laugardagur, 10. desember 2016

Krakow recap

Ég skellti mér til Póllands, Krakow nánar tiltekið þann 11-14 Nóvember að heimsækja Dawid. Það var hin mesta snilld, þó að það hafi verið kaldara þar heldur en í Kaupmannahöfn.
Ég flaug yfir á föstudagskvöldi og byrjaði Dawid að fara með mig á mjólkurbar - sem er eitthvað furðulegt nafn yfir veitingastað sem býður uppá klassískan pólskan mömmu-mat. Þar tróð ég svoleiðis í mig súpu og tveimur öðrum réttum til að bragða á pólska eldhúsinu.
Á laugardaginn byrjaði að snjóa og við fórum í smá skoðunarferð niðrí miðbæ, kíktum á fata-flóamarkað, þar sem var hægt að kaupa jakka frá íslenska merkinu Nikita! Það kom mér á óvart, við kíktum svo í kirkjuna á aðal-torginu og á markaðinn. Löbbuðum svo heim en Dawid og kærastinn hans Kristó búa í gyðingahverfinu. Ég kíkti svo á Galicia gyðingasafnið sem var í næsta nágrenni og um kvöldið kíktum við út á bari og borðuðum einskonar opið bagette í kvöldmat (sem er algengur fast food þar í borg). Var svo mikið hlegið að mér þegar hópurinn sagði mér að við ætluðum að drekka vodka og ég spurði í hverju - í Póllandi er vodka tekið í staupum! Og ekki slæm staup, vodka með kirsuberjabragði og fleiri brögðum. Einn vinur Dawids reyndist svo vera frá svíþjóð - og í lok kvöldsins vorum við farin að syngja snella snella með Carlolina af Ugglas. Ekki bjóst ég við því á bar í Póllandi
Daginn eftir byrjuðum við daginn á morgunmat og svo fór ég, Dawid, vinkona Dawids og hundarnir þeirra að kastalanum sem stendur yfir borginni. Við rót kastalans er svo eldspúandi dreka-stytta. Við Dawid rölltum svo meðfram ánni, og yfir í gamla gyðinga ghettoið - þar sem er eitt torg sem er fullt af stólum (sem eru einskonar styttur). Ég fór svo í Shindlers faktoríuna - þar sem ég hélt að væri safn tileinkað Shindler sögunni - það var þó minnst tengt því, en aðeins tvö herbergi voru tileinkuð Shindler. Restin af safninu var ítarleg frásögn og innstilation af atburðarrásinni í WW2 - og brottflutningi gyðinga út úr Krakow. Safnið var áhugavert - en alltof stórt of yfirgripsmikið, ég hreinlega orkaði ekki að lesa textana sem voru við myndirnar og sýningargripina - og þegar ég kom út slátraði ég hálfum lítra af vatni á núll einni og tók tramið heim til strákanna, þar sem við pöntuðum bara pizzu í dinner og nenntum ekki út í snjókomuna.
Á mánudagsmorguninn byrjaði ég á því að fara í synagóguna sem er rétt hjá strákunum og skoðaði grafreitinn þar - sem er víst einn elsti grafreitur gyðinga í Evrópu. Svo hentist ég útá pósthús að kaupa frímerki - en þau eru bara seld á pósthúsum. Svo í tram út á lestarstöð og svo útá flugvöll og heim til Köben.
Snilldarferð, alveg hægt að skella sér til Póllands, ódýr og góður matur og mæli með Galicia safninu og örugglega hægt að gera góð kaup í mollinu sem er við aðal-lestarstöðina, en ég hafði bara rétt tíma til að reka nefið þar inn á leiðinni útá völl - næst gæti ég svo farið til Auswich.

laugardagur, 22. október 2016

The bikelife

Eins og ég var vön að fara í göngutúra á kvöldin í Alanya, þá gætu hjólatúrar á kvöldin í Köben verið málið.
Ef það er logn það er að segja, en á daginn eru allir að flýta sér eitthvað, og oft á tíðum mikil hjóla-traffík, fólk að taka framúr manni, og maður fær samviskubit ef maður heldur ekki sama tempói og þeir sem eru í kringum mann. Svo maður fylgir venjulega bara straumnum, og er lítið að horfa í kringum sig nema á rauðu ljósi, sem er ef til vill ekki skemmtilegasta leiðin til að upplifa borg. En í þau fáu skipti sem ég hef verið að fara eitthvað á kvöldin, og ef það er logn þá er æðislegt að vera hjólandi, þá getur maður bara lullað göturnar og glápt innum búðarglugga og horft í kringum sig í rólegheitunum, því það eru langtum færri á ferðinni. Það er kannski ekki besti tíminn samt að gera það á föstudags- eða laugardagskvöldi, því hérna hjólar fólk drukkið, og mjög drukkið. Þegar ég fór með Mariam í meat-district, sem er hipstera bar-hverfið, þá var fólk dettandi hægri og vinstri á hjólunum sínum á götuna, og það áður en það lagði af stað! 

þriðjudagur, 11. október 2016

Fleiri hjólastílar

Uppgvötaði um daginn enn annann hjólastílinn - það er vöggu-stíllinn, það er þegar hjólreiðarmaðurinn vaggar óvenju mikið til hliðanna um leið og viðkomandi hjólar! Þyrfti helst að fá einhvern til að laumu-hjóla á eftir mér til að greina minn hjólastíl, en vöggustíllinn er held ég með þeim hallærislegri að eigin mati.

Komst svo að því í gær, að eftir allt saman er ekki stúdenta-afsláttur á Chili mili - mér til mikilla vonbriðgða, komst líka að því í gær að maður þyrfti að eiga gúmmístígvél í rigningu, því þrátt fyrir að ég hélt að skórnir myndu ekki blotna svo mikið við það að hjóla í skólann þar sem þeir snerta ekki einu sinni götuna - nei gleymdu því - þeir rennblotnuðu - og endaði ég með þá inni á klósetti í skólanum undir handþurrkunni.

Komst líka að því að Harry Potter gleraugu gætu reynst hið mesta þarfa þing hér í Köben í rigningunni, því þegar þú ert búinn að grúfa hausinn ofan í bringu, þá sérðu ekki neitt fyrir ofan umgjörðina - en með HP gleraugum er sjónsviðið líklegra hærra og hægt að sjá lengra fram fyrir sig þegar maður hjólar - en ég komst rétt hjá því að hjóla á konu sem labbaði á móti umferðinni með hjólið sitt - Á HJÓLAGÖTUNNI. Í hitt skiptið nauðhemlaði ég er hjólreiðamaðurinn fyrir framan mig nauðhemlaði þegar umferðarljósið varð gult, og hoppaði ég hreinlega af hjólinu, og afturdekkið fór á flug.

Sem sagt mjög óánægjuleg reynsla af því að hjóla í rigningu! 

sunnudagur, 9. október 2016

Hjólandi og multitasking

Það er líka hægt að borða samloku þegar maður er að hjóla, nú eða reykja og hjóla! Sá nú meira af fólki reykja hjólandi í september heldur en núna, þar sem það er töluvert meiri vindur núna heldur en í september, þegar það var nánast sumar-veður.
Um daginn sá ég svo konu hjóla og borða samloku, það var alveg kostulegt - hún hjólaði að sjálfsögðu hægt, og pínu skrykkjótt, og tóku allir frammúr henni. Ég er ekki komin svona langt í hjólamenningunni að geta hjólað með annari og borðað með hinni, en í dag tók ég samt mína fyrstu mynd á símann minn meðan ég var að hjóla - en það var lítil umferð, og þetta var afraksturinn:

Mynd tekin á ferð

En myndefnið var skemmtilegt, eldri karlmaður í rykfrakka á hjóli.

Er búin að komast að því að það ískrar óþægilega mikið í hjólinu ef ég nota handbremsuna í rigningu, og hjól fjúka um koll hérna í borginni þegar vindurinn er sterkur.

Á to do listanum mínum er að heimsækja nokkur söfn og fara á world press photo sýninguna sem er til sýnis hérna í Köben. Poppa við í Dagmar bíó-húsinu og fá prógramm fyrir CPHPIX, sem er reyndar bara á dönsku - Danirnir ekki alveg með þetta eins og þeir sem stjórna Riff heima. 
Komst líka að því að hollustu veitingastaðurinn sem ég uppgvötaði fyrir nokkrum vikum: Chilimili er með 20% námsmanna afslátt.. eins gott að ég er bara búin að borða þar tvisvar sinnum.
Einnig ætlaði ég að setja mér markmið að borða einu sinni í viku á nýjum kebab eða shawarma stað... í dag er komin vika síðan ég borðaði síðast á slíkum stað, ekki viss um að ég nái að standa við það markmið.. en kannski aðra hverja viku?
Annars verð ég nú örugglega mest á hvolfi að læra heima næstu vikurnar, síðasta vika fyrir vetrarfrí byrjar á morgun, og í vetrarfríinu byrja próf í formi heimaverkefna. Og núna eru einskonar æfinga-próf.

föstudagur, 30. september 2016

Um hjólastíl

Hér er sko margur hjólastíllinn, hér eru buxur girtar ofan í sokka, buxur brettar upp eða teygja sett utan um buxurnar, fólk hjólar útskeift, innskeift, með hnén saman, hnén sundur, stilla hnakkinn hátt, eða lágt, hjólar hægt, hratt, á racer hjólum, borgar hjólum, Kristianíu-hjólum, með börn ofan í Kristianíu hjólinu, eða með barn fyrir aftan sig í barnastól, nú eða fyrir framan sig, með hjálm, ekki með hjálm, talar í símann með þráðlausu, skoðar skilaboð á símanum eða hjólar haldandi á stórri ferðatösku við hliðina á hjólinu. Verst er að hjóla langar leiðir milli klukkan fjögur og fimm, þar sem allir virðast vera að sækja börnin sín í leikskólann á Kristianíu hjólunum sínum, og á mjóum hjóla-stíg þá getur það myndað fjölmargar umferðarteppur - og þessi Kristianíu hjól - þau koma í fjölmörgum útgáfum - ein þeirra er hér fyrir neðan. En það furðulegasta sem ég hef séð er hjólreiðamaður sem er skorðaður inní gulan aflangan hólk - svo þetta minnti helst á stóran hjólandi banana.

Kristiania bike - mynd fengin að láni héðan

Hjólandi banani - mynd fengin að láni héðan

Annars komst ég að því í dag að mesta hættan í umferðinni stafar ekki af bílum, heldur af öðrum hjólreiðamönnum sem svína á mann og hægja á sama tíma á... rétt náði að koma í veg fyrir stórslys í morgun þegar gamall kall svínaði svona á mig, og köttaði mig off, þegar han svínaði fram fyrir mig, hægði á, á sama tíma og var hálfur fyrir framan mig mjög nálægt gangstéttinni og hinn helmingurinn af hjólinu köttaði mig af svo ég gat ekki beygt í hina áttina - svo ég snarhemlaði með handbremsunni - þarna hefði sko komið sér vel ef það væri bílflauta á hólinu, en bjallan er sömu megin og handbremsan og ekki hægt að gera bæði á sama tíma!! Shit hvað ég var brjáluð útí þennan hjóla-dólg!

fimmtudagur, 29. september 2016

Leiðrétting

Vindurinn í gær var rok, borderline stormur - Danirnir gáfu honum víst nafn og allt saman, svo slæmur var hann - og hann er ennþá á ferðinni í dag. Var blaut af svita þegar ég kom í skólann, ágætt að ég byrjaði daginn á því að hand-þvo tvenna boli og hengja upp til þerris, því með þessu áframhaldi er bara hægt að nota hverja flík einu sinni.
Annars hitti ég íslending í skólanum í dag - það var snilld, og það skemmtilegasta er að hún er líka í skiptinámi hérna frá HÍ, og á sömu línu heima og ég! Frekar fyndið að hitta hana ekki fyrr en eftir að vera búin að vera hérna í mánuð - sjúklega fyndið þegar við föttuðum að við erum í einu fagi saman - og búnar að mæta í tíma í mánuð... haha en rakst á hana þegar ég hitti krakkana sem ég er í hópverkefni með áður en þau eru með henni í öðrum tíma.
Sem er ágætt, því allir samnemendur mínir virðast flokkast í hópa eftir þjóðernum, svíarnir hanga saman, færeyjingarnir saman og þjóðverjarnir saman. Annars heyrði ég stórgott komment frá einum samnemanda mínum frá Ríó sem var að tala við sessunaut sinn, sagði Ríó-búinn að það væri sérstakt fyrirbæri hjá dönum að allir kysu að sitja ekki hlið við hlið, það væri alltaf passlegt bil á milli fólks, að minnsta kosti eitt sæti og helst ættu nemendur ekki að tala saman. Samkvæmt þeirri kenningu er ég algjör Dani. Annars eru kennslustofurnar hérna mjög ólíkar þeim heima, margar eru með sætum sem eru eins og bíósæti, og margar stofur eru með sætum fyrir nemendur á 2 hæðum, annað á venjulegu plani, og önnur borð og stólar í bar-hæð, sem er ágætis pæling, því þá geta væntanlega fleiri séð vel á töfluna. Svo eru auðvitað hinir týpísku bíó-salir líka eins og heima. 

miðvikudagur, 28. september 2016

Mánuði seinna...

..vaknaði ég í morgun og hugsaði með mér að þetta hjóla-líf væri kannski ekki svo slæmt. Dró frá glugganum og uppgvötaði að það verður orðið kolniðamyrkur kl. 7 á morgnana eftir 1-2 vikur, dró þá aðeins úr bjartsýninni. Þegar ég kom út á Amager Boulevard, þá tók annar downer við; mótvindur. Maður þurfti nánast ekki að bremsa á rauðu ljósi þar sem vindurinn stoppaði mann í sporunum. Ekkert á við íslenskt rok en það var töluvert erfiðara að hjóla í skólann í dag, svo ég segi ekki meira, var alveg á síðasta snúningi þegar ég kom í skólann. Langebro var samt erfiðust, hún er nú venjulega smá krefjandi - en í morgun jeremías, venjulega er svo skemmtilegra að koma niður brýrnar þar sem maður getur bara látið sig renna, en mótvindurinn í dag gerði manni það erfitt fyrir.
Vona bara að áttin breytist ekki áður en ég fer heim - en það var alveg á mörkunum að rigna í morgun - sé fram á að þurfa að dröslast með tvær töskur í skólann, aðra undir tölvuna og bækur, hina undir nýtt sett af fötum, vindfötum og regngalla... spennandi tímar framundan!

mánudagur, 26. september 2016

Ég er búin að komast að því..

...að það að hjóla á hellusteinum er einstaklega óskemmtileg upplifun, og manni líður illa af því
...að tónistin á Bakken og Joline skemmtistöðunum í kjöt-hverfinu er stór-furðuleg
...að danskir strákar á djamminu í fyrrnefndu hverfi klæða sig ekki upp til að fara á djammið
...að Kíkí á Íslandi étur líka föt frá Dönum
...að það er til short-cut á leiðinni í skólann
...að ég er rosalega lengi að lesa greinar á ensku
...að það er hægt að komast með Turkish Airlines frá Köben til Tokyo á 61.000 ISK

föstudagur, 23. september 2016

Plástrað upp

Búin að fixa skóna mína, en hælkappinn að innan tætti gat á sokkana mína. Lausnin fannst í apótekinu í formi silikon-plástra sem voru límdir innan í hælana, enda ekki séns að ég sé að fara að gera við þessa skó af neinu ráði, þar sem þeir eru algjörlega á síðasta snúningi - og koma að öllum líkindum ekki heim með mér aftur. Og þetta er algjör snilldarlausn, lagaði líka ljósið á hjólinu mínu, en notaði nú bara venjulegt glært tape í það.
Annars er ég búin að komast að því að Saloniki kaffistofan er Greek central hérna í Amager, tillti mér þar niður eftir hádegi í dag og gerði ekki annað en að heyra grísku-mælandi fólk koma og kaupa frappé, jú, tvo dana og einn útlending - kannski eru föstudagarnir vinsælastir. Þar að auki er grísk-útvarpsstöð spiluð inni, svo þetta er bara little Greece hérna í hverfinu. Love it, elska að ears-droppa samtöl á grísku, og reyna að sjá hvað ég skil mikið, skil helst þessar standard kveðjur, og ef fólk er að tala um vikudaga - en hvað er að gerast á umræddum dögum - það skil ég ekki alveg eins vel.
Komst einnig að því í dag að það er 20 DKK dýrara að kaupa sér miðlungs-pizzu á Dominos á föstudegi til  sunnudags, heldur en mánudag til fimmtudag. Það sama gildir um sushi staðina á Amager, hérna er sem sagt hægt að lifa eins og kóngur mánudaga til fimmtudaga, en kannski betra að elda heima um helgar. Nú eða fara á kebab-staðinn, það er ekki helgarverð hjá honum! Annars þarf ég endilega að fara í samanburðarrannsókn á kebab stöðum, það er einn hjá skólanum og svo er víst fullt af ódýrum kebab stöðum í Norrebro, nú og fleiri staðir í hverfinu mínu - Amager 2000 er bara svo þægilega nálægt, auk þess sem hann tekur visa (en það eru margir staðir sem taka bara kredit-kort gefin út af dankort - mætti halda að þeir þjáist að xenophobiu hérna í DK).  Keypti líka tyrkneska og gríska jógúrt í dag frá sama framleiðandanum - það verður gert taste-test! Læt ykkur vita.
Annars er ég alveg að fara að mastera hverfin hérna, alveg næstum því, er búin að mastera fót-bremsuna á hjólinu og farin að rata í skólanum, búin að finna betri lesstofur heldur en á bókasafninu, en mér finnst skilrúmin ekki vera nógu há á milli borðanna á bókasafninu, og öll deskin úr málmi, svo ef maður rekur sig í, þá glamrar í öllu! Já og það er parket á gólfinu og svo margir í skólanum í skóbúnaði með hörðum sóla sem heyrist hátt í og endalaus umgangur fram og til baka.. og hverjum datt í hug að setja automatískar hurðir á bókasafnið, beint á móti aðalinnganginum? Það þarf einhver að tala við arkítektinn! En bókasafnið er samt rosalega flott, ekki eins praktískt samt að mínu mati.

Mynd fengin að láni héðan

Frétti líka af tónleikastað í dag sem heitir Global, og þar er eins og nafnið kemur til kynna, eru tónleikar með global-listamönnum, alveg nokkrir áhugaverðir tónleikar þar í vetur sem ég gæti hugsað mér að fara á. Reyndar engir Grískir tónleikar, en ég finn eitthvað útúr því.. með fullt af járnum í eldinum að vanda.

miðvikudagur, 21. september 2016

Haustið er komið

Það er hjólateljari við ráðhústorgið sem ég hjóla framhjá á hverjum degi, í morgun var ég nr. 780, um það bil klukkan 7.20. Ef ég er á ferðinni eftir hádegi get ég verið um númer 6000. Annars setti ég tímamet í morgun á hjólatíma í skólann, þegar ég var aðeins 33 mínútur frá því að ég lagði af stað frá húsinu mínu og þar til ég var komin inní Postulínsgarðinn – en það er ein byggingin hérna, en í henni var víst ofninn fyrir Georg Jensen postulínið – á meira að segja að vera í tíma í sjálfum „ofninum“ en er farin að skrópa í því fagi.

Annars fer ég að verða algjört hjóla-pró hérna í borginni, búin að reiða farþega á bögglaberanum – sem var algjörlega gert í tilraunaskyni, og svo er ég farin að hjóla með tónlist í eyrunum – var farin að gera það eftir fyrstu vikuna eftir að vera orðin aðeins vanari í umferðinni og vita með hverju maður er að fylgjast með. Það að geta hlustað á búlgarska og gríska tónlist á leiðinni í skólann lætur tímann líða töluvert hraðar, og hver veit nema ég hjóli ekki bara hraðar líka – eða kannski er það nýja slangan í framdekkinu? 
En já haustið er komið til Köben, það var sumar í síðustu viku, núna er komið haust, sem er ágætt, þarf bara að bæta við klút og ég er good to go í haustjakkanum mínum í hjólalífið! Jú og svo þarf ég að verða mér úti um plastpoka til að setja a hnakkinn - já það er líka byrjað að rigna - ekki búin að kaupa neitt í HM, svo ég er ekki komin með poka yet - hef ég hreinlega keypt eitthvað - jú glös í Fotex... alveg 6 stykki.
Annars er fjölpóstur settur á hjólin hérna í Köben, bæði miðar í gúmmí-teygjum á stýrin og svo þegar ég kom í skólann einn daginn var búið að setja eins hnakk-hlýfar á öll hjólin - það var frekar súrrealískt að líta yfir haf af hjólum og nánast öll með eins litaðri hnakkhlýf!! 
Svo langar mig í bíó - á eftir að fá svo slæm fráhvarfseinkenni þegar RIFF byrjar - bara veit það! 
Annars er það helst í fréttum að skórnir mínir halda áfram að éta sokkana mína - er búin að fixa þetta uppá 50%, og hin 50% verða fixuð í dag! 

þriðjudagur, 20. september 2016

Það besta við Danmörku..

..er Grikkland! OK, kannski ekki alveg Grikkland, en grísk jógúrt, og hún fæst í fötum eins og á Grikklandi, þarf bara að kaupa hunang og þá get ég farið að borða það sama í morgunmat og ég fékk mér alltaf í Þessalóníku: grískt jógúrt með hunangi og musli. Það fyndnasta er samt að hér er einnig hægt að kaupa tyrkneskt jógúrt, þeir titla báðar þessar tegundir sem Turkish style yogurt, og svo Greek style yogurt (ætli það sé til að undirstrika að þetta er ekki innflutt?). Nema hvað tyrkneska jógúrtin er alveg eins og sú gríska - hérna í Danmörku, á Tyrklandi er sú tyrkneska ekkert lík þeirri grísku. Sú tyrkneska er þynnri, súrari og aðeins gul-leitari heldur en sú gríska. En hérna eru þær alveg eins, nema sú tyrkneska er 2-6 DKK ódýrari heldur en sú gríska - svo það fer ekki á milli mála hvort ég kaupi! Þó svo að það sé mjög freistandi að kaupa þá grísku á stundum, því sumar tegundir eru skreyttar gríska fánanum!
Annað sem er best við Kaupmannahöfn, og þá sérstaklega Amager, er Café Saloniki, rak augun í það á fyrsta degi, og staðurinn er svo grískur að kæliskápurinn er meira að segja frá Þessalóníku!
Á Café Saloniki er meðal annars í boði grískt brauð fyllt með fetaosti eða öðru því sem tíðkast á Grikklandi. Toppurinn er samt að þar er á boðstólnum frapé, og geggjað gott frapé - enda er það Grikki sem rekur staðinn - held það hafi glatt hann jafn mikið og það gladdi mig þegar ég kvaddi og þakkaði fyrir mig á grísku.

Café Bougatsa "Saloniki"

mánudagur, 19. september 2016

Bike wars continue

Sótti fákinn í viðgerð í dag, það var þegar búið að gera við slönguna tvisvar sinnum á sama staðnum og því ómögulegt að gera aftur við hana, svo fáki varð að fá nýja slöngu uppá 150 DKK, eða rúmar 2500 ISK. Ekkert hræðilegt, en hefði alveg verið til í að eyða þessum pening í hvað sem er annað heldur en hjólið! Og það fyndnasta af öllu, var að ég fór með gripinn í viðgerð í þessa hjóla-sjoppu þar sem pólsk stelpa í skólanum hafði mælt með þessum stað - nema það eru íslendingar sem reka þessa sjoppu!! Haha hló svo mikið eftir að hafa talað við strákinn sem afgreiddi mig á ensku þar til hann spurði mig um símanúmerið mitt, svo þeir gætu sent mér sms þegar hjólið væri tilbúið. Þegar ég sagði á ensku að ég mundi aldrei danska númerið mitt, þá spurði hann mig hvort ég væri íslendingur! hahaha... íslendingar eru alls staðar í Köben.
Nema hvað þegar ég sótti fákinn, þá er hann hreinlega orðinn hastur, þeir hafa pumpað svo miklu lofti í dekkin að dempunin á hjólinu er orðin ENGIN! Ég hjólaði aðeins í rúmar 20 mínútur í hverfinu í dag (versus 40 mín aðra leiðina í skólann), og er aumari í rassinum núna en nokkru sinni.. veit ekki hvernig ég get tæklað þetta vandamál - ætli ég geti ekki hleypt lofti úr dekkjunum á einhvern einfaldan hátt? Annars halda slagsmálin um hjólastæðin áfram, ég er búin að fá formlega kvörtun yfir því hvernig ég legg hjólinu, svo ég verð þá bara að bíta í það súra epli að geta ekki fest hjólið við neitt sem er fast við jörðina - svo ef einhver vill stela hjólinu mínu þá er það orðið einstaklega auðvelt fyrir viðkomandi! En vinsælasta leiðin til að stela hjóli hér í borg, er víst að koma á sendiferðabíl eða pall-bíl og kippa bara hjólinu af götunni og henda því uppá vagninn - og senda allt lottið til Austur-Evrópu - eða svo hef ég heyrt.
Ef maður er með tryggingu í Danmörku og ákveðinn lás er maður svo tryggður fyrir því að hjólinu manns sé stolið - ég er með hvorugt. Önnur backup leið er að vera með stellnúmerið á hjólinu og skrá það hjá löggunni, því ef hjólið finnst og stellnúmerið á skrá hjá löggunni geta þeir komið hjólinu aftur til manns. Stellnúmerið á mínu hjóli er undir límmiða, sem er merktu brandi hjólsins, svo ég er heldur ekki með númerið á stellinu.
Annars talar fólk hérna í borg um það að það sé orðið alvöru Kaupmannahafnar-búar ef hjólinu þeirra sé stolið. Ef mínu yrði stolið, ætti ég þá að líta á það sem táknræn skilaboð frá borginni að hún sé að bjóða mig velkomna?

miðvikudagur, 14. september 2016

Án þess að dissa HÍ algjörlega..

..en þá er Copenhagen Business School alveg með þetta!
Sú námsleið sem ég er skráð í, í HÍ nefnist; markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Ef ég hefði valið markasðfræði-línuna hérna í Köben á masters-stigi, þá hefði ég líkega valið milli; brand communication management eða international marketing and management. Hérna byggir námið á 4 önnum (ritgerð skrifuð á síðustu önninni) og er byggt upp á mjög sérstakan hátt; hverri önn er í raun skipt í tvær minni annir, og á á hverri minni-önn ertu í 2 fögum, tekur próf og ferð svo í næstu minni-önn. Svo á hverjum tímapunkti ertu einungis í tveimur fögum á sama tíma, áður en þú tekur næstu tvö fög. Þeir sem eru á þessum línum og eru með mér í tímum þeir eru hæst-ánægðir með þetta skipulag, þetta gefur þeim víst hellings tíma til að vinna samhliða náminu, og það eru fáir hérna í Köben sem eru að vinna á veitingastöðum eða súpermörkuðum samhliða náminu sínu í CBS. Hvers vegna, jú vegna þess að hér er nóg af störfum í boði tengdu atvinnulífinu og því námi sem þú stundar í CBS. Í skólanum er meira að segja sérstök skrifstofa sem býður uppá starfsráðgjöf, og hvernig er hægt að komast í internship og svo framvegis. Ég er hreint og beint orðlaus - ef húsnæði væri ekki svona mikið vandamál í þessari borg, þá væri þetta spennandi fyrirkomulag! En á móti kemur að þú hefur minna val um hvenær þú tekur hvaða kúrs, og á þriðju önninni er hægt að taka val-kúrsa nú eða fara í skiptinám. Svo ég minnist ekki á SU - sem er statens uddannelsesstotte - eða námsstyrkur ríkisins. Og útlendingar geta líka fengið þennan styrk, svo framarlega að þeir vinni 10-15 klst á viku, og eru með CPR númer... halló.... win win.. en aftur komum við niður á húsnæðisvandamálin í Köben! 

þriðjudagur, 13. september 2016

Í dag..

...tók ég metro í skólann, eftir að hafa hjólað í gær - og slegið niður af kvefinu tók ég ekki sénsinn á öðru. Annars fékk ég sérstaka sendingu frá Íslandi í dag af tiktúru frá Önnu Rósu grasalækni.. sjáum hvort það slái á andskotann. Annars er konan sem ég leigi hjá komin með gubbupest - vona að ég fái ekki hana í kaupbæti. Önnur sending kom líka í dag - skipulagsbók frá Svíþjóð - rosa flottur planner, með límmiðum og alles.. soldið upgrade frá fríkeypis stúdenta handbókinni - en hún var ekki tilbúin fyrir brottför svo sænska bókin varð fyrir valinu.
Eftir tíma í dag vafraði ég svo aðeins inní Fredriksberg, hverfið sem skólinn er í, kíkti í Kvickly sem er súpermarkaðs-keðja sem ég hef ekki kíkt í áður, skellti mér á dónann í einn le big mac (ekki séns að ég nennti að elda í dag), kíkti svo aðeins í Amager mollið sem er hjá mér - en ég er búin að skoða helling í Fredriksberg mollinu sem er við hliðina á skólanum - mátaði meira að segja skó í gær - en það var því miður ekki perfect fit. Reyni kannski síðar við annað par.. aldrei að vita. En já fínt að komast í Amager mollið þegar búðirnar eru opnar, en Fredriksberg hefur það fram yfir Amager að mollið í Fredriksberg er líka opið á sunnudögum, en aðeins örfáar búðir eru opnar í Amager mollinu á sunnudögum.
En það kenndi þó ýmissa grasa í Amagerbro mollinu, keypti tvo hlýraboli á tilboði, eitthvað sem var á innkaupalistanum áður en ég kom til Köben, hélt að ég myndi fá þá í HM en keypti þá svo í Vero Moda - líkari því sem ég var að leita að. Sá samt rosa sætan kjól í HM á 3000 íslenskar, sem væri perfect í þessu sumarveðri ef ég væri ekki með kvef - en ég var farin að tárast í tíma í dag til að reyna að koma í veg fyrir hóstakast. Note to self: taka með hálsbrjóstsykur í skólann á morgun.
En alveg magnað hvað mollin eru furðulega byggð hérna, það í Fredriksberg er á nokkrum hæðum, en gólfflöturinn er mis-stór á hverri hæð - fer minnkandi er ofar kemur. Í Amager er ekkert mál að villast, þvílíkir ranghalar, og risastórir gluggar sem vísa út en með engum útgöngum.. en já gaman að kíkja þangað, vafraði einnig á milli snyrtivörubúða, datt niður á eina þar sem uppröðunin er eins og í Tiger, mjög sérstakt. Kíkti einnig í nokkur apótek að skoða frönsk andlitskrem, en ég er með ofnæmi fyrir gríska andlitskreminu sem ég tók með mér út - komst að því við notkun tvö - eftir að hitt sem ég tók með mér kláraðist. Held að það sé sólarvörnin í kreminu, en það kemur ekki fram á innihaldslýsingunni hvort þetta er náttúruleg eða kemísk sólarvörn. En búin að finna eitt voðalega fínt franskt sem er sérstaklega fyrir ofnæmis-húð og eitt frá Dr. Organics sem er með hunangi í. Getur bara vel verið að ég kaupi bara bæði, en margar stelpur sem eru með sama húðvandamál og ég mæla með þessum kremum. Gaf svo vinkonu systu sem býr hér í borg gríska kremið, þar sem hún er ekki með svona vandamála-húð vona að það reynist henni betur en mér.
Jæja best að fara að læra fyrir tíma á morgun, umræðu-tími kl. 8 og hópaverkefni kl 10.30 - eftir það ætla ég að reyna að gerast menningarleg og kíkja á safn - en á Thorvaldsen safnið er ókeypis inngangur á miðvikudögum... ef mér endist heilsa til, þangað til næst... hej

laugardagur, 10. september 2016

Fimmtudagar eru djamm dagar

Alla fimmtudaga er bjór-kvöld í skólanum og þennan síðastliðinn fimmtudag var engin undanteknin, þvert á móti var þetta annar-byrjurnar partý og fullt af fólki á skólalóðinni, hægt að kaupa bjór og pizzur, kamrar úti og algjört mega-djamm.. verst að ég þurfti að mæta kl. 8 í skólann daginn eftir. Dáðist að stelpunni sem er með mér í hóp sem djammaði frá kl. 17.00 til 06.00 um morguninn og var mætt on time í skólann kl. 8.00. Mér tókst það næstum því, ef að lestin hefði hleypt mér út á réttri stöð - en hurðirnar opnuðust ekki á stöðinni sem ég ætlaði út á, svo ég varð að fara einni stöð lengra og taka metroið til baka, svo ég var aðeins meira en academicly 15 minutes late - kannski er urban legendið um að þú sért fljótari að hjóla í Köben en að taka lest sönn eftir allt saman. Eftir tímann var stefnan tekin beint á McDonalds þar sem ég drekkti kvef-sorgum mínum í Big Mac, frönskum mæjó og kók.
En snúum okkur að þessu fimmtudagsdjammi, ég ætlaði rétt aðeins að stoppa og sýna á mér trýnið í svona klukkutíma og fara svo heim að læra, en áður en ég vissi af var klukkan orðin 10 og skóla partýinu offically lokið og Antone, franski homminn búinn að draga mig inní gay-hvefið.. sem var alveg áhugavert.. en það var ekki alveg eins spennandi að vakna eldsnemma, með hor á föstudagsmorguninn.
Var ég búin að segja ykkur að ég ætlaði að fá mér Rejsekort - sem er sambærilegt við Oyster card í London. Var búin að finna loop-hole um hvernig ég gæti fengið mér þannig án þess að vera skráð með CPR númer (einskonar kennitala) í Danmörku. Fór inná Hovedbane, tók númer, fyllti út umsóknareyðublöð og beið í rúman hálftíma. En viti menn Danirnir vita alveg uppá hár hvað þeir eru að gera, til þess að geta fengið þetta umrædda Rejsekort, þá þarf maður að hafa skilríki með heimilisfanginu sínu á - ég var með passa og ökuskirteini - en nei það er ekki nóg, heldur þarf skilríki með heimilisfangi mínu á Íslandi - verst að íslensk yfirvöld gefa ekki út slík kort. Svo þannig fór um sjóferð þá - en er komin með eitthvað DOT app, þar sem ég get keypt miða fram í tímann og borga þá jafn mikið fyrir þá og með þessu persónulega Rejsekort.
Í gærkvöldi fór ég á uppáhalds kebab búlluna mína, held að karlarnir þar séu farnir að þekkja mig, búin að fara óþægilega oft þangað sl. tvær vikur, og eru farnir að segja bless þegar ég fer. Ég hló samt einstaklega mikið þegar ég fór þaðan í gær, því ég var komin í mína þykkustu peysu sem ég tók með mér, og haustjakka, á meðan fólk er sprangandi um í sumarkjólum og stuttbuxum. Mánaðarlega kvefið mitt er nefnilega mætt á svæðið (ok kannski ekki fair að kalla það mánaðarlegt, þar sem ég fékk jú ekki kvef í ágúst, húrra fyrir því). Þaðan hjólaði ég svo á Kayjak bar þar sem það er world music festival og ókeypis aðgangur, þar fjárfesti ég í einnhvað mest fancy tei sem ég hef um ævina fengið og lapti það meðan ég hlustaði á Gadjos ásamt Orhan Özgur Turhan, sannkalað balkan turkish beat mixup. Í kvöld er svo annað gigg með Mizgin, sjáum til hvort ég rusli mér útá það - en ég er bara ekki frá því að ég sé með hita :/

miðvikudagur, 7. september 2016

Bike wars

Hérna í Köben er slegist um allt, hjól til sölu á vefnum, íbúðir til leigu, pláss á hjólagötunni og "hjóla"-stæði þar sem þú getur lagt hjólinu þínu.
Satt best að segja er ég ekkert sérstaklega hissa að svona mörgum hjólum í Köben sé stolið á hverjum degi, en minnir að einn kennarinn hafi sagt að það væri stolið um 40 hjólum í höfuðborginni á dag. En hjólagrindur eru algjört djók hérna, fólk læsir hjólunum sjaldnast við grindurnar, heldur leggur hjólinu bara í grindina. Auk þess sem framhjólið er í 99% tilfella lagt í grindina, og ekki mikið gagn anyway að festa framhjólið við grindina, því lítið mál er að losa framhjólið frá stellinu og taka allt annað en framhjólið. Fyrir utan húsið hjá mér er lítil hjólagrind, með kannski pláss fyrir um 8 hjól. Einn leggur svo hjólinu framan við grindina og festir stellið á hjólinu með U-lás við járnið í hjólagrindinni. Hann kann að leggja, ég hef svo lagt fyrir endan á þeim enda grindarinnar sem hægt er að leggja við og fest stellið á mínu hjóli við grindina. Nema hvað ég held að þessi sem á hjólið sem festir það með U-lásnum finnist eitthvað að sér þrengt þarna fyrir endanum og er farinn að leggja þar sem ég venjulega legg.. svo ég er komin í "hjóla"-stæða kapphlaup um stað sem hægt er að festa stell hjólsins við grindina.
Annars rjúka nú flestir framúr mér hérna er ég hjóla í skólann (nota bene hjóla ekki mikið annað), hvort sem það eru gellur í leðurjökkum, wannabe tour-de-France hjólreiðakappar, fólk á Kristjaníuhjólum eða ömmur með blóma-hjálma. Það er þó gaman að sjá að hjálmar eru farnir að sjást hérna á götunum, kannski einn af hverjum tíu hjólreiðamönnum er með hjálm, og flest börn sem sitja í barnasæti aftan á hjóli eru með hjálm. Í dag sá ég svo í fyrsta sinn stelpu með uppblásanlega hjálminn, en hann lítur í raun út eins og kragi sem hægt er að nota við hvaða flík sem er.

"Hjálmur" frá Hövding


Ég er hinsvegar hjám-laus... sem er kannski ekki sniðugt, því maður gerir allskonar byrjenda mistök hérna í umferðinni í Köben. Reyni hins vegar að leggja af stað tímanlega svo ég þurfi ekki að vera í tíma-þröng, en það að skipta um átt er mest tricky. Þeir sem eru vanir líta við og meta hvort það sé bíll að koma úr sömu átt og þeir, fylgjast með gangandi vegfarendum sem eru hugsanlega að fara að ganga yfir gangbrautina (maður notar gjarna gangbrautir til að snúa við og skipta um stefnu). Fylgjast með bíla-umferð úr gagnstæðri átt, sem og hjóla-umferð úr þeirri átt og gangandi vegfarendum ef einhver ætlar að fara yfir götuna úr þeirri átt. Sem sagt - soldið flókið system.
En loksins góðar fréttir, er með einn awsome kennara, verst að tímarnir hans overlappa við annan tíma sem er skyldufag hjá mér, en satt best að segja langar mig að dömpa þeim tíma og taka hann bara á íslandi næsta haust.. haha týpískt að kennarinn sem mér finnst hvað erfiðast að skilja og talar um hvað mest framandi efni er kenndur as we speak á íslandi. Stefnan er að kíkja uppí skóla á morgun og tala við þá hjá alþjóðaskrifstofunni og fá ráðleggingar. En prófin hjá mér þessa önnina eru öll í formi verkenfna, og "semi" ritgerða, og overlappa þessi verkefni líka - og með lesefninu og öllu saman finnst mér þetta vera orðið ógerlegt, en ef ég tæki allt og næði öllu í fyrsta myndi síðasti kennsludagurinn vera 22. nóvember og öllum prófum og skilaverkefnum lokið fyrir fyrsta desember... 

mánudagur, 5. september 2016

Skóla uppákomur

Jæja, hjólavöðvarnir farnir að skrækja aftur eftir helgar-fríið, en ef þú spyrð mig hvað ég gerði um helgina er fátt um svör - svaf? Ég reyndar lufsaðist niður á Íslandsbryggju, því mér var sagt að þar væri eitthvað húllum hæ frá 11-16... ég fann það nú reyndar ekki fyrst, enda gekk ég bara framhjá bryggjunni sjálfri. En fékk svo óstjórnlega löngun í mat, svo ég fór inní hverfið að leita að pizza stað, en þá var húllum hæ-ið bara inní hverfinu, en ekki við bryggjuna sjálfa. Einskonar hverfis-hátíð, það voru tvær götur sem lágu í T sem voru lokaðar, fólk búið að setja upp sölubása að selja notuð föt, poppkorn og danskir kallar, sem hefðu passað inní band með Rúna Júl að spila - þar fékk ég mér pylsu! Alveg kominn tími á eina slíka hér á bæ.
Á sunnudaginn lá ég bara heima að rembast við að læra - en var meira að sofna út frá lestrinum - hann var ekki meira spennandi en það og ekki mikill hvati til að fara neitt þar sem það var hellidemba úti.
En í dag mætti ég í fyrsta tímann í einum kúrsinum, ég hafði sýnt fádæma fyrirhyggju með þvi að skrá mig í hóp, en maður þurfti að gera það online áður en kúrsinn byrjaði. Ég hafði ákveðið að velja hóp með sem innihéldi að minnsta kosti tvo stráka, en það áttu að vera 5 saman í hóp. Ég hafði svo fengið e-mail frá einum stráknum sem var í hópnum með mér hvort ég hefði valið hópinn, eða hvort mér hefði verið skipað í hann - ég svaraði honum um hæl (í fyrripart síðustu viku) að ég hefði valið hópinn því okkur hefði verið sagt að við ættum að vera 5 í hóp, og þau voru nú þegar orðin 4. Ég fékk aldrei neitt svar við póstinum mínum og hélt bara automatískt að ég væri í þessum hóp sem var nr. 26. Í lok tímans í dag var okkur svo sagt að finna hópana okkar, og hópur 1-10 ættu að hittast í þessum hluta stofunna, hópar 11-20 í þessum hluta og svo framvegis. Upphófst nú leitin að hópnum mínum, og loksins fann ég hóp 26, eftir stutt small-talk þá sögðu þau mér að þau hefðu beðið sérstaklega um að fá að vera bara 4 í hóp, og hvort ég hefði ekki fengið einhver skilaboð frá kennaranum um hvort ég ætti ekki að vera í öðrum hóp - nei, ég hafði ekki fengið neitt slíkt - en ég sagðist bara fara í annan hóp og snéri mér við og fór til kennarans og sagðist vera hóp-laus. Þegar ég sagði henni að hópurinn minn vildi ekki hafa mig í hópnum, þá kannaðist hún við málið og sagðist hafa skipað mér í annan hóp, ég skyldi bara fara online og sjá hvaða hópi ég ætti að vera í. Nema tölvan hafði dottið útaf háskólanetinu einni klukkustund áður, svo ég varð að snúa mér til eins samnemanda míns, sem ég ímynda mér að sé skiptinemi frá Asíu, og fann ég þá að ég átti að vera í hóp nr. 22. Nú voru góð ráð dýr, þar sem helmingurinn af nemendunum var þegar farinn úr kennslustofunni, en hópur af 3 nemendum stóð í hnapp að bíða eftir að geta talað við kennarann... ég spurði þau því í hvaða hóp þau væru - jú mikið rétt 22 - og voru guðs lifandi fegin að ég væri þarna komin, því við mættum vera 4 í hóp en alls ekki 3. Mér til mikillar gleði reyndust vera tveir strákar í hópnum, báðir frá Danmörku og ein stelpa; skiptinemi frá Ástralíu. Jeremías, halelúja og amen.
Þessir tímar eiga þó eftir að verða eitthvað áhugaverðir, því við eigum að hlusta á fyrirlestur online áður en við mætum í tíma (og auðvitað lesa greinar líka). Og svo er bara umræða í tímum, æfinga verkefni, hópverkefni þar sem hvert okkar ber persónulega einstaklega mikla ábyrgð á 2 og hálfri blaðsíðu í verkefninu. Og svo er munnlegt hóp-próf í lokin. Strákarnir eru víst mjög sjóaðir í slíku, stelpan frá Ástralíu hefur aldrei farið í svoleiðis, og guði sé lof þá hef ég prófað það einu sinni. Kannski fékk Friðrik hugmynd að svona prófunum eftir að hafa verið í CBS?

laugardagur, 3. september 2016

Lengsta vika ever

Þessi vika er búin að vera svo lengi að líða!
Fór í fyrsta tímann á fimmtudaginn, sem var ágætt, fínt að fá smá forsmekk af því sem koma skal. Þar eru nokkrir kennarar að kenna, og kynntu þeir sig og viðfangsefni kúrsins. Ég er skráð í 4 kúrsa, og eru 2 þeirra skyldukúrsar, kannski ekki það gáfulegasta sem ég gat gert að taka báða kúrsana sem ég hef hvað minnstan áhuga á hérna úti í DK, en það orsakast af ástæðum sem er ekki hægt að taka til baka (deam you Athens). Öllum hópnum er svo skipt upp í minni bekki þar sem við verðum í umræðutímum líka, og var búið að skipa mér í hóp hjá þeim kennara sem hafði þykkasta danska framburðinn.. jeremías þetta verður eitthvað. Nema sumir umræðutímanrnir overlappa við aðra tíma hjá mér, svo eftir að hafa talað við kennarana og sagt þeim frá því, þá sögðu þeir að það væri í lagi fyrir mig að hoppa inní aðra umræðutíma sem ég kæmist í, sem annar kennari er að kenna - svo ég þarf ekki alltaf að vera hjá kennaranum með þykka framburðinn.
Á fimmtudagskvöldið var svo svokallaður buddy dinner, þar sem þrír buddys - eða stuðningsnemendur fyrir skiptinema skipulögðu kvöldverð fyrir sína erlendu skiptinema, alls voru 3 buddys og 5 skiptinemar, tveir frá þýskalandi, einn frá USA, einn frá Frakklandi og ég. Komst ég svo að því að einn af buddyunum er með mér í tíma! Merkilegt nokk, en hann er 9 árum yngri en ég hahah... það er svo mikið af ungu liði hérna í meistaranámi, ég er hreint orðlaus bara.
Í gær, föstudag, var svo síðasti kynningardagurinn fyrir skiptinemana, og byrjaði fyrsti fyrirlesturinn kl. 10, og í þeim fyrirlestri opinberaðist fyrir mér hvað hefur verið að hrjá mig síðastliðna daga - og það er culture shock! Ég komst hreinlega ekki hjá öðru en að skella uppúr, því ég hef búið bæði á Grikklandi og Tyrklandi í svipað langan tíma og ég kem til með að búa í CPH, og ekki upplifði ég neitt þannig þar! Haha mér er greinilega ekki ætlað að búa í Skandinavíu, það er alveg greinilegt.
Fyrirlesarinn skipti culture shock (eða menningar sjokki) upp í 4 stig; 1
1. Honeymoon stig, þar sem allt er æðislegt,
2. Pirrings stig, sem einkennist af reiði, pirringi og almennri neikvæðni í garð landsins og menningarinnar sem þú ert staddur í.
3. Aðlögunar stigið, þar sem þú ert að aðlagast nýrri menningu og tekur menningu landsins í sátt.
4. Viðurkenningar stigið, þar sem einstaklingur getur borðið sinn menningarheim, og landsins saman, og nýtt það besta úr báðum heimum.

Fyrirlesarinn sagði okkur í óspurðum fréttum að nú þegar hefðu tveir nemar komið inná skrifstofu til sín, og sagt við hann af hverju í ósköpunum þeir hefðu valið Kaupmannahöfn, ég hló svo mikið innra með mér - og fékk smá gleði-tilfinningu útúr því að ég væri ekki ein í því að upplifa þetta! Því ég er búin að hugsa þetta nákvæmlega sama ég veit ekki hvað oft síðan ég kom hingað út. Ef ég gat ekki farið til Aþenu, af hverju í ósköpunum datt mér í hug að fara til Köben í staðinn?? Ég er ennþá hissa á sjálfri mér! Nema hvað ég sleppti algjörlega stigi 1 og fór strax yfir á stig 2!

Næsti fyrirlestur var þar sem nemendur í skólanum héldu stutta kynningu um staðarhætti og hvar þeir mæltu með að fara út að borða, og drekka bjór og fleira. Fannst magnað að þeir skyldu tala um hversu ógeðsleg klósettin væru á Solbjerg Plads, og er víst bara nóg að fara eina hæð upp eða eina hæð niður og þar eru decent salerni. Þeir mæltu svo með því að halda sig frá hjóla-götum í mestu umferðinni, en what the fuck, hvað á ég að gera þegar ég þarf að mæta í skólann 2-3 sinnum í viku kl. 8? Mæta seint eða vakna kl 5 til að hjóla í skólann kl. 6 og vera komin 1 klukkutíma áður en skólinn byrjar? Hell nó, en vá ég er ekki að heillast af þessari hjólamenningu, mér er svo illt í lærunum eftir hva 3 eða 4 daga á hjólinu, ég get ennþá labbað jújú, svo þegar ég stíg fyrst af hjólinu eftir að hafa hjólað um 40 mínútur í skólann finnst mér eins og rassinn á mér sé afmyndaður, með imprentuðu hnakkfari.. ekkert pleasant við þetta. Ef ég verð ekki farin að elska þennan hjólamenningu eftir 2 vikur, þá sel ég hjólið og kaupi mér samgöngupassa. Þau á kynningunni sögðu líka að það langar engum að hjóla í skólann þegar lengra líður á önnina, þá verður rigning og miserable... þá sé ég metroið í hillingum - elska það, er kannski 10-15 mín með metro í skólann... super nice!
Seinasta prógrammið fyrir skiptinemana var svo skoðunarferð um Köben, ég var fyrst á báðum áttum hvort ég ætti að fara eða ekki, en þar sem veðrið var svo fínt ákvað ég að lufsast með. Hittumst á Kongens Nytorv (þar sem það sést reyndar ekkert af torginu sökum framkvæmda).

Kongens Nytorv

Það var svo gengið á nokkra staði, Nýhöfn, fyrir framan leikhúsið og talað um pappírseyjuna, þar sem Copenhagen street food er, farið í höllina, og labbað í gegnum garð, stoppað í runde tarn og farið þangað inn og endað við ráðhúsið, sem mér til mikillar furðu var ekki við radhus pladsen...

Ég niðri á Nýhöfn

Antík-loppu markaður sem ég hjólaði framhjá 
á leiðinni í skoðunarferðina

Franskur strákur gaf sig svo að tali við mig í þessari skoðunarferð og eftir stutt small-talk sagði hann mér í óspurðum fréttum að hann væri að upplifa culture shock eða home sickness, verð að dást að honum að tala um það - því ég hefði aldrei viðurkennt það fyrir nokkrum manni af fyrra bragði. Ég sagðist hafa algjörlega sleppt stigi 1 og farið beint á stig 2, og hann hafði nákvæmlega sömu sögu að segja, þá hafði hann verið í starfsnámi í 1 ár i Frakklandi áður en hann kom hingað út, og kunni svo vel við það, og vildi bara hætta við Köben, geyma námið sitt og halda áfram að vinna. Eftir skoðunarferðina röllti ég og frakkinn svo yfir í Christianshavn, og settumst niður á bar og dissuðum Köben yfir bjór. 

fimmtudagur, 1. september 2016

Þvílíkur óbjóður

Una var svo indæl í gærkvöldi að bjóða mér í Tivoli, en hún er með passa, og getur boðið gestum með, það var alveg yndislegt að labba í gegnum Tivoli og drekka í sig andann sem er þar, einskonar never never land... datt niður á jazz tónleika, ballet sýningu, skoðaði illum bolighús - alltaf jafn gaman að kíkja þangað, og langaði hreinlega ekkert út úr Tivoli og "heim". Endaði svo daginn á kebab úr kebab-búllunni sem er næst mér - sem er samt alls engin búlla - heldur mjög snyrtilegur lítill kebab staður; Amager Kebab 2001.

 



Í morgun var ég svo vöknuð kl 6, til að geta lagt af stað í skólann kl. 7, til að vera komin í skólann kl. 8 - úff sko, aðeins of margir morgnar sem ég þarf að byrja svona snemma, og aftur var ég akkúrat 40 mínútur á leiðinni, í þetta skiptið villtist ég aðeins minna, og setti pedalann ekki alveg eins "fast" niður eins og í gær.
Það sem tók á móti mér hins vegar þegar ég kom í skólann, þvílíkur óbjóður og það í aðalbyggingu skólans sem er mjög smart bæði að utan og innan. En það sama á ekki við um salernin..



Er þetta hreinlega boðlegt í virtasta viðskiptaskóla Kaupmannahafnar? Mér leið eins og ég væri stödd við útilistaverk í París í sumarhita, og þeir sem hafa upplifað það, vita hvað ég á við... algjör viðbjóður.

miðvikudagur, 31. ágúst 2016

Hjólandi meistari

Byrjaði dag 4 á því að hjóla í skólann, en jesús hvað það var ekkert sexy við það - var rennblaut af svita! Ef ég hefði verið með meik hefði það verið búið að leka niður í peysuna mína. Það tók mig um 40 mínútur að hjóla heiman frá mér á Amager og í skólann, fór í rétta byggingu og sat þar á plaststól, hlustaði á fyrirlestur um tölvur, tækni og bókakost skólans, og hélt áfram að svitna - stóllinn var rassblautur eftir mig, borderline neyðarlegt.
Þar á eftir var göngutúr um skólasvæðið, okkur framhaldsnemunum var skipt uppí 3 hópa, og byrjaði okkar hópur að fara inní bygginguna sem við vorum að koma útúr. Þar næst var stefnan tekin á aðalbygginguna, og stakk ég hreinlega af eftir að hafa spurt nemana sem voru að lóðsa okkur um svæðið hvort að við kæmum til með að labba í tvær ákveðnar bygginar. Og er þau svöruðu því neitandi var ég ekki lengi að láta mig hverfa og byrjaði á því að heimsækja Georg Jensen outlet, sem er hreinlega við hliðina á einni byggingunni í skólanum.
Leiðin heim var töluvert ánægjulegri, þá var komin sól og ég var bara á bolnum að hjóla og lullaði þetta bara í rólegheitunum, stoppaði í hjóla-búðum að skoða lása og lét svo hækka hnakkinn minn og blés smá lofti í framdekkið. 

þriðjudagur, 30. ágúst 2016

Not in love

Ég byrjaði dag nr. 3 á því að fara á fyrirlestur í skólanum um próftöku, gat samt ómögulega vaknað nógu snemma til að hjóla - haha það yrði svo mikið irony of fate ef að ég myndi svo bara enda á því að hjóla ekkert hérna í Köben og nota bara alltaf metro!! Og ég komin með helvítis hjól og alles... hahaa.. væri svo týpískt ég!
Allavega vorum boðuð á klukkutíma fyrirlestur kl. 10 í nýrri byggingu í skólanum, sem betur fer sýndi ég þá fádæma fyrirhyggju í gær að fá kort af skólasvæðinu og labba aðeins um svæðið í gærdag - því guided tour er ekki á dagskránni fyrr en á morgun. Svo ég gat komist fyrirhafnarlaust í rétta byggingu í morgun, nema hvað fyrirlesturinn varði einungis í um 30 mínútur og var aðeins stiklað á stóru um próftöku - get ekki sagt að ég hafi fengið mikið útúr þessum fundi, enda voru strákar sem sátu í kringum mig að muldra eitthvað eftir fyrirlesturinn af hverju þeir höfðu verið dregnir þangað drullu-þunnir til að fá ekki einu sinni sýnikennslu á hvernig ætti að gera það sem fyrirlesarinn var að tala um. En býst við því að þeir hafi verið á social week prógramminu kvöldið áður. Eftir fyrirlesturinn var buddyinn minn búinn að mæla sér mót við mig og Mariam, annan skiptinema sem hann er tengiliður fyrir, hann gekk svo með okkur um skólasvæðið og kíktum við inní flestar byggingarnar, skoðuðum lesstofur og bókasöfnin, svo það var ágætt. Ég fékk loksins welcome pakkann minn, og þar á meðal er sim-kort sem ég á eftir að tækla, og kort af Köben og skólasvæðinu - haha sem ég stóð í röð í gær til að fá. Eftir að hafa labbað um skólasvæðið, kíkti ég á alþjóðaskrifstofuna til að fá ákveðnar upplýsingar, sem hún gat ekki gefið mér - og var svarað á þá leið að það hefði verið sendur e-mail um þetta - ertu að FOKKING grínast í mér? Ég er búin að fá 5 tölvupósta á viku frá þessu skiptinema dæmi - hvernig á ég að komast yfir þetta allt saman, og helmingurinn á ekki einu sinni við um mig. Hún sýndi mér svo hvernig á að gera þetta - svo ég þarf að leggjast í rannsóknarvinnu í kvöld - en kúrsarnir mínir skarast á, þarf að sjá til hvort ég skipti um kúrsa eða ekki.
Á leðinni heim ákvað ég að hoppa úr metróinu á Kongens Nytorv, og endurnýjaði kynni mín við Big Mac og sá svona líka huggulega portúgalska navy menn þann inni - svo það er hægt að vera mjór og borða á McDonalds einstöku sinnum. Labbaði svo niður Strikið, enda er maður nú varla kominn til Köben nema maður tékki á því, Illum og Magasin. Kíkti líka í Abercrombie, sem er í hliðargötu við Strikið, en lætur rosalega lítið yfir sér, gekk framhjá henni fyrst án þess að taka eftir henni - enda er nafnið bara í glugganum, en ekki yfir búðinni. En jeremías - gallabuxur í Abercrombie kosta næstum því jafn mikið og hjólið mitt. Sá svo rosa sætt par af skóm í Aldo, sem ég keypti ekki (í bili) - hundleiðinlegt að labba niður Strikið og kaupa ekkert :/ Mátaði samt nokkra hluti og kíkti inní nokkrar búðir - er ennþá að venjast gjaldmiðlinum og genginu - ekki alveg búin að átta mig á hvað er dýrt og hvað ekki.
Fékk bara ágætis veður í þessari gönguferð minni, glampandi sólskin, en súrnaði nú heldur betur gamanið er ég kom að ráðhústorginu, þar eru framkvæmdir, svo hálft torgið er lokað og búið að eyðileggja einn uppáhaldsstaðinn minn í Köben, en er maður kemur upp Srikið þá var bygging beint á móti (hægra megin við Tivoli) sem var einskonar mini moll, og hægt að labba langan gang með litlar verzlanir á báða bóga - it´s GONE - og bara verslanir úti á götu í dag. Fór meira að segja inní tourist-info að spyrjast fyrir um það - var að vonast til að mig misminnti hreinlega hvar það er/var staðsett - nei því miður :( Af er sem áður var - ég sakna minnar Köben, en það sem mætti mér í dag var ekki mín Köben I tell you!

Það var á hægra horninu á þessu glerhýsi sem verzlunarsvæðið
 með ganginum var á - svo var líka bíó þar

Labbaði svo bara heim á Amager frá ráðhústorginu, er ennþá að reyna að átta mig á hvaða leið er best að hjóla í skólann - kannski ég nenni að vakna nógu snemma á morgun til að taka test run.


Einhverra hluta vegna er Köben ekki búin að ná mér, er ekki að heilla mig, og hvað þá uppúr skónum - er búin að vera með mikil heilabrot yfir þessu síðustu daga og er búin að komast að því hvað það er! Það er enginn wow-faktor við það að vera í námi í Köben, það er svo mainstream að vera í námi í Danmörku og Köben, hérna eru einfaldlega of margir íslendingar. Það er ekkert spes að vera íslendingur í Köben, eða íslendingur sem hefur verið í námi í Köben. Það er of venjulegt fyrir mig og mér líður ekki eins og ég sé einstök - sem er skrýtin tilfinning.

kveðjur frá Köben,
Elín

mánudagur, 29. ágúst 2016

Shop til you drop

Ég afrekaði það í dag að kaupa hjól, fékk notað hjól á 800 danskar krónur, og það á netinu! Sendi skilaboð á auglýsanda sem auglýsti hjólið á Secondhandbikes.dk og fékk. Skrifaði að ég væri á Amager - sá hinn sami hringdi 10 mínútum seinna og spurði hvort ég vildi það, ég gæti komið og skoðað það strax, og hann var staðsettur rétt hjá mér - ég var svo forbavset eða hissa enda átti alls ekki von á því að neinn myndi hafa samband við mig, ekki frekar heldur auglýsendur allra hinna auglýsinganna sem ég var búin að senda skilaboð á. 
Hjólið er algjörlega tilbúið á götuna, með körfu og ljósum að framan og aftan - sem er eitthvað sem lög kveða á um hér í Danaveldi. Eins gott að hafa insiders info hérna! Hjólið kom hins vegar án lás, svo ég hjólaði beinustu leið í hjólabúð að kaupa lás. Keypti lás á 79 danskar, neitaði að borga 278 krónur fyrir áfastan lás sem minnir á kló. Sá svo massífan lás í Fötex á 59 dkr seinna um daginn, og hefði ég klárlega keypt þannig ef hann hefði verið til í hjólabúðinni á þessu verði! 

Hjólið

Massífi lásinn í Fötex á 59 dkr

Annað sem ég er búin að taka út í dag og í gær eru matarbúðir - það er slatti af matarbúðum í hverfinu þar sem herbergið mitt er staðsett, og er ég búin að fara inní þær ófáar, Fötex er so far í uppáhaldi - en elska ég sérstaklega hvað það er hægt að kaupa Greek style, og Turkish style jógúrt hérna, lactosa frítt skyr - og þar með eru Danir komnir framúr okkur Íslendingum!
Fór svo á kynningarfund í skólanum í dag og komst að þvi að mig vantar einhvern welcome package, bíð spennt að sjá hvað er í honum! CBS buddyinn minn átti víst að láta mig fá hann, það gerist vonandi á morgun. Kynningarfundurinn var samt hálfgerður brandari þar sem stjórnandinn lét fólk standa upp út frá aldri, kyni og heimsálfu (var ekkert smá fegin að það voru bara 3 aldurshópar, yngri en 20 ára, 20-24 ára og 25 ára og eldri). Áberandi margir skiptinemanna voru frá Asíu og Evrópu, slatti frá USA og aðeins einn frá Afríku. Restin af fundinum fór í að markaðssetja einhvern social kvöld pakka, þar sem skipulagðir events verða á kvöldin út þessa viku sem enda í welcome dinner á laugardeginum. Needless to say þá keypti ég EKKI þann pakka, aðeins of amerískt og hallærislegt fyrir svona anti-social manneskju eins og mig. En þeir sem keyptu hann fengu armbönd til að komast inná viðburðina sem eru skipulagðir fyrir hópinn. 
Næst besta surprise dagsins (á eftir að landa hjólinu), var mollið í Fredriksberg, það er mega nice, og VIÐ HLIÐINA Á SKÓLANUM! 

sunnudagur, 28. ágúst 2016

Vaknað í Köben

Góðan daginn Kaupmannahöfn,

flaug inn í gær, svo í dag er tæknilega dagur 1 eða er það dagur 2? Það er sunnudagur, og ákvað að byrja daginn á því að leita að hjóli á netinu þar sem hjólabúðirnar eru lokaðar í dag og ég þarf að fara að komast á milli staða af einhverju ráði á morgun. Að sjálfsögðu ætla ég að kaupa notað hjól og selja það áður en ég fer heim, ég sé mig ekki fyrir mér hjóla mikið heima, og býst þar að auki við því að auknar líkur séu á því að hjólinu þínu sé stolið ef það er skínandi fínt og fallegt! 
Það eru nokkrar síður sem hægt er að leita að hjólum, nokkrar á facebook, og svo einskonar smáauglýsingar á netinu. Sá eitt hjól á einni síðunni á facebook sem tikkaði í öll boxin sem ég er að leita að, dömuhjól sem hentar minni hæð, er með ljósum, lás og körfu að framan.Vandamálið er bara að það eru alltaf 10-15 manns að spyrjast fyrir um eitt hjól. Í þessu tilfelli var svo tiltölulega stutt síðan auglýsingunni var póstað inn, eða um 30 mínútur, svo ég sendi skilaboð á seljandann hvort hjólið væri ennþá til, seljanndinn svaraði með caps lock: ARE YOU INTERESTED? Því næst spurði ég hvar hún væri staðsett (því það kom eins og hún hefði póstað færslunni úr Hilleröd - sem er soldið langt frá Köben), svarið lét ekki á sér standa; FUCK OFF BITCH

Hjólamarkaðurinn er greinilega jafn fierce og fasteignamarkaðurinn hér í borg - held að ég fari bara í hjólaverslun á morgun.

Hjartanlega velkomin til Köben - dettur bara textinn við lagið "Put your hands up for Detroit" - nánar tiltekið "I love this city"

miðvikudagur, 6. júlí 2016

Izmir í hnotskurn

Eins og Þessalóníka á Grikklandi er gerð fyrir konur sem elska skó þá er Izmir gerð fyrir tilvonandi brúðir þar sem hér í borg eru nokkrar aðloggjandi götur þar sem önnur hver verslun ef ekki meira sérhæfir sig í brúðarkjólum. Og engum smá kjólum skal ég segja ykkur, sumir eru alsettir perlum eða semelísteinum, blúndum, blómum, eða því sem líkist fiðrildum. Pilsin á sumum eru svo stór að kjólarnir myndu sóma sér vel í my big fat gypsy wedding. Nú svo er að finna verslanir með furðulega þema kjóla í anda Viktorísks stíls og rómersks gladiator look. Nú eða bleikur stuttur kjóll í líkingu við ballet dress.. Svo ef brúðkaup stendur til á þínum bæ, þá er eitthvað til fyrir alla í Izmir



Annað sem er nóg af hér í borg eins og brúðarkjólaverslunum eru villihundar, þeir fara um ýmist einir eða í hópum, og taldi ég þá tíu saman í dag í einum hópnum. Ekki fer alltaf vel fyrir þessum hundum eða þeim sem á vegi þeirra verða, en er ég steig út úr einni verslununni á aðal-brúðarkjólagötunni sem er steinsnar frá hótelinu mínu þá sá ég að augu allra gangfarenda beindust að grasblettinum á milli akgreinanna, þar lágu tveir piltar, skólausir og ringlaðir og var hópur fólks að hlúa að þeim. Er betur að var gáð sá ég hvar bifhjólið þeirra hafði verið dregið uppá grasblettinn, og sömuleiðis einn villihund, en greyið virtist ekki með lífsmarki. Sjúkrabílar komu aðvífandi innan augnabliks og var piltunum mokað uppá börur og keyrðir í burtu - vona að það hafi farið betur fyrir þeim.
Bless Izmir,
í bili - vona að ég sjái þig aftur síðar

sunnudagur, 3. júlí 2016

Tyrkland once more

Það er eitthvað við Tyrkland sem fær mig til að langa til að koma aftur og aftur hingað - og once more er ég hérna þegar ramadan er að enda - sem hentar ágætlega þar sem þá er ókeypis að nota hraðbrautirnar! Ég sótti bílinn í dag - my favorite: Fiat Linea - haha strákarnir á hótelinu sögðu meira að segja wow a nice car þegar ég lét þá um að leggja bílnum fyrir nóttina! En ég er ekki viss um að heima yrði jafn mikið wow-að yfir honum.
Izmir er alveg ljómandi skemmtileg borg, sú þriðja stærsta á Tyrklandi - en samt ekki svo rosalega stór að maður ráði ekki við hana, en brött er hún, er lengra dregur frá sjónum, meira að segja töluvert brattari heldur en Thessaloniki. Fór að skoða kastalann í dag, keypti geisladiska fyrir aksturinn næstu daga, fór í liftu-turninn, en turninn er kallaður Assansör - eða Lyftan, þar mætti ég brúðhjónum á leiðinni niður, og er ég tók liftuna niður sátu þau í mestu makindum og drukku kaffi á kaffihúsi úti á götu. Í kastananum var ljómandi gott útsýni yfir borgina - og það sem ég kalla Mt. Rushmore Tyrklands sem yrði þá væntanlega kallað Mt. Ataturk. Hér eru líka rosalega mörg falleg gömul hús frá tímum Smyrnu, er hér bjuggu einstaklingar af ólíkum þjóðernum; Frakkar, Bretar og Grikkir, auk Tyrkja. Í gær þrammaði ég svo um markaðinn, eða Bazar eins og hann er kallaður hér. Keypti samt ekkert, nema jú límonaði - það eina sem þyrfti til að fullkomna þetta væri frappé - en límonaði fæst ekki í Alanya eða Side - held að ég verði að taka auka dag í Izmir eða stoppa í Antalya - þar fæst líka límonaði - og ég á hamam alveg eftir... Hmmm... Maurinn hérna er ekkert til að kvarta yfir - borðaði calamari í kvöldmat tvo daga í röð - en það fæst held ég alveg örugglega ekki svona gott við suður-ströndina.
Á morgun er svo formleifaskoðun: Pergamum og Troya daginn þar á eftir :)