þriðjudagur, 11. ágúst 2015

Aldrei ein

Jesús hvað það getur stundum verið gott að vera ekki einn - en núna erum við tvær stelpur á ströndinni sem skiptumst á að snýta okkur. Fyrst hélt ég að þetta væri ofnæmi fyrir einhverju, en þegar þetta fór ekki er ég tók amerísku ofnæmistöflurnar þá fór mig að gruna að um kvef væri að ræða. Sem er alveg stórfurðulegt í ljósi þess að ég er ekki með loftkælingu í herberginu mínu, heldur bara viftu. Fyrst gat ég nú ekki sofnað fyrir hita og endaði á því að sofa ofan á sængurfötunum, núna er ég hins vegar komin undir þau sama hversu heitt mér sé. En margir gætu svosem spurt hvernig í ósköpunum ég fór að því að ná mér í kvef þegar daganir eru um og yfir 35 gráður á celcius og kvöldin um 26 gráður það þætti mér líka gaman að vita.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli