föstudagur, 31. júlí 2015

Heillandi Rhodos

 Lonely planet sagði að annað hvort myndi mér líka við Rhodos eða ég myndi elska Rhodos, og það er engin spurning ég ELSKA gamla bæinn í Rhodes Town.
Þegar ég fór í gegnum vegabréfaskoðunina tók sænskumælandi Grikki á móti mér - það fannst mér alveg sprenghlægilegt. Það tók mig svo aðeins um 10 mínútur að labba frá höfninni að hótelinu. Þeir eru líka með svona info box niðri á höfn þar sem er hægt að fá kort á nokkrum tungumálum - enda mikið af fólki sem fer yfir í dagsferð. Ég gisti á hotel Spot inni á gamla bænum sem er lítið boutique hótel í gyðinga-hluts gamla bæjarins. Ég var komin inná hótelið um kl 11 og fékk morgunmat/lunch og herbergið var strax tilbúið, svo ég gat hennt farangrinum. Þar inn og var rokin út í sight seeing um klukkan 12. Gamli bærinn er allur hellulagður með litlim steinum, svo góður skóbúnaður er möst! Litlar götur liggja þvers og kruss, og sögu er að finna á hverju horni, það var einhver minningarathöfn við minnismerkið sem tileinkað er þeim sem dóu og lifðu helförina af. Fullt af litlum búðum að selja skó, skartgripi, leðurvörur, krem, ólífuolíu og eftirlíkingar af fatnaði og töskum. Tyrkirnir mega eiga það að fake töskurnar þeirra og fötin eru flottari en þau á Grikklandi - en Grikkirnir hins vegar hafa fallegri skartgripi, skó og leðurtöskur sem eru gerðar hérna og ekki eftirlíking af neinu.
Ég skoðaði hellstu staðina sem voru möst see, riddaragötuna, verslunargötuna í tyrkneska hlutanum en alls staðar inn á milli eru rústir af gömlum veggjum og hægt að ganga litlar götur og líða eins og maður sé einn í borginni. En ég sleppti öllum söfnum í þetta skiptið. Um kvöldið fór ég svo að borða á Meltemi sem er úti við sjó í nýja bænum.
Daginn eftir var hótelstýran Pat svo almenileg að bjóðast til að keyra mig til Anthony Quinn bau, en honum var víst gefinn þessi litli flói ásamt lítilli strönd frá Grikklandi fyrir að kynna landið - nema hann hefur aldrei komið þangað. Það var svo búið að mæla með því að ég færi til Lindos, sem er víst frægasti fornleifastaðurinn á eyjunni, en ég varð svo ástfangin af gamla bænum daginn áður að mig langaði bara til að röllta þar um. Sem ég og gerði, fann svo gönguleið svo maður gat gengið milli virkisveggjanna - í nánast algjörri þögn, og borgin iðandi að lífu beggja vegna utan þeirra auk þess sem ég kíkti aðeins inní nýja bæinn. Um kvöldið bauð Pat mér og þýsku pari af hótelinu að koma með sér í lítið þorp á bestu tavernuna á svæðinu, jeremías það var svo góður matur, og maður borgaði bara 10 evrur og fleiri og fleiri diskar komu á borðið. 
Morguninn eftir var svo síðasti dagurinn, átti flug frá flugvellinum um klukkan hálf fjögur. Svo ég byrjaði daginn snemma og fór út að labba um bæinn, og langaði til að sjá gamla bæinn að ofan - ég hafði séð inngang rétt hjá riddaragötunni þar sem maður gæti gengi ofan á virkisveggjunum - en þeir reyndust svo vera lokaðir um helgar. Svo ég fór að vafra um gríska hluta gamla bæjarins, þar rambaði ég svo alveg óvart fram á skilti sem stóð best panorama view yfir gamla bæinn og ég inn - WOW, pantaði frappé og hafði staðinn útaf fyrir mig í um klukkutíma áður en ég röllti aftur heim á hótel og tók rútu út á flugvöll.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli