mánudagur, 30. júní 2014

Du er ikke norsk - du er sigøyner

Ég sem hélt að ég hefði gert alveg svaðaleg kaup á plastveskinu um daginn á 55 tyrkneskar lírur - þessu sem ég laug því að ég væri rúmönsk til að fá betri díl! Lennti samt í smá bobba er ég vissi ekkert um Rúmeníu né hafði nafn - hér eftir heiti ég Alina ef ég verð rúmönsk aftur! Hef lúmskt gaman af því að atast í sölumönnunum hérna - í kvöld var ég eina stundina frá Færeyjum, hina stundina frá Búlgaríu, Hollandi eða Noregi.. 
Ég dreif mig sem sagt út í kvöld, komin með nóg af því að vera of þreytt heima til að fara út á kvöldin - svo ég dressaði mig upp - allt sem er ekki uniform þessa dagana er að dressa mig upp ;) Og ég af stað í búðarleiðangur - mission: finna tveggja hæða skartgripabúðina í leit að armbandi í líkingu við það sem mamma á - hún fannst, nema hvað þeir gáfu upp verð sem var 20 þúsundum dýrara heldur en fyrir sama armband annars staðar - no way Jose... já og hitti svo tyrkneskan-spænskan sölumann sem vildi endilega bjóða mér út eitthvert kvöldið - nema hann talaði enga spænsku.. en norsku talaði hann þar sem hann á/átti heima þar. Ég sagðist fara út með honum ef hann fyndi veski sem ég er búin að leita að dyrum og dyngjum hérna... af hverju er eina designer veskið sem mig langar í ekki til hérna? Ég held að ég panti það bara online!! 
Rak svo inn nefið í eina mjög flotta töskubúð rétt eftir miðnætti, þar ákvað ég í skyndi að ég væri norsk... ég spurði sölumanninn hvort hann ætti þessa týpu af veski sem ég var að leita að - það var ekki raunin, en hann átti aðra týpu eftir sama hönnuð - ekta leður og mjög vandað veski skal ég segja ykkur. Þar sem ég var síðasti viðskiptavinur dagsins og síðasti viðskiptavinurinn væri alltaf besti viðskiptavinurinn fengi ég sérstakan díl - þetta veski ætti venjulega að kosta 400 lírur ( 21.000 ISK) en ég fengi það á 100 lírur (5300 ISK) ég fer eitthvað að velta þessu fyrir mér og kíki í seðlaveskið mitt, þar er ég bara með 75 lírur í reiðufé... svo ég rétti honum veskið til baka og segist bara vera með 60 lírur - hann segir no problem you can pay with card - þar laug ég enn eina ferðina - að ekki væri ég með neitt kort... og labba útúr búðinni - hann segir no no, show me.. og átti þá við peninginn, og ég næ óvart í allan peninginn - og hann sér það haha.. og segir 75 ok - ég bara nei, áðan var það ok á 60 og labba aftur útúr búðinni... nei kallar hann á eftir mér ok ok 60 liras... svo segir hann við mig; ,,Du er ikke norsk - du er sigøyner" ég rek upp þennan líka rosalega hlátur að honum verður nánast bylt við - og spyr mig hvort ég viti hvað sigøyner sé? Jú jú segi ég; gypsy... og held áfram að hlæja að þessu öllu saman, hann tekur skellihlæjandi við lírunum 60 (3200 ISK) og ég fæ þennan líka fína innkaupapoka og rykpoka utan um veskið! Svo mamma fær veski þegar ég kem heim ;) 
Til að setja þetta í samhengi, þá eru 59 lírur settar á litla leður-buddu í búðunum hérna, það er fyrir prútt.
Ég gekk svo skælbrosandi heim til mín... hæstánægð með innkaupin og nýjasta titilinn; sígauni!

kv.
Elín Gypsy B.

laugardagur, 28. júní 2014

Annoyed level running high

Ég er orðin frekar pirruð eitthvað þessa dagana, viðgerðarmaðurinn er ennþá ekki búinn að koma og gera við loftkælinguna sem pissar á borðstofuborðið ef hún er nógu lengi í gangi. Sturtan er núna líka biluð - og basicly ónothæf - svo maður verður að krjúpa undir krananum til að baða sig þessa dagana - sjónvarpið er líka ennþá bilað - og það er búið að vera bilað síðan ég kom hingað - vantar smá stykki á snúruna - það er nú öll bilunin. Viðgerðarmaður kom loksins á fimmtudaginn, en þá kom hann bara til að SKOÐA hvað var bilað - svo ætlaði hann að koma á föstudaginn - en því var aftur frestað fram á mánudag - svo ég held að það sé raunhæft að áætla að hann komi á föstudaginn í næstu viku.
Merkilegt með tyrkina, þeir mæta klukkutíma of seint í vinnuna, svara ekki símanum - og það þykir allt hið eðlilegasta mál...
Komst loksins með bílinn í þvott í dag - þar sem starfsfólkið talaði þýsku takk fyrir - ég tala ekki þýsku - svo ég opnaði hurðina á bílnum og sagði hayir (nei) - og klappaði honum að utan og sagi evet (já). Orðaforðinn minn í tyrkneskunni er ekki mikið meira en það - svo byrjaði annað vesen þegar ég reyndi að útskýra fyrir honum að ég vildi fá kvittun - er samt byrjuð á tyrknesku-námskeiðinu - er bara svo sjaldan í stuði að kíkja á það þegar ég kem heim úr vinnunni sem er oft í kringum klukkan átta á kvöldin.. og þá á ég stundum eftir að borða kvöldmat. Svo nei.. er samt loksins komin í stuð til að kíkja í búðir - nema það er það sama með þær og námskeiðið - ég nenni ekki að fara út þegar ég er komin heim á kvöldin - ps núna er klukkan ellefu - og ég er ennþá í uniforminu - útskvettu eftir tillitslausa eldhúskranann... því það skvettist nánast jafn mikið útúr vaskinum og á það sem maður er að vaska upp. Fengum svo ryksuguna (við deilum einni ryksugu) en komumst þá að því að pokinn er smekkfullur - og enginn á poka í gripinn.... just my luck

Keypti samt tvö naglalökk í dag - strax byrjað að kvíða fyrir hvað ég kem til með að burðast með mörg kíló heim - held að ég fari bara að senda pakka heim með dóti sem ég er búin að kaupa og veit að ég kem ekki til með að nota meðan ég er hérna úti. Fyrst í póst: djammföt - því ekki nenni ég því heldur...

Held að ég þurfi á útrás að halda... þar sem ég sef svo illa hérna og er alltaf vöknuð um klukkan sex á morgnana - þá er spurning að fara í morgungöngu í fyrramálið? Djöfullinn, búðirnar eru ekki opnar svo snemma - svo ég get ekki slegið tvær flugur í einu höggi þar.

föstudagur, 27. júní 2014

Rispaði bílinn

Jæja það sem ég er búin að kvíða fyrir allan þann tíma sem ég hef verið að keyra hérna - þá tókst mér að rispa bílinn um daginn, ekkert svakalegt, smá stuðara-nudd við brettið hjá dekkinu á bínum bíl - svartur plast-stuðari á hinum bílnum utan í hvítann bílinn hjá mér - sem betur fer sást ekkert á hinum bílnum. Ég misreiknaði bara svona rýmið sem ég hafði til að koma mér útúr stæðinu, og enginn gefur manni séns hérna... vá hvað ég finn hvað ég verð hræðilegur ökumaður þegar ég kem heim.
Annars er svosem ekki ýkja mikið í fréttum, dagarnir ganga hérna fyrir sig hver á fætur öðrum, og í næstu viku er kominn júlí - shit fokk shit, er ég búin að vera hérna í einn og hálfan mánuð?? Ég verð nú að viðurkenna að ég var soldið mikið úr sambandi fyrsta mánuðinn - ætli það sé ekki hægt að skrifa það á kúltúr-sjokk?? Álag sem fylgir því að byrja í nýrri vinnu, læra nýja vinnuferla og svo framvegis? Já og veikindi.. kílóin sem ég missti ættu þó að koma fljótt aftur því ég er í einstaklega miklu stuði fyrir McDonalds þessa dagana sem og snickers súkkulaði - held bara að ég sé að borða of lítið samt, borða venjulega ávöxt/kirsuber og jógúrt í morgunmat - svo borða ég venjulega hádegismat eftir klukkan eitt þar sem ég er ekki laus frá vinnu fyrr en þá - og þá svo ógeðslega svöng, og mjög mismunandi hvað ég fæ mér, stundum skýst ég í hlaðborðin á hótelunum, en það er venjulega lítið af kjöt-meti í boði í þeim - svo ég verð fljótt svöng aftur og kemst svo ekki í kvöldmat fyrr en um klukkan átta..
Jú kíkti á dans-sýningu í gærkvöldi, var samt svo þreytt eftir vinnuna að það að halda mér vakandi til að ganga tólf var alveg effort! Hún var samt vel þess virði að sjá

Þeir sem vilja koma í miðbæjarröllt og chatt með mér þá getið þið skoðað þetta:

Tata - ég hlóð þessu upp með símanum mínum - takk apple

Takk fyrir að kíkja við

mánudagur, 23. júní 2014

Tónleika-updeit

Tónleikarnir með Sezen voru æðislegir, þeir voru haldnir í einskonar úti-hringleikahúsi... kannaðist við nokkrar ballöðurnar hennar - setti video inná instagram - svo allir ættu að geta kíkt á það.
Í kvöld skellti ég mér svo á danskan klúbb hér í jaðri bæjarins: Palm beach - ocean club Alanya - en þar voru haldnir tónleikar með Outlandish í kvöld - og það er fullt af dönskum stjörnum væntanlegar í sumar, svo maður fer nú örugglega aftur þangað ;)
Það hefur ýmsa kosti í för með sér að vera fararstjóri, til dæmis var ég svo á rölltinu í leit að hádegismat, og stoppaði við einn veitingastaðinn sem auglýsti margaritu pizzu og gos á 20 lírur.. þegar afgreiðslumaðurinn gefur mig að sér og ég spyr hann útí þetta - þá segir hann - hey þú ert fararstjóri (var í uniforminu - svo það fór ekkert á milli mála) og ég fengi afslátt. Inni á staðnum sá ég svo tvo aðra fararstjóra sem starfa innan sömu móður-keðju og eru með skrifstofu í sömu byggingu og við, svo ég spurði þær hvort ég mætti ekki bara sitja hjá þeim - og jú jú ekki málið. Hjá þeim komst ég að því að við gætum farið á þessa tónleika með Outlandish - svo ég stoppaði bara á Palm beach á leiðinni heim úr síðustu hótel-heimsókninni :) Það var ljómandi skemmtilegt að spjalla við þær, önnur var búin að vinna fyrir keðjuna í fimm ár og hin í tvö. Báðar höfðu verið á Krít eitt sumar, önnur hafði svo farið til Egyptalands, Tenerife, Gran Canaria og núna Tyrklands. Vá að geta unnið fyrir skrifstofu sem selur ferðir allt árið - er auðvitað geðveikt!! Og þessi sem hafði verið á öllum þessum mismunandi stöðum, hafði gert það viljandi, eða óskað eftir því að fá mismunandi áfangastaði!!

Spurning hvort maður ætti að leggja tyrkneskunámskeiðið frá sér sem ég byrjaði á um helgina - og taka upp sænsku-námskeið?

þangað til næst
Elín

laugardagur, 21. júní 2014

Lady - can I cut your hair?

Hehe... ef þessi sölumaður hefði nú bara vitað að ég var í rauninni á leiðinni í litun og klippingu! Haha.. en þetta var í fyrsta skipti sem einhver hárgreiðslumaður reynir að kalla á mig og fá mig til að kaupa vöruna sína - töskusalarnir og fataleppa-sölumennirnir kalla nú gjarnan á mann og spyrja mann hvaðan maður sé og reyna að fá mann til að stoppa svo þeir geti spurt mann að einu eða sýnt manni einn hlut.. og hvað ég sé tilbúin að borga fyrir þetta eða hitt - einhverra hluta vegna sé ég þó afskaplega fátt sem mig langar í þetta árið - kannski á ég orðið allt? En það stoppar mig samt ekki í því að spyrja hvað þetta eða hitt kostar, þeir verða þó samt soldið súrir þegar þeim er orðið það ljóst að ég hef og hafði aldrei neina hyggju á því að kaupa neitt af þeim. Aðrir halda í vonina og gefa mér buisness-card í von um að ég komi aftur að versla hjá þeim.

Svo við víkjum nú aftur að missioni dagsins - klipping og litun - en ég var í fríi í dag, og aftur á morgun - ljúfa líf. Tanaði við laugina, er ekkert brunnin neins staðar - en er eitthvað furðulega brún á löppunum, kolbrún í beinni línu niður leggina, en á hliðunum og aftan á miklu ljósari... mjög sérstakt... Roðanði þó soldið í kinnum í dag - þrátt fyrir að hafa haft andlitið í skugga í góðan tíma. Ég fór svo í smá búðar-labb og já hamborgara-át á McDonalds, þó ég haldi að það hafi verið eitthvað að starfsmanninum þar í dag - ég bað um big mac MEAL og cola - þá selur hún mér stakan big mac og gos - og það saman kostar meira heldur en máltíð - ég reyndi svo að útskýra fyrir þeim að ég hefði beðið um MEAL þá var svarið bara NEI, og ég yrði að borga meiri pening til að fá franskar... no way jose sko! Ég át hamborgarann með fýlusvip og gekk svo ekki frá bakkanum mínum í mótmælaskyni við þessa lélegu customer-service. Er samt alveg lost með matinn hérna - er í engu stuði fyrir tyrkneskan mat - er í fýlu útí tyrknesku jógúrtina (því hún er ekki eins og sú gríska) - svo eru bara svo margir veitingastaðir sem eru svona sit down staðir, og take-away er þá bara orðið hamborgarastaðir og svo tyrkneskir kebab staðir sem eru eftir... og einhverra hluta vegna hef ég ekki lyst á kebab. Brauðið er svo ótrúlega hvítt og óhollt að ekki heillar það þessa dagana, þó að ég fái mér alveg einstaka sinnum þegar ég fer á hótelin að borða. En við fararstjórarnir megum borða á flestum hótelunum ef við erum í þjónustu þar á matmálstímum. Enda er ég í engu stuði til að fara að elda þegar ég er að koma heim á kvöldin að ganga níu... ekki að ræða það - þá fer ég í kvöldmat á hótelunum, og hef ég ekki smakkað vondan mat á neinu hótelanna síðan ég kom hingað.. ég er sem betur fer í stuði fyrir köldu tyrknesku réttina, eins og fyllt eggaldin eða súkkíni - einnig er mjög algengur einhver baunaréttur, þar sem grænar baunir eru bornar fram í belgnum, létt svissaðar með einhverri tómats-basaðri sósu - þetta er á öllum hótelunum, og ég borða þetta með bestu lyst.

Svo ég snúi mér nú að klippungunni - þá voru stelpurnar í vinnunni búnar að mæla með ákveðnni stofu, svo ég fór beina leið þangað. Bað um lit í rótina, þeir vildu nú helst heil-lita á mér hárið - ég þvertók fyrir það - bara lit í rótina takk. Svo klippingu og svo fótsnyrtingu - var á hárgreiðslustofunni í alveg tvo og hálfan klukkutíma - og borgaði samtals 150 tyrkneskar lírur fyrir eða 7950 ISK. Þegar ég var þarna voru þó allar konurnar að láta aflita á sér hárið, svo þegar hann kom og setti litinn í mig þá var hann í formi beis-litaðs krems og angaði svoleiðis af ammoníaki - ég var bara skíthrædd um að þeir væru að gera einhvern hrylling við hausinn á mér - því þeir komu heldur ekkert með litaspjald að bera saman við hárið á mér - en þetta kom svona ljómandi vel út, og liturinn matchar perfect við hárið - ótrúlegt.. þeir kunna greinilega sitt fag þarna - já og allir klippararnir voru karlkyns, svo voru þeir með einn strák-pjakk sem setti slár á gesti, og ungling í að þvo hár. Fékk líka svona fínt höfuðnudd af unglingnum ;) Fót- og handsnyrtidömurnar voru hins vegar kvenkyns. Klipparinn minn talaði svo enga ensku, og voru því aðrir klipparar innan taks til að spyrja mig hvað ég vildi láta gera og svo framvegis - en vá hvað ég er ánægð með klippinguna - allavega núna hehe - hann sléttaði hárið og var frekar ánægður með niðurstöðuna sjálfur - sagði bara í sífellu wow og you like? - og ég ekkert smá ánægð með hvað liturinn passar vel við hárlitinn... ég sé engin skil - fæ 100% staðfestingu á morgun þegar ég sé þetta í sólarljósi.

Svo eru bara tónleikar annað kvöld með Sezen Aksu á morgun með Miisu - hlakka soldið mikið til ;)

Góða nótt

fimmtudagur, 19. júní 2014

Viljið þið koma með mér í bíltúr?

Tékkið þá á þessu hér

Vona að þetta virki - þetta var hálfann daginn að uplodast - en ég get svo ekki skoðað þetta í "mínu landi" skv. youtube.

Annars vaknaði ég við það í nótt að það var verið að éta mig - moskítóflugur.. þær bitu mig á þremur stöðum í andlitinu og á sitt hvorri hendinni, á puttanum og í hliðinni á lófanum - vá hvað ég er pirruð!! Svo á leiðinni heim í kvöld var ég svo bitin nánast ofan í eitt bitið á andlitinu - svo núna er ég með horn á hausnum...

Gat nú verið - þær vildu ekki éta mig meðan ég var veik - en ég er loksins orðin 100% skal ég segja ykkur - komin með fulla matarlyst, og ef ég er bara ekki búin að éta kílóin á mig aftur sem hrundu af mér - með snakki og snickers! Ja bara eitt af hvoru samt

Það eru svo tónleikar með Sezen Aksu á sunnudagskvöldið - einni skærustu pop söngkonu Tyrklands - og ég er barasta að hugsa um að skella mér. Ein finnsk stelpa ætlar kannski að koma með mér.. væri nú skemmtilegra að fara ekki ein :s Þyrftum samt helst túlk til að fara með okkur - því Berat segir að hún sé svo lúmskt fyndin, og skemmti fólki á milli laga - en það á allt eftir að fara fyrir ofan garð og neðan.

miðvikudagur, 18. júní 2014

Fyrsta skoðunarferðin

Jæja er að fara með fyrsta hópinn í skoðunarferð í dag - pínu stressuð þar sem ég hef aldrei gert þetta áður - hef jú farið í ferðina og tekið glósur en ekki farið með hóp af fólki og verið sú eina að tala... vona að þetta gangi vel.

Annars er búið að opna youtube á Tyrklandi - ætlaði að reyna að setja inn video en núna get ég ekki loggað mig inn sem notanda!! Það er nú ekkert miðað við það að í morgun náði ég engri net-tengingu.. og það þegar ég á eftir að prenta út textann sem ég ætla að styðjast við í skoðunarferðinni - ekki góð byrjun á deginum... vonum að dagurinn verði betri!

Ps. keyrði um 89 km í gær...

mánudagur, 16. júní 2014

You have got a turkish face - gærdagsins

Jæja held að ég sé búin að finna "gríska grænmetissalann" á Tyrklandi - það er kona sem vinnur í kryddverslun í fisk-markaðnum hinum megin við götuna. Ég fór þangað í gær í leit að oregano... ekki frásögu færandi, nema hvað hún heilsar mér og segir eitthvað á tyrknesku - hef ekki hugmynd um hvað... og svo segir hún: ,,you don't speak Turkish?" ég svara því neitandi - svarið hennar var: ,,you have got a Turkish face" svo segir hún að ég verði nú að reyna að læra eitthvað í tyrknesku - og fer að kenna mér einhver orð og frasa - sem ég fyrir mitt litla líf man ekki núna...  En þessi kona fær hér með status gríska grænmetissalans - sem ég hætti að eiga viðskipti við á Kassandrou í Þessalóníku, þar sem hann skammaði mig alltaf fyrir slaka frammistöðu í grísku í hvert skipti sem ég kom þangað..

Annars ætla ég að taka kílómetrastöðuna á bílnum á morgun, þegar ég fer í vinnuna og þegar ég kem heim - þetta er reyndar óvenju mikið þessa vikuna, ein tíu hótel, og það sem er lengst í burtu er í um 40 mínútna fjarlægð.. svo stór hluti af deginum er ég á rúntinum. Það hefur sína kosti og galla eins og allt... þarf að fara að koma á einhverri reglu varðandi hreyfingu - ætla að minnsta kosti að fara út í göngutúr annan hvern dag eftir vinnu, labbaði töluvert í gærkvöldi, og það var bara hressandi.. hehe sölustrákarnir eru þó hættir að kalla á mig, hehe búnir að fatta að ég er ekki túristi - þeir stoppa jú sjaldnast lengur en einn mánuð. Lennti samt í einum í gær - ég fór að leita að handklæðum handa múttu.. og stoppaði hjá einum, og þá byrjaði spurninga flóðið - hvaðan ertu? Þýskalandi? Hollandi? Ég var á þessum tímapunkti ekki í stuði fyrir þetta og sagði að það skipti engu ########## máli hvaðan ég væri... haha hann varð frekar hissa og fór eitthvað að væla í kollega sínum að ég væri reið við sig... 

Ég fann svo handklæði í gærkvöldi - ætla að fara að versla þau í kvöld, þar sem ég bað búðareigandann að taka þau frá fyrir mig ;)

Næsta vika lítur heldur betur út - ekki eins mörg hótel - allavega ekki ennþá - en það gæti alltaf breyst þar sem fólk er jú að versla ferðir alveg daginn fyrir brottför. 

Já og svo er ég búin að missa fjögur kíló síðan ég kom hingað, og það þrátt fyrir að hafa borðað McDonalds oftar en einu sinni í viku. Á tyrkneska matnum hef ég enga lyst samt, veit ekki af hverju, kebab finnst mér nú venjulega gott - en er í engu stuði fyrir það þessa dagana - myndi miklu frekar langa í gyros - sem er gríska útgáfan af kebab.. veit ekki hvaða bylgjulengd ég er á sko.. er alltaf að muna grísk orð, eins og takk og svoleiðis..en eins með matinn - þá er ég ekkert í neinum sérstökum gír til að læra tyrknesku orðin.. það hlýtur að koma ;)

Já og annað, ég sem var búin að sjá jógúrtina hérna fyrir mér í hyllingum - ó nei, hún er sko ekki eins hér og á grikklandi.. úff sko, hún er varla æt hérna skal ég segja ykkur og ekkert lík grísku jógúrtinni.

Jæja, farin að versla handklæði og reyna að prútta um verð...

laugardagur, 14. júní 2014

Íslenska tyrkjaguddan

Í dag sá ég í fyrsta skipti tvo einstaklinga á vespu þar sem báðir einstaklingarnir á vespunni voru með hjálm - og að sjálfsögðu voru það túristar. Ef maður sér tyrki á vespu, þá er annar aðilinn í mesta lagi með hjálm, og þá er það alltaf karlmaðurinn sem keyrir vespuna, en konan sem situr aftan á - jafnvel eins og í söðli er bara með slæðu.

Lögleysan hérna hefur þó sína kosti, það má leggja nánast alls staðar í skemmri tíma, og þar með talið úti á götu, svo framarlega sem þú setur neyðarljósin á ;) Það var notað í dag - þegar ég skaust inní búð að kaupa viskustykki....

Fékk svo í fyrsta skipti í dag nokkur tækifæri til að hamast á bílflautunni - og það var notað óspart skal ég segja ykkur.. og hvernig þeir keyra, ohh my fucking god, ótrúlega oft á tveimur akgreinum og fólk kippir sér ekkert upp við það!

Er svo loksins í fríi á morgun, keypti meiri sólarvörn í dag - ætla samt ennþá að halda mig við spf 30 - er samt ennþá eitthvað furðuleg í maganum. Hringdi í læknavakt, hvort ég gæti ekki farið í sónar hjá þeim - en það er ekki hægt, svo ég yrði að fara aftur á spítalann til að fá svoleiðis - en ég vil bara vita hvort öll bólga sé farin og allt í góðu lagi - því mér líður ekki allt í lagi, því miður... magavandamál eru ekki skemmtileg... ohh... pirr kannski ég tali beint við lækninn sem rekur læknavaktina?

Já og tveir hótelstarfsmenn í dag héldu að ég væri tyrknesk - hvað í andskotanum er þetta eiginlega? Ég bað einn um lista í lobbýinu á ensku, og þá spurði hann hvort ég talaði ekki tyrknesku - nei sagði ég og spurði hvort hann talaði ekki íslensku,e eftir smá grettu sagði hann að ég liti út fyrir að vera tyrknesk, nei sagði ég og sagðist vera 100% íslensk... hann vildi nú ekki trúa því.
Svipað gerðist svo á öðru hóteli í dag - þegar starfsmaður fer að babbla við mig á tyrknesku og ég bara ha what? Oh.. you look turkish.. where are you from - og ég sagði honum það - viðbrögðin voru; herregud.Svo finnst mér tyrkneskar stelpur sem ég hef séð ekki einu sinni vera sætar.... svo ég veit ekki hvað mér á að finnast um þetta - hui (ojbara á finnsku).

Úff en hvað fimmtudagurinn var erfiður, jeremías minn, byrjaði á því að rífast í Ásgeiri Kolbeins jr. yfir því að hann hafði ekki vaskað upp í 5 daga, hann tók svo posann minn með sér í vinnuna, og svona vatt dagurinn uppá sig, eitt vandamálið og misskilningurinn rak hver annan... jeremías - guð hvað ég var fegin þegar þeim deginum lauk - og hann kemur aldrei aftur.

Kveðjur úr 32 gráðum,
Elín

föstudagur, 13. júní 2014

Tyrkland í hnotskurn

hvað maður getur dæst stundum yfir menningunni hérna - og þá aðalega umferðarmenningunni! Jeremías sko, fólk svínar á mann úr öllum áttum, og ég er farin að verða ansi agressíf sjálf - ekki að svína, en að koma í veg fyrir að fólk sé að svína á mig eða troða sér framfyrir mig í umferðinni.

Í dag sá ég svo lögreglumann tala í símann (án handfrjáls búnaðar) við akstur... svona er ástandið soldið hérna. Eða eins og ein samstarfskona mín segir mjög gjarnan í umferðinni:
Oh my fucking god...
Maður er ótrúlega fljótur að pikka upp ýmsa takta skandinavanna sem eru í kringum mann, ein sænsk stelpa segir til dæmis ótrúlega oft; ,,jaa.." come on jaa.. og þar fram eftir götunum, og eftir að hafa rúntað með henni um götur borgarinnar nokkra daga í röð var ég alveg komin með jaa.. á tungubroddinn. Svo ekki vera hissa ef ég kem heim með einhverja nýja ,,slagara" í farteskinu.

Annars eldaði ég í fyrsta skipti eftir að ég kom hingað í dag - haha tók alveg mánuð. Held að það sé merki um það að mér sé að batna, svo var ég reyndar búin óvenju snemma í vinnunni í dag - eða klukkan 18.10 - og bara 20 mínútna rúntur inní bæ, svo á skrifstofuna að græja örfáa hluti þar og svo var ég í mega-stuði til að fara í súpermarkaðinn. Ætlaði nú að kaupa einhvern instant mat - en það var fátt um fína drætti í þeirri deildinni.. svo eftir nokkra rúnta um búðina þá datt mér í hug að búa til túnfisks-pasta, svo ég keypti allt hráefnið í það... á nokkrum stöðum samt, hvítlaukinn keypti ég hjá grænmetissala við hliðina á súpermarkaðnum - og þar var hægt að kaupa bara einn hvítlauk - hann er samt töluvert stærri heldur en þessir sem eru alla jafna seldir heima - svo fór ég á fiskmarkaðinn að leita að sveppum - þar sem það voru of margir sveppir seldir saman í súpermarkaðnum. Keypti svo líka facial skrub og 8 lítra af vatni.. það var nú aðalega útaf því að þetta var á indirim - eða afslætti ;) Þið vitið hvað ég elska það... en 2 lírur 75 cent? fyrir 8 lítra af vatni, þegar hálfs-lítra flaska er seld á eina líru útí í sjoppu - en rak mig nú reyndar á það í dag - að þegar ég kem lengra frá miðbænum - þá kostar hálfs lítra vatnsflaska allt í einu bara hálfa líru. Það er soldið magnað, annars megum við fararstjórarnir á mörgum hótelanna grípa okkur vatnsflösku þegar við erum þar í service, enda höfum við oft ansi tæpan tíma til að skjótast í búð og kaupa okkur eitthvað. Ég lennti t.d. í smá auka stússi í dag í hádegishléinu mínu, svo ég hafði ekki tíma til að kaupa mér eitthvað að borða - svo ég stökk inní bakarí - nánast meðan ég beið á rauðu ljósi og greip eina brauðvefju með osti innan í, eitt lítið simit og kók - það var svo borðað í bílnum á rauðum ljósum..


Simit - mynd fengin að láni héðan

Þið hefðuð átt að sjá svipinn á Ásgeiri Kolbeins jr. þegar ég var búin að elda - hann var hinn sárasti, og spurði mig af hverju ég hefði ekki gert svona áður, honum fyndist sveppir og túnfiskur góður - og hvaða bull þetta hefði verið að ég kynni ekki að elda - og endaði svo á því að smakka afraksturinn og segja að þetta væri "fucking good"

Ps. fékk smá afbrýðisemiskast í dag þegar ég sá kolbrúna íslenska stelpu sem er búin að liggja í sólbaði í rúma viku - ég er bara með smá lit... er svo mikið inni á hótelum, bið bara um sól á sunnudaginn svo ég komist í það að tana - annars kom Ásgeir eldrauður heim af ströndinni í dag þar sem hann notaði enga sólarvörn og Annika - teamleaderinn var líka pínu rauð eftir fjóra tíma við sundlaugina í dag - mig langar ekkert í roðann... en smá meiri lit væri ég alveg til í ;) Þarf að kaupa meiri sólarvörn við tækifæri - tími ekki að nota prodermið við sundlaugina þegar maður þarf að setja aftur vörn og aftur og aftur.. svo er proderm svo þægilegt í vinnuna, það endist svo lengi í einu - og fötin verða ekki klístruð af því ;)

Takk fyrir innlitið

miðvikudagur, 11. júní 2014

Næstum mánuður

Það er svo mikið búið að gerast síðan ég kom hingað, það vantar bara fjóra daga uppá að ég sé búin að vera hérna í mánuð! Pælið í því.... mikill tími og orka er búið að fara í það að koma mér inní hlutina hérna og svo tóku þessi veikindi stóran toll af mér... er ekki alveg orðin 100% ennþá - en ég er að komast þangað. Er búin að taka á móti tveimur hópum að Íslendingum, og kveðja sömuleiðis tvo hópa - það er að segja tvö flug hafa komið og farið... svo kemur það þriðja á morgun - en í þetta skiptið þarf ég ekki að fara útá flugvöll, og skilst að ég þurfi sjaldnar að fara útá völl þar sem það tekur mig svo langan tíma að komast þangað. Sjálfri finnst mér samt mjög skemmtilegt að fara útá völl og taka á móti gestunum mínum, þá get ég séð þau og þau mig, og ég get passað uppá að þau fái allar þær upplýsingar sem mér finnst nauðsynlegt að þau fái frá mér :) Ekki það að ég treysti ekki samtarfsfólki mínu til að passa uppá þau - en samt þægilegt að geta fylgt þeim soldið eftir, líka gott að geta farið yfir rútuna eftir að allir hafa farið af henni, þá get ég pikkað allt upp sem gestir kunna að hafa gleymt um borð í rútunni.
Í þessari viku koma svo íslenskir gestir til með að gista á 10 hótelum hvorki meira né minna - á mínu svæði, sem þýðir að þá daga sem ég fer í hótel-heimsóknir heimsæki ég 10 hótel á dag. Planið fyrir þessa viku er samt töluvert skárra þar sem fyrstu hótel-heimsóknirnar eru ekki fyrr en klukkan 9 á morgnana, en í síðustu viku voru sumar þeirra kl. 8.30 - og þá er enginn kominn á lappir, enda fólk í sumarfríi. Ég byrja t.d. heimsóknir á morgun kl. 9 og er stanslaust í þeim til 13.15 fæ svo pásu til kl. 16.00 og er þá í heimsóknum til sirka kl. 20.00 - svo þarf ég að keyra heim, svo ég er kannski komin heim til mín um kl. 20.40 - sirka. Svo þannig verða næstu þrír dagar, fimmtudagur, föstudagur og lauagardagur - ég á svo frí á sunnudaginn - má ég panta sól - það er skýjað núna og það rigndi smávegis áðan.. svo eru hótel-heimsóknir aftur á mánudaginn, og ekki komið í ljós hvað ég mun koma til með að gera nákvæmlega næsta þriðjudag og miðvikudag, jú næsta miðvikudag mun ég kveðja gestina mína um borð í rútunni.. og sjá til þess að allt sé í orden.. hvað meira ég geri þann dag er óráðið hins vegar.

Þessa dagana er ég svo alltaf að uppgvöta eitthvað nýtt, sjá nýja hluti - finna búðir í götum sem ég vissi ekki að væru þar, svo það er t.d. styttra fyrir mig í næsta mega-súpermarkað :) Góðar uppgvötanir skal ég segja ykkur.. talandi um þarf að fara útí hraðbanka þar sem ég á 0 lírur í veskinu mínu núna. 

Sömuleiðis er ég alltaf að læra eitthvað nýtt um samfstarfsfólk mitt, og kynnist því betur með hverjum deginum. 

Hvað meira get ég sagt ykkur, jú ég keypti tyrkneskan geisladisk um daginn - þess vegna veit ég að þeir kosta 20 lírur - hehe... keypti bara þann disk sem var nr. 1 á vinsældarlistanum, og ég þekkti söngvarann líka - annars er held ég ein skærasta stjarna Tyrklands að fara að halda tónleika hérna 22 júní - Sezen Aksu.. hver veit nema maður skelli sér á þá?

Margar stelpurnar sem vinna hérna eiga svo tyrkneska kærasta, og það gengur á ýmsu skal ég segja ykkur - furðulegast fannst mér þó þegar Annika átti afmæli og vildi fara á Queens Garden, einn vinsælasta barinn meðal túristanna hér í bæ, þar sem barþjónarnir dansa uppi á borðum og fara úr að ofan. Alveg eins og fyrir hvað 12 árum síðan, fannst þetta nú samt eiginlega hálf niðurlægjandi að horfa uppá þetta - kannski var ég bara of edrú eða að ég hef séð þetta áður og þetta er hætt að vera fyndið? Hver veit... en allavegana, þá gátu tvær samstarfskvenna minna ekki farið á þennan umrædda bar því það var ekki gúdderað af kærastanum - man nú að mínum fyrrverandi fannst alveg hræðilegt að ég, mamma og pabbi færum gjarnan þarna - en sénsinn að hann hefði getað sagt nei þú mátt ekki fara þarna - og endaði það þannig á sínum tíma að hann lét sig hafa það að sitja þarna með okkur og horfa uppá samlanda sína "strippa" fyrir túristana...  Tvær sem áttu kærasta fóru þó með okkur, önnur fór þar sem hún og kærastinn eru ekki með svona stífar reglur og hin kom því kærastinn var ekki í bænum. Þannig var nú það..

Já og átti eftir að segja ykkur frá því þegar ég fór með stelpum úr vinnunni á tónleikana sem voru haldnir niðrí bæ... þessa ókeypis munið þið? Allavega það var alveg stappað þarna, og við komum okkur frekar framarlega, ég stóð aðeins frá þeim þar sem það var einhver risi sem plantaði sér fyrir framan mig eftir að við komum. Skömmu síðar tók ég svo eftir því að það voru einhverjir strákar sem voru fyrir aftan þær sem voru óþægilega nálægt þeim. Skömmu síðar hnipptu þær í mig, og við færðum okkur því þeir voru alveg ofan í þeim, og væru alltaf að nudda sér upp við þær, önnur gantaðist svo með það að hvort hún hefði fundið fyrir símanum hans á afturendanum á sér - eða einhverju öðru. Vá hvað ég var fegin að vera laus við þetta... omg sko... önnur stelpa úr vinnunni var svo áreitt af strætó-bílstjóra, hún var ein eftir í bílnum, og svo stoppaði hann bara in the middle of nowhere, og káfaði á henni, og heimtaði pening af henni.. og skildi hana svo eftir við veginn, og elti hana þegar hún gekk eftir veginum. En ekkert meira gerðist sem betur fer - og hún komst heim heilu og höldnu.

Svo er Nikulás "sambýlismaður minn" með endalausar áhyggjur af mér, ef ég er ekki komin heim fyrir kl. 10.30 á kvöldin sendir hann mér sms eða hringir til að athuga hvort ég sé á lífi, hvort það sé búið að nauðga mér og ég veit ekki hvað og ekki hvað... það eru víst alltaf einhver nauðgunarmál sem koma upp á hverju ári... ég veit samt ekki - jú ekki vera blindfull og labba heim, en ég held að ég sé gáfaðari þen það og ég kunni að lesa í aðstæður... kannski ég kaupi mér maze samt?? Gleymdi vælu-vörninni heima.. en eftir þessar sögur er mér hætt að standa á sama skal ég segja ykkur og þessi paranoja í Nikulási er hætt að vera fyndin - en vá hvað ég er fegin að hafa aldrei lennt í neinu svona - og það þrátt fyrir að hafa margoft ferðast ein með rútu í þessu landi... en reyndar halda allir að pabbi minn sé tyrkneskur, svo kannski er ég látin í friði útaf því?? Annars var strákur í dag c.a. 7-8 ára gamall með rauna-svip á andlitinu sem sagði eitthvað við mig þegar ég steig útúr bílnum, og ég greip strax um veskið mitt - þrátt fyrir að það væri peningalaust - en ökuskirteinið, vinnuleyfið og passin eru alltaf í því.. mér hætti svo að standa á sama þegar sami krakkinn elti mig svo yfir götuna, og byrjaði aftur að tala við mig - með raunasvipinn á andlitinu.. ég leit strax í kringum mig hvort það væru einhverjir sígaunar í sjónmáli - svo reyndist ekki vera - og ég endaði á því að segja honum að "fuck off" - það skildi hann þó, en ég þarf að læra að segja farðu burtu á tyrknesku - gæti komið sér vel einhvern daginn. Annars var ég blikkuð í dag... það var hressandi - en fyndið að vera blikkuð á spítala!

En hvað þýðir rautt blikkandi umferðarljós? Veit það einhver..?

Takk fyrir kommentin - gaman að heyra að fólk sé actually að lesa þessar romsur mínar... heyri í ykkur fljótlega - góða nótt

mánudagur, 9. júní 2014

Bæjarferð

Jæja ég skellti mér í moll-ferð til Antalya í gær,
byrjaði daginn á því að taka taxa á otogar - eða rútustöðina, tók svo rútu til Antalya, sem tók rúma 2 tíma, og fékk ég að fara af við Deepo outlet mollið, þar var ég svo vafrandi til klukkan fjögur - þegar ókeypis rúta fór úr Deepo og yfir í Terra city... sem er risastórt moll með Gap, Zöru, Zara home, Bershka, Stradivarius, Pull and bear, Tally Weil, GNC, LC Waikiki, Mavi, Sephora og flullt af fleiri búðum.

Ég keypti nú ekki mikið, en eitthvað smotterí samt:
Maxi pils á 15 lírur - rúmar 800 ISK
Augnskuggapalletu á 12 lírur - 660 ISK
Topp á 60 lírur  - 3300 ISK
Flax seed oil og fiski-olíu á 100 lírur - 5500 ISK

Samtals eyddi ég svo 58 lírum í rútur, dolmus og leigubíla- eða 3190 ISK en fyndið hvað mælikvarðinn breytist hérna, ég borgaði 10 lírur fyrir leigubíl í Alanya á rútustöðina, en að taka leigubíl á milli mollanna, eða frá Terra city og á rútustöðina hefði kostað um 50 lírur eða 2750 ISK og fannst það sko dýrt - og endaði á því að taka dolmus á 2 lírur - 110 ISK - nema hvað dolmus ferðin tók tæpar 50 mínútur, og leigubíllinn hefði kannski tekið 20-25 mínútur. 

Núna er allt miðað við það að geisladiskur kostar 20 lírur - eða 1100 ISK, og fékk ég vægt sjokk þegar ég fór með samstarfsfólki mínu á einn vinsælasta barinn hér í bæ og þar kostar drykkurinn 35 lírur eða 1925 ISK, eða tæpa 2 geisladiska, og 50 líru leigubílaferð er alveg tveir og hálfur geisladiskur!!

Jæja nóg um tyrkneska hagfræði..

ps. bætti við mynd inná spítala-póstinn - svo má nú alveg kommenta kæra fólk.

laugardagur, 7. júní 2014

Frídagur á morgun

Veit samt ekki hvernig fer með sólbaðið - þar sem það er búið að vera skýjað síðustu tvo daga - og því er spáð áfram... spurning hvort ég rífi mig út eldsnemma í fyrramálið og fari í 2ja tíma rútuferð að mollast í Antalya? Búin að finna upplýsingar um outlet moll líka... það hefur nú visst aðdráttarafl.

Hver veit.. annars er búið að vera crazy langur dagur í dag... og hann lengist bara og lengist - er núna að undirbúa leiðsögn þar sem stendur jafnvel til að ég fái að guida í uppáhaldsferðinni minni, þar sem kastalinn er heimsóttur, soldið sögu-legs og fornleifafræðilegs eðlis - ekta fyrir mig.

Vona samt að það verði sól á morgun, langar bara að leggjast niður á bekk og slappa af við sundlaugina.... 

Annars eru strákarnir í skoðunarferðadeildinni hæst-ánægðir með mig og titluðu mig bestu manneskjuna með posann í dag. Er búin að heyra frá samstarfsfólki mínu að þessir posar eru til einhverra vandræða - en ég virðist bara hafa fengið svona gott eintak og hann hefur bara einu sinni verið með einhverja stæla, og kannski hjálpar það eitthvað líka að þetta er sama tegund af posa og við notum á hótelinu.. nema þessi er á tyrknesku...so far so good með þennan posa ;)

Búin að þvo eina vél af dökkum uniform-fötum, svo það er komið upp til þerringar, svo ég er að hugsa um að fara að sofa og vakna hress í fyrramálið - hvað svo ég tek mér fyrir hendur á morgun... það er önnur ella

Hafið það gott kæru vinir,

kv.
Elín

fimmtudagur, 5. júní 2014

Fimmtudagur

Jæja fimmtudagur - komudagur,

ég var vöknuð kl. 01:00 í morgun, skutlaðist niðrá skrifstofu og skildi bílinn eftir og fékk far með rútu útá flugvöll. Í henni náði ég að dotta af og til á meðan mp3 spilari rútubílstjórans spilaði Tarkan lög non stop - hehe fannst það algjört æði :)
Tók svo á móti íslensku farþegunum, og fór með einni rútu í bæinn - og jeremías hvað það rigndi, fór svo heim og lagði mig í hálftíma - svo var ég rokin út í hótel-heimsóknir klukkan ellefu, og þá var komið sólskin. Kláraði þær um klukkan sjö, fékk mér svo kvöldmat á einu hótelinu og brunaði svo heim á bílnum. Það er svolítið sérstakt að vera að þvælast svona mikið ein, en mér finnst gaman að keyra og hlusta á útvarpið - sérstaklega þegar það gríska spilar tónlist... svo rekst ég nú líka mikið á skandinavíska kollega mína á flakkinu á milli hótelanna, svo það er bara gaman. Og allir íslensku gestirnir eru svo jákvæðir og í góðum gír - að það er ekkert nema yndislegt að hjálpa þeim og leiðbeina hvað er þess virði að sjá og hvar þau eigi að versla... Svo á morgun og á laugardag, þá verð ég á sama rúntinum á milli hótela - og það að ég skuli geta keyrt inní miðbæ Alanya - er ekkert smá stolt af mér og ég er farin að rata takk fyirr. Þetta er svo fyndið land til að vera að keyra í, það tekur enginn mark á rauðu ljósi við sérstakar kringumstæður, það eru hringtorg á milli akgreina - til að snúa við og þess háttar.. og það geta verið umferðarljós á þessum hringtorgum. Hér er algjört frumskógar-lögmál, enginn gefur stefnuljós, allir troða sér framfyrir alla, mótorhjól bætast svo við í mixið og ég get keyrt í þessu...  verð að klappa mér á öxlina fyrir það.. er bara frekar stolt af sjálfri mér - ef ég segi sjálf frá. 
Já og enginn virðist vita hver hámarks-hraðinn er á stóru vegunum fyrir utan bæinn - hvað þá í bænum. Ég held að hámarkshraðinn sé 90 úti á stóru vegunum, en allir keyra á að minnsta kosti 100 ef ekki 120... ósagt skal látið hversu hratt ég keyri.

Takk fyrir að kíkja við, verð svo að fara að vera duglegri að setja inn myndir með bloggunum.

miðvikudagur, 4. júní 2014

Ég elska miðvikudaga

Ef allir miðvikudagar verða svona - ohh...  en ljúft!!

Vaknaði reyndar súper-snemma þar sem maginn á mér er vaknaður löngu á undan hausnum á mér.. allavega - ég ætla ekki að kvarta yfir því að fara á klósettið eftir allt það sem er búið að ganga á. Ég byrjaði svo vinnudaginn á því að fara niðrá skrifstofu og ganga frá nokkrum málum þar, ganga frá sölu á ferðum og leggja inn kostnaðar-skýrslu, og þegar það er búið að samþykkja hana þá fæ ég endurgreitt, er nú þegar búin að fá endurgreitt fyrir kostnaðinn við vísa-umsóknina og kostnaðinn við að senda vegabréfið til Noregs.
Svo kvaddi ég farþegana sem voru að fara heim í hádeginu - svo ég hoppaði uppí tvær rútur og var með einskonar kveðju-ávarp/ræðu og í annarri rútunni klöppuðu gestirnir þegar ég var búin að tala. Vá hvað það var frábært..
Fór svo í hádegismat með samstarfsfólki mínu og lækninum á læknastofunni sem við erum í samvinnu við - en þá er algengt að starta seasonið með slíkum hádegismat, nema hvað þessi fundur var óvenju seint á tímabilinu, svo ég fékk tækifæri til að vera með.
Stelpurnar (eiginlega bara stelpur sem vinna sem guide hérna) tóku svo að sér að skjótast á hótelin og bæta við upplýsingum um heimsóknartímana mína á hótelunum, svo ég var bara off for the day - þar sem ég er að fara að sækja farþega útá völl í fyrramálið og þarf að vakna um kl. 01:00 í nótt og taka rútu 02:30 - og verð svo komin útá flugvöll um 05:00, vélin á svo að lenda um 05:20.
Þar sem ég var laus frá vinnu það sem eftir var dags hennti ég í þvottavélina og ákvað að skella mér í mollið í Alanya sem heitir Alanyum - og er örlítið stærra en Fjörðurinn í Hafnarfirði. Hafði aldrei farið þangað áður og íslendingarnir oft að spyrja hvað er hægt að fá þar, svo ég tók dolmus þangað í rannsóknarleiðangur - get nú ekki sagt að ég hafi verslað neitt, nema eitthvað smotterí matarkyns, vatn og litla dollu af sólarvörn til að hafa í bakpokanum - algjör snilld að geta keypt svona litla kremdollu, og svo er ég líka með litla dollu af anti-moskito sprayi. Miklu léttara að hafa þetta í bakpokanum heldur en fulla stærð - nógu þungur er bakpokinn anyway! Já talandi um - þarf að kaupa mér einhverja lyklakippu til að setja á bakpokann - allir guidarnir eru með eins svarta bakpoka og mjög auðvelt að rugla saman hver á hvaða... svo ég verð að fá eitthvað svona dót á bakpokann til að þekkja hann strax.

Jæja ætla að fara að bursta tennurnar og leggja mig fyrir flugvallar-duty.

Ps. var ég búin að segja ykkur að það er lokað fyrir youtube á Tyrklandi? En það virkar í appinu á símanum... weird

sunnudagur, 1. júní 2014

Síðasti dagurinn á sýklalyfjum

Jæja í dag er síðasti dagurinn á sýklalyfjum svo það verður spennandi að sjá hvernig ég verð næstu daga - annars er ég búin að finna hvernig ég er öll að koma til. Hingað til hefur tíminn milli 11 og 15 verið algjört hell fyrir mig, en þetta er heitasti tími dagsins og ég hef alltaf orðið rosalega dösuð og þreytt og allt að því svimað á þessum tíma sólahrings. Hvort sem ég hef verið að heimsækja hótel, úti að ganga eða í hádegismat með samstarfsfólkinu. Maginn er ekki alveg orðinn 100% ennþá - en ég vona að þau vandamál sem eru að hrjá hann núna séu auka-verkanir af sýklalyfjunum.. kemur allt í ljós á næstu dögum

Ég er svona smátt og smátt að sjóast í þessu öllu saman, og farin að geta svarað heilmörgum fyrirspurnum um hin ýmsu atriði, allt frá strætó-samgöngum, bæjar-nöfnum, markaðs-staðsetningum og svo mætti endalaust telja. Alltaf að læra eitthvað nýtt á hverjum degi. Er meðal annars búin að keyra bíl inní miðbæ Alanya í nokkra daga - jeremías hér eru sko engar reglur, enginn gefur stefnuljós og bílar keyra í tveimur röðum á vegbúta sem ég myndi í mesta falli segja að væri einn og hálfur vegar-helmingur heima á Íslandi. Í þessu keyri ég á hverjum degi og verð vonandi betri með hverjum deginum ;) Það er svo annað mál hvernig ökulagi mínu verður háttað þegar ég kem heim aftur eftir nokkra mánuði í þessum hrærigraut...
Þessa dagana er ég svo að ströggla við að rata á hótelin, svo ég er alltaf með kollega minn með mér til halds og trausts, en sá tími mun koma að ég þarf að taka á einhverju alveg á eigin vegum - þá verður nauðsynlegt að rata á hótelin. 

Í kvöld skellti ég mér svo á tónleika með einni skærustu stjörnu Tyrklands samtímans; Gulsen með tveimur stelpum úr vinnunni, það var alveg ljómandi skemmtilegt þótt að ég kannaðist bara við eitt laganna sem hún tók á tónleikunum... en engu að síður mjög skemmtilegt...

Svo er ég búin að finna rosalega fínar verlsanir inní miðbæ Alanya þar sem ég á örugglega eftir að reka trýnið inn við tækifæri.

Jæja ég ætla að skella mér í háttinn ... og ekki má gleyma því að nudda á mér mallakútinn

kv.
Elín