laugardagur, 8. ágúst 2015

It's all greek to me

Grikkir eru skondin þjóð að heimsækja. Ég sit núna á tavernu Vasiliko við báta höfnina í Chania og snæði late lunch í formi grísks salats og frappé. Einn eldri þjónninn er strax orðinn vinur minn núna er ég heimsæki staðinn í annað skipti, og gerir hann ekki annað en að hella yfir mig hrósyrðum hvað ég sé falleg - omorfí Elí og spyrja mig hversu mikla grísku ég tali. Ég er í fríi í dag og þar sem það er skýjað ákvað ég að skella mér í sight seeing um gömlu hluta borgarinnar sem ég hafði ekki skoðað svo mikið áður, vopnuð korti með staðsetningum á áhugaverðum stöðum. Það er alveg magnað hvað fólkið hér býr í miklu nábýli við söguna, en virkisveggir girða af götur, gegna hlutverki útveggja íbúðahúsa og fornleifarústir kúra í görðunum. Útúr húsunum hlaupa svo berrössuð smábörn, og verð ég að spyrja mig hvort virkilega sé leyfilegt að búa í sumum þessara húsa þar sem þau líta sum hver út fyrir að vera að hruni komin. Ég gekk svo uppá lítið virki Stivia Bastion, þar sem lonely planet handbókin sagði að þaðan væri hægt að fá ágætis útsýni yfir gamla bæinn - jú sæmilegt útsýni en komst að því að þarna sofa sígaunarnir. Fatnaður úti um allt, leður jakkar, íþróttatöskur, nærbuxur, bylgjupappi, vatnsflöskur, bjórdósir og rusl, mest kom mér þó á óvart að þeir virðst nota smokka...
Hér er líka hressandi tilbreyting frá Tyrklandi að hér er enginn að reyna að draga þig inní verslunina þeirra, en sums staðar er þó reynt að draga þig inná veitingastaði - aðallega við túristahöfnina, en annars staðar þarf maður nánast að öskra á þjónana hvort þeir eigi ekki borð handa manni!
Jæja kominn ís og raki á borðið mitt og það er byrjað að rigna...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli