Þegar ég hef komið inní verslanir hérna í Chania, hvort sem það er mini market eða apótek þá er afgreiðslufólkið alltaf í símanum, og ekkert að flýta sér að sinna kúnnanum. Reyndar eru Grikkir aldrei að flýta sér, nema þegar þeir standa í röð í súpermarkaðnum eða þegar þeir eru að keyra. Sem getur verið ansi pirrandi þegar maður er að vinna með Grikkjum, en tví-verknaður er daglegt brauð hérna, og aldei hugsað fram í tímann hvernig megi gera vinnuna auðveldari seinna sama daginn eða daginn eftir. Svolítið "þetta reddast" attitude sem maður þekkir heima, sem ég hef nú aldrei verið neitt sérstaklega hrifin af.
En þessi umræddu símtöl í verslununum - þá komst ég að því að þeir eru að panta vörur! Eru þessar vinnu-aðferðir virkilega notaðar ennþá 2015?
En þessi umræddu símtöl í verslununum - þá komst ég að því að þeir eru að panta vörur! Eru þessar vinnu-aðferðir virkilega notaðar ennþá 2015?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli