miðvikudagur, 22. júlí 2015

Stalker á ströndinni

Næst síðasti dagurinn minn í Alanya var 17 júlí, og vildi það þannig til að fyrsti dagurinn í bayram lennti á þeim degi. Bayram er sem sagt múslimsk hátíð sem haldin er í lok ramadan, föstumánaðar múslima. Þá gera tyrkirnir vel við sig í mat og drykk og borða mikið nammi. Þessi dagur var alveg stórfurðulegur, dagarnir á Tyrklandi geta jú verið furðulegir, en þessi var stórfurðilegur. Annika og Stína þurftu að mæta í pickup kl 8.00 þat sem þær voru að taka þátt í liðsdegi fyrirtækisins, og þar sem ég var vöknuð á sama tíma ákvað ég að drífa mig á ströndina og nýta daginn vel. Að vanda var stefnan tekin á strönd 22, þar sem staffið þar er vant að láta okkur fá bekki frítt, og erum við vanar að kaupa okkur bara eitthvað að borða hjá þeim. Nema ég hugsaði með mér að labba í flæðarmálinu á leiðinni þangað - enda á það að vera ágætis fótsnyrting þar sem sandurinn skrúbbar burtu siggið. Ég settist svo í sandinn einhversstaðar á leiðinni til að njóta útsýnisins og sötra vatnið mitt - enda skagar hitinn upp í 40 gráður og á maður þá að drekka um 4 lítra af vatni yfir daginn. Það liðu ekki tvær mínútur þar til einhver furðufugl var búinn að setjast við hliðina á mér og reyna að tala við mig á tyrk-ensku, ég skildi nú voðalega lítið nema hann vildi vita hvað ég héti og hvort hann mætti fá sopa af vatninu mínu - ég hélt nú ekki, svo lagði hann sig á hliðina eins og hann ætlaði að fara að sofa. Þá var ég ekki lengi að láta mig hverfa, labbaði nokkurn spöl og settist annars staðar - þá mætir hann aftur og sest aftur við hliðina á mér. Jedúdda mía er hann ekki að skilja að ég nenni honum ekki, stend aftur upp og segist vilja vera í friði en þori ekki að labba meira á ströndinni og fer því uppá gangstétt að fela mig bakvið pálmatré meðan ég horfi á hann labba lengra út á ströndinni. Því ekki vil ég að hann sjái að ég fari á strönd 22 og verði að pestera mig þar allan daginn. Losnaði ég nú sem betur fer við það, enda hefðu strákarnir á 22 örugglega rekið hann í burtu - nógu vel hugsuðu þeir um mig þarna, þeir voru allan daginn að stilla sólhlífina fyrir mig svo ég gæti verið í skugga - enda alltof heitt til að vera allan daginn í sólinni. 
Á leiðinni heim stoppa ég svo í sjoppunni hennar Anniku og þar er einhver nýr að afgreiða sem ég hafði ekki séð áður - hann spyr hvaðan ég sé - ég segi honum það - og hann svarar; you are nice... Hahaha hvar endar vitleysan?
Um kvöldið stoppar svo einhver á hjóli og reynir að tala við mig á tyrknesku, eitthvað varðandi bayram. Seinasta kvöldið mitt í Alanya ákvað ég svo að láta laga augabrúnirnar á Cuts by Celal, sömu stofu og í fyrra, þar er einhver nýr gaur sem spyr hvort hann megi gera það, jú jú - og hann fer eitthvað að spjalla við mig, hvort ég sé í fríi og hvað lengi - þessu var ekki auðsvarað og segist ég vera að fara til Marmaris og ætli að taka bílaleigubíl - þá spyr hann einfaldlega hvort hann megi koma með! Haha það eru engin mörk hérna. Svo byrjaði sölumennskan, hvort ég vildi ekki láta lita rótina, fá klippingu og það allra besta; hvort ég væri hrifin af húðflúrum! Í alvörunni ef ég hefði gengið þarna inn til að láta snyrta augabrúnirnar og gengið út blond, með nýja klippingu og húðflúr? Hahaha... Ég hélt að þetta væri grín, en stelpurnar sögðu mér að sömu eigendur ættu einar 2-3 tattoo stofur. Svo þetta var ekkert grín!
Síðasta daginn skellti ég mér svo í paragliding, sem maður hleypur framan af kletti í fallhlíf og svífur niður á strönd. Okkur til samlætis var svo fálki, flugmaðurinn vildu meina að þetta hafi verið örn - en ég er ekki jafn viss um það.
Um daginn héngum við stelpurnar svo bara við laugina og pöntuðum McDonalds. Um kvöldið tók ég svo rútu til Antalya og þaðan næturrútu til Marmaris, þar sem næsti hluti ferðalagsins mun eiga sér stað.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli