fimmtudagur, 29. mars 2012

Það má láta sig dreyma

Meira sem ég gæti hugsað mér ef money væri no issue fyrir Black and White - Eurovision partýið þá gæti ég hugsað mér annað hvort þessara veskja, kannski frekar þetta fyrra;

Sybil frá Christian Louboutin (verð líklega í kringum 176.000 ISK)

Cassidy S frá Jimmy Choo á 214.000 ISK

Vá og mér sem finnst ég hafa keypt dýrt veski um ævina, er ég hugsa um það núna þá fékk ég það fyrir klink! Já svo sá ég rosalega sætt veski í dag í AndreA í Hafnarfirði... langar svo mikið, að ég gæti tekið það út með verkjum. Það er reyndar "ódýrt" miðað við það að vera úr leðri og roði, hef séð dýrari veski hérna heima úr plasti!

kv.
Elín in a bag

miðvikudagur, 28. mars 2012

Bestu skór í heimi?

Ég held að ég sé hugsanlega búin að finna bestu skó í heimi, og eru þeir frá Rockport.. pabbi ætti nú að þekkja það merki :) En þessir undra skór sem ég er búin að uppgvöta eru með addidas-innleggjum, alveg sérsniðið að svona vandræða-fótum eins og ég er með..

Janae Plump frá Rockport - 18.600 ISK

Þeir eru með háum boga undir ilinni og eru með höggpúðum í tábergi og hæl... ég verð bókað að stoppa í Rockport búð næst þegar ég kemst í tæri við eina slíka :) Þetta eru nú ekki mestu glamúr lína í heimi hjá þeim, en eitt og eitt par inná milli (eins og þetta hérna fyrir ofan) sem kæmu vel til greina, svo kemur bara í ljós hvernig næsta lína kemur til með að líta út frá þeim. Aðrar uppáhalds pæju- en samt comfort-skóbúðir gætu verið Geox eða Clarks. Skórnir frá Geox anda allir í gegnum sólann (án þess þó að bleyta komist inní þá) og margir Clarks skónna eru með innbyggðri dempun undir tábergi. Reyndar eru líka margir skónna í Zara með dempun undir tábergi, sem er algjör snilld... mikið var að skó-framleiðendur kveiktu á perunni!
Annars stendur nú líka til hjá mér að fá smá fix fyrir suma hæla-skóna mína.. þarf að tala við konsúlta hjá Stoð varðandi það allt saman. Byrja á einu pari og sé til hvernig það fúnkerar, I'll keep you posted.

Ji, er bara ekki frá því að mig langi að fara í skó-mátunarferð, þá yrði ég að velja borg þar sem Rockport, Geox og Clarks eru með verslanir!

Luv,
E

þriðjudagur, 27. mars 2012

Black and white wish list from BAZAAR

Sá nokkra glæsilega svarta og hvíta hluti á síðum BAZAAR - Gwyneth Paltrow Revealed;

Skór frá Louis Vuitton - 131.000 ISK

Hringur frá Bvlgari (líka til í hvítu) - 122.000 ISK

Lacoste armband - 14.300 ISK

Skór frá Givency á forsíðu BAAZAR - 167.000 ISK


Bara svona ef ég ætti 434.300 ISK til að henda í nokkra hluti fyrir eitt þema-partý eða svo.. og þá er ég ekki komin með kjól... Verst að ég get ekki fundið myndina af svarta og gula Hermés veskinu sem kostar 1.450.000 ISK.
En af myndunum má ráða að það er hægt að blanda svörtu, hvítu og silfur eða svörtu, hvítu og gull saman. Mig langar að fara í seinni möguleikann, gull, svart og hvítt.. en gæti hins vegar verið bundin af fataskápnum mínum og skartgripaskríninu - sem bæði innihalda mun meira silfurlitað heldur en gull :(

Thinking in black and white,
Elena Black

Closing the circle

Vá, ég er officially orðin tísku-blog-síðu meistari... veit satt best að segja ekki hvort það er jákvætt eða neikvætt... en þegar ég er komin í hringi og farin að þekkja hluti og fatnað sem annar tískubloggari fjallaði um á öðrum síðum af útlitinu einu saman. Eða þegar ég gramsa inná Refinery 29 - síðu sem ég fann fyrir þónokkru - og rekst á umfjöllun um födur-skvísuna Mr. Kate sem ég sá á youtube í síðustu viku.. þá veit ég að ég er orðin internet-meistari (já eða nördari). 
Þarf svo að setja inn link við tækifæri á skemmtilegt myndband frá Mr. Kate - sem ég ætlaði að vera löngu búin að deila með ykkur kæru lesendur.. veit að ykkur finnst svo gaman að lesa bullið í mér.

Luv
E

mánudagur, 26. mars 2012

Meira stöff frá Kardashian systrunum

Ji, ef ég byggi í BNA, þá væri ég bókað alltaf í Sears að máta Kardashian föt ;) Línan þeirra er fljótt á litið bara mjög flott, svo er spurning hvernig flíkurnar mátast svo (í ljósi nýlegrar mátunarferðar í Lindex). Sérstaklega finnst mér sumir kjólarnir og nærfötin flott, ef nærfötin væru svo bara til í minni stærð.. 
Það bætist við empire þeirra systra!



xxx
Ella Kardashian

laugardagur, 24. mars 2012

Color flop

Þar sem ég var andvaka í dag ákvað ég að drífa mig útúr húsi, svona til tilbreytingar... það getur verið voðalega leiðigjarnt að gera ekkert í heila viku annað heldur en að: sofa, vinna og hangsa heima hjá sér... en þetta fylgir því að vera á næturvöktum. Líður stundum eins og ég sé með lífið on hold í viku, og geti ekki hugsað eða pælt í neinu sem þarf að ganga frá fyrr en vinnu-törninni lýkur.. 
Já ég dreif mig s.s. útúr húsi í dag og kíkti í Smáralindina í rúman klukkutíma áður en ég fór aftur heim að sofa... og mátaði appelsínugulu buxurnar, jesús þvílíkt katastrofí.... ég vill meina að ég sé með sætan rass sem sé sætur í nánast ÖLLU, en hann varð ljótur I tell you í appelsínugulu buxunum hennar Gwyneth Paltrow. Þvílík vonbrigði I tell you.. það var rassvasaleysið sem sem orsakaði þennan hrylling... 
Það má þó segja að mér hafi verði bjargað fyrir horn.. kíkti svo aðeins í Zara, þar voru einar dökk-appelsínugular gallabuxur, í ætt við mandarínu-appelsínugulan.. þær litu mun betur út - en ekki nógu vel til að ég myndi falla fyrir þeim - og fór ég því tómhent heim úr Smáralindinni þennan daginn :)

Stay focused,
EB

Ps. ætli rassinn á mér sé nokkuð orðinn ljótur af fjarvistum úr ræktinni, sökum vinnu-tarna og fæðingabletta-töku?                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                       

föstudagur, 23. mars 2012

Falling for color

Ég held ég sjái fyrir mér fall í fatakaupum er líða fer á vorið - en það verður held ég ekkert "svakalega" slæmt fall - en núna langar mig alveg rosalega í litaðar niðurþröngar gallabuxur - ef ég skottast til USA þá yrði Express fyrsta stopp - hérna heima yrði Lindex fyrir valinu, þó það séu ekki gallabuxur - get ekki einu sinni gert upp við mig hvaða lit ég myndi velja hjá Lindex, rauðar, appelsínugular eða grænar. Í ljósi þess að ég á græna skó held ég að ég myndi veðja á rauðar eða appelsínugular... vona bara að þær mátist illa - þá spara ég 4.000 Kr. Reyndar fékk ég tips í vinnunni um daginn, 4.000 kall - svo ef buxurnar eru osom á mér - þá kannski ég tríti mig ;)

Lindex 3.995 ISK

Annars er ég byrjuð að valsa á milli rúma-búða að skoða og gera verð-samanburð á höfðagöflum, datt meira að segja í hug að panta bara eitt stykki frá USA, er síðan þá búin að spotta einn ansi glæsilegan í einni verslun í Reykjavík - þarf að spyrjast aðeins fyrir um þann gafl hvort hann gangi upp í svefnherberginu mínu, en það er ein rafmagnsinnstunga bak við rúmið sem gæti orðið til trafala er kemur að vali á gafli :(


Bestu kveðjur,
Elín á búðarúntinum

Falleg bresk búð

Rakst á þessa búð af algjörri tilviljun á netinu, þarna er alveg hellingur af fallegum hlutum 

Have a good dayyyy..
EB


fimmtudagur, 22. mars 2012

Meðvirkur miðvikudagur

Stundum þarf voðalega lítið til að ég komist í meðvirknisgírinn, eða breytist í Ivan í Listaverkinu, sem var sammála öllum sem töluðu við hann (sama hversu ósammála viðmælendur hans voru innbyrðis).
Lítið fór fyrir fríinu þessa frívikuna, og þegar ég sá stjörnuspána á mbl einn sl. daga sem hljómaði svona; ,,Þú færð alltof lítinn tíma til að sinna verkum þínum. Brynjaðu þig gegn utanaðkomandi áhrifum og taktu málin í þínar hendur." Þá gat ég ekki verið meira sammála, finnst ég svo sannarlega hafa hlaupið á milli verkefna, og verkefnin spunnist hvert utan um annað, svo varla sást framúr þeim - verst að ég virðist ekki hafa tekið málin í mínar hendur samt. Þegar ég svo loksins settist niður í dag og gat hendi um frjálst höfuð strokið áttaði ég mig á því að ég væri búin að missa af þýskri kvikmyndahátíð - og kem til með að missa af pólskri kvikmyndahátíð um helgina. Hvet ég þó alla að skella sér á pólsku hátíðina, enda er ókeypis á hana, og ennþá er sjens fyrir þá sem komast í bíó á kvöldin að skella sér á þýska kvikmyndahátíð :)
Grípið gæsina gott fólk og njótið vel,
bið að heilsa af "nattevagten"
Elín

mánudagur, 19. mars 2012

Glamúr pían Kim

Fann þessa rosalega krúttlegu búð á netinu í nótt; Shop the trend boutique. Þar eru allskyns vörur, föt og skartgripir.. og það sem gefur þessari búð skemmtilegt twist - er að þarna eru myndir af frægu fólki sem hefur verið myndað í flíkunum sem eru til sölu eða með skartgripina.
Þarna komst ég meðal annars að því að Kim Kardashian á sína eigin skartgripalínu - takk fyrir.. svo núna er hún er með fatalínu hjá Sears, skólínu hjá Shoedazzle og núna skartgripalínuna sína Belle Noel.
Svo ef þið viljið líkjast glamúr-gellunni henni Kim þá vitið þið hvert þið getið snúið ykkur fyrir inspiration.
Það sést á línunni hennar Kim; Belle Noel að óskabeins-tískan hefur ekki runnið sitt skeið.. en smekkpían hún Jennifer Aniston bar eitt slíkt hálsmen í bíómyndinni; The break-up árið 2006.


Hafið það gott kæru vinir á þessum mánudagsmorgni í mars.

Elín

fimmtudagur, 15. mars 2012

Bestu, verstu og uppáhalds kaup 2011

Ég hef ætlað mér að setja hérna inn póst síðan í janúar með bestu, verstu og uppáhalds kaupunum mínum frá því í fyrra!

Bestu kaupin eru klárlega eyrnalokkar með tígris-steini sem ég keypti á styrktarmarkaði á 100 kr:


Verstu kaupin eru svo klárlega sandalar sem ég keypti í Companys á útsölu, kostuðu samt um 11.000 kr, hélt að þetta væru svo góðir skór, danskir með pínu wedge og korki í botninum - ó nei, think again.. fór í þeim í vinnuna 2x sl. sumar og var sárfætt eftir það...

Uppáhaldskaupin eru kuldaskór úr Bata á 17.000 (ég keypti svo rauðar reimar á Amazon á 4 USD):


Og Karen Millen skór sem ég fékk á útsölu á 20.000:


 Hvað voru bestu/verslu/uppáhalds kaupin þín?

Luv
Elín

miðvikudagur, 14. mars 2012

Meiri ís

Jesús, það er bara of mikið af fallegum armböndum í boði hjá Tiffany's, fann núna þessi tvö;

3mm kúlur - 18.300 ISK

8mm kúlur - 30.000 ISK

Ég er bara farin að hallast að því að mér finnist þessi tvö fallegri heldur en það sem ég póstaði í síðasta pósti, þá get ég kannski líka frekar notað það með Nomination armandinu mínu. Talandi um það, þá er spurning hvort ég bæti við mig, kannski síðasta hlekknum í það arband;

St. Basils í Moskvu - verð: óþekkt

Hvaða armband finnst þér fallegast?

kv.
Glysgjarni hrafninn

þriðjudagur, 13. mars 2012

Langar alveg afskaplega mikið í ís

Merkilegt hvað maður fær dellu fyrir sumum hlutum, í fyrra voru það hringir... þetta árið virðist það ætla að verða armbönd. Þyngist þá róðurinn... fer nú ís-löngunin að gera vart við sig..
Ísinn að þessu sinni birtist í formi armbands:

Silfur armband frá Tiffany & Co. sem kostar um 33.500 ISK

Er reyndar búin að finna eftirlíkingar á netinu sem kosta mun minna, eða um 1/6 af verðinu! Vá... hægt að kaupa 6 stykki feik fyrir hvað eitt ekta kostar! Spurning hvort merkjaglaði vatnsberinn eða níski gyðingurinn í mér hefur vinninginn! Kemur í ljós - en ég held barasta að ég kaupi mér svona 01.01.2013 - ef ég man þá eftir því að mig langar í það þá. Nú ef ég man ekki eftir því að langa í þetta, þá hefur löngunin ekki verið ýkja mikil. 

Á ég ekki líka alveg skilið verðlaun 01.01.2013 ef ég stend við gefin loforð?

kv.
Elín gulrótarsjúka

mánudagur, 12. mars 2012

Written in the stars

Ég er ekki frá því að ég sé forlagatrúar, trúi því að sumum hlutum sé ætlað að gerast - og hef þar af leiðandi oft mjög gaman að því að lesa stjörnuspána mína.
Ég er vatnsberi og hérna koma nokkrar vel valdar stjörnuspár af mbl.is sem birst hafa síðastliðnar vikur;

Vatnsberinn hefur næga orku og hefur fullan hug á því að bæta skipulag sitt, bæði heima fyrir og í vinnunni. Fjölbreytni er hressadi.

Sköpun skiptir heilastarfsemi þína miklu máli. Notaðu eigin dómgreind og fylgdu hjarta þínu er taka þarf ákvörðun. Það getur komið sér vel að eiga trúnaðarvin.

Einbeittu þér að þeim verkefnum, þem þú þegar hefur og láttu ógert að skima eftir fleirum á meðan þau endast. Ræktaðu sambönd við vini þína.

Gefðu voninni byr undir báða vængi og láttu ekkert aftra þér frá því að láta draum þinn rætast. Já, það er tekið eftir þér.

Atburðarásin mun taka öll völd úr höndum þér ef þú stingur ekki við fótum og nærð stjórn á hlutunum. Stattu fast á þínu.

Þar að auki fann ég þessa bráðskemmtilegu lýsingu á vatnsberanum, ég er ekki frá því að þetta eigi allt saman við mig.

kv.
stjörnufræðingurinn

sunnudagur, 11. mars 2012

Nú fer hver að verða síðastur..

..til að næla sér í góðar bækur á bókamarkaðnum í Perlunni, ég nældi mér í þessar tvær;

Förðun, þín stund og Thermal pools in Iceland

Ég ætti aldeilis að geta verið sæt í heitu pottunum í sumar..

Kv.
bókaormurinn

Enjoy life, enjoy shopping!

Þetta er titillinn á auglýsingu sem poppaði uppá facebook hjá mér, og með mynd af skópari fyrir neðan! Það er bókað mál að fésið er að fylgjast með því hvaða síður ég er að skoða.. finnst ég vera target fyrir auglýsingar þarna inni! Sem betur fer var þetta ljótt skópar.. en þeir virðast alveg vita hver minn akkílesarhæll er :s
En er það virkilega frumskilyrði að versla til að geta notið lífsins? Einhver er áráttan hjá manninum til að eignast nýja hluti.. enda heyrir maður oft um orðatilæki eins og; "out with the old and in with the new". Ef maður fylgir tískunni útí ystu æsar þyrfti maður að losa sig við um 30% af fataskápnum á hverjum ársfjórðungi, haust-flíkur fyrir vetrar-flíkur, vetrar-flíkur fyrir vor-flíkur og svo framvegis. Nýjar lita-palletur eru svo kynntar hvert season, efnisþykkt breytist og svo framvegis.. besta trixið við því er að kaupa klassískar flíkur, og poppa þær svo upp með einum til tvemur hlutum úr nýjasta tísku-trendi, hvort sem það eru litir eða look sem er nýjasta trendið. Þannig getur maður byggt upp ágætan fataskáp sem þarfnast lítilla breytinga, nema ef maður fer upp eða niður um fatastærð! Ætli það sé ekki einmitt málið með mig, að ég hef ekki færst til um fatastærð sl. 10 ár eða svo, og þess vegna er fataskápurinn minn svona troðinn? Án djóks þá á ég ennþá gallabuxur sem ég keypti mér árið 2002.. ég get ekki sagt að ég noti þær, enda löngu dottnar úr tísku - en ég passa ennþá í þær og get ekki fengið mig í það að losa mig við þær! Ég er auk þess heldur ekki gjörn á að henda flíkum (eins og síðasta setning sannar), eða gefa.. þarf nú reyndar að losa mig við eina ferðatösku fulla af fötum sem ég nota ekki lengur/hef aldrei notað.. out with the old... nema hvað núna ætla ég að; use the other old..
Þetta kaupa-bindindi er samt farið að reyna á, er alltaf að sjá fólk í fötum eða með fylgihluti sem ég gæti hugsað mér að eiga, nýjasta nýtt sem ég sá (fyrri c.a. 5 mínútum) sem mig langar í er snake-skin clutch, eitthvað í ætt við þessa hér:

R&Y Augousti python clutch - sem kostar litlar 56.000 ISK


Langar núna í fyrsta skipti í litlar töskur og lítil veski.. á eitt blátt inní skáp sem ég hef aldrei notað - svo nú verð ég að hætta að hafa "farangur" með mér allt sem ég fer, kjósa minimalismann og töskuna bláu :)


kv.
Elín on a Recycle Remedy

fimmtudagur, 8. mars 2012

Reykjavík City Living

Mig dreymir alltaf rómantíska dagdrauma um mig í Reykjavík, og sú staðreynd að ég búi í Reykjavík gæti nú bara verið hreint aldeilis frábær upplifun! Ég geti gengið niður Laugaveginn, dinglað mér í búðum, stoppað á gamalgrónum kaffihúsum, lesið tímarit og orðið ástfangin af Reykjavík. Nógu marga útlendinga hitti ég allavega sem halda ekki vatni yfir Reykjavík, fólk sem býr í öðrum heimsálfum og dreymir dag og nótt um Reykjavík. Sumir eiga þann draum heitastan að flytja hingað, og sumir framkvæma þann draum. Ótrúlegt segi ég nú bara, og ég sem kem mér ekki í það að hefja þetta rómantíska samband mitt við Reykjavíkurborg. 
Ef ég hefði svona útsýni held ég að ég væri yfir mig ástfangin af Reykjavík og búsetu minni í borginni;

Útsýni yfir Hallgrímskirkju

Sumarið verður tíminn, I tell you, eða allavega í vor... ég sé mig ekki í anda strolla niður Laugaveginn í góðri stemmingu á degi sem þessum.. Annars óska ég eftir sjálfboðaliðum sem vilja verða ástfangnir af Reykjavík með mér í vor... gott company er alltaf vel þegið ;)

Ps. annars komst ég að því um daginn - sjálfri mér til mikillar undrunar - að mig langar ekkert til að flytja til útlanda, eins og það var mín æðsta ósk fyrir 2 árum, þá talaði ég mikið um Svíþjóð og Canada... Ætli ég taki þetta ekki til marks um það hversu sátt ég er við lífið í dag? Ég held það bara ;)

Bestu kveðjur úr heimaborg minni Reykjavík,
Elín

miðvikudagur, 7. mars 2012

Meðmæli mánaðarins; Mars

Leikritið; Eldhaf í Borgarleikhúsinu. Sýningum lýkur 18. mars.
Bíómyndin; Before the rain, frá 1994 - ég fékk hana á VHS á borgarbókasafni Kringlunni - frábær mynd.
Maturinn; Grillmarkaðurinn og Forréttabarinn.

Þema kvikmyndarinnar og leikritsins er stríð og harmleikur einstaklinga sem búa í  stríðshrjáðum löndum. Mjög áhugavert efni hérna á ferðinni, og um leið sorglegt og vekur mann til umhugsunnar hversu ótrúlega heppinn maður er að búa á Íslandi. Það þarf nú að minna mann á það með reglulegu millibili!
Maturinn; get ómögulega gert uppá milli þessara tveggja staða, jú kannski Grillmarkaðurinn - hann er hreinlega geðveikur.. Forréttabarinn er líka frábær og ef maður veit ekki hvað manni langar í getur maður fengið sér litla skammta af mörgu!

Rade Serbedzija í "Before the rain" - mynd fengin af imdb.com ps. myndin er í lit

Njótið vel,
Elín

sunnudagur, 4. mars 2012

Vinsælustu áramótaheitin í Ameríku

Ég rakst á grein inni á mbl.is um vinsælustu áramótaheit kananna, nágranna okkar, hér á eftir er top 10 listinn;

1.   verja meiri tíma með fjölskyldu og vinum
2.   taka sig á í líkamsræktinni
3.   hemja vömbina (léttast)
4.   hætta að reykja
5.   njóta lífsins betur
6.   hætta að drekka
7.   koma reglu á fjármálin
8.   læra eitthvað nýtt
9.   hjálpa öðrum
10. skipuleggja sig betur

Í grófum dráttum eru öll þessi markmið af sama meiði, öll eru þau hugsuð til að auka lífsgæði okkar, losa okkur við slæma ávana og lifa í meira sátt og samlyndi við okkur sjálf og lifa hamingjusamara lífi. 
Mín áramótaheit hingað til hafa öll líka snúið að því sama, ég hef tekið mig á í tannþráðsnotkun, - ég er svo að hemja innkaupa-áráttuna, og um leið koma skikki á fjármálin. Ætli ég hætti svo að drekka svart gos á næsta ári? Veit ekki, ætla að spara stóru orðin, mætti minnka þá neyslu engu að síður.  Ómeðvitað hef ég lært eitthvað nýtt slíðastliðin ár, ég hef byrjað í nýrri vinnu, og stundað tungumála- og frístundanám. Ég tel mig hjálpa öðrum að því leiti að setja góða fyrirmynd, og sýna fólki fram á hvað er mögulegt, og vona ég að ég verði einhverjum að gagni og veiti einhverjum innblástur með þessu bloggi mínu. Ég hef vanið mig á það sl. 3 ár að hafa skipulagsdagbók (samræmist áramótaheiti nr. 10 fullkomlega) og ætla jafnvel að gerast stórtækari í þeim málum. Þá er bara eitt boðorð eftir, og það er einmitt uppáhalds boðorðið mitt, nr. 5 - alveg eins og 5 boðorðið í biblíunni er uppáhalds boðorðið mitt (þú skalt eigi morð fremja). 
Að njóta lífsins betur, ég hef ákveðið að túlka það sem að maður eigi að ferðast meira, fara oftar út að borða, daðra, skemmta sér, hitta vini sína og njóta (eins og ein frábær kona sem vann með mér sagði alltaf).

kv.
Nautnaseggurinn

fimmtudagur, 1. mars 2012

Black and white

Jæja kæru vinir og partý-goers, hér með tilkynnist það að þemað fyrir Eurovision partýið 2012 er;

BLACK AND WHITE


Reglurnar eru einfaldar; svartur og hvítur smekklegur fatnaður.. 

kv.
Stílistinn

Hlakka til að sjá ykkur 26. maí 2012