laugardagur, 29. desember 2012

56% success or epic fail

Jæja, nú er komið að stóru stundinni; uppgjöri ársins!!
Hvernig gekk mér með áramótaheitið 2012? Að kaupa engin föt, skatrgripi, veski eða skó á Íslandi 2012 (nánari relgur hér). Undantekningar frá reglunum voru að ég mátti kaupa nærföt, ef einhver ómissandi flík eyðilegðist og ég mátti láta gera við það sem var bilað, auk þess sem ég mátti kaupa föt innan skynsamlegra marka ef ég færi erlendis. Ég fór jú með föt og skó í viðgerðir og breytingar.. en ég þurfti ekki að kaupa mér nein nærföt og engin flík eyðilagðist sem taldist vera ómissandi (t.d. gönguskór eða föðurland). Ég fór erlendis á árinu og keypti mér eyrnalokka, stuttbuxur og tvo boli. "Neyðartilfellin" urðu hins vegar ansi mörg hérna heima, og náði ég að eyða 111.501 ISK samtals í föt, innanlands og erlendis á árinu, en það eru tæp 44% af því sem ég eyddi í föt í fyrra (253.481 ISK) svo það er hægt að segja að ég hafi skorið niður um 56% á milli ára. En fór langt yfir 40.000 ISK heimild í fatakaup á árinu :(
En eruð þið þá ekki forvitin að vita hvað ég verslaði á árinu?
111.501 ISK var eytt í; hring, tvenn skópör, tvö veski, tvo boli, stuttbuxur, tvo eyrnalaokka, úr, hárband og kjól.

Innkaup árisins 2012

Ég ætla ekki að leggjast í afsakanir, en hins vegar get ég tekið fram að hér var í mörgum tilfella um afslætti eða tilboð að ræða, í sex tilfellum af þrettán. Það sorglegasta samt var að í byrjun desember var útlitið miklu betra, en ég afrekaði að eyða 43.292 ISK af heildar upphæðinni í desember. Af hverju? Ég sá skó á útsölumarkaði í mínu númeri sem mig var lengi búið að langa í, svo missti ég mig í gleðinni, en hins vegar þarf ég ekki að kaupa mér veski á útsölu í janúar og ég er búin að kaupa afmælisgjöfina handa sjálfri mér 2013!

Luv,
E

miðvikudagur, 19. desember 2012

Rauði varaliturinn - follow up

Ég rakst fyrir algjöra tilviljan á leiðbeiningar á netinu hvaða rauði varalitur hentar hvaða húðtóni, sjá hér. Málið vandast þó ef þú átt í erfiðleikum með að flokka hvaða húðlit þú ert með, en litaskiptingin skiptist í; fair, medium, olive og dark. Mæli ég sjálf helst með því að heimsækja einhvern af þeim snyrtifræðingum sem starfa í snyrtivörudeildum apóteka, stórverslana og snyrtivöruverslana og fá þær til að aðstoða þig við valið á þeim lit sem hentar þér best.. 

Annars er ég með plön um nýtt blogg á nýju ári og nýtt átak, nema á þessu ári verður fjöldatakmörkun á ákv. tegund á neysluvöru.. hmm.. ef ég legg í annað átak það er að segja! 

Á ég virkilega að binda mig í báða skóna annað árið í röð? Mynd að láni héðan

Fannst við hæfi að setja stúlku í rauðum ballet-skóm, rautt er jú litur jólanna - spurning hvort ég eigi að bregða mér í rauða skó á aðfangadag.. rauða skó á ég ;)

Luv,
E

þriðjudagur, 18. desember 2012

Það fyrsta á nýju ári..

..sem undirrituð kemur til með að gera er að fara að VERSLA á útsölum. 
Tveir hlutir eru efstir á óskalistanum mínum.. það er kónga blá semi-gegnsæ siffon blússa og veski! Svo er ég með ákveðna hugmynd að afmælisgjöf handa sjálfri mér - en ég get sagt ykkur strax að ég mun ekki versla mér armband frá Tiffanys eins og ég var jafnvel búin að tala um hér

Blússa eitthvað í þessa átt, sem er hægt að nota hversdags og við fínni tilefni:

Þessi er frá Tinu Turk - 19.000 ISK á útsölu


Að lokum vil ég vekja athygli lesenda á pinterestinu mínu, en það má nálgast hérna, auk þess sem ég ætla að setja fastan link hérna vinstra megin á blogginu undir tenglar. 

Luv,
E

mánudagur, 17. desember 2012

Styttist í samantekt

Það fer að styttast í samantekt ársins, það er samantekt yfir hvað ég keypti af bannlistanum og hversu mikið ég eyddi í fatnað, skó og skart á árinu, innanlands sem utan. Ég var búin að segja ykkur aðeins frá því sem ég keypti erlendis í þessari færslu hér en á algjörlega eftir ótalið það sem ég hef eytt í föt innanlands. Þetta fatabindindi hefur þó ýtt úr vör nýjum og áður óþekktum eyðslu-venjum í formi snyrtivöru innkaupa. Má eiginlega segja að þar sem föt voru tekin út úr eyðslumynstrinu, þá hafi myndast ný þörf á snyrtivörum af minni hálfu. Nýjasta löngunin er Naked 2 augnskuggapalletta frá Urban Decay:

Urban decay naked 2 - 6.311 ISK hér


Þessi palletta er útgáfa nr. 2 af upprunalegri Naked pallettu frá Urban Decay, nema þessi útgáfa nr. 2 er paraben-free. Svo það eru aldeilis góðar fréttir, er mikið að hugsa um að halda að mér höndum í augnskugga innkaupum á næstunni (ekki svosem að ég sé alltaf að kaupa mér augnskugga) og þá kannski frekar kaupa svona palettu næst þegar ég fer vestur um haf. Annars segja þeir sem vit hafa á að maður eigi frekar að kaupa sanseraða og glimmer augnskugga frá ódýrari merkjum, þar sem það er víst auðveldara að búa til góða sanseraða augnskugga heldur en matta. Eigi maður því frekar að kaupa matta skugga frá dýrari merkjum, því maður finnur meira fyrir gæða-mun á möttum augnskuggum heldur en sanseruðum. Urban decay hefur einnig nýlega sett á markað matta augnskuggapalettu;

UD naked basics - 4.670 ISK


Ég efast ekki um að sú matta væri betri fjárfesting til lengri tíma litið, þar sem mattir augnskuggar fara fleirum betur heldur en sanseraðir.. auk þess sem ég á haug af sanseruðum augnskuggum í snyrtidótinu mínu og vantar klárlega ekki fleiri augnskugga.

Áramótaheit næsta árs: mála mig meira og nota makupið sem ég á? Kaupa minna? Það eru allavega fleiri en ég sem eru að endurskoða neysluna sína, en youtuberinn Christine, en ég póstaði einmitt skápa-tiltektinni hennar á bloggið mitt fyrir nokkrum mánuðum, hún ætlar í makeup-kaupabindindi árið 2013, sjá bloggið hennar hér.

Luv,
E

laugardagur, 15. desember 2012

Veik í make-up, follow up

Í júní fór ég í verslunarleiðangur í Shop Couture, og keypti mér augnskugga-primer og augnskuggabursta (sjá færslu hér). Ég var búin að lofa gagnrýni á vörurnar og here goes:

Elf mineral eyeshadow primer:
Þvílík snilld, hann svínvirkar, formúlan er húðlituð og hylur um leið bláleika á augnlokunum, og það sem skiptir öllu máli, þá heldur hann augnskugganum á sínum stað allan daginn (og hér erum við að tala um 12 klst vinnudag), án þess að augnskugginn krumpist! Vara sem klikkar ekki á 990 ISK.

Elf crease brush:
Frábær bursti til að setja skyggingu í crease á auganu, virkar vel fyrir litla crease (veit ekki hvernig ég ætti að þýða þetta á íslensku svo crease verður að duga), nota ég svo annan og óþéttari bursta til að jafna skygginguna út og útkoman er frábær! Það sem toppaði svo kaupin var verðið; 490 ISK.

Ég keypti síðar augnskuggabursta frá þeim:

Augnskuggabursti frá elf - 490 ISK


Hann er líka mjög góður, reyndar aðeins ójafn á brúnunum, eins og hárin séu eitthvað ójöfn, og svo fór hann soldið "úr hárum" fyrst, en eftir að ég þvoði hann með smá shampoo, þá hafa sama sem engin hár losnað úr honum.

Luv,
E

fimmtudagur, 13. desember 2012

Meðmæli mánaðarins: Desember

List:
Rakst á verk á þeirri eðal-síðu Perez Hilton af Honey Boo Boo sjá hér, og leitaði þvi upp heimasíðu listamannsins Jason Mercier. Jesús maðurinn er snillingur, þið verðið að kíkja á heimasíðuna hans og skoða verkin hans! Notar hann óvenjuleg hráefni í listsköpun sinni, rusl, nammi, garn, skór, skeljar, þara, blóm, sígarettustubbar, gervineglur og bara nefndu það - hvað notar hann ekki.

Bloggið:
Jóhanna vinkona í súkkulaði-bindindi for a cause í Desember, sjá blogg hér.

Boðið:
Kaffiboð mánaðarins var klárlega heima hjá mér seinustu helgi þar sem nágranninn fór að bora 5 mínútur í klukkan þrjú á sunnudegi.  Afmælisboð mánaðarins (af mörgum) verður klárlega afmælið hennar Hörpu næstu helgi :)

Kvikmyndin:
Breaking dawn 2 og Silver linings playbook.

Bókin:
Ekki sannkölluð jóla-lesning þennan mánuðinn en ég var að leggja frá mér: The Natashas: the new global sex trade eftir Victor Malarek sem ég var að lesa fyrir ritgerð í skólanum. Svakaleg og raunveruleg lesning.

Bókin fæst að láni hjá Aðalbókasafni á Tryggvagötu og Ísafirði


Ég er svo að lesa aðra sambærilega bók og næsta bók á leslistanum er; Hið dökka man, saga Catalinu. 

Ert þú búin að velja þér jólabókina í ár?

Luv,
E

miðvikudagur, 12. desember 2012

Did a little shopping

Sælar darlings,

ég og Heiðrún fórum líka í þessa mjög svo successful verslunarferð í Pier um daginn, þar sem ég fann ljósakrónuna sem mun prýða svefnherbergið mitt og gardínur í stofuna. Gardínurnar voru ekki alveg á innkaupalistanum í þessari verslunarferð en þar sem þær voru á tilboði og fékk ég tvær lengjur fyrir eina, þá var fjárfest í þeim líka.. ekki spillti fyrir að ég borgaði einungis rúmar 12 þúsund ISK fyrir ljósakrónu og gardínur! Held að ég finni seint betri díl...
Því miður get ég ekki deilt myndum með ykkur þar sem ég finn ekki mynd af ljósakrónunni online, en gardínurnar eru úr svartri blúndu og fara upp einhverntíma á næsta ári...

Svartar blúndugardínur

Núna er ég hins vegar obsessed af lugtum, sá svo sætar lugtir í dag í Bauhaus.. en ákvað að hemja mig og fjárfesta ekki í einni slíkri - þrátt fyrir afskaplega mikla löngun... hún var eitthvað í átt að þessari hér, nema silfurlituð:

Lugt - þessi er úr Ilva á 6.995 ISK



Annars var mamma að segja mér að meðal-konan í Evrópu kaupir sér 9 skópör á ári.. ég er langt frá því að ná meðal-konunni í Evrópu. Hvað kaupir þú mörg skópör á ári?

Luv,
E

miðvikudagur, 5. desember 2012

Ást lífs míns

hlýtur að vera skór!

Ég sá þessar elskur í Zara þegar ég labbaði í gegnum Smáralind að skanna jólagjafir:

Zara - verð online: 8.995 ISK


Þeir hljóta að kosta meira, trúi því ekki að ég hafi staðist þessar elskur úr fake rússkinni (ég held allavega að þeir hafi verið feik) en á móti hentar efnið afskaplega illa í snjó og slabbi á Íslandi. Og ég sem á ekkert til að fara í á jólahlaðborð í vinnunni í kvöld. Æ já nú man ég, rennilásinn á þeim var svo stífur!

Luv,
E

þriðjudagur, 4. desember 2012

Elín hlakkar til að go shopping!

Ég er mikið búin að vera að spá í decoration fyrir svefnherbergið mitt, þeir sem muna þá bloggaði ég um einskonar lookbook hérna fyrr á árinu.

Hérna er eitthvað af því sem ég er búin að vera að skoða online uppá síðkastið:

Ilva 9.900 ISK

Ikea 8.990 ISK

Ilva 14.995 ISK


Ég er samt ekki viss um að þetta verði loka-niðurstaðan og actually það sem ég kaupi, einnig er ég að pæla í gardínum fyrir stofuna, snilldarhugmynd laust niður í kollinn á mér varðandi það. En bévítans rúmið mitt er að setja mér miklar skorður - já og smæðin á svefnherberginu mínu.. væri alveg til í að það væri nokkrum sentimetrum breiðara.. en já rúmið mitt er sem sagt töluvert hærra en gerist og gengur, eða um 73 cm og koma því afskaplega fá náttborð til greina, auk þess sem þau mega ekki vera of breið.

Í fullkomnum heimi fengist þetta borð í hærri og minni útgáfu, rosa skotin í þessu líka:

Ikea 24.950 ISK

Annars hef ég líka verið að hugsa um kommóður sem náttborð en alltaf virðist ég eiga í stökustu vandræðum með náttborð í lífinu. Ég man eftir því að í gamla barnaherberginu mínu, þegar ég var í 90 cm rúmi, þá var svo lítið pláss á milli hurðarinnar og rúmsins að það var ekkert pláss fyrir náttborð. Þrautalendingin varð þá að snúa bleikum pappakassa á hvolf og nota hann fyrir náttborð, hann var allavega nógu mjór.
Þegar mamma og pabbi lögðust svo í breytingar á húsinu, og ég fékk svefnloft þá var ég svo heppin að þau áttu annað náttborð úr svefnherbergis-settinu þeirra sem þau voru ekki að nota. Það þurfti örlítið að flikka uppá það með trélími og það var eins og nýtt! Það borð er hins vegar alltof lágt við þetta trölla-rúm mitt!

Luv,
E

Ps. ji hvað ég hlakka til að fara að gramsa í búðum á fimmtudaginn... 

laugardagur, 1. desember 2012

Hlakka til að árið sé búið!

Ykkur að segja verð ég að viðurkenna að ég er orðin dauðþreytt á þessu fata-bindindi og er ánægð að því ljúki senn... 
Fór í smá jóla-skoðunar leiðangur um daginn, og sá SVO margt sætt sem ég hefði viljað kaupa, 2 hálsfestar í Debenhams, hálsfesti í 3 smárar, veski í Top Shop.. en ekki svo mikið af fötum, en er pínu aukahlutasjúk þessa dagana að þvi er virðist vera ;)

Ég er þó ekki búin að halda kaupa-bindindið 100% en engu að síður búin að standa mig nokkuð, ef bara ekki mjög vel. Eins og ég setti fram í Rules of the game, þá mátti ég kaupa föt er ég fór erlendis, og fór ég til Finnlands, Eistlands og Ítalíu á árinu, innanlands svo mátti ég kaupa mér í brýnustu neyð eitthvað sem væri svo ég, mig væri búið að langa í það lengi og ef um of góðan díl væri að ræða til að sleppa því, og var sá kvóti settur í 40 þúsund ISK fyrir árið - sem yrði dregið frá heildar budget í makeover í svefnherberginu. Ég mun svo í lok ársins gera upp bókhaldið, hvað var keypt, af hverju og svo framvegis.. pósta svo myndum með að sjálfsögðu!

Ég verð þó að viðurkenna að ég tók smá forskot á makeover sæluna og fjárfesti í sófa fyrr á árinu (hann var verslaður á tilboði needless to say, þegar ég fór að skoða sjónvarpshillu og gekk út úr búðinni með sófa - vel gert Elín). Þannig fór stór hluti af budgetinum fyrir make-over í svefnherberginu í sófa/stofu-makeover, svo það má segja að öll íbúðin sé byrjuð í andlitslyftingu. Er svo með ýmisleg önnur plön um hvernig ég eigi að framkvæma þessar endurbætur og andlitslyftingar, ég deili myndum með ykkur við fyrsta tækifæri. Ég hafði svo hugsað mér að ráðast í þessi verkefni í janúar, en ég held að það verði að gerast í desember eða febrúar þar sem janúar er strax orðinn uppbókaður!

Billund sófinn minn - úr Rúmfatalagernum - 189.950 ISK


Svo er ég bara byrjuð að hugsa jólagjafir og jólaföt - að sjálfsögðu ekki ný en ný samsettning!

Í hverju ætlar þú að vera um jólin?

Luv,
E

miðvikudagur, 21. nóvember 2012

Ódýr í rekstri

Ég tók saman neysluna hjá mér seinustu mánuði, fyrir utan húsnæðiskostnað, gæti líka verið að það vanti hita og rafmagn í töluna. 

Meðaleyðsla mín á mánuði það sem af er þessu ári er; 114.346 ISK, gæti ef til vill bætt við  10.000 - 20.000 ISK við þessa tölu, þar sem ég hef líklega ekki tekið rafmagn og hita með í reikninginn, og eitthvað sem hefur ef til vill misfarist hjá mér í yfirferðinni. Í þessari tölu er hins vegar öll eyðsla á árinu; sófainnkaup, þær fáu flíkur sem ég hef keypt mér, bensín, snyrtivörur, veitingastaðir, matur, bensín, lækniskostnaður, bíó og önnur afþreyging.

Lokatalan verður þá 124.346 til 134.346 ISK - lágmarks neysluviðmið er 92.146 ISK. Þó verður að vekja athygli á því að desembermánuður er ekki liðinn, og því öll jólagjafainnkaup eftir!

Mynd fengin að láni héðan.

Væri gaman að gera tilraun í að gefa sjálfum sér budget uppá 92.146 einn mánuðinn og sjá hvernig gengi!
Ú nýtt chalenge coming up!

Luv,
E

þriðjudagur, 20. nóvember 2012

Síminn minn

Ég er svo skotin í heimasímanum mínum frá Ericsson, 
soldið vintage retró look, en amma og afi í móðurætt áttu hann - ég gekk svo með hann hérna um árið á milli viðgerðarkalla og hvernig ég gæti nú komið honum í gagnið.. allskonar lausnir sem komu til greina, en á endanum fór ég í Glóey og keypti stubba-snúru úr venjulegu símtengi í annað, og millistykki fyrir gamla símakló. Það var þó ekki nóg, þar sem það þurfti eitthvað að endur-víra gömlu klóna í símann... en hann komst í gagnið fyrir eitthvað í kringum 4.000 ISK. Gaurinn sem endurvíraði símann vildi svo meina að ég gæti ekki hringt úr símanum, þar sem þetta væri skífusími, og sömuleiðis var óljóst hvort hann myndi hringja er einhver hringdi í mig! Hann virkar hins vegar 100% hægt að hringja úr honum, hann hringir (en það má ekki svara of snemma samt - þá nær hann ekki tengingu) og ég get talað í hann. Eina vandamálið er þegar maður lendir á símsvara og þarf að velja númer til fá samband við ákveða deild innan fyrirtækisins, þá verð ég að aftengja símann og nota hinn símann sem ég geymi inní skáp og er ekki með skífu! 


Ericsson sími af sömu gerð og minn


Ég vildi þó að ég ætti líka svona síma eins og sést til hliðar á myndinni, hann var með skífu og rauðri bólu undir, svo ef þú lagðir símann á borðið þá lagðirðu á... afi minn og amma, í föðurætt áttu einmitt þannig síma, en ég held að pabbi og bróðir hans hafi hent honum þegar þeir settu íbúðina hans afa á sölu fyrir tæpum 15 árum síðan. Þá var gangverðið á 3ja herbergja íbúð í 101 tæpar 7 milljónir! 

Luv,
E

laugardagur, 17. nóvember 2012

Hvað kostar að vera til

Sælir kæru lesendur,

það sem tröllríður facebook-síðum vina minna þessa dagana er reiknivél velferðarráðuneytisins sem má finna hér.  Þessi reiknivél reiknar í rauninni út frá neysluviðmiðum hvað maður eyðir mikið af fjármunum á mánuði. Samkvæmt þessari reiknivél (valmöguleiki; dæmigert) kostar 223.031 kr að reka eina manneskju í heimili á mánuði, og það fyrir utan húsaleigukostnað. Það á s.s. við um mig, að sjálfsögðu fór ég strax í dálkinn sem heitir; ,,Föt og skór" þar stendur svart á hvítu að meðalmanneskja eyði 13.929 kr á mánuði í föt og skó! Svo ég er nú ekkert svo mikill spender, miðað við að ég eyddi 21.000 í föt, skó og skartgripi á mánuði árið 2011- en þegar ég skoðaði hvað tveir í heimili eyða í föt og skó á mánuði, þá kemur 20.000 kr upp :s Svo ég er í raun að eyða á við tvo í föt og skó... úff.. harður raunveruleiki. Samt fyndið að hugsa til þess að einhleypir eyði meira í fatnað og skó en þeir sem búa með öðrum, hehe hver sagði svo að að kaupa hluti gæti ekki veitt manni hamingju?
Svo ef ég vel valmöguleikann; grunnviðmið (sem er þá væntanlega algjört eyðslu-lágmark) þá eyðir ein manneskja 8.802 kr á mánuði í föt og skó! 8.802 kr!! Hvað er hægt að fá fyrir 8.802 kr spyr ég nú bara? Eitthvað á útsölu jú, eða hálfar gallabuxur á fullu verði.. 
Hvað sem hverju líður þá er gaman að skoða þetta, og bera saman við sína eigin neyslu.. ég skal svo gera samanburð á raunverulegri mánaðar neyslu og neysluviðmiðunum.. 

Mynd að láni frá Guardian


Gæti þurft að fara í makeup-rehab á næsta ári, ætli allur sparnaður í fata-aðhaldi hafi ekki núllast út í makeup splurge? Verst að sá kostnaður er ekki sundurliðaður í neysluviðmiðunum, svo ég geti gert samanburð í þeirri deild. Annars er ég viss um að konur eru dýrari í rekstri heldur en karlmenn, svo þetta þyrfti að vera kynjaskipt, og svo fáum við konur venjulega lægra kaup - það er eitthvað rangt við þetta!

Annars er ég viss um að ég gæti verið góð í að hjálpa fólki útúr vítahringjum neyslumenningar.. þið hafið séð þessa sjónvarpsþætti þar sem það er farið yfir fjármagnsstöðu fólks og borin saman innkoma og eyðsla á mánaðarlegum grundvelli. Fólki er svo hjálpað og bent á lausnir, hvernig best ég að leysa málin! Get alveg séð mig fyrir mér þar..

Luv,
E

miðvikudagur, 14. nóvember 2012

Meðmæli mánaðarins: Nóvember

Bloggið:

Tískubloggið hennar Þórunnar, en hún býr í Chicago, man ekki hvað hún var að gera þar í borg. En flott tískublogg engu að síður.

Veitingastaðurinn:

Slipp barinn -fór þangað með vinnunni um seinustu helgi, bjóst nú ekki við miklu, en OMG hvað þetta var gott, fengum fullt af litlum réttum, brauð, ostar, salami og ólífur í forrétt, djúpsteiktur smokkfiskur í annan forrétt, í fyrsta aðalrétt var svo litlar kind of pizzur með perum, vatnsmelóu og káli á, þorskur á pönnu í annan aðalrétt (hann var minnst spes að mínu mati), perfectly steikt kjöt í þriðja aðalrétt og burbon shake í eftirrétt... nammi namm.. of gott sko! Langar strax aftur!

Læt fylgja með mynd af osta og ólívu forréttinum í boði Slipp Bar


Luv,
E

þriðjudagur, 6. nóvember 2012

Daisy laizy

Fyndið hvernig maður skiptir um skoðun,
einu sinni fannst mér t.d. Daisy línan frá Georg Jensen ekkert spes, eiginlega bara ljót, en núna veit ég ekki um neitt fallegra;

Daisy eyrnalokkar - 21.900 ISK



Daisy hálsmen - 27.900 ISK

Bloggarinn Jess er svo ánægð með sitt - enda mjög fallegt á henni


Luv,
E

mánudagur, 5. nóvember 2012

Um búlgarska tónlist

Ég elska búlgarska, tyrkneska og gríska tónlist, 
eiginlega bara allt sem kemur frá austur-Evrópu, svona næstum því allt!

Systir mín þolir þesskonar tónlist hins vegar ekki og verður eiginlega svona þegar ég set uppáhaldslögin mín á fóninn, eða tala um uppáhaldslögin mín:

Mynd fengin að láni héðan

Verð svo að láta eina mynd fylgja með af Andreu, einni uppáhalds búlgörsku chalga söngkonunni minni:

Andrea


Ekkert blogg án videós er complete, svo hérna kemur Sofi Marinova, söngdívan sem tók þátt í Eurovision 2012 fyrir Búlgaríu ásamt Ustata, sem sver sig í í ætt við búlgarska karlkyns söngvara, s.s. skrautlegur karakter sem getur brugðið sér í hvaða líki sem er: Bate Shefe

Ég er komin í stuð til að fara á tónleika!!

Luv,
E

fimmtudagur, 1. nóvember 2012

Viltu lykta eins og dýr vændiskona?

Það gæti verið hluti af auglýsingunni fyrir nýja ilminn frá Lady Gaga; The Fame - Black fluid!
En samkvæmt fréttamiðlum, vildi ungfrú Lady Gaga að ilmurinn lyktaði eins og blóð og sæði, hægt að lesa allt um málið ítarlega á Wikipediu. Í stuttu máli var blóð úr Lady Gaga sjálfri notað í gerð ilmsins, ósagt skal látið hver lagði fram sæði í gerð hans. Ilmurinn á samt ekki að lykta eins og sæði eða blóð heldur á mólekúlar bygging þessara tveggja "vökva" að hafa verið notuð í gerð ilmsins. Lady Gaga sagði hins vegar að lyktin myndi koma til að lykta eins og "dýr vændiskona". Var blóðið úr henni notað svo fólk gæti upplifað það að hafa hana á húðinni á sér.. sbr. Wikipediu að minnsta kosti.

Lady Gaga og ilmurinn Black Fluid


Þegar ég og Heiðrún fórum svo í Laugavegsgönguna okkar um daginn, fórum við að sjálfsöðgu í Sigurbogann, að þefa af þssum svarta vökva.. ég verð nú að viðurkenna að við vorum ekki ýkja spenntar! Lyktin var ívið of þung, minnti svolítið á svona "eldri konu lykt" í ætt við Poison. Svolítið sérstakt að vökvinn sjálfur í glasinu sé líka svartur, hef ekki séð það áður! 
Við fengum svo spjald með ilminum sprautað á spjald sem við tókum með okkur, verð ég þó að segja að í lok dagsins, og daginn eftir var ilmurinn búinn að breytast til hins betra! 
Annars minnir lyktin mig einhverra hluta vegna á herralyktina frá Paco Rabanne; 1 Million. Samt sé ég ekki að sömu tónarnir hafi verið notaðir í báða ilmina.. nefið á mér nær ekki lengra en þetta.

1 Million frá Paco Rabanne

Smell nice

Luv.
E

mánudagur, 22. október 2012

Meðmæli mánaðarins: Október

Bókin:

Aska eftir Yrsu
Fyrsta bókin sem ég les eftir Yrsu - og hún var rosalega spennandi, hélt reyndar að ég hefði fattað plottið í miðri bók, sem gerði lesturinn nú reyndar bara enn meira spennandi.

Maturinn:

Súpa í brauði á Svarta kaffi á Laugaveginum.
Það var suður-amerísk matarmikil kjötsúpa sem var á boðstólnum þann daginn.. mikið afskaplega var hún góð og brauðið ekki verra!

Svarta kaffi - mynd að láni héðan


Eigið góða haust-daga gott fólk,

Luv,
E

sunnudagur, 7. október 2012

Flottasti lampi EVER

Hann er frá Ilva og kostar 14.995 ISK


Held samt að þetta gæti verið perfect föndur verkefni... hver veit nema ég dragi fram super-glueið, borvélina og skelli mér í GH!!
Hver veit?

Luv,
E

þriðjudagur, 18. september 2012

Dislike ársins

Klárlega að eiga ofvirkan nágranna,

í síðustu viku var það parketslípun í svefnherberginu hans, í ágúst var það palla- og skúra-smíði - í dag er það borun í samegininni!!

E

laugardagur, 8. september 2012

Meðmæli mánaðarins: September

Borgin:

Milano

Cvetlina Yaneva - Pritesnqvai me - shot in MILANO

Bókin:

Mörg eru ljónsins eyru eftir Þórunni Erlu-Valdimarsdóttur, sannkallaður page-turner, hélt mér frá fyrstu blaðsíðu!

Mörg eru ljónsins eyru

Tiltektin:

Haust tiltekt í fataskápnum, ég rakst á þetta video á youtube, og reif mig í gegnum fataskápinn, mátaði alla bolina og losaði mig við einn og hálfan innkaupapoka af fötum. Hefði eflaust mátt við meira.. en að ég skuli hafa geymt sumt af þessu, ekki búin að nota margt af þessu síðan ég var í Verzlunarskóla Íslands... jeminn sko.. 


Christine fer í gegnum fataskápinn sinn


Einnig tók ég smá skurk í barnalands-update, hennti inná síðuna mína allskonar glingri sem ég hef aldrei notað, og viti menn ég losnaði við það einum degi seinna og varð 2000 kr ríkari.. hjálpaði svo systu að losa sig við skó af frænda mínum.

Bíó:

Reykjavik International Film Festival aka. RIFF seinna í mánuðinum: sjá heimasíðu RIFF - þar á ég eftir að eiga heima í frívikunni minni og hlakka mikið til.

Luv,
E

Ps. ætti ég að taka upp diss mánaðarins - eða dislike? 

fimmtudagur, 6. september 2012

Lipstick shopping

Þar sem ég var í fríi í vinnunni í lok síðustu viku og í sannkölluðu haust-skapi í síðustu viku ákvað ég að skella mér í smá dekur ferð í Smáralind.. að skoða snyrtivörur! 
Var alveg komin í gír fyrir rauðan varalit, og stoppaði við í Mac í Debenhams og mátaði Russian Red, alveg gorgeous rauðan varalit!

Mac - Russian red

Stelpan í Mac var ekkert smá nice, ráðlagði mér alveg í bak og fyrir með primer, varablýant og hvernig væri best að setja litinn á. Þar sem liturinn var uppseldur, þá var hann ekki keypur í þessari ferð... en ég flaggaði hins vegar rauðum vörum það sem var eftir dags.. pabba fannst þetta nú heldur sjokkerandi mikið rauður, mömmu fannst hann hins vegar GORGEOUS - alveg eins og mér :) Svo hitti ég nokkrar vinkonur mínar, ég sem var viss um að þær myndu æpa upp yfir sig, OMG þú er með rauðar varir - mér til mikillar furðu sögðu þær ekkert, svo það er spurning hvernig þetta fer mér.

Ég losnaði þó algjörlega við útgjöldin sem fylgdu þessu þar sem mamma fór eitthvað að gramsa í skápunum og fann svo rosalega marga rauða varaliti, og suma hverja ónotaða að hún gaf mér bara einn: Flamenco frá Clinique. Takk mamma!

Clinique - Flamenco

Þeir eru í raun rosalega líkir litir, nema Flamenco er glansandi en Russian red er mattur. Ég er þegar búin að flagga rauðum vörum í afmælisboði hjá Tomma, og þar tóku nú margir eftir rauðu vörunum.. og núna kom sér vel varablýanturinn sem ég keypti fyrir löngu síðan og hef aldrei notað.

Einnig á þessum dekur degi í Smáralind, labbaði ég í gegnum snyrtivörudeildina í Hagkaup og sá nýja línu frá Art Deco og Ditu Von Teese;

Dita Von Teese fyrir Art Deco

Í Art Deco línunni voru líka stórglæsilegir rauðir varalitir, naglalökk, postulíns-ljóst púður og fallegir neutral augnskuggar. Svo ég mæli eindregið með því að þið kíkið á það ef þið eruð að spá í rauðum varalit... leist rosalega vel á rauðan lit í þeirri línu sem var dekkri en Russian Red, meira útí vínrautt, kannski með vott af dökk fljólubláum tón - gorgeous! Annars sá ég það hér, að Dita notar oft Russian red og Ruby woo frá Mac, svo svipaðir tónar hljóta að vera í Art Deco línunni... á aðeins viðráðanlegra verði heldur en Mac!

Svo núna á ég þrjá varaliti; rauðan, bleikan með glimmer og peach - holy trinity?

Luv red,
E

þriðjudagur, 28. ágúst 2012

Götutískan í Finnlandi

Rakst á frétt á mbl.is þess efnis fyrir mörgum mánuðum að hér á landi var staddur heimsfrægur tískubloggari frá Finnlandi, og kíkti ég því inná heimasíðuna hennar: hel-looks.com ég get nú ekki sagt að ég hafi heillast af götu-tísku þeirra Finnanna. 
Get meira að segja viðurkennt að ég hafi séð eitthvað í líkingu við fólkið á tísku-blogginu gangandi um götur Helsinki. Þó ekki í eins miklu mæli og ég bjóst við, þar sem flestir á tísku blogginu er mjög extreme í klæðaburði, megnið af íbúum Helsinki eru mjög mainstream í fatavali.. en svona eftir á að hyggja velti ég fyrir mér hvort Finnar séu pönkaðari heldur en Danir, ég er bara ekki frá því :)
Finnarnir meiga þó eiga það að þeir eru original - sem er meira heldur en ég get sagt um 95% Íslendinga.. 

kv.
miss un-original 

luv,
E


föstudagur, 24. ágúst 2012

Milan city

Það gengur alveg merkilega vel að vera on a retail rehab og fara til útlanda hjá mér, er nánast fráhverf fatnaði þessa dagana - eða þá að tískan í Evrópu þetta árið á ekki uppá pallborðið hjá mér..

En það sem ég verslaði mér af "bann-listanum" kemur hér á eftir, talið upp eftir borgum;

Helsinki; Grænir raf eyrnalokkar - 29 evrur
Tallinn; svartar stuttar stuttbuxur - 18 evrur
Milan; grænn Abercrobie bolur;

Abercrombie bolur - 44 evrur, eða 6.640 ISK, dýrt but LOVE IT

Ég keypti svo mjög svipaðan bol úr Gap á 10 evrur, nema hann er blár, en ég ætlaði að kaupa Abercrombie bolinn í dekkri grænum lit - en hann var uppseldur þegar ég áttaði mig á því að ég hafði keypt vitlausa stærð, svo ég tók lime-græna bolinn í staðinn, en án djóks þá verkjar mig ennþá í þennan dökk-græna. Það að máta föt í 35 stiga hita í verslun með engri loftkælingu í mátunarklefanum er HELL, svo ekki að undra að ég hafi veðjað á vitlausan hest :(

Ég verð því að segja að ég hafi gengið óhemju vel það sem af er af árinu að halda fatakaupum í skefjum, ég er að sjálfsögðu ekki alveg fall-laus en ég geri grein fyrir öllum freistingum sem ég fell fyrir í lok ársins :)

Það sem ég verslaði hins vegar í Mílanó var makup; keypti dökkbláan eyeliner frá ítalska merkinu Corristar (hann er svo silkimjúkur) minnir helst á 7.000 ISK Estré Lauder augnblýantinn - nema kostaði undir 2.000 ISK.  Svo datt ég inní Kiko og keypti augnskugga og bursta, spennt að prófa það tvennt og hvernig það reynist. 

Greinilegt að blátt og grænt á uppá pallborðið hjá mér þessa dagana.. sé það bara þegar ég skrifa þennan texta... hehe.

Annars var ég illilega bitin af moskító-flugum í Milanó, hef aldrei á ævinni fengið eins slæm bit við erum að tala um að frá einu biti fékk ég rauða skellu á lærið á stærð við miðlungs-stóran matardisk, annar ökklinn varð svo fyrir 2 bitum og varð bólginn og undir lokin fjólublár að lit. Í apóteki í Mílanó fékk ég krem og ofnæmistöflur, það gerði minna en ekkert gagn :( Aloe vera og bólgueyðandi verkjalyf gerðu heldur ekki neitt. Það fyrsta sem ég gerði því er ég kom heim var að fara á slysó, og fékk þar steratöflur og sterakrem, sem inniheldur m.a. parabenefni - það stendur meira að segja í lyfseðlinum að kremið geti valdið ofnæmi og útbrotum - hugsið ykkur og það krem sem er notað VIÐ ofnæmi og útbrotum! Garg pisses me off!

Þrátt fyrir að hiti og flugnabit hafi náð að setja strik í reikninginn, þá tókum við sight-seeing bus útum alla borg, misstum því miður af "Síðustu kvöldmáltíðinni" eftir Da Vinci - en það er mælt með því að maður panti sér tíma-slot þar með 2ja vikna fyrirvara, en þegar maður veit ekki hvort maður komist út sama dag og flugið fer - er það soldið tricky... borðuðum góðar pizzur og drukkum ljómandi gott rauðvín, kíktum í búðir, sumir komust í kirkju og aðrir ekki vegna strangs dess-code. Tókum ranga beygju og misstum af kirkjugarðinnum, ég sofnaði í sight-seeing bussinum.. en ég var með sólgleraugu svo það bjargaðist, sofnaði svo næstum því líka ofan í pizza diskinn minn, slapp fyrir horn þar - vá er farin að hljóma eins og ég þjáist af narcolepsy :) Fengum óþolinmæðiskast í sight-seeing bussinum og í Nomination búðinni - og gengum þaðan út. Önnur gerði mega killer kaup á kremi, og uppgvötuðum í leiðinni að Icelandair okrar gróflega á þessu sama kremi! Viva Italia.. Datt næstum því á hausinn, löbbuðum um í almennings-garði, forðuðumst götusölumenn og vorum ekki rændar!
Mest var ég samt fegin að hafa tekið sandalana sem ég tók með mér og svörtu buxurnar mínar sem ég pakkaði á síðustu stundu - án þeirra hefði ég ekki funkerað í þessari tískuborg með flugna-bitin mín. Mesta scorið var samt að við vorum ítrekað spurðar um leiðbeiningar hingað og þangað á ítöslku - svo við hljótum að hafa lookað eins og locals ;)

Luv,
E

sunnudagur, 12. ágúst 2012

Furniture makeover

Sælir kæru vinir,

ég ætlaði að vera löngu búin að pósta þessu hérna inn, en þetta verkefni réðst ég í á vordögum:

hérna koma fyrir og eftir myndir;

 Fyrir-pússaði svo lakkið af með sandpappír

 Grunnað

Eftir

Höldurnar fékk ég í Bauhaus, og kostaði stykkið 900 kr
Sandpappírinn var frekar fínn og fékk ég hann úr bílskúrnum hjá pabba :)
Grunn-málingin; var grunn-al frá Málingu (gamall afgangur frá því ég málaði íbúðina)
Appelsínu gulu málinguna fékk ég í Slippfélaginu, um 3.000 kr


fimmtudagur, 9. ágúst 2012

Meðmæli mánaðarins; Ágúst

Borgin:

Helsinki, höfuðborg Finnlands.
Borgin kom svo skemmtilega á óvart - elska hana... á eftir að fara aftur vonandi.

Atlas-mennirnir á lestarbrautarstöðinni

Bókin:

10 ráð til að hætta að drepa fólk og byrja að vaska upp, eftir Hallgrím Helgason
Algjör snilld, var ekki viku að klára hana.. met í hraðlestri hérna megin.



Maturinn:

Ikea heima pizza hjá systu með pepp, svepp, lauk og rjómaosti, mmm.. namm namm..

Luv,
E

þriðjudagur, 7. ágúst 2012

Sumar-naglalökk

Eftir að hafa gramsað á youtube og tískubloggum snemma í vor, ákvað ég að fara í gegnum naglalökkin mín og finna þau sem væru hvað hentugust fyrir tísku-straumana í sumar.
Var ég eitilhörð á því að ætla ekki að kaupa neitt nýtt naglakk, bara nota það sem ég ætti, og þetta eru lökkin sem ég fann:

Sumar-collectionið mitt

Rosa sérstakt samt að pastel litir og neon-skærir litir séu í tíksu á sama tíma.

Ég gat þó ekki hamið mig, og freistaðist til að kaupa fyrsta og eina OPI naglalakkið mitt í litnum; my chiuwowa bites. Það er skær-coral bleikt... en ég veit ekki hvað mér á að finnast um gæðin, þar sem ég var ekki búin að vera með naglalakkið í einn sólahring og þá var búið að kvarnast uppúr lakkinu!

Luv,
E

miðvikudagur, 18. júlí 2012

laugardagur, 14. júlí 2012

EOS á Íslandi

Ji hvað ég var hissa þegar ég fór inní Hagkaup í Garðabæ snemma í morgun þegar ég sá EOS- varasalva á borði hjá þeim, en þeir hafa hingað til ekki fengist á Íslandi;

Eos varasalvi - 1.847 ISK í Hagkaup


Eins og ég er búin að sjá mikið af beauty-bloggers á youtube tala um þá - ég hélt satt best að segja að þetta yrði nýji uppáhalds varasalvinn minn!

Hann var til í nokkrum litum með mismunandi bragði og lykt, t.d. sítrónu, myntu, mandarínu og einhverskonar jarðaberja.

Umbúðirnar eru rosalega sætar, en lyktin og áferðin á vörunni - úff nei... þrátt fyrir að þeir séu 95% organic (og m.a. paraben, vaselin og þalata fríir) þá fannst mér vera verksmiðjulykt af þeim og jafnvel plastlykt líka.. svo ég fjárfesti ekki í svona varasalva. Spurning hvort maður sé orðinn svona vanur industrial varasölvum að þegar maður sér orgainc vöru þá virkar hún industrial á mann. Hvað sem öðru líður þá er ég búin að strengja þess heit að hætta að nota vaseline-varasalva þegar ég er búin með dolluna sem ég á, en vaselín er t.d. bara iðnaðar-úrgangur sem er seldur sem varasalvi eða raka-gefandi smyrsli. Sannleikurinn er hins vegar sá að vaselín er ekki rakagefandi, heldur lokar inni raka!! Tvennt ólíkt.

Einn af þessum eos varasölvum var skárstur, en ég er spennt að fara aftur í Hagkaup og lykta af þeim í annað skipti og sjá hvort þeir virka eins industrial á mig og í dag!

Luv,

E

miðvikudagur, 11. júlí 2012

Meðmæli mánaðarins; Júlí

Þar sem ég kom alveg rosalega seint með meðmæli síðasta mánaðar ákvað ég að koma með meðmæli þessa mánaðar súper snemma:

En ég mæli eindregið með því að kíkja á útsölur í Smáralind, gera góð kaup og fara í sund í Garðabæ, ég flatmagaði þar í dag og tanaði mig í drasl.. við undirleik jazz-hljómsveitar - ásamt því að hlusta á smá Seku;

Seka Aleksik - Ale ale

Geri aðrir betur,

Luv,

E

fimmtudagur, 5. júlí 2012

Paraben free makeup-lína

Yey,

það er nýbyrjað að selja nýja snyrtivörulínu á Íslandi sem er paraben-free, olíu frí og algjörlega laus við öll aukaefni; Youngblood.

Þetta þykja mér góða fréttir... læt ykkur vita ef ég fjárfesti í einhverju frá þeim, og segji ykkur hvað mér finnst um það :)

Luv,
E

miðvikudagur, 27. júní 2012

Meðmæli mánaðarins; Júní

Afsakið hvað þessi meðmæli koma seint inn, en þennan mánuðinn mæli ég klárlega með því að ferðast innanlands með vinum og fjölskyldu. Átti frábæra viku í Stykkishólmi og á Ísafirði í þessum mánuði - held að þessi vika verði seint toppuð :)

Á Vestfjörðum


Eigið gott ferðasumar,

luv,
E

mánudagur, 25. júní 2012

Addicted to you

Hérna kemur einn frábær sumarsmellur;

Addicted to you - Shakira

Þetta lag er nú alveg þess-háttar stuð-smellur að maður vildi nánast að maður væri háður því að fara í gymmið og hlaupa eins og brjálæðingur - með þetta lag í bakgrunni - að sjálfsögðu!
En því miður vaxa ekki epli á öllum eplatrjám

Luv,
E

þriðjudagur, 19. júní 2012

Paraben mayhem

Það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom heim til mín í gærmorgun var að gramsa í snyrtidótinu mínu og skoða innihaldslýsingar! Hljómar ekki ýkja spennandi, en áhugavert.. 

Og niðurstöðurnar eru að eftirfarandi vörur innihalda paraben;

- Nýji makeup store augnskugginn (sem og gamli makeup store augnskugginn)
- Body shop E-vítamín face-mist
- Body shop augnskuggar
- Body shop olive body butter
- Maybelline augnskuggar
- Proderm sólarvörn
- Karin Herzog hreinsimjólk
- Sothys andlitskrem, serum og maski

Það sem er án paraben;

- fc duft augnskuggi
- Gamall duft augnskuggi úr Kiss (keyptur á þeim tíma sem Kiss var á þriðju hæðinni í Kringlunni)
- Neutral bodylotion (keypt á sínum tíma þegar ég byrjaði að hugsa um paraben-efni)
- Too faced varaliturinn minn
- Lancomé eye-makeup remover
- Boots Botanics toner
- Elf mineral eyshadow primer
- Addidas pro clear deodorant
- Lady speed stick deodorant
- Victoria's Secret body spray
- Aveeno andlits-hreinsir

Það sem ég veit ekki hvort innihaldi paraben eða ekki;

- Dior augnskuggi
- Estré Lauder púður
- Clinique púður
- Cover girl kinnalitur
- Avon kinnalitur
- Christian Breton bronzer
- Zara augnskuggar
- Bourjois augnskuggar
- Hard candy glimmer krem
- Sensai hyljari


Þó tel ég miklar líkur á því að það sem ég veit ekki hvort að innihaldi paraben eða ekki, innihaldi líklega paraben, grunar mig sérstaklega Avon og Dior um að innihalda paraben. En það er heldur ekki hlaupið að því að finna upplýsingar um hvort umrædd vara innihaldi paraben eður ei, þar sem margar af þessum snyrtivörusíðum telja ekki upp innihaldið í vörunum sínum á heimasíðunni. Þar á meðal er Maybelline, Dior, Estré Lauder, Bourjois, Clinique, Cover girl, Body shop, Mac, Makeup store og Christian Breton.
Plús í kladdann fá Avon og Too faced - þar sem ítarlegar upplýsingar er að finna á heimasíðunum þeirra um innihald hverrar einustu vöru frá þeim :) Annars er ég auðvitað búin að henda kössunum utan af þessu öllu og því ógerningur eflaust að komast til botn í því hvort sumar vörur innihaldi paraben eða ekki. Tala nú ekki um að sumt af þessum vörum hef ég hreinlega erft í gegnum kynslóðir, sumt frá mömmu, annað frá systu og já meira að segja ömmu! En á móti kemur að ég nota að staðaldri ekki helminginn af þessu - sem betur fer greinilega!

Hins vegar rakst ég á þessa ljómand vefsíðu, þar sem maður getur leitað að vörum og séð nákvæma vöru-innihaldslýsingu og gráðukvarða yfir hvort efnin séu slæm fyrir mann eða ekki! Svo endilega skoða það.

Annars mælir Nikki með Mac varalitum og augnskuggum, þeir eru skv. henni paraben-free.. þó svo að maður fái nánast tvöfalt magn af einum augnskugga frá Makeup store, miðað við einn frá Mac - fyrir nánast sama verð!

Skv. Nikki, eru vörur svo líka mismunandi "toxic" eftir því hvað varan inniheldur mörg mismunandi paraben-efnasambönd, mætti því ef til vill skipta vörum í eftirfarandi flokka;

1 paraben efni = somewhat toxic
2 paraben efni = toxic
3 paraben efni = very toxic
4 paraben efni = highly toxic
5 paraben efni = extremely toxic

Ég ákvað að yfirfara ekki shampó og næringar, shower gel, og fleira í þeim dúr, þar sem maður þvær það hvortið er af húðinni.. en þetta er ekkert grín - það er nánast paraben í öllu sem ég á! 

Ég er klárlega í mestu sjokki yfir að öll andlits-línan mín innihaldi paraben efni, og byrjaði ég gærdaginn á því að smyrja mig inn í paraben-coma með andlitsvörum og body butter.
Eftir smá meira grams í skápnum mínum fann ég svo prufu af Blue lagoon mineral cream - það inniheldur hvorki meira né minna en fimm paraben efnasambönd - FIMM! Það hlýtur þá að vera skv. fyrri stigskiptingu extremely toxic! 

Svo þegar ég klára þessi krem, þá er spurning hvort ég fari að leita að paraben-fríum staðgenglum, spurning með L'occitane hvort þær séu paraben-free? En það er að sjálfsögðu ekki tekið fram á heimasíðunni þeirra :( Er virkilega farin að efast um snyrtivörufyrirtæki sem setja ekki fulla innihaldslýsingu á vörunum sínum á heimasíðuna. Ég spyr mig hvort þeir hafi eitthvað að fela? 

Luv,

E

mánudagur, 18. júní 2012

More about makeup

Merkilegt með lífið, hvernig maður setur sér markmið, gleymir þeim og uppgvötar svo löngu síðar að maður er allt í einu kominn á kaf í að vinna í settum markmiðum - totally by accident!! Og venjulega er maður einmitt að sparka í rassinn á sér yfir því að fylgja ekki markmiðum sínum.

Ótrúlegt.. ekki að markmiðin hafi verið svo háleit í þetta skiptið, en ég setti mér það markmið í byrjun árs 2011 að læra meira um make-up og læra að mála mig like a pro ;) Það varð nú ekkert úr því að ég gerði neitt í því í fyrra, en með fata-innkaupabindindinu mínu 2012 hefur fókusinn færst yfir á snyrtivörur og make-up (af fötum og skóm) ;) Er ég búin að fjárfesta í nokkrum hlutum sem mig vantaði - en mesta snilldin sem ég veit um er að ef maður getur notað eina vöru i að gera tvo hluti, er búin að vera obsessed síðustu daga af contour og highlighting á andliti. Í þeim tilgangi að skyggja undir kinnbeinin og til að skyggja í boganum í auganu keypti ég mér einn augnskugga frá Makeup store, gramsaði svo í gegnum alla kinnalitina mína, augnskugga og fleira í leit að highlighter, og fann ljósan mjög perlu-simmeraðan augnskugga í pallettu sem ég átti sem virkar perfect í  að lýsa ofan á kinnunum ;) Það stoppar mig þó ekki í að langa í svona highlighter: 

Watt's up frá Benefit


Nýjasta dellan er paraben-free makeup, ástæða; það eru kenningar þess efnis að paraben geti valdið krabbameini, en það er vísindalega sannað að paraben getur haft áhrif á hormónaframleiðlu líkamans, það er þó ekki sannað að það valdi krabbameini. En ég vill allavega ekki þetta efni í snyrtivörurnar mínar!
Fann meira að segja rosalega flott make-up merki sem er því miður ekki selt á íslandi; Tarte, sem er paraben-free, auk þess sem það er án fleiri skaðlegra efna sem gjarnan má finna í snyrtivörum.  Svo ég er að hugsa um að fara að fordæmi Nikku, og smávegis fara í áttina að paraben free snyrtivörum, með því að kaupa ekki nýjar vörur sem innihalda paraben. Þetta á bókað eftir að verða einhver höfuðverkur þar sem ég veit að mikið af vörunum í Body Shop innihalda paraben, en á móti kemur að fólk og fyrirtæki eru að verða meðvitaðari um paraben og eru mörg hver hætt að nota þetta efni í vörurnar sínar. Svo margir spyrja sig kannski hvað er paraben? Paraben er rotvarnarefni sem er gjarnan notað í snyrtivörur og getur líkaminn umbreytt þessu tilbúna efnasambandi í estrogen-hormón. Meira um paraben má lesa hér, og lista yfir skaðleg efni í snyrtivörum má finna á upplýsinga síðu Heilsuhússins hérna.

Skelli svo myndbandi með einum af uppáhalds-online-kennaranum mínum honum Goss, sem er breskur makeup-artist, en hann opnaði augu mín fyrir því að skoða magn-lýsingar á vörum og bera saman milli framleiðanda, því þó einn augnskuggi sé ódýrari en annar, þá er magnið ekki endilega það sama!

Goss video um chanel augnskugga - ripoff!!


Endilega hugsið ykkur tvisvar um áður en þið setjið eitthvað framan í ykkur sem er slæmt fyrir húðina.  Ég veit að Nivea er með nýlega línu sem heitir; Pure and Natural, sem ég veit að er paraben-free, sem og Neutral er komið með nýja andlitslínu og Nip and fab er paraben-laust. Allt þetta fæst í Hagkaup.

Luv,


föstudagur, 15. júní 2012

Things that remind me of my other home

Stundum þarf ekki mikið til;


Lampi úr Ilvu - 5.995 ISK


Og getið þið nú um hvað ég er að tala ;)

Annars er stjörnuspáin mín rosa góð í dag;

Vatnsberi; 
Óþroskað fólk sem tekur meira en það gefur rænir þig tíma og krafti þegar til langs tíma er litið. Einfaldasta leiðin er bara að fara.

Hvernig var stjörnuspáin þín í dag?

Luv,

E



miðvikudagur, 13. júní 2012

My fav. haul video

Ég var búin að lofa ykkur að setja hingað inn uppáhalds "haul"-myndböndin sem ég hef rekist á á youtube, svo here goes:

Lorraine went shopping

Svo er þessi bara svo adoarbly sætur;

Gregory Gorgeous


Luv,

E