sunnudagur, 30. ágúst 2015

Um skóbúnað og annan staðalbúnað

Eins og ég var ef til vill búin að nefna áður eru grísku stelpurnar ávallt einstaklega vel tilhafðar og það á öllum tímum sólahrings. Ávallt með hálsmen á ströndinni og vel skóaðar, en hér eru skóbúðir á hverju horni. Þegar ég kom var ég ekki lengi að spotta að nýjasta sandala-trendið eru sandalar með þykkum hvítum sóla. Mjög smart og var ég ekki lengi að spotta par sem mig langaði í. Guði sé lof þá fjárfesti ég ekki í slíkum skóbúnaði, enda eru göturnar og gangstéttirnar hér í Chania langt frá því að vera í góðu ástandi. Hér eru sprungur í gangstéttum, holur, göt og ójafnar hellur við hvert fótmál - ég þakka bara fyrir að vera ekki búin að snúa mig, fótbrjóta eða handleggsbrjóta mig - er nú næstum því og búin að hrynja á hausinn, bæði inni og úti, eða reka tærnar í og það á skóm sem eru ekki með þykkum sóla né hæl.
Þakka þér fortúna - og auk þess eru hvítir sólar einstaklega skítsælir, er farin að sjá meira notuð pör þrammandi um göturnar - ekki eins töff :/

Engin ummæli:

Skrifa ummæli