Ekki skil ég af hverju það eru umferðaljós í Marmaris þar sem þau sýna aldrei rautt eða grænt ljós heldur alltaf gult blikkandi ljós. Einkennilegur andskoti! Ég gisti svo tvær nætur í Marmaris eftir að ég kom úr "bíltúrnum". Ég varð ekkert sérstaklega heilluð af borginni að kvöldlagi enda bærinn smekkfullur af túristum og varla hægt að ganga um göturnar. En gamli markaðurinn eða basarinn er skemmtilegur ap ganga um og fann ég prýðis veitingastað sem bauð uppá heimilislegan mat, maður valdi bara það sem maður vildi úr borðinu og það var hitað í örbylgjunni - ljómandi gott - ef einhver vill prófa heitir staðurinn Meryemana.
Hrifnust var ég þó af hotel Oasis, starfsfólkið þar var alveg yndislegt við mig, reddaði mér auka nótt þrátt fyrir að þeir væru fullbókaðir samkvæmt vefsíðunni þeirra - þeir sögðu að ég mætti vera eins lengi og ég vildi ;) Mér tókst svo að gleyma smá dóti heima hjá Anniku í Alanya svo stelpurnar sendu það með hraðpósti til mín, og lét ég móttökuna fá pening til að borga fyrir sendinguna. Þeir hringdu svo í mig úr lobbýinu og sögðu að sendingin væri komin, svo ég skaust niður til að ná í dótið. Nema hvað peningurinn sem ég hafði látið þá fá lá ofan á pakkanum. Ég skildi ekki upp né niður í neinu, hvort þeir hefðu ekki borgað eða hvað. Þá sagði maðurinn í lobbýinu að hann hefði talað sendilinn til og að ég væri svo nice stelpa að ég þyrfti ekkert að borga? What.. Nema þá að hann hafi borgað sjálfur, en það kæmi þá bara út sem 22 líru afsláttur af einni nóttinni.
Að morgni þess 23 júlí tók ég svo leigubíl frá hótelinu og út að höfninni sem bátarnir fara til Rhodos. Tékkaði inn og fór í gegnum security og talaði við custums vegna tax free... Hahaha það var ótrúlega fyndið! Ég spyr hvort ég sé á réttum stað fyrir tax refund, jú jú og ég rétti þeim kvittunina, búina að passa svo vel uppá allt saman og tilbúin með innkaupin í handfarangrinum. Þeir ræða eitthvað sín á milli og kalla á einhvern annan, ég hélt að það væri þá einhver ákveðinn starfsmaður sem sæi um þetta og hann væri fjarverandi í augnablikinu. Um 10 mínútum síðar birtist einhver, á stutt orðaskipti við þessa tvo sem voru þegar á staðnum, haha og hann var einungis kallaður inn til að spyrja mig hvort ég vildi virkilega fá endurgreiðsluna því hún væri einungis um fjórar lírur, jú jú sagði ég og birtist þá fjórði maðurinn, þeir drógu út möppu, fylltu út einhverjar upplýsingar, svo byrjaði einhver sena, ég spurði hvort það væri "problem" - já kvittunin ætti að vera í fjórriti en það væri bara í þríriti, og hvar fjórða blaðsíðan væri. Ég sagðist hafa fengið þetta svona, þeir yrðu bara að tala við þá í Antalya.. Þetta reyndist svo ekki vera neitt vandamál og tók aðeins um fimm mínútur að græja þetta og setja í þar til gerðann póstkassa. Magnað alveg hreint, ef þeir hefðu bara byrjað á þessu strax. Siglingin yfir til Rhodos tók um klukkutíma, þar tók svo sænsku-mælandi tollari á móti mér. Stoppaði í info deski, fékk kort og labbaði á hótelið minn sem var aðeins í um 10 mínútna göngu-fjarlægð frá hörfninni. Þar gisti ég í gamla bænum á Spot hotel og reyndist herbergið mitt tilbúið er ég kom á hótelið um klukkan 11, þar beið mín svo morgunmatur og var ég komin út um klukkutíma síðar að röllta um bæinn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli