þriðjudagur, 31. janúar 2012

Red beauty

Ég held að rauður varalitur sé eitt af fáum ultimate make up trixum, eða eins og Jane Bradley, vinkona mín mundi komast að orði; "instant glamour".
Ég held að ég verði allavega að eignast rauðan varalit fyrir næsta vetur.. einfalt makeup, svartur kjóll og rauður varalitur er algjört killer look (á góðan hátt). Skil satt best að segja ekki af hverju fleiri íslenskar konur séu ekki með rauðan varalit, sérstaklega ef maður tekur tillit til þess hvað þær eru mikið í svörtu!
Ég skellti svo á mig rauðum varalit í apóteki í gær og smellti af mér þessari líka fínu mynd:

Ég með Estré Lauder varalit - Red tango

Náði ekki nógu góðri mynd af mér á gömlu vélinni - not to worry, keypti rafhlöður í nýju vélina í gær.. Það sést samt á þessari mynd að það eru ennþá jól heima hjá mér ;)
Verð svo að setja inn mynd af Rooney Mara - sem er rosalega sæt með svolítið dökkan vínrauðan varalit sem ég sá um daginn;

Rooney Mara

Gullna reglan með rauðan varalit, eins og sést greinilega hjá Rooney, að halda augnmálningu í algjöru lágmarki, og leggja aðaláhersluna á varirnar!  Sko svartur kjóll, mjólkurhvít húð og rauður varalitur; gordjöss!
Ég ætla allavega að halda leit minni að hinum fullkomna rauða varalit.

Happy hunting people,
Elín

sunnudagur, 29. janúar 2012

The art of aging

Ég trúi því statt og stöðugt að ef þú kaupir einhverja flík og notar hana ekki innan eins mánaðar - þá eru hverfandi líkur á því að þú notir hana nokkurntíma! 
Bold statement, I know.. en ég held að það sé nokkuð til í þessu. Held að nýjabrumið hverfi af flíkinni því lengra sem líður frá innkaupum. Jafnvel þó að hún hafi aldrei verið notuð, þá líður manni ekki eins og maður sé í splunkunýrri flík ef maður fer fyrst í hana 2 mánuðum eftir að hún var keypt. Með þetta í huga þá held ég að það sé betra að kaupa sér eina nýja flík í einu, frekar heldur en að fara á innkaupafyllerí og kaupa sér heilan fataskáp á einum degi. Þá eru allavega minni líkur á því að eitthvað falli í gleymsku og eldist inni í skáp og verði dottið úr tísku þegar kemur að því að klæðast því mánuðum seinna.
Þegar ég hugsa um þetta, þá á ég að minnsta kosti einn kjól og einn bol sem ég hef aldrei notað - ég verð að bæta úr þessu með bolinn, en kjóllinn bíður brúðkaups... 
Hlutir sem ég nota sjaldan eru hins vegar óteljandi, held ég það stafi af því að ég hafi notað það of sjaldan frá innkaupum.. þar á meðal man ég sérstaklega eftir einu veski og nokkrum pörum af skóm.  

Image source: Getty Images

notið fötin sem þið kaupið darlings,

Elín

föstudagur, 27. janúar 2012

The devil strikes again

Sá starfsstúlku í Debenhams um daginn í svo sætri kóngablárri blússu...
Eitthvað í líkingu við þessa hér;


Er nokkuð viss um að blússan sem fæst í Debenhams sé frá Star by Julien Macdonald, hann notar alltaf svo flotta liti og gerir svo glæsilegan fatnað! Ég á eitthverjar flíkur úr eldri línum frá Star, þar á meðal kóngabláan hlýrabol ;)

Stay focused,

Elín

fimmtudagur, 26. janúar 2012

جميلة جدا

Finnst þetta myndband svo dreamy;

Nancy Ajram - Lawn Eiounak

Ekki spillir það heldur að maðurinn í myndbandinu er bráð-huggulegur. Það er líka eitthvað við það að hlusta á tónlist á tungumáli sem maður skilur ekki, það er nánast eins og að hlusta á galdra-þulu og verða dáleiddur. Ég finn sérstaklega fyrir þessum "töfrum" í lögum sem sungin eru á arabísku, tungumálið er svo sérstakt, og ekki líkt neinu sem maður kann. Líka alveg magnað þegar lag getur tjáð tilfinningar svona vel án þess að maður skilji textann.. myndbandið gefur kannski svolítið upp um lagið - engu að síður held ég að hún Nancy komi gleðinni og ástinni í laginu vel til skila algjörlega óháð myndbandinu!

الحب والقبلات
إيلين

All the trix in the book

Það má segja að ég hafi lokið fyrstu kennslu-stund í "make-up skóla Jane Bradley" í gær, er ég horfði á dvd "From lips to lashes". Ég get ekki sagt annað en að ég hafi lært heilan helling, en komst samt að því að mig vantar alveg heilan helling af græjum í make-up boxið mitt, þar ber helst að nefna augnhára-krullara og allt að 4 tegundir af burstum; einn eye contour brush með dóme lagi (notaður til að gera skyggingu í bogann fyrir ofan augað), annan minni til að nota fyrir neðan augað, mascara bursta og kannski varabursta.


Af vörum sem ég gæti bætt við mig gæti ég kannski helst nefnt húðlitaðan augnblýant, sem er hægt að nota til ýmissa galdra-verka, eye-liner gel og augnskugga í möttum taupe lit.







Ég verð svo klárlega að horfa á þetta aftur, og meðtaka öll trixin ennþá betur.. Ji hvað ég verð sæt í sumar þegar ég verð búin að mastera þetta allt saman ;)

kveðjur frá miss gordjöss wannabe,
Elínu

þriðjudagur, 24. janúar 2012

There is a devil, and it's name is Temptation

Eitt af því sem ég var alveg staðráðin í að gera í síðustu fríviku var að setjast niður með heitt súkkulaði eða te heima í stofu og fletta glans-blöðum sem ég er búin að sanka að mér hér og þar síðustu mánuði! Þetta er eitt af því sem ég kom ekki í verk í síðustu viku, og til að toppa þetta þá las ég ekki einu sinni helgarblöðin seinustu helgi! Eins og ég var búin að hlakka til þessarar stundar. Einnig sé ég mig í hillingum sitja á kaffihúsi, sötra SwissMocca og eiga góða stund með sjálfri mér og tísku-tímaritum, sem hefur ekki gerst to date!
Í morgun þegar ég var svo að klára vaktina, þá fór ég inná áskrift.is að skoða hvaða blöð væru í boði og velta fyrir mér (eins og ég hef nú gert áður) að gerast áskrifandi að einhverju glans og glamúr tímaritinu í hálft ár eða svo..  
Þegar ég kom heim beið mín svo nýjasti bæklingurinn frá Ellos, og engin smá smíði hérna á ferðinni.. ég er ekki búin að fá þennan bækling sendan heim að dyrum í örugglega 5 ár, frá því að ég keypti eitthvað frá þeim síðast! Ég hallast helst að því að þeim gruni að ég sé í fata-bindindi 2012, eða einhver stríðnispúkinn hafi beðið þá sérstaklega um að senda mér bæklinginn í freistingarskyni! 
Annars held ég að ég hafi ekki getað valið betra ár heldur en 2012 til að halda mig frá fata-innkaupum, en vor-línur tískuhúsana sýna það ítrekað að pastel-litir eru það sem koma skal þetta vor og sumar. Ég skal ekkert fara leynt með það að mér finnast pastel-litir óttalega dull, og eins og margir litir klæða mig vel, þá eru pastel-litir ekki þar á meðal. Á örugglega eftir að eiga erfiðara með haust og vetrartískuna 2012 sem verður að miklu leiti byggð á tísku frá 60's og 70's. Ég verð bara að gramsa í gegnum fataskápinn í leit að pastel-fatnaði, dettur strax nokkrar flíkur í hug, ég verð svo að gramsa hjá mömmu í leit að 60's fötum í haust!

Pínu 60's navy þema sem ég fann hjá fashionist.ca


Látið freista ykkar,

Luv,
Elín

Paint me beautiful

Ég sá þessa mynd á netinu um daginn, look sem er inspired af twilight - naglalakka seríunni:

Mynd fengin að láni frá Makeup4all

Ég ákvað í gamni að prófa þetta á mér, ég notaði dökk-blátt naglalakk,  og setti svo silfurlitað glimmerlakk yfir eins og er lýst á myndinni. Það kom bara næstum því  jafn vel út og á myndinni ;)  Áður en ég setti bláa lakkið á, setti ég eina umferð af grunn-lakki, og yfir glimmerlakkið setti ég svo tvær umferðir af yfir-lakki. Þetta entist svo í heila 5 daga án þess að neitt kvarnaðist uppúr naglalakkinu! Ég reyndi svo að taka mynd af þessu, en myndavélin virtist ekki ná þessu nógu vel hjá mér :( Reyni aftur seinna.
Ætli naglalakk og make-up sé ekki nýjasta ástríðan í lífi mínu, ætli þetta sanni það ekki að um leið og maður hættir einni dellu þá byrjar maður á annari?
Núna langar mig líka rosalega á námskeið hjá Make up store, þeir eru með makeup-námskeið og þegar námskeiðið er búið má maður velja sér snyrtivörur að andvirði námskeiðsins úr verslununni ;)
Finnst það algjör snilld. Þangað til verð ég að láta youtube video frá Lisu Eldridge og dvd diskinn "From lips to lashes" duga - vona að sjálfsögðu að þetta geri undur og stórmerki fyrir fegurð mína!
Bjútí kveðjur,

Elín

mánudagur, 23. janúar 2012

It's the final countdown

Klukkan er 04:20 á mánudagsmorgni.. og ég er ennþá vakandi - ætli ástæðan sé ekki svefnhöfgi dagsins eftir að hafa tekið hressilega á því á djamminu í gær! 
Bílar spottaðir frá Garðabæ til Reykjavíkur; 7 stykki, þar af einn lögreglubíll og einn vöruflutningabíll!
Gangandi vegfarendur spottaðir; 0
Kveikt ljós hjá nágrönnum í götunni; 5
Notendur online á fésbókinni minni; 4 - þar af tveir búsettir í USA.

Ef ég ætti að bæta við mig sjónvarpsstöðvum, þá myndi ég klárlega vilja skandinavísku stöðvarnar DR1, DR2, SVT1 og SV2 - auk þess sem ég myndi vilja fá BBC1 og BBC Lifestyle. Datt einmitt inní Gok's fashion fix í kvöld, í nótt öllu heldur, var föst yfir þætti í ætt við Kalla Berndsen til að ganga fjögur í Garðabænum.. þáttastjórnandinn og snillingurinn Gok; heldur því fram að kvenfólk noti einungis 30% af fataskápnum sínum. Í hverjum þætti tekur hann fyrir eina konu (sem er í vandræðum með fataval), fer í gegnum fataskápinn hennar frá A til Ö, hengir hverja einustu flík uppá snúru og lætur hana fara í gegnum ALLT - endar svo á því að henda um 90% af fataskápnum. 
Mottóið hjá honum er; "buy less - wear more" - kaupir svo nýjan fataskáp handa konunum, samsettann af vandlega völdum 24 hlutum (föt, skór, veski, belti og skart - allt included). Allt er valið svo hægt sé að mixa og matcha hlutunum saman, og eftir vaxtalagi kvennanna...
Merkilegt alveg að það sé hægt að komast af með svona "fáar flíkur" og á sama tíma fá fjölmörg dress. Ég sá þennan þátt fyrst í fyrra, ætli það hafi ekki haft einhver áhrif á áramótaheitið í ár... ég á samt alveg eftir að gera inventory yfir fataskápinn minn, ég er soldið hrædd við töluna mína :s Ætla samt ekki að telja gym-föt og náttföt með! Gok gerir það aldrei ;)

Kem með fyrstu tölur fljótlega

Knus og kram,
Elín

laugardagur, 21. janúar 2012

El bolso verde

Í dag bankaði raunveruleikinn uppá, og það í öllu sínu veldi!! 
Ég var næstum því fallin, og get ég einungis þakkað Hörpu "spons" fyrir að hafa ekki fallið í dag! Ég sá svo sætt grænt rússkins veski í Zara í dag, það er eitthvað í ætt við þetta hér - nema mitt var alveg grænt og miklu sætara;
Það var meira að segja á útsölu, ég hringdi í Hörpu og hún sýndi sko enga linkind og minnti mig á það að; ,,það væri einungis janúar og ég skyldi sko ekki falla" - á þessum tímapunkti var ég búin að neita mér um skópar í Zara, og ætlaði að geta silgt erfiða-laust í gegnum búðina, allt þar til þetta veski birtist.. Það væri bara svo PERFECT við grænu Aldo-skóna mína - sem eru líka úr rússkini.. og þegar ég setti það á öxlina og leit á mig í speglinum, var eins og veskið ætti heima á mér.. ég þurfti að grafa djúpt í sálarkynni mín til að finna neitunar-kraftinn, leggja veskið frá mér og labba útúr búðinni!! Það eina sem virkaði til þess að ég gæti gert það, var að máta veskið í tuttugasta skipti og finna einhverja vankanta á því - gallinn var að ólin í veskinu var of stutt, þegar maður setti það á kross yfir sig þá sat það á asnalegum stað á mjöðminni, ólin hefði þurft að vera c.a. 8 cm lengri en hún reyndist vera. 
Ég var því einungis 8 cm frá því að falla á áramótaheitinu, og það í JANÚAR.
Annað er það helst í fréttum að ég stofnaði reikning í dag, sérstaklega fyrir fata-sparnaðinn! Það kaldhæðnasta í þessu öllu var svo þegar ég keyrði niður Laugaveginn með Hörpu, þá langaði hana í veski í Skarthúsinu, og ætlaði jafnvel að hringja í búðina og athuga hvað taskan kostar strax á morgun...  þið getið rétt ímyndað ykkur hvaða ræðu hún fékk!

Þetta verður töff...

kv.
Elín með fráhvarfseinkenni

föstudagur, 20. janúar 2012

To know one's enemy

Vá hvað ég veit alveg nákvæmlega hvað það er sem freistar mín, gott að vita hver óvinurinn er!
Í einu orði; skór...

Guði sé lof að ALDO skóbúð er ekki lengur á Íslandi, en guð hvað ég væri fín í þessum ;) Eitthvað sem er alveg inn núna, Katan hans Vilhjálms hefur meira að segja verið í svona skóm - ROYAL style I tell you!
Pabbi hefur sem betur fer fullan skilning á fata-eyðslunni minni, enda sagði hann að ég væri svo glæsileg, ekki að undra að ég vildi fá glæsileg föt á mig ;) Pabbar eru svo mikil gull.. getur enginn toppað foreldrana, jú nema kannski húðsjúkdómalæknir sem segir að ég hafi rosalega fallega húð! Takk doksi segi ég nú bara, skal alveg fyrirgefa honum fyrir að ætla taka af mér 2 fæðingabletti, og setja tvö ör í staðinn!

Luv á línuna,

Elín

Ps. ég er komin með nýtt áhugamál; MAKEUP

sunnudagur, 15. janúar 2012

Old news

Ég bara skil ekki hvernig þetta gat farið framhjá mér...
En vinkona mín hún Hilary Duff gaf út lagið Reach out árið 2008, og ég er fyrst að sjá þetta í dag;

Hilary Duff - Reach out

Þetta lag er klárlega remix af laginu Personal Jesus, með Depeche Mode - og það bara nokkuð gott re-mix og verð ég bara að hrósa miss Duff fyrir gott lag, þar sem það er ekkert auðvelt mál að remixa lag með jafn miklum snillingum og Depeche Mode!

Svo má kannski líka nefna að stelpan hún Hilary gaf út ilmvatnið; With love árið 2006 - stelpan hefur verið með gott crew í kringum sig, enda hef ég bara séð á perfum-blogs góð komment um ilminn, og er hann sagður með þeim "more decent" sem celebrities hafa sett nafnið sitt við - og glasið er líka þrusu-flott;


With love,

Elín

laugardagur, 14. janúar 2012

Tiltekt á nýju ári

Það er eins og nýtt ár beri í skauti sér andlega og veraldlega tiltekt, nýtt ár = nýir vindar? Ég verð þó að viðurkenna að ég finn sérstaklega sterkt fyrir þessu þetta árið. Í fyrra var tannheilsan tekin fyrir og núna er það fata-materialismi, auk þess sem betrumbætur á heimilinu eru verðlaunin í lok árs - jey ég hlakka til ;)
Tiltektarmanían er búin að brjótast út í ferðum til skósmiðsins og óstjórnlegri þörf til að gera við og þrif- auk þess sem ég hef verið dugleg að kaupa möppur og folders til að koma skipulagi á pappírs-flóðið í stofunni. Ætli bestu kaup ársins up to date hafi ekki einmitt verið mappa með skilrúm-sblöðum á 10 kr í góða hirðinum. Fleiri skipulagsplön eru á stefnuskránni auk allskonar slátrunar-verkefna á snyrtivörum og kremum! Hehe.. kannski ekki svo göfugt markmið, þar sem tilgangurinn í flestum tilfella er að byrja að nota það sem ég keypti í staðinn - nú eða afsökun fyrir því að kaupa mér nýtt!
Önnur loforð um bót og betrun árið 2012; er að labba að minnsta kosti einu sinni í viku í vinnunaog fara að minnsta kosti einu sinni í gymmið í fríviku.. þetta verður svo væntanlega fært í aukana er fer að vora, gönguferðum í vinnuna skipt út fyrir hjólferðir.. so far á þessu ári hef ég staðið við gefin loforð og er bara nokkuð ánægð með sjálfa mig ;) 
Allt gott og blessað - ætti kannski að spara stóru orðin, enda ennþá janúar!

kveðjur úr skipulagslandi,

Elín Reisenfahren

fimmtudagur, 12. janúar 2012

Seven is the magic number!

Vinkona mín hún Britney, hún sýnir sko alveg hvernig á að gera þetta í myndbandinu Criminal, en þar sprautar daman á sig hvorki meira né minna en sjö sinnum úr ilmvatsglasinu sínu.. ég lét nú þrjú bara duga áður en ég fór í vinnuna í kvöld, held að ef ég myndi spritsa á hálsinn á mér sjö sinnum yrði ég rennandi blaut á hálsinum! Ilmurinn sem Brit baðaði sig uppúr heitir Radiance, og er úr smiðju söngkonunnar sjálfrar;

Þetta er einn af þeim ilmum sem ég þefaði af í fríbbanum núna síðast, alls ekki slæm lykt þar á ferðinni - bara mjög góð. Nema hvað mér finnst glasið svo tacky og cheep eitthvað - að ég held að ég myndi aldrei kaupa mér það! 
Annars er fræga fólkið í Hollywood að græða á tá og fingri á allskonar auka varningi sem þeir setja nafnið sitt á og selja eins og heitar lummur. Hingað til held ég að ilmvötn hafi verið það vinsælasta, auk fata og skó-lína. Núna síðast bættist Justin Bieber í hóp hollywood stjarna eins og Paris Hilton, Söru Jessicu Parker og Jennifer Lopez sem allar hafa gefið frá sér signature ilmvötn, hérna má svo sjá næstum því tæmandi lista yfir ilmvötn frá frægu fólki þar kom mér mest á óvart að one-hit-wonderinn Peter Andre hefur gefið frá sér 2 kvenmannsilmi og einn rakspíra! Geri aðrir one-hit-wonders betur!!
Næsta tilhlökkun í ilmvatns-ferð í fríbban; Lolavie frá Jennifer Aniston, sérstaklega í ljósi þess að ég strengdi þess heit í september 2011 að kaupa mér ekki föt nema ef ég gæti ímyndað mér að Jennifer Aniston myndi láta sjá sig í því! Allt þetta var með þeim ráðum gert, að gera fataskápinn minn klassískari og klæðilegri heldur en ella - enda held ég ekki að ég hafi séð Jen nokkurntíma illa til fara, og flest fötin hennar eru líka tímalaus og klassísk.. ætli ég taki það bara ekki til athugunar árið 2013?

Kveðjur úr Candy-land,

Elín

þriðjudagur, 10. janúar 2012

Ilmvatnsbann?

Eitt af því sem ég á meira en nóg af eru ilmvötn...
Hér á árum áður var ég vön að kippa einu ilmvatnsglasi með mér þegar ég labbaði í gegnum fríbban.... sú hefð var fljótlega slegin af eftir að ég lenti í því í fyrsta skipti að ilmvatn sem ég átti eyðilagðist, og það aðeins eftir að ég hafði notað hálft glasið. Eftir það hef ég ekki tekið sénsinn á því að splæsa í rúmlega 7.000 kr ilmvatnsglas sem kemur til með að liggja undir skemdum!
Núna á ég "whopping" 6 ilmvatnsglös, sem eru fleiri heldur en þau sem ég hef klárað um ævina (sem ég held að séu 4 stykki + glasið af Armani She sem eyðilagðist) Auk þess átti ég einhverja white musk olíu frá body shop, en ég held að allar stúlkur í Garðaskóla hafi átt þennan ilm á einhverju tímabili, og var ég sko engin undantekning. Af þeim ilmvötnum sem ég á í dag nota ég eitt í vinnuna, eitt er bara notað á sumrin, svo vel ég úr hinum eftir því hvernig mér líður þann daginn, og í hvernig fötum ég er. Ótrúlegt en satt þá passa sumir ilmir betur við ákveðin outfit heldur en aðrir!

 My collection

Það hefur þó ekki breyst að mér finnst ennþá rosalega gaman að ganga í gegnum ilmvatnsdeildina í fríbbanum, skoða glösin og spreyja á mig og pappa-spjöld og velta fyrir mér hvort að ég ætti að kaupa þessa eða hina lyktina þegar ég verð búin að saxa á lagerinn... Það er eins og glösin búi yfir einhverjum töfrum sem hreinlega soga mann til sín - enda er sjaldnast lítið lagt uppúr glösunum! Þetta eru sannkallaðir dýrgripir, oft hangir svo eitthvað glingur úr tappanum eða glansandi málmplata límd framan á glasið; og maður hugsar með sér hvað þetta eigi eftir að líta vel út á glerhillunni undir speglinum á baðinu. Eða ætli undirmeðvitundin sendi þau skilaboð að maður eigi eftir að særa einhvern karlmanninn til sín með einum sírenu-ilminum? Nógu eru stúlkurnar í ilmvatnsauglýsingunum eru aðlaðandi, sjálfsöruggar, gordjöss og sexy. Þetta hlýtur að vera allt falið í glasinu!
Ég hef allavega aldrei keypt mér ilmvatn í ljótu glasi... ætli maður dragi ekki samasem-merki milli ljóts glass og vondrar lyktar, og ekki vill maður lykta illa og draga að sér ljóta menn? Annars er það frásögu-færandi að ég hafði hlakkað mikið til þess að komast í fríbba erlendis, til að finna lykt eftir uppáhalds hönnuðinn minn; Elie Saab (sá ilmur fæst ekki hérlendis síðast er ég vissi) og hafði ég hugsað mér gott til glóðarinnar, þar sem ég hef klárlega ekki efni á því að klæðast fatnaði frá honum, þá hlyti ég nú að geta baðað mig úr ilminum hans.. sú tilhlökkun reyndist tilefnislaus þegar ég komst í heilagleikann á Arlanda-flugvelli;


Lyktin reyndist vera hin versta.. jafnvel bara ámóta slæm og þegar ég tók uppá því að blanda saman uppáhalds-ilmvatninu hennar mömmu og einhverjum öðrum ilmi! Þetta var því miður áður en sprey-tapparnir urðu vinsælir og var því heilt ilmvatnsglas ónýtt, þökk var óvitanum mér (mamma; ég skulda þér ilmvatnsglas). Næsta tilhlökkunarefni; ilmvatn frá Nine West, uppáhalds skó-merkinu mínu. Vonandi verður það ekki jafn mikið flopp og ilmurinn í boði Mr. Saab.

Ég á þó margt eftir ólært í ilmvatns notkun, systa er sannkallaður meistari í þessu og kann að spreyja á sig óhóflegu magni af ilmum og nær að stúta stóru ilmvatnsglasi á örfáum mánuðum! Ekki hef ég þó orðið vör við það að í kringum hana sé þykkt ilmvatnsský.. Suma hluti gengur maður svo hreinlega á lyktina, veit til dæmis alltaf þegar ég er stödd fyrir framan Abercrombie búð og Body shop - trýnið á mér segir mér það hátt og skýrt. Man einnig alltaf eftir því þegar ég var að vinna í súpermarkaði, þá fann ég alltaf þegar "myndarlegi maðurinn" var kominn inní búðina, maður var kannski að ganga einhversstaðar á ganginum og þá kom skýið eða slóðin.. og maður vissi um leið hver var á ferðinni. Hérna held ég einmitt að lyktin hafi spilað stóra rullu í því hvernig maður upplifði hann - hann var með góðan rakspíra og lyktaði vel, snyrtilegur til fara og fékk því tiltilinn "myndarlegi maðurinn". Á mann sveif nánast víma í þessari lykt... allt í glasinu segi ég!
Sjálf er ég þó farin að geta spreyað á mig þyngri og sterkari ilmum heldur en áður.. en það er þó ennþá undantekning að ég þoli sterkar lyktir - ber frekar léttari og ferskari ilmi heldur en þunga.
Hér má svo lesa allt um ilmvötn, base notes, og gagnrýni - mjög interessant síða - þó ég viti ekkert um ilmvötn er forvitnilegt að bera saman ilmina sem maður á, eða langar í og skoða hvað þeir eiga sameiginlegt. Einnig eru til hellingur af blogg-síðum tileinkuðum ilmvötnum, t.d. Perfume Diary.
Jæja núna er ég búin að leggja mitt lóð á vogarskálarnar og búin að skrifa færslu um ilmvötn, sem ég má by the way ekki kaupa á næstunni ;)

Ilmið vel,

Elín

sunnudagur, 8. janúar 2012

Feedback

Sælir kæru vinir og takk fyrir frábær viðbrögð, það eru svo mörg ykkar sem hafa haft á orði við mig hvað þetta sé áhugavert áramótaheit - og forvitnilegt viðfangsefni í þessu neyslusamfélagi sem við búum í.  Mér finnst alveg ómetanlegt að heyra að þið séuð að lesa og fylgjast með blogginu mínu; svo það er við hæfi að þakka ykkur fyrir að lesa elsku vinir :)

Áhugaverðasta feed-backið hingað til er klárlega frá þeim vinkonum mínum sem eru orðnar mæður.  Þær eru allar sammála um það að þær hafi bara eytt brota-broti af því sem ég eyddi í fatnað á síðasta ári - í föt á sjálfa sig. Þegar sambýlismaður einnar vinkonunnar frétti svo af eyðslu minni í föt síðastliðið ár varð hann hreinlega orðlaus - og hefur eflaust þakkað guði fyrir að eiga ekki konu sem er svona dýr í rekstri. Hehe... mér fannst þetta sérstaklega merkilegt feed-back því ég var gjörn á að réttlæta fyrir mér fata-innkaup síðasta árs með því að ég ætti ekki barn, og hefði því klárlega efni á því að kaupa mér þessa eða hina flíkina ;) Maður hefur jú heyrt frá vinkonum sínum hvað það sé dýrt að eiga barn... Áhugamál og áherslur móðurinnar færast svo bara frá því að kaupa föt á sig í það að kaupa föt og dót handa krílinu - þær sem kaupa/keyptu gjarnan merkjavöru á sjálfa sig, færast þá bara yfir í merkjavöru í barnafatnaði eða barnavögnum.

Hvað kostar barn á mánuði?

Takk fyrir að lesa,
Elín

föstudagur, 6. janúar 2012

Splurge vs. Steal

Peysa úr Marc o'Polo
30.000 ISK



Peysa úr Abercrombie and Fitch
8.500 ISK


Verðmunur; 21.500 ISK
Stíll; Preppy

Eg á eina gráa.. þið megið giska hvora týpuna...

kv.
Elín Grey

miðvikudagur, 4. janúar 2012

Budget

Ég gerði mér lítið fyrir í gær og renndi yfir öll vísa og mastercard yfirlit 2011 - og komst að því hvað ég eyddi miklu í föt árið 2011. Mín upplifun er að ég versli ekki mikið af fötum, og því verð ég að viðurkenna að upphæðin kom mér töluvert á óvart, ég eyddi samtals 253.481 ISK í föt, skó og skartgripi innanlands og utan árið 2011. Það gerir um 21.000 á mánuði, guð hvað ætli kvenfólk sem kaupir mikið af fötum eyði þá í föt og skart á ári?
Mér til huggunar þá reyki ég ekki, en þetta er minni upphæð heldur en reykingamanneskja, sem reykir pakka á dag, eyðir í sígarettur á einu ári.

Svo núna er ég komin með budget uppá 253.481 kr
Ef ég kaupi mér svo eitthvað af fatnaði þá verður það dregið frá budgetinum, spurning hvort ég leggi svo bara fyrir inná sérstakan reikning í hverjum mánuði.

Ég er samt búin að taka smá forskot á sæluna og búin að kaupa mér gardínur og myrkvunargardínur - gerði það meira að segja áður en hugmyndin að þessu áramótaheiti leit dagsins ljós, svo ég get mínusað 12.860 kr frá budgetinum núna strax - svo eftir eru 240.621 kr

Svona líta svo gardínurnar út sem munu prýða svefnherbergið mitt í lok árs:


Reyndar spurning hvort ég klári make-over á herberginu eftir áramót 2013, en ég hringdi í eina verslun í Reykjavík í morgun og bólstraður höfðagafl kostar litlar 99.000 kr á fullu verði!
Jæja ég hef allavega árið fyrir mér að skoða gafla og gera verðsamanburð!

kveðjur frá Elínu sparigrís

mánudagur, 2. janúar 2012

Rules of the game

Gleðilegt nýtt ár og velkomin á nýja bloggið mitt ;)
Ætli það sé ekki best að útskýra hugmyndina að áramóta-heitinu fyrir árið 2012. Mér hlýtur að hafa hreinlega ofboðið eftir verslunarferð haustið 2011 til USA - ekki það að ég hafi keypt svo mikið í umræddri ferð, öllu heldur að þegar ég kom heim - þá kom ég ekki fötunum mínum fyrir í fataskápnum mínum! Hann er bókstaflega sprunginn af fötum, og samt hef ég heila íbúð og 2 fataskápa og einn skóskáp til umráða. Er samt búin að selja skó sem ég var hætt að nota (já eða notaði aldrei), og gefa eitthvað af fötum í rauða krossinn. 
Á þessum tímapunkti ákvað ég að nú væri komið gott, og ég ætti alveg nóg af fötum; hversdags, spari, til íþróttaiðkunar og allskonar skóm við öll möguleg og ómöguleg tækifæri. Það að ég komi ekki meiru fyrir í skápunum hjá mér er alveg klárlega merki um að núna sé komið gott, og ætti ekki nokkur manneskja að þurfa að eiga fjórtán pör af gallabuxum og þrettán belti.

Þá eru það reglurnar;
1. Ekki kaupa föt í heilt ár.
- Skilgreining á fatnaði er eftirfarandi; skór, yfirhafnir, buxur, bolir, kjólar, peysur, skyrtur, pils, leggings, slæður, treflar, húfur og vettlingar.
2. Ekki kaupa skartgripi (og þá eru úr included).
3. Ekki kaupa handtöskur/veski .

Undantekningar frá reglum;
A. Nærföt, sokkar og sokkabuxur eru ekki á bannlista.
B. Reglur 1, 2 og 3 falla úr gildi ef ég fer til útlanda (innan skynsamlegra marka).
C. Ef eitthver hlutur sem er algjörlega "irreplacable" og ég þarf að nota; eyðileggst (t.d. gönguskór, gúmmístígvél, föðurland eða annar fatnaður sem er 100% ómissandi) þá má ég kaupa nýjan.
D. Ég má láta gera við hluti sem eru bilaðir, þrengja og laga snið.
E. Undantekning á reglu 1, 2 og 3; ef ég sé einhvern hlut sem mig er búið að langa í lengi, ef um er að ræða díl sem er of gott að sleppa eða þetta er hlutur sem er svo lýsandi fyrir minn karakter að ég hreinlega get ekki lifað án fatnaðarins. Ég má eyða MAX 40 þúsundum ISK í föt innanlands við þessar neyðar-aðstæður, og má einungis nota þetta úrræði í raunverulegri neyð.

Verðlaun;
Að sjálfsöðgu er einhver gullpottur við endann á regnboganum - og ætla ég að nota peninginn sem hefði annars farið í föt til að innrétta svefnherbergið mitt, það verður gert á síðasta ársfjórðungi 2012. Veit samt ekki hver budgetinn hérna verður - kannski ég skoði visa-yfirlit sl. árs og geri gróft mat á hversu mikinn pening ég er að spara.

Ég mun svo að sjálfsöðu pósta hérna inn færslum hvernig gengur í retail-rehab hjá mér, auk þess sem ég pósta færslum um önnur og óskyld efni.

Bestu kveðjur,
Fata - alkinn Elín