Tyrkirnir eru stundum dansandi á þunnri línu milli þess að vera fyndnir og svo í hina áttina einstaklega dónalegir. Það fer allt eftir dagsforminu hvort maður nenni að standa í small talk á nokkurra metra fresti, spurningar eins og hvernig hefurðu það, hvaðan ertu og hvar er Ísland. Sumir virðast þó vera meira með á nótunum heldur en aðrir, og einn fleygði meira að segja fram föðurnafni - það var svo ekki fyrr en að maðurinn fór að tala um fótbolta að ég gerði mér grein fyrir því að hann var að tala um einhvern íslenskann leikmann og núna var ég komin út fyrir minn þekkingar-brunn. Ef maður er svo ekki í stuði til að tala við þá fara þeir að lesa það sem stendur á fötunum þínum - mæli ég því eindregið ekki með því að vera í stuttbuxum merktum "California" á rassinum - það byrjar alltaf á því að þeir segja hallo hallo where are you from - er ég svara svo ekki og geng framhjá, þá segja þeir undantekningarlaust: California. Vá þú kannt að lesa - æðislegt. Önnur skipti staldra ég þó við og á stutt spjall við tyrkina - einstaka sinnum endar það í einhverju stórfenglega hlægilegu sem við Fin-Ice mafían getum hlegið endalaust að. Sem dæmi má nefna götu-sölumann í Side sem ég átti stutt spjall við, eftir að hafa sagst vera frá Íslandi fór hann að tala um Irish coffee og hvað ég væri lík fyrrverandi kærustunni hans sem hafði verið bresk - tvemur mínútum seinna af venjulegu spjalli segir hann að hann sé mest hrifinn af brjóstunum á mér þau séu eins og bananar - haha - hann gerði sér svo grein fyrir því að þetta hafi komið eitthvað vitlaust út og reynir að krafsa í bakkann og segir greip - þá segi ég honum að hann sé að hegða ser mjög dónalega og geng í burtu - hann kallar á eftir mér af hverju ég sé að fara og hvort ég ætli að koma aftur - nei takmörkin eru engin hérna. En það sem við stelpurnar erum búnar að hlæja að þessu!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli