laugardagur, 10. desember 2016

Krakow recap

Ég skellti mér til Póllands, Krakow nánar tiltekið þann 11-14 Nóvember að heimsækja Dawid. Það var hin mesta snilld, þó að það hafi verið kaldara þar heldur en í Kaupmannahöfn.
Ég flaug yfir á föstudagskvöldi og byrjaði Dawid að fara með mig á mjólkurbar - sem er eitthvað furðulegt nafn yfir veitingastað sem býður uppá klassískan pólskan mömmu-mat. Þar tróð ég svoleiðis í mig súpu og tveimur öðrum réttum til að bragða á pólska eldhúsinu.
Á laugardaginn byrjaði að snjóa og við fórum í smá skoðunarferð niðrí miðbæ, kíktum á fata-flóamarkað, þar sem var hægt að kaupa jakka frá íslenska merkinu Nikita! Það kom mér á óvart, við kíktum svo í kirkjuna á aðal-torginu og á markaðinn. Löbbuðum svo heim en Dawid og kærastinn hans Kristó búa í gyðingahverfinu. Ég kíkti svo á Galicia gyðingasafnið sem var í næsta nágrenni og um kvöldið kíktum við út á bari og borðuðum einskonar opið bagette í kvöldmat (sem er algengur fast food þar í borg). Var svo mikið hlegið að mér þegar hópurinn sagði mér að við ætluðum að drekka vodka og ég spurði í hverju - í Póllandi er vodka tekið í staupum! Og ekki slæm staup, vodka með kirsuberjabragði og fleiri brögðum. Einn vinur Dawids reyndist svo vera frá svíþjóð - og í lok kvöldsins vorum við farin að syngja snella snella með Carlolina af Ugglas. Ekki bjóst ég við því á bar í Póllandi
Daginn eftir byrjuðum við daginn á morgunmat og svo fór ég, Dawid, vinkona Dawids og hundarnir þeirra að kastalanum sem stendur yfir borginni. Við rót kastalans er svo eldspúandi dreka-stytta. Við Dawid rölltum svo meðfram ánni, og yfir í gamla gyðinga ghettoið - þar sem er eitt torg sem er fullt af stólum (sem eru einskonar styttur). Ég fór svo í Shindlers faktoríuna - þar sem ég hélt að væri safn tileinkað Shindler sögunni - það var þó minnst tengt því, en aðeins tvö herbergi voru tileinkuð Shindler. Restin af safninu var ítarleg frásögn og innstilation af atburðarrásinni í WW2 - og brottflutningi gyðinga út úr Krakow. Safnið var áhugavert - en alltof stórt of yfirgripsmikið, ég hreinlega orkaði ekki að lesa textana sem voru við myndirnar og sýningargripina - og þegar ég kom út slátraði ég hálfum lítra af vatni á núll einni og tók tramið heim til strákanna, þar sem við pöntuðum bara pizzu í dinner og nenntum ekki út í snjókomuna.
Á mánudagsmorguninn byrjaði ég á því að fara í synagóguna sem er rétt hjá strákunum og skoðaði grafreitinn þar - sem er víst einn elsti grafreitur gyðinga í Evrópu. Svo hentist ég útá pósthús að kaupa frímerki - en þau eru bara seld á pósthúsum. Svo í tram út á lestarstöð og svo útá flugvöll og heim til Köben.
Snilldarferð, alveg hægt að skella sér til Póllands, ódýr og góður matur og mæli með Galicia safninu og örugglega hægt að gera góð kaup í mollinu sem er við aðal-lestarstöðina, en ég hafði bara rétt tíma til að reka nefið þar inn á leiðinni útá völl - næst gæti ég svo farið til Auswich.