þriðjudagur, 30. júní 2015

Tyrkland er atvinnuskapandi land

Ég stoppaði ekki lengi í Antalya, aðeins þrjár nætur hjá honum finnska Elmo. Það var rosalega gaman að hitta hann aftur þó að hann hafi verið að vinna þá daga er ég dvaldi á hans bæ. Við náðum þó að fara út að borða á Big Chefs kvöldið sem ég kom þar sem það var frídagur hjá honum þann daginn, en flugvallarstaffið er mikið að taka á móti farþegum seint á kvöldin og á nóttunni. Næstu tveimur dögum var eytt í að kíkja í mollin þar á bæ; Terra city og Mark Antalya. Var ég nokkuð ánægð með getu minnar til að rata um borgina og taka strætó, enda ekki farið mjög oft inn til Antalya áður að ramba um borgina. 
Það var þó alls ekki mikið verslað þarna, enda með ansi mikið af farangri nú þegar og vörurnar sem eru til sölu eru mest megnis annsi óhenntugur til að nota heima. Engu að síður voru allmargar flíkur mátaðar og þar rak ég mig á þá furðulegu og ríkjandi hefð í verslunum hér að hafa ekki fataslá fyrir framan mátunarklefana - vellti ég vöngum yfir þessu og fór að fylgjast með hvort ætlast væri til að væntanlegir viðskiptavinir gengu frá fatnaðinum aftur inní verslunina, það var fljótlega afgreitt og er ekki ætlast til þess, heldur safnast fyrir fatastaflarnir inni í mátunarklefunum og starfsmenn verslananna tæma þá, í öðrum verslunum er einn starfsmaður bara í þessu, og er hann þó ekki að úthluta þér spjaldi með fjölda flíka á. Heldur einungis að ná í föt og ganga frá þeim aftur inní verslunina. Merkilegt alveg!
Ég tók svo rútu inn til Side á mánudagsmorguninn til Katrínar, enda var hún í fríi þann daginn - svo við drifum okkur á ströndina og fórum svo út að borða með Alexöndru og Mads um kvöldið, og út að djamma með restinni af Side genginu, þar sem skemmtistaðurinn Karma var meðal annars heimsóttur. Krakkarnir búa í splunkunýrri byggingu þar sem einungis fólk frá þeirra fyrirtæki vinnur - svo hér er hálfgerð heimavistarstemming, alltaf einhver að koma í heimsókn og alltaf hægt að banka uppá hjá nágrannanum. En þó húsgögnin, innréttingarnar og allt sé splunkunýtt er þó tyrkneskur bragur yfir öllu, skápahurðirnar smá skakkar, svalahurðirnar eru bila og botninn að detta úr skúffunum á eldhúsinnréttingunni. Þar kemur atvinnusköpunin til sögunnar, húsinu fylgir húsvörður sem er milligöngumaður um allt sem þarf að laga, hann birtist svo í gær með tvo menn með í för til að gera við skúffuna - ég og Katrín litum hvor á aðra og veltum fyrir okkur hvort það þyrfti þrjá menn til að gera við eina skúffu. Þegar ég sá svo hvernig skúffan er gerð var ég ekki hissaNá því að botninn hefði dottið úr - botninn er nefnilega nelgdur undir hliðarnar, og gengur því ekki inní eins konar fals sem gerir það nánast ómögulegt að botninn geti dottið undan skúffunni. 
Ég myndi því hugsa mig um tvisvar áður en þið kaupið eitthvað sem á stendur: MADE IN TURKEY nema um teppi sé að ræða - það kunna þeir að gera - en ef þeir segja að það sé töfrateppi sem hægt sé að fljúga á myndi ég taka því með fyrirvara.

Þangað til næst,
Hadigursuz,

Elín

Engin ummæli:

Skrifa ummæli