sunnudagur, 23. ágúst 2015

Atvinnutilboð

Þegar ég sat á tavernunni um daginn var mér boðin vinna á Stavros ströndinni næsta sumar af eldri þjóninun, vini mínum honum Giannis - ef ég man rétt. Eitthvað hefur guðunum litist illa á þetta atvinnutilboð þar sem ég var búin að týna nafnspjaldinu hans fyrir lok dagsins - enda sight seeing dagur og alltaf að taka símann eða myndavélina uppúr veskinu. En ég veit samt ekki með þetta tilboð þar sem hann vildi bjóða mér í drykk og ræða hugsanlegt atvinnutilboð, en eftir að hafa dvalið á Tyrklandi er maður vægast sagt skeptískur á allt svona - þannig að ég veit ekki hvort þetta er blásaklaus drykkur eða ekki...

Var ég búin að segja ykkur þegar veskið mitt hrundi í sundur í Zara? Ólin losnaði öðrum megin og spurði ég stúlkuna hvort hún vissi um stað sem ég gæti fengið gert við það, hún vísaði mér til vegar og þegar ég kom þangað var ég guðs lifandi fegin að það væri opið enda um miðjan dag þegar margar sjálfstæðar verslanir loka yfir heitasta tímann. Þegar ég er búin að skella veskinu á borðið og sýna vandamálið byrjar skósmiðurinn að tala og sá ég glitta í gulltönn - nema þegar hann lýkur máli sínu að þetta sé ekkert mál, kosti 3 evrur en hann eigi ekki grænan tvinna. Ég segi að það sé ekkert mál og brosi mínu breiðasta, vandamálið sé senn úr sögunni - brosir kauði þá á móti og kemur í ljós gull grill, en allar tennurnar sem sást í í efri gómi voru gull. Fannst þetta svo skondið

Engin ummæli:

Skrifa ummæli