Þrátt fyrir að hafa verið í Chania í yfir mánuð er ég ennþá að uppgvöta áhugaverðar götur sem ég hef ekki labbað um áður og núna þegar ég á ekkert kvöld eftir vildi ég að ég hefði verið duglegri að fara út að labba á kvöldin en ég hef verið ansi löt við það. Ástæðurnar eru helstar þær að ég hef stundum verið svo þreytt eftir vinnuna og hitann yfir daginn að ég hef hreinlega ekki orkað að fara út, önnur ástæða er að á kvöldin eru mosquito flugurnar svo einstaklega svæsnar og ef ég hef farið út sit ég gjarnan uppi með 3-5 bit og það þrátt fyrir að nota sprey. En ég dressaði mig upp eitt kvöldip (til að matcha grísku stelpurnar) og röllti um göturnar og fékk mér kvöldmat á veitingastaðnum Tamam í gamla bænum. En það að fara einn út að borða hér í landi er nánast ómögulegt því flestir réttir eru gerðir til þess að deila þeim. Því held ég mig oftast við forrétti á borð við steiktan smokkfisk, steiktan saganaki ost eða grískt salat. Á Rhodos fékk ég þó ljómandi góðan grillaðann kolkrabba - mmmm... Hann var svo góður að ég nánast tími ekki að fá mér hann hér ef hann væri verri! Besta saganaki ostinn fékk ég á tavernu í bakgötum Agia Marina á Roka og besti steikti smokkfiskurinn er á Notos við gömlu höfnina.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli