miðvikudagur, 18. júlí 2012

laugardagur, 14. júlí 2012

EOS á Íslandi

Ji hvað ég var hissa þegar ég fór inní Hagkaup í Garðabæ snemma í morgun þegar ég sá EOS- varasalva á borði hjá þeim, en þeir hafa hingað til ekki fengist á Íslandi;

Eos varasalvi - 1.847 ISK í Hagkaup


Eins og ég er búin að sjá mikið af beauty-bloggers á youtube tala um þá - ég hélt satt best að segja að þetta yrði nýji uppáhalds varasalvinn minn!

Hann var til í nokkrum litum með mismunandi bragði og lykt, t.d. sítrónu, myntu, mandarínu og einhverskonar jarðaberja.

Umbúðirnar eru rosalega sætar, en lyktin og áferðin á vörunni - úff nei... þrátt fyrir að þeir séu 95% organic (og m.a. paraben, vaselin og þalata fríir) þá fannst mér vera verksmiðjulykt af þeim og jafnvel plastlykt líka.. svo ég fjárfesti ekki í svona varasalva. Spurning hvort maður sé orðinn svona vanur industrial varasölvum að þegar maður sér orgainc vöru þá virkar hún industrial á mann. Hvað sem öðru líður þá er ég búin að strengja þess heit að hætta að nota vaseline-varasalva þegar ég er búin með dolluna sem ég á, en vaselín er t.d. bara iðnaðar-úrgangur sem er seldur sem varasalvi eða raka-gefandi smyrsli. Sannleikurinn er hins vegar sá að vaselín er ekki rakagefandi, heldur lokar inni raka!! Tvennt ólíkt.

Einn af þessum eos varasölvum var skárstur, en ég er spennt að fara aftur í Hagkaup og lykta af þeim í annað skipti og sjá hvort þeir virka eins industrial á mig og í dag!

Luv,

E

miðvikudagur, 11. júlí 2012

Meðmæli mánaðarins; Júlí

Þar sem ég kom alveg rosalega seint með meðmæli síðasta mánaðar ákvað ég að koma með meðmæli þessa mánaðar súper snemma:

En ég mæli eindregið með því að kíkja á útsölur í Smáralind, gera góð kaup og fara í sund í Garðabæ, ég flatmagaði þar í dag og tanaði mig í drasl.. við undirleik jazz-hljómsveitar - ásamt því að hlusta á smá Seku;

Seka Aleksik - Ale ale

Geri aðrir betur,

Luv,

E

fimmtudagur, 5. júlí 2012

Paraben free makeup-lína

Yey,

það er nýbyrjað að selja nýja snyrtivörulínu á Íslandi sem er paraben-free, olíu frí og algjörlega laus við öll aukaefni; Youngblood.

Þetta þykja mér góða fréttir... læt ykkur vita ef ég fjárfesti í einhverju frá þeim, og segji ykkur hvað mér finnst um það :)

Luv,
E