miðvikudagur, 27. júní 2012

Meðmæli mánaðarins; Júní

Afsakið hvað þessi meðmæli koma seint inn, en þennan mánuðinn mæli ég klárlega með því að ferðast innanlands með vinum og fjölskyldu. Átti frábæra viku í Stykkishólmi og á Ísafirði í þessum mánuði - held að þessi vika verði seint toppuð :)

Á Vestfjörðum


Eigið gott ferðasumar,

luv,
E

mánudagur, 25. júní 2012

Addicted to you

Hérna kemur einn frábær sumarsmellur;

Addicted to you - Shakira

Þetta lag er nú alveg þess-háttar stuð-smellur að maður vildi nánast að maður væri háður því að fara í gymmið og hlaupa eins og brjálæðingur - með þetta lag í bakgrunni - að sjálfsögðu!
En því miður vaxa ekki epli á öllum eplatrjám

Luv,
E

þriðjudagur, 19. júní 2012

Paraben mayhem

Það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom heim til mín í gærmorgun var að gramsa í snyrtidótinu mínu og skoða innihaldslýsingar! Hljómar ekki ýkja spennandi, en áhugavert.. 

Og niðurstöðurnar eru að eftirfarandi vörur innihalda paraben;

- Nýji makeup store augnskugginn (sem og gamli makeup store augnskugginn)
- Body shop E-vítamín face-mist
- Body shop augnskuggar
- Body shop olive body butter
- Maybelline augnskuggar
- Proderm sólarvörn
- Karin Herzog hreinsimjólk
- Sothys andlitskrem, serum og maski

Það sem er án paraben;

- fc duft augnskuggi
- Gamall duft augnskuggi úr Kiss (keyptur á þeim tíma sem Kiss var á þriðju hæðinni í Kringlunni)
- Neutral bodylotion (keypt á sínum tíma þegar ég byrjaði að hugsa um paraben-efni)
- Too faced varaliturinn minn
- Lancomé eye-makeup remover
- Boots Botanics toner
- Elf mineral eyshadow primer
- Addidas pro clear deodorant
- Lady speed stick deodorant
- Victoria's Secret body spray
- Aveeno andlits-hreinsir

Það sem ég veit ekki hvort innihaldi paraben eða ekki;

- Dior augnskuggi
- Estré Lauder púður
- Clinique púður
- Cover girl kinnalitur
- Avon kinnalitur
- Christian Breton bronzer
- Zara augnskuggar
- Bourjois augnskuggar
- Hard candy glimmer krem
- Sensai hyljari


Þó tel ég miklar líkur á því að það sem ég veit ekki hvort að innihaldi paraben eða ekki, innihaldi líklega paraben, grunar mig sérstaklega Avon og Dior um að innihalda paraben. En það er heldur ekki hlaupið að því að finna upplýsingar um hvort umrædd vara innihaldi paraben eður ei, þar sem margar af þessum snyrtivörusíðum telja ekki upp innihaldið í vörunum sínum á heimasíðunni. Þar á meðal er Maybelline, Dior, Estré Lauder, Bourjois, Clinique, Cover girl, Body shop, Mac, Makeup store og Christian Breton.
Plús í kladdann fá Avon og Too faced - þar sem ítarlegar upplýsingar er að finna á heimasíðunum þeirra um innihald hverrar einustu vöru frá þeim :) Annars er ég auðvitað búin að henda kössunum utan af þessu öllu og því ógerningur eflaust að komast til botn í því hvort sumar vörur innihaldi paraben eða ekki. Tala nú ekki um að sumt af þessum vörum hef ég hreinlega erft í gegnum kynslóðir, sumt frá mömmu, annað frá systu og já meira að segja ömmu! En á móti kemur að ég nota að staðaldri ekki helminginn af þessu - sem betur fer greinilega!

Hins vegar rakst ég á þessa ljómand vefsíðu, þar sem maður getur leitað að vörum og séð nákvæma vöru-innihaldslýsingu og gráðukvarða yfir hvort efnin séu slæm fyrir mann eða ekki! Svo endilega skoða það.

Annars mælir Nikki með Mac varalitum og augnskuggum, þeir eru skv. henni paraben-free.. þó svo að maður fái nánast tvöfalt magn af einum augnskugga frá Makeup store, miðað við einn frá Mac - fyrir nánast sama verð!

Skv. Nikki, eru vörur svo líka mismunandi "toxic" eftir því hvað varan inniheldur mörg mismunandi paraben-efnasambönd, mætti því ef til vill skipta vörum í eftirfarandi flokka;

1 paraben efni = somewhat toxic
2 paraben efni = toxic
3 paraben efni = very toxic
4 paraben efni = highly toxic
5 paraben efni = extremely toxic

Ég ákvað að yfirfara ekki shampó og næringar, shower gel, og fleira í þeim dúr, þar sem maður þvær það hvortið er af húðinni.. en þetta er ekkert grín - það er nánast paraben í öllu sem ég á! 

Ég er klárlega í mestu sjokki yfir að öll andlits-línan mín innihaldi paraben efni, og byrjaði ég gærdaginn á því að smyrja mig inn í paraben-coma með andlitsvörum og body butter.
Eftir smá meira grams í skápnum mínum fann ég svo prufu af Blue lagoon mineral cream - það inniheldur hvorki meira né minna en fimm paraben efnasambönd - FIMM! Það hlýtur þá að vera skv. fyrri stigskiptingu extremely toxic! 

Svo þegar ég klára þessi krem, þá er spurning hvort ég fari að leita að paraben-fríum staðgenglum, spurning með L'occitane hvort þær séu paraben-free? En það er að sjálfsögðu ekki tekið fram á heimasíðunni þeirra :( Er virkilega farin að efast um snyrtivörufyrirtæki sem setja ekki fulla innihaldslýsingu á vörunum sínum á heimasíðuna. Ég spyr mig hvort þeir hafi eitthvað að fela? 

Luv,

E

mánudagur, 18. júní 2012

More about makeup

Merkilegt með lífið, hvernig maður setur sér markmið, gleymir þeim og uppgvötar svo löngu síðar að maður er allt í einu kominn á kaf í að vinna í settum markmiðum - totally by accident!! Og venjulega er maður einmitt að sparka í rassinn á sér yfir því að fylgja ekki markmiðum sínum.

Ótrúlegt.. ekki að markmiðin hafi verið svo háleit í þetta skiptið, en ég setti mér það markmið í byrjun árs 2011 að læra meira um make-up og læra að mála mig like a pro ;) Það varð nú ekkert úr því að ég gerði neitt í því í fyrra, en með fata-innkaupabindindinu mínu 2012 hefur fókusinn færst yfir á snyrtivörur og make-up (af fötum og skóm) ;) Er ég búin að fjárfesta í nokkrum hlutum sem mig vantaði - en mesta snilldin sem ég veit um er að ef maður getur notað eina vöru i að gera tvo hluti, er búin að vera obsessed síðustu daga af contour og highlighting á andliti. Í þeim tilgangi að skyggja undir kinnbeinin og til að skyggja í boganum í auganu keypti ég mér einn augnskugga frá Makeup store, gramsaði svo í gegnum alla kinnalitina mína, augnskugga og fleira í leit að highlighter, og fann ljósan mjög perlu-simmeraðan augnskugga í pallettu sem ég átti sem virkar perfect í  að lýsa ofan á kinnunum ;) Það stoppar mig þó ekki í að langa í svona highlighter: 

Watt's up frá Benefit


Nýjasta dellan er paraben-free makeup, ástæða; það eru kenningar þess efnis að paraben geti valdið krabbameini, en það er vísindalega sannað að paraben getur haft áhrif á hormónaframleiðlu líkamans, það er þó ekki sannað að það valdi krabbameini. En ég vill allavega ekki þetta efni í snyrtivörurnar mínar!
Fann meira að segja rosalega flott make-up merki sem er því miður ekki selt á íslandi; Tarte, sem er paraben-free, auk þess sem það er án fleiri skaðlegra efna sem gjarnan má finna í snyrtivörum.  Svo ég er að hugsa um að fara að fordæmi Nikku, og smávegis fara í áttina að paraben free snyrtivörum, með því að kaupa ekki nýjar vörur sem innihalda paraben. Þetta á bókað eftir að verða einhver höfuðverkur þar sem ég veit að mikið af vörunum í Body Shop innihalda paraben, en á móti kemur að fólk og fyrirtæki eru að verða meðvitaðari um paraben og eru mörg hver hætt að nota þetta efni í vörurnar sínar. Svo margir spyrja sig kannski hvað er paraben? Paraben er rotvarnarefni sem er gjarnan notað í snyrtivörur og getur líkaminn umbreytt þessu tilbúna efnasambandi í estrogen-hormón. Meira um paraben má lesa hér, og lista yfir skaðleg efni í snyrtivörum má finna á upplýsinga síðu Heilsuhússins hérna.

Skelli svo myndbandi með einum af uppáhalds-online-kennaranum mínum honum Goss, sem er breskur makeup-artist, en hann opnaði augu mín fyrir því að skoða magn-lýsingar á vörum og bera saman milli framleiðanda, því þó einn augnskuggi sé ódýrari en annar, þá er magnið ekki endilega það sama!

Goss video um chanel augnskugga - ripoff!!


Endilega hugsið ykkur tvisvar um áður en þið setjið eitthvað framan í ykkur sem er slæmt fyrir húðina.  Ég veit að Nivea er með nýlega línu sem heitir; Pure and Natural, sem ég veit að er paraben-free, sem og Neutral er komið með nýja andlitslínu og Nip and fab er paraben-laust. Allt þetta fæst í Hagkaup.

Luv,


föstudagur, 15. júní 2012

Things that remind me of my other home

Stundum þarf ekki mikið til;


Lampi úr Ilvu - 5.995 ISK


Og getið þið nú um hvað ég er að tala ;)

Annars er stjörnuspáin mín rosa góð í dag;

Vatnsberi; 
Óþroskað fólk sem tekur meira en það gefur rænir þig tíma og krafti þegar til langs tíma er litið. Einfaldasta leiðin er bara að fara.

Hvernig var stjörnuspáin þín í dag?

Luv,

E



miðvikudagur, 13. júní 2012

My fav. haul video

Ég var búin að lofa ykkur að setja hingað inn uppáhalds "haul"-myndböndin sem ég hef rekist á á youtube, svo here goes:

Lorraine went shopping

Svo er þessi bara svo adoarbly sætur;

Gregory Gorgeous


Luv,

E

laugardagur, 2. júní 2012

Veik í make-up

Ég er alveg veik í make-up þessa dagana,
langar í allt nýtt.. eyeliner og dót sem ég hef ekki átt áður!

Fjárfesti í tvennu nýju í dag, augnskuggabursta og augnskugga-primer frá elf !

Elf mineral eyeshadow primer - 990 ISK

Elf crease brush - 490 ISK


Gef ykkur dóma þegar ég er búin að prufukeyra góssið,

Luv,
E

föstudagur, 1. júní 2012

Same song - two lingos

Ég hef oft verið að horfa á myndbönd á youtube og þá rekist á lag sem ég hef heyrt áður, nema á annari tungu.. það vafðist því ekki lengi fyrir mér þegar ég heyrði í henni Jelenu;

Jelena Karleusa - Ide maca oko tebe

þetta er klárlega önnur útgáfa af þessu gríska lagi sem ég hlusta mjög oft á:


Helena Paparizou - Katse kala


Það þarf ekki að spyrja hvort mér þykir betra,
grískt er alltaf betra hvort sem um er að ræða tónlist, hunang, .. eða jafnvel karlmenn..

kv.
E