þriðjudagur, 13. mars 2012

Langar alveg afskaplega mikið í ís

Merkilegt hvað maður fær dellu fyrir sumum hlutum, í fyrra voru það hringir... þetta árið virðist það ætla að verða armbönd. Þyngist þá róðurinn... fer nú ís-löngunin að gera vart við sig..
Ísinn að þessu sinni birtist í formi armbands:

Silfur armband frá Tiffany & Co. sem kostar um 33.500 ISK

Er reyndar búin að finna eftirlíkingar á netinu sem kosta mun minna, eða um 1/6 af verðinu! Vá... hægt að kaupa 6 stykki feik fyrir hvað eitt ekta kostar! Spurning hvort merkjaglaði vatnsberinn eða níski gyðingurinn í mér hefur vinninginn! Kemur í ljós - en ég held barasta að ég kaupi mér svona 01.01.2013 - ef ég man þá eftir því að mig langar í það þá. Nú ef ég man ekki eftir því að langa í þetta, þá hefur löngunin ekki verið ýkja mikil. 

Á ég ekki líka alveg skilið verðlaun 01.01.2013 ef ég stend við gefin loforð?

kv.
Elín gulrótarsjúka

1 ummæli: