Eins og hefur kannski komið fram áður er að það er soldið skrýtin tilfinning að vera komin hingað aftur, sú staðreynd að maður átti heima hérna í fyrra en er einungis í heimsókn núna. Maður er þó ekki alveg gleymdur hjá íbúm bæjarins og það er nú alltaf smá huggun í því :) Við Annika fórum til dæmis á ströndina í gær og þar var sami strandar-gaurinn og í fyrra haha, og það fyrsta sem hann sagði þegar hann sá mig - er hann var að vísa nokkrum skandinövum á bekki - var að þessi stelpa væri ekki fyrir hann - haha enda var hann eitthvað að ýja að því í fyrra hvort að mig vantaði nú ekki kærasta - hann gæti nú alveg gengt því hlutverki - það var afþakkað. Við Annika sellihlógum að sjálfsögðu að þessu.
Þó að maður þekki landið og bæinn ágætlega er þó alltaf hægt að læra eitthvað nýtt. Ég er alls ekki langt frá gömu íbúðinni minni frá því í fyrra, en er búin að labba töluvert meira um hverfið núna og tók ég eftir því að alls staðar á grindverkunum utanum nærliggjandi hús eru plastpokar bundnir við girðingarnar, stelpurnar gátu auðveldlega svarað af hverju þetta stafaði - jú þetta er sett út handa þeim sem hafa lítið milli handanna og geta mögulega ekki keypt sér brauð. Það getur líka verið forvitnilegt að sjá hvernig fólk notar svalirnar sínar. Ég veit til þess að fólk sofi á svölunum þegar heitast er og tók ég eftir því í Antalya að fólk stilli sjónvarpinu sínu upp í svaladyrunum og sitji svo úti á svölum að horfa á imbann. Í dag sá ég svo litla kommóðu fulla af lauk úti á svölum á jarðhæð (hér eru nefnilega líka svalir á jarðhæðinni, en ekki pallur). Fannst það ansi merkilegt og fer nú örugglega hér eftir að góna inná svalir hjá blá-ókunnugu fólki.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli