þriðjudagur, 22. apríl 2014

Umsóknin komin í póst

Jæja kæru vinir,

umsóknin komst í póst fyrir einni viku síðan - það er að segja mánudaginn 14. apríl.
Ég þurfti að hringja í sendiráðið í Osló milli kl. 14 og 16 að norskum tíma - til að fá upplýsingar um hvernig ég gæti greitt fyrir vísa-umsóknina. Stundvíslega 5 mínútur yfir 12 á hádegi að íslenskum tíma hringdi ég út (þá var klukkan fimm mínútur yfir tvö í Noregi) og fékk þar símsvara á tyrknesku, með einum valmöguleika á norsku; tryk 2 for Norsk - sem ég valdi, og þá kom annar símsvari á norsku - með upptalningu á valmöguleikum og opnum tímum fyrir mismunandi erindi. Eftir að hafa valið rétt númer (út frá skilningi mínum á norskri tungu) þá kom sami símsvarinn og fyrst - á tyrknesku, svo tryk 2 for norsk... ég lennti í þessu svona 4 sinnum í röð, og reyndi að hringja aftur - eftir að hafa hamast á takkaborðinu á símanum og nokkrum "jevla" síðar - þá náði ég loksins í gegn. Þá þurfti ég vinsamlegast að senda 800 norskar krónur með umsókninni út (sem samsvarar 15.000 ISK) - þeir taka ekki kredit-kort og ekki sím-greiðslur, og engann annan gjald-miðil. Þá vandaðist málið - ég átti engan farseðil til að fá keyptan gjaldeyri á Íslandi og ekki á ég noskar krónu liggjandi heima hjá mér. Ég hljóp því næst niður þjóðskrá og sótti búsetu-vottorðið, hringdi útum allar tryssur, m.a. í seðlabankann og komst þar að því að ég yrði að sækja um undanþágu frá gjaldeyris-höftum - guð má vita hvað það hefði tekið langan tíma en þökk se góðum vini, sem átti farseðil til útlanda varð hann sér út um gjaldeyri fyrir mig og ég gat sent umsóknina út sl. mánudag fimm mínútum fyrir lokun hjá FedEx - núna er bara að bíða og vona að sendingin skili sér til Noregs á næstu dögum.

To do listi:
-klára að vinna heimavinnuna mína

föstudagur, 11. apríl 2014

Pósturinn kominn

Jæja gögnin frá Skandinavíu eru komin innum lúguna, og því ekkert til fyrirstöðu að senda gögnin til Osló í vísa-meðferð, nema búsetu-vottorðið - en það verður líklega tilbúið á mánudaginn. Þá kemst þetta loksins í póst, og páskarnir framundan. jæja taka einn dag í einu, ætla að ganga frá þessum gögnum frá A til Ö - svo það vanti ekkert nema búsetuvottorðið - svo fer þetta strax í póst á mánudag. Annars er ég búin að myndast við að vinna heimavinnuna mína í dag - og undirbúa topics sem munu væntanlega koma upp reglulega í vinnunni úti. Fengum topics-lista frá vinnunni, allt frá sögu, pólitík, landafræði og matreiðslu heimamanna. Merkilegt hvað margar ritgerðar úr háskólanum munu koma að gagni í þessari vinnu, þó að ég sé búin að kíkja töluvert á wickipediu :) 

Jæja back to work - to do list:
- vinna heimavinnuna
- ljósrita gögn til að senda út
- ganga frá nokrum bankamálum
- ná mér í umslag og fylla út sendingar-blað frá póstinum/fedex
- yfirfara umsóknina, stafsetningu og annað.

miðvikudagur, 9. apríl 2014

Veggir til að klifra

Sælir kæru vinir,

og velkomin á ferðabloggið mitt to be:)

Núna er rétt rúmlega mánuður til stefnu þar til ég held af landi brott á vit nýrra ævintýra, að þessu sinni á Tyrklandi. Trúi því ekki að það séu sex ár síðan ég bjó í shoe-city: Thessaloniki. Það verður skrýtið að flytja á annan stað.. önnur borg í öðru landi verður gerð að heimaborg í nokkra mánuði þetta sumarið. Þessi dvöl verður þó töluvert ólík, þar sem ég verð að vinna í mun minni borg en Thessaloniki - og engar kirkjur til að skoða á hverju götuhorni, spurning hvort ég fari þá í mosku skoðun í staðinn? Þarf klárlega að læra að vefja slæðu um hausinn á mér svo það sé smart - note to self: pakka einum klút niður í tösku.

Það er samt óvenju flókið að fara að vinna á erlendri grundu, þarf að sækja um atvinnu-vísa á Tyrklandi og með þeirri umsókn þurfa að fylgja hin ýmsu gögn. Þar ber fyrst að nefna vegabréfið mitt, og þar sem það var að renna út, þá sótti ég um nýtt á hrað-meðferð - svo þarf að fylgja með búsetuvottorð, og það tekur 5-6 daga að fá það - og ég komst ekki að því að þess þyrfti með fyrr en í dag. Þar að auki þarf að fylgja eitthvað vottorð sem ég sækji í gegnum heimasíðu - nema sú síða virkar ekki og ég get ekki prentað út vottorðið. Svo eru gögn á leið til mín í pósti frá Skandinavíu sem þurfa að fylgja með. Bíð spennt eftir póstinum þessa dagana.

Ég upplifi þetta svolítið þannig að ég sé að ganga á hvern vegginn á fætur öðrum,  einn veggurinn er í tengslum við bankareikninginn minn sem launin mín koma til með að verða greidd inn á, þeir vilja fá upplýsingar um IBAN og Swift númer frá bankanum - þar að auki vilja þeir BIC og "bank account number". Bankinn minn sagði mér að Swift væri það sama og BIC, IBAN væri það sama og "bank account number" - nema greiðandinn heldur því fram að það sé ekki það sama.. það eru víst fleiri Íslendingar í þessari dilemmu, var nú nokkuð létt að heyra það ef satt skal segja. Leið svolítið eins og það væri verið að hafa mig að fífli, og veit ennþá ekkert hvað snýr upp né niður í þeim málum.

Hver veit hvað morgundagurinn ber í skauti sér?

kv.
Elín