laugardagur, 29. desember 2012

56% success or epic fail

Jæja, nú er komið að stóru stundinni; uppgjöri ársins!!
Hvernig gekk mér með áramótaheitið 2012? Að kaupa engin föt, skatrgripi, veski eða skó á Íslandi 2012 (nánari relgur hér). Undantekningar frá reglunum voru að ég mátti kaupa nærföt, ef einhver ómissandi flík eyðilegðist og ég mátti láta gera við það sem var bilað, auk þess sem ég mátti kaupa föt innan skynsamlegra marka ef ég færi erlendis. Ég fór jú með föt og skó í viðgerðir og breytingar.. en ég þurfti ekki að kaupa mér nein nærföt og engin flík eyðilagðist sem taldist vera ómissandi (t.d. gönguskór eða föðurland). Ég fór erlendis á árinu og keypti mér eyrnalokka, stuttbuxur og tvo boli. "Neyðartilfellin" urðu hins vegar ansi mörg hérna heima, og náði ég að eyða 111.501 ISK samtals í föt, innanlands og erlendis á árinu, en það eru tæp 44% af því sem ég eyddi í föt í fyrra (253.481 ISK) svo það er hægt að segja að ég hafi skorið niður um 56% á milli ára. En fór langt yfir 40.000 ISK heimild í fatakaup á árinu :(
En eruð þið þá ekki forvitin að vita hvað ég verslaði á árinu?
111.501 ISK var eytt í; hring, tvenn skópör, tvö veski, tvo boli, stuttbuxur, tvo eyrnalaokka, úr, hárband og kjól.

Innkaup árisins 2012

Ég ætla ekki að leggjast í afsakanir, en hins vegar get ég tekið fram að hér var í mörgum tilfella um afslætti eða tilboð að ræða, í sex tilfellum af þrettán. Það sorglegasta samt var að í byrjun desember var útlitið miklu betra, en ég afrekaði að eyða 43.292 ISK af heildar upphæðinni í desember. Af hverju? Ég sá skó á útsölumarkaði í mínu númeri sem mig var lengi búið að langa í, svo missti ég mig í gleðinni, en hins vegar þarf ég ekki að kaupa mér veski á útsölu í janúar og ég er búin að kaupa afmælisgjöfina handa sjálfri mér 2013!

Luv,
E

miðvikudagur, 19. desember 2012

Rauði varaliturinn - follow up

Ég rakst fyrir algjöra tilviljan á leiðbeiningar á netinu hvaða rauði varalitur hentar hvaða húðtóni, sjá hér. Málið vandast þó ef þú átt í erfiðleikum með að flokka hvaða húðlit þú ert með, en litaskiptingin skiptist í; fair, medium, olive og dark. Mæli ég sjálf helst með því að heimsækja einhvern af þeim snyrtifræðingum sem starfa í snyrtivörudeildum apóteka, stórverslana og snyrtivöruverslana og fá þær til að aðstoða þig við valið á þeim lit sem hentar þér best.. 

Annars er ég með plön um nýtt blogg á nýju ári og nýtt átak, nema á þessu ári verður fjöldatakmörkun á ákv. tegund á neysluvöru.. hmm.. ef ég legg í annað átak það er að segja! 

Á ég virkilega að binda mig í báða skóna annað árið í röð? Mynd að láni héðan

Fannst við hæfi að setja stúlku í rauðum ballet-skóm, rautt er jú litur jólanna - spurning hvort ég eigi að bregða mér í rauða skó á aðfangadag.. rauða skó á ég ;)

Luv,
E

þriðjudagur, 18. desember 2012

Það fyrsta á nýju ári..

..sem undirrituð kemur til með að gera er að fara að VERSLA á útsölum. 
Tveir hlutir eru efstir á óskalistanum mínum.. það er kónga blá semi-gegnsæ siffon blússa og veski! Svo er ég með ákveðna hugmynd að afmælisgjöf handa sjálfri mér - en ég get sagt ykkur strax að ég mun ekki versla mér armband frá Tiffanys eins og ég var jafnvel búin að tala um hér

Blússa eitthvað í þessa átt, sem er hægt að nota hversdags og við fínni tilefni:

Þessi er frá Tinu Turk - 19.000 ISK á útsölu


Að lokum vil ég vekja athygli lesenda á pinterestinu mínu, en það má nálgast hérna, auk þess sem ég ætla að setja fastan link hérna vinstra megin á blogginu undir tenglar. 

Luv,
E

mánudagur, 17. desember 2012

Styttist í samantekt

Það fer að styttast í samantekt ársins, það er samantekt yfir hvað ég keypti af bannlistanum og hversu mikið ég eyddi í fatnað, skó og skart á árinu, innanlands sem utan. Ég var búin að segja ykkur aðeins frá því sem ég keypti erlendis í þessari færslu hér en á algjörlega eftir ótalið það sem ég hef eytt í föt innanlands. Þetta fatabindindi hefur þó ýtt úr vör nýjum og áður óþekktum eyðslu-venjum í formi snyrtivöru innkaupa. Má eiginlega segja að þar sem föt voru tekin út úr eyðslumynstrinu, þá hafi myndast ný þörf á snyrtivörum af minni hálfu. Nýjasta löngunin er Naked 2 augnskuggapalletta frá Urban Decay:

Urban decay naked 2 - 6.311 ISK hér


Þessi palletta er útgáfa nr. 2 af upprunalegri Naked pallettu frá Urban Decay, nema þessi útgáfa nr. 2 er paraben-free. Svo það eru aldeilis góðar fréttir, er mikið að hugsa um að halda að mér höndum í augnskugga innkaupum á næstunni (ekki svosem að ég sé alltaf að kaupa mér augnskugga) og þá kannski frekar kaupa svona palettu næst þegar ég fer vestur um haf. Annars segja þeir sem vit hafa á að maður eigi frekar að kaupa sanseraða og glimmer augnskugga frá ódýrari merkjum, þar sem það er víst auðveldara að búa til góða sanseraða augnskugga heldur en matta. Eigi maður því frekar að kaupa matta skugga frá dýrari merkjum, því maður finnur meira fyrir gæða-mun á möttum augnskuggum heldur en sanseruðum. Urban decay hefur einnig nýlega sett á markað matta augnskuggapalettu;

UD naked basics - 4.670 ISK


Ég efast ekki um að sú matta væri betri fjárfesting til lengri tíma litið, þar sem mattir augnskuggar fara fleirum betur heldur en sanseraðir.. auk þess sem ég á haug af sanseruðum augnskuggum í snyrtidótinu mínu og vantar klárlega ekki fleiri augnskugga.

Áramótaheit næsta árs: mála mig meira og nota makupið sem ég á? Kaupa minna? Það eru allavega fleiri en ég sem eru að endurskoða neysluna sína, en youtuberinn Christine, en ég póstaði einmitt skápa-tiltektinni hennar á bloggið mitt fyrir nokkrum mánuðum, hún ætlar í makeup-kaupabindindi árið 2013, sjá bloggið hennar hér.

Luv,
E

laugardagur, 15. desember 2012

Veik í make-up, follow up

Í júní fór ég í verslunarleiðangur í Shop Couture, og keypti mér augnskugga-primer og augnskuggabursta (sjá færslu hér). Ég var búin að lofa gagnrýni á vörurnar og here goes:

Elf mineral eyeshadow primer:
Þvílík snilld, hann svínvirkar, formúlan er húðlituð og hylur um leið bláleika á augnlokunum, og það sem skiptir öllu máli, þá heldur hann augnskugganum á sínum stað allan daginn (og hér erum við að tala um 12 klst vinnudag), án þess að augnskugginn krumpist! Vara sem klikkar ekki á 990 ISK.

Elf crease brush:
Frábær bursti til að setja skyggingu í crease á auganu, virkar vel fyrir litla crease (veit ekki hvernig ég ætti að þýða þetta á íslensku svo crease verður að duga), nota ég svo annan og óþéttari bursta til að jafna skygginguna út og útkoman er frábær! Það sem toppaði svo kaupin var verðið; 490 ISK.

Ég keypti síðar augnskuggabursta frá þeim:

Augnskuggabursti frá elf - 490 ISK


Hann er líka mjög góður, reyndar aðeins ójafn á brúnunum, eins og hárin séu eitthvað ójöfn, og svo fór hann soldið "úr hárum" fyrst, en eftir að ég þvoði hann með smá shampoo, þá hafa sama sem engin hár losnað úr honum.

Luv,
E

fimmtudagur, 13. desember 2012

Meðmæli mánaðarins: Desember

List:
Rakst á verk á þeirri eðal-síðu Perez Hilton af Honey Boo Boo sjá hér, og leitaði þvi upp heimasíðu listamannsins Jason Mercier. Jesús maðurinn er snillingur, þið verðið að kíkja á heimasíðuna hans og skoða verkin hans! Notar hann óvenjuleg hráefni í listsköpun sinni, rusl, nammi, garn, skór, skeljar, þara, blóm, sígarettustubbar, gervineglur og bara nefndu það - hvað notar hann ekki.

Bloggið:
Jóhanna vinkona í súkkulaði-bindindi for a cause í Desember, sjá blogg hér.

Boðið:
Kaffiboð mánaðarins var klárlega heima hjá mér seinustu helgi þar sem nágranninn fór að bora 5 mínútur í klukkan þrjú á sunnudegi.  Afmælisboð mánaðarins (af mörgum) verður klárlega afmælið hennar Hörpu næstu helgi :)

Kvikmyndin:
Breaking dawn 2 og Silver linings playbook.

Bókin:
Ekki sannkölluð jóla-lesning þennan mánuðinn en ég var að leggja frá mér: The Natashas: the new global sex trade eftir Victor Malarek sem ég var að lesa fyrir ritgerð í skólanum. Svakaleg og raunveruleg lesning.

Bókin fæst að láni hjá Aðalbókasafni á Tryggvagötu og Ísafirði


Ég er svo að lesa aðra sambærilega bók og næsta bók á leslistanum er; Hið dökka man, saga Catalinu. 

Ert þú búin að velja þér jólabókina í ár?

Luv,
E

miðvikudagur, 12. desember 2012

Did a little shopping

Sælar darlings,

ég og Heiðrún fórum líka í þessa mjög svo successful verslunarferð í Pier um daginn, þar sem ég fann ljósakrónuna sem mun prýða svefnherbergið mitt og gardínur í stofuna. Gardínurnar voru ekki alveg á innkaupalistanum í þessari verslunarferð en þar sem þær voru á tilboði og fékk ég tvær lengjur fyrir eina, þá var fjárfest í þeim líka.. ekki spillti fyrir að ég borgaði einungis rúmar 12 þúsund ISK fyrir ljósakrónu og gardínur! Held að ég finni seint betri díl...
Því miður get ég ekki deilt myndum með ykkur þar sem ég finn ekki mynd af ljósakrónunni online, en gardínurnar eru úr svartri blúndu og fara upp einhverntíma á næsta ári...

Svartar blúndugardínur

Núna er ég hins vegar obsessed af lugtum, sá svo sætar lugtir í dag í Bauhaus.. en ákvað að hemja mig og fjárfesta ekki í einni slíkri - þrátt fyrir afskaplega mikla löngun... hún var eitthvað í átt að þessari hér, nema silfurlituð:

Lugt - þessi er úr Ilva á 6.995 ISK



Annars var mamma að segja mér að meðal-konan í Evrópu kaupir sér 9 skópör á ári.. ég er langt frá því að ná meðal-konunni í Evrópu. Hvað kaupir þú mörg skópör á ári?

Luv,
E

miðvikudagur, 5. desember 2012

Ást lífs míns

hlýtur að vera skór!

Ég sá þessar elskur í Zara þegar ég labbaði í gegnum Smáralind að skanna jólagjafir:

Zara - verð online: 8.995 ISK


Þeir hljóta að kosta meira, trúi því ekki að ég hafi staðist þessar elskur úr fake rússkinni (ég held allavega að þeir hafi verið feik) en á móti hentar efnið afskaplega illa í snjó og slabbi á Íslandi. Og ég sem á ekkert til að fara í á jólahlaðborð í vinnunni í kvöld. Æ já nú man ég, rennilásinn á þeim var svo stífur!

Luv,
E

þriðjudagur, 4. desember 2012

Elín hlakkar til að go shopping!

Ég er mikið búin að vera að spá í decoration fyrir svefnherbergið mitt, þeir sem muna þá bloggaði ég um einskonar lookbook hérna fyrr á árinu.

Hérna er eitthvað af því sem ég er búin að vera að skoða online uppá síðkastið:

Ilva 9.900 ISK

Ikea 8.990 ISK

Ilva 14.995 ISK


Ég er samt ekki viss um að þetta verði loka-niðurstaðan og actually það sem ég kaupi, einnig er ég að pæla í gardínum fyrir stofuna, snilldarhugmynd laust niður í kollinn á mér varðandi það. En bévítans rúmið mitt er að setja mér miklar skorður - já og smæðin á svefnherberginu mínu.. væri alveg til í að það væri nokkrum sentimetrum breiðara.. en já rúmið mitt er sem sagt töluvert hærra en gerist og gengur, eða um 73 cm og koma því afskaplega fá náttborð til greina, auk þess sem þau mega ekki vera of breið.

Í fullkomnum heimi fengist þetta borð í hærri og minni útgáfu, rosa skotin í þessu líka:

Ikea 24.950 ISK

Annars hef ég líka verið að hugsa um kommóður sem náttborð en alltaf virðist ég eiga í stökustu vandræðum með náttborð í lífinu. Ég man eftir því að í gamla barnaherberginu mínu, þegar ég var í 90 cm rúmi, þá var svo lítið pláss á milli hurðarinnar og rúmsins að það var ekkert pláss fyrir náttborð. Þrautalendingin varð þá að snúa bleikum pappakassa á hvolf og nota hann fyrir náttborð, hann var allavega nógu mjór.
Þegar mamma og pabbi lögðust svo í breytingar á húsinu, og ég fékk svefnloft þá var ég svo heppin að þau áttu annað náttborð úr svefnherbergis-settinu þeirra sem þau voru ekki að nota. Það þurfti örlítið að flikka uppá það með trélími og það var eins og nýtt! Það borð er hins vegar alltof lágt við þetta trölla-rúm mitt!

Luv,
E

Ps. ji hvað ég hlakka til að fara að gramsa í búðum á fimmtudaginn... 

laugardagur, 1. desember 2012

Hlakka til að árið sé búið!

Ykkur að segja verð ég að viðurkenna að ég er orðin dauðþreytt á þessu fata-bindindi og er ánægð að því ljúki senn... 
Fór í smá jóla-skoðunar leiðangur um daginn, og sá SVO margt sætt sem ég hefði viljað kaupa, 2 hálsfestar í Debenhams, hálsfesti í 3 smárar, veski í Top Shop.. en ekki svo mikið af fötum, en er pínu aukahlutasjúk þessa dagana að þvi er virðist vera ;)

Ég er þó ekki búin að halda kaupa-bindindið 100% en engu að síður búin að standa mig nokkuð, ef bara ekki mjög vel. Eins og ég setti fram í Rules of the game, þá mátti ég kaupa föt er ég fór erlendis, og fór ég til Finnlands, Eistlands og Ítalíu á árinu, innanlands svo mátti ég kaupa mér í brýnustu neyð eitthvað sem væri svo ég, mig væri búið að langa í það lengi og ef um of góðan díl væri að ræða til að sleppa því, og var sá kvóti settur í 40 þúsund ISK fyrir árið - sem yrði dregið frá heildar budget í makeover í svefnherberginu. Ég mun svo í lok ársins gera upp bókhaldið, hvað var keypt, af hverju og svo framvegis.. pósta svo myndum með að sjálfsögðu!

Ég verð þó að viðurkenna að ég tók smá forskot á makeover sæluna og fjárfesti í sófa fyrr á árinu (hann var verslaður á tilboði needless to say, þegar ég fór að skoða sjónvarpshillu og gekk út úr búðinni með sófa - vel gert Elín). Þannig fór stór hluti af budgetinum fyrir make-over í svefnherberginu í sófa/stofu-makeover, svo það má segja að öll íbúðin sé byrjuð í andlitslyftingu. Er svo með ýmisleg önnur plön um hvernig ég eigi að framkvæma þessar endurbætur og andlitslyftingar, ég deili myndum með ykkur við fyrsta tækifæri. Ég hafði svo hugsað mér að ráðast í þessi verkefni í janúar, en ég held að það verði að gerast í desember eða febrúar þar sem janúar er strax orðinn uppbókaður!

Billund sófinn minn - úr Rúmfatalagernum - 189.950 ISK


Svo er ég bara byrjuð að hugsa jólagjafir og jólaföt - að sjálfsögðu ekki ný en ný samsettning!

Í hverju ætlar þú að vera um jólin?

Luv,
E