Það er að segja að ég er komin á síðasta staðinn sem ég mun heimsækja og í seinasta rúmið sem ég mun sofa í. En þann 1 ágúst fór ég frá Agia Marina til Chania, á gistiheimili þar sem ég kem til með að vinna á út mánuðinn í skiptum fyrir herbergi. Gistiheimilið er rétt hjá rútustöðinni og því í hjarta borgarinnar, aðeins tekur mig um 5 mínútur að labba niður á eina af aðal verslunargötunum, 15 mínútur niður á strönd, 15 mínútur niður á höfn og 15-20 mínútur í H&M. Það er nú ekki mikið að hafa þar nema sumar fatnað, en það er sama uppi á teningnum hérna og í Thessaloniki: endalausar skóbúðir, gæti sko alveg keypt mér eins og fimm sandalapör. En ætla að reyna að standast freistinguna, guð minn góður hvað það er erfitt, en Grikkirnir kunna sko að búa til skó og hafa góðan smekk. Vinnan er ágæt, skipta um á rúmum og þrífa departure herbergi, en guð minn góður ég hef aldrei á ævinni svitnað svona mikið - enda erum við að vinna yfir heitasta tímann, eða milli 11 og 14 venjulega með enga loftkælingu.
Þau eru afskaplega viðkunnaleg systkinin sem reka gistiheimilið og vilja allt fyrir mig gera, kaupa handa mér morgunmat og fylla ísskápinn minn, elda fyrir mig hádegismat, fara með mér í skoðunarferðir, kaffihús og vilja þvo þvottinn minn fyrir mig. Mér finnst nú barasta nóg um.
Síðan ég kom hingað er ég búin að labba svolítið um gamla bæinn, finna góða hirðinn og kíkja í búðir. Er svona nokkurn vegin búin að ákveða hvað ég ætla að kaupa fyrir minjagripi og búin að pikka upp grískan geisladisk og hálsmen, fótakrem fyrir múttu og dittinn og dattinn. Rambaði svo á apótek sem er með 20% afslátt af öllum Korres vörum, ég spurði svo afgreiðsludömuba hversu lengi þessi afsláttur væri, út ágúst var svarið - svo framarlega að það væru til vörur. Því snyrtivöruframleiðendur loka lagernum í Ágúst og því ekki hægt að panta meira. Ég segi nú bara eins og Pat á Rhodos: "welcome to Greece". En það er svo margt fyndið í þessu landi, þeir voru til dæmis farnir að hafa endurvinnslutunnur úti á götu langt á undan okkur á Íslandi. Þær eru bláar og mátti setja plastflöskur í þær, hér má hins vegar setja plastflöskur og pappír í tunnurnar. En þeir kunna nú ekkert aðframfylgja reglum hérna og þegar ég fór í morgun að setja plastflöskur í tunnuna var hún full af leðurbitum og angaði hreinlega af leðri. Var greinilegt af mynstrinu á bútunum að þeir komu frá skósmið, en hér er hægt að fá handgerða leðursandala víðast hvar og má sjá margann túristann þrammandi um á slíkum sandölum.
Þau eru afskaplega viðkunnaleg systkinin sem reka gistiheimilið og vilja allt fyrir mig gera, kaupa handa mér morgunmat og fylla ísskápinn minn, elda fyrir mig hádegismat, fara með mér í skoðunarferðir, kaffihús og vilja þvo þvottinn minn fyrir mig. Mér finnst nú barasta nóg um.
Síðan ég kom hingað er ég búin að labba svolítið um gamla bæinn, finna góða hirðinn og kíkja í búðir. Er svona nokkurn vegin búin að ákveða hvað ég ætla að kaupa fyrir minjagripi og búin að pikka upp grískan geisladisk og hálsmen, fótakrem fyrir múttu og dittinn og dattinn. Rambaði svo á apótek sem er með 20% afslátt af öllum Korres vörum, ég spurði svo afgreiðsludömuba hversu lengi þessi afsláttur væri, út ágúst var svarið - svo framarlega að það væru til vörur. Því snyrtivöruframleiðendur loka lagernum í Ágúst og því ekki hægt að panta meira. Ég segi nú bara eins og Pat á Rhodos: "welcome to Greece". En það er svo margt fyndið í þessu landi, þeir voru til dæmis farnir að hafa endurvinnslutunnur úti á götu langt á undan okkur á Íslandi. Þær eru bláar og mátti setja plastflöskur í þær, hér má hins vegar setja plastflöskur og pappír í tunnurnar. En þeir kunna nú ekkert aðframfylgja reglum hérna og þegar ég fór í morgun að setja plastflöskur í tunnuna var hún full af leðurbitum og angaði hreinlega af leðri. Var greinilegt af mynstrinu á bútunum að þeir komu frá skósmið, en hér er hægt að fá handgerða leðursandala víðast hvar og má sjá margann túristann þrammandi um á slíkum sandölum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli