miðvikudagur, 19. ágúst 2015

Af því að það er miðvikudagur

Í dag eru margar verslanir lokaðar í kvöld - af hverju gæti margur spurt. Svarið er einfalt; því það er miðvikudagur! Margar verslanir hafa siestu seinni partinn milli 14 og 17, þar að auki opna sumar þeirra ekkert aftur í kvöld, því það er miðvikudagur. Það sama gerist svo á laugardagskvöldum og mánudagskvöldum, svo er allt lokað á sunnudögum, meira að segja super-markaðurinn. Margar verslanir eru þó með opið allan daginn mánudag til laugardags, þar á meðal super-markaðrnir, túrista verslanir, Zara, H&M, Pull and Bear, Bershka og Stradivarius.
Ég er alveg að detta í þennan gríska lífsstíl að byrja daginn snemma, enda allt komið í full swing milli 9 og 10 og hitinn bærilegur, vinna svo frá 10 til 13, borða svo hádegismat, þó það sé alls ekki grískt - grikkir eru nánast að borða morgunmat kl 11 og því hádegismat kl 15. Eftir lunch er svo voða gott að fá sér smá blund - en það að labba upp og niður stigana hérna við vinnuna keyrir mann alveg út í þessum hita. Svo er val milli þess að fara á ströndina eftir blundinn um kl 16 eða 17 - og grípa sér íspinna á leiðinni. Nú eða þræða verslanirnar og skoða skó í gluggunum...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli