föstudagur, 3. febrúar 2012

Stefnumótun

Ég held að ég hafi án djóks sofið í svona 2 klukkutíma í nótt...  og þar sem ég nýbúin að klára bókina sem var á náttborðinu mínu hafði ég ekkert betra en að fara framúr, fá mér morgunmat, fletta gömlum morgunblöðum og skoða myndir á netinu. Ákvað ég því að setja saman hugmyndablað fyrir svefnherbergið mitt:


Þetta er hugmyndablað 1 - er búin að velta ljósum örugglega fyrir mér í yfir eitt ár - þar sem ljósið sem ég er með núna er rauverulega brotið! Einnig búin að hugsa mikið um gafla og rúmstæði síðasta mánuð, bólstraðir rúmgaflar eru hvað mest áberandi á Íslandi í dag - og allir þeir sem mig þekkja vita að ég þjáist örlítið af spes veikinni og vill alls ekki vera með það sama og ALLIR aðrir. 
Satt best að segja kom þessi niðurstaða mér þónokkuð á óvart, þar sem þetta er svo rómantískt og jafnvel pínu sveitó - á amerískum mælikvarða! Ég virðist greinilega vera eitthvað í rómantískum hugleiðingum þessa dagana. 
Ég hef samt ekki hugmynd hvaða stefnu ég eigi að taka með loftljósið... var fyrir löngu búin að hugsa mér ljós eins og í vinstra horninu, nema með svörtum skermi.. en með hvítt rúm þá virkar það eiginlega ekki lengur og get ómögulega gert upp við mig hvaða ljós af þessum fjórum mér finnst fallegast - hvað finnst þér?

Kv.
Elín Designer

Engin ummæli:

Skrifa ummæli