mig frá imbanum lagði ég mig í rúma tvo tíma og töllti svo inní bæinn í sight seeing, litlar krúttlegar götur til að vafra um og kastali og safn til að skoða. Ég keyrði það allt í gegn og sótti svo bílaleigubílinn um kvöldið. Það var nú ekkert hlaupið að því að fá bílastæði get ég sagt ykkur, en það hafðist á endanum. 
Morguninn eftir lagði ég svo í hann, keyrði til Selcuk þar sem ég var búin að bóka nótt á hóteli til að byrja í Ephesus daginn eftir. Á leiðinni þangað stoppaði ég í Euromos, Herakleia og Priene. Euromos er lítill staður með hofi, einstaklega fallegt og aðeins örfáar hræður á svæðinu og flestir þeirra fornleifafræðingar að hræra í rústunum á svæðinu. Í Herakleia eru rock tombs, en búið er að grafa út grafir í heilu bergklappirnar og svo steinhellur settar yfir. Priene er svo bær með hofi, það sama var uppi á teningnum - ég hafði staðinn nánast útaf fyrir mig. Dagurinn var algjörlega fullkominn, kom svo til Selcuk á drulluskítugt hótelherbergi með gati á hurðinni, sígarettu ösku á gólfinu, krumpuðum rúmfötum og hlandlykt á klósettinu. En ódýrt var það og morgunmatur fylgdi með. Daginn eftir ætlaði ég svo að byrja í Ephesus, en vaknaði fyrir allar aldir, svo ég ákvað að fara í smá early sight seeing, sem endaði á því að í morgunbirtunni sá ég ekki bungu í veginum sem skrapaði undirvagninn á bílnum. Með reynslu af slíkum málum hringdi ég í lögregluna - sem skellti á mig þar sem þeir töluðu ekki ensku.. Tyrneskir þorpsbúar komu mér til bjargar og hringdu í her-lögregluna, sem birtist svo tveimur klukkutímum seinna með dráttarbíl - sem var nú alls ekki nauðsynlegur. Ég náði svo loksins sambandi við bílaleiguna, og þá kom í ljós að þeir vildu ekki einu sinni skýrslu. Svo bílaleigan útskýrði það fyrir jandarma að ég þyrfti ekki skýrslu, en þurfti á endanum að gera skýrslu um að ég þyrfti ekki skýrslu. Dráttarbíllinn reyndi svo að fara fram á greiðsu, því var staðfastlega neitað af minni hálfu enda var engin þörf fyrir hann. Eftir þetta ævintýri fór ég svo til Ephesus, en þetta seinkaði öllu svo ég var ekki komin þangað fyrr en um ellefu, eða á allra versta tíma, þegar það er sem heitast og mest af túristum inni á svæðinu. Borgin er rosalega stór, og mikið endurgerð til að auka glæsileikann, en engu að síður varð ég fyrir töluverðum vonbrigðum, enda búið að hypa staðinn svo upp að ég var að búast við of miklu. Eftir að hafa ráfað um svæðið í nokkra klukkutíma fór ég inn til Selcuk að þefa uppi hádegismat og fann líka svona góðan matsölustað, þökk sé lonely planet. Eftir atburði dagsins nennti ég ómögulega að fara á safnið og hélt því af stað heim. Næsta vesen: þeir á bílaleigunni gleymdu að segja mér hvernig átti að nota high wayinn og þar sem ég nennti ekki að tala við þá aftur þá fór ég hægari leiðina heim, og rétt náði í tíma til að skila bílaleigubílnum. Þá var ég guðs lifandi fegin að komast aftur á Hotel Oasis og losna við bílinn enda náði ég ekkert meiru sight seeing þann daginn. Til að kóróna allt komst ég svo að því eftir að ég skilaði bílnum að það var ókeypis að nota hraðbrautina þar sem það var bayram helgi. 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli