föstudagur, 31. júlí 2015

Marmaris framhald

Gleymdi alveg að segja ykkur frá uppákomunum í Marmaris. Þessir búðar gaurar geta verið svo annoying ef maður er ekki í stuði fyrir þá, þegar ég var að strunsa heim eftir að hafa skilað bílnum (já þetta var klárlega struns) þá reyndi einn að fiska mig inná veitingastað, hvort það mætti bjóða mér eitthvað að drekka - ég get svarið það ég veit ekki hvaðan tónninn og svarið mitt kom, en ég svaraði með mesta fyrirlitningartón sem ég hef nokkurntíma notað er ég svaraði að það mætti hann ekki-þakka þér kærlega fyrir. Nei kauði gafst ekki upp, og sagðist vita að ég kæmi frá Hollandi. Jeremías, hvað ég hugsaði restina af leiðinni heim; ef einhver einn í viðbót segir að ég sé frá hollandi þá öskra ég! Blessunarlega reyndu ekki fleiri að eiga mannleg samskipti við mig það kvöldið.
Síðasta kvöldið í Marmaris var ansi skrautlegt skal ég segja ykkur, lennti á heilmiklu spjalli við einn verslunareigenda á basarnum - úff innsight í þann heim var ekki fallegt skal ég segja ykkur, en hann sagði að þar sem svo mikið af þorps-strákum séu búnir að opna verslanir í Marmaris (og þetta á eflaust við annars staðar líka) þá hefur virðing fyrir viðskiptavininum alveg farið í svaðið. Þessi sem ég lennti á spjalli við sagðist vera frá Ankara, og þar af leiðandi ekki "þorpari" en ég tek því nú með fyrirvara því ekki talaði hann fallega um hugsanlega viðskiptavini - sagði fólk ekkert vita af hverju það kæmi á bazarinn, vafraði bara um stefnulaust að skoða og ekki að skoða. Haha þessu lýsing gæti alveg átt við um mig.
Alls staðar eru svo merkingar í gluggum eins og "genuine fake" eða "original fake" haha þeir hafa ekki tekið upp á þessu ennþá í Alanya, nú eða hætt því... Ég fjárfesti ekki í neinu í Marmaris, enda hafði ég gert öll kaupin í Alanya eða Antalya- það var svo reynt að selja mér fake ilmvatn, en slíkar búðir eru mun meira áberandi í Marmaris heldur en Alanya. Kannski er þetta eitthvað sem bretarnir kaupa (en þeir eru sjaldgæf sjón í Alanya). Verslunarmaðurinn spyr mig endurtekið: hvað er þín lykt - hvað er þín lykt. Ég stóð á gati enda alltaf að skipta, svo ég svaraði Victorias secret (sem ég er jú að nota núna). Hvað haldið þið að hann hafi sagt? Nú: "can I smell you" auðvitað - haha ég gat ekki að því gert en að fara að skellihlæja og láta mig hverfa.  Hafði engan sérstakan áhuga á því að láta lykta af mér. En hvað ég get hlegið að þessu ennþá!
Seinna sama kvöld gat ég ekki á mér setið þegar einn spyr hvaðan ég sé, og ég svaraði ekki- þá las hann aftan á stuttbuxurnar mínar: "california" haha þá snéri ég mér við og klappaði og sagði nei sko hver kann að lesa. Haha held að hann hafi ekki alveg náð þessu því hann sagði að venjulega væri hann með gleraugu eins og ég, en ekki núna - sagði mér í stuttu máli frá buisnissinum sínum sem er að selja túristum skoðunarferðir. Svo vildi hann endilega bjóða mér í einn drykk á einhverjum bar - ég afþakkaði pent, enda aldrei hægt að treysta neinum í þessu landi að viðkomandi sé bara vinur manns - í 90% tilfella er alltaf eitthver annað mission. Því miður, því eflaust gætu margir orðið góðir vinir manns.
Segi ykkur næst frá Rhodos

Engin ummæli:

Skrifa ummæli