þriðjudagur, 19. júní 2012

Paraben mayhem

Það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom heim til mín í gærmorgun var að gramsa í snyrtidótinu mínu og skoða innihaldslýsingar! Hljómar ekki ýkja spennandi, en áhugavert.. 

Og niðurstöðurnar eru að eftirfarandi vörur innihalda paraben;

- Nýji makeup store augnskugginn (sem og gamli makeup store augnskugginn)
- Body shop E-vítamín face-mist
- Body shop augnskuggar
- Body shop olive body butter
- Maybelline augnskuggar
- Proderm sólarvörn
- Karin Herzog hreinsimjólk
- Sothys andlitskrem, serum og maski

Það sem er án paraben;

- fc duft augnskuggi
- Gamall duft augnskuggi úr Kiss (keyptur á þeim tíma sem Kiss var á þriðju hæðinni í Kringlunni)
- Neutral bodylotion (keypt á sínum tíma þegar ég byrjaði að hugsa um paraben-efni)
- Too faced varaliturinn minn
- Lancomé eye-makeup remover
- Boots Botanics toner
- Elf mineral eyshadow primer
- Addidas pro clear deodorant
- Lady speed stick deodorant
- Victoria's Secret body spray
- Aveeno andlits-hreinsir

Það sem ég veit ekki hvort innihaldi paraben eða ekki;

- Dior augnskuggi
- Estré Lauder púður
- Clinique púður
- Cover girl kinnalitur
- Avon kinnalitur
- Christian Breton bronzer
- Zara augnskuggar
- Bourjois augnskuggar
- Hard candy glimmer krem
- Sensai hyljari


Þó tel ég miklar líkur á því að það sem ég veit ekki hvort að innihaldi paraben eða ekki, innihaldi líklega paraben, grunar mig sérstaklega Avon og Dior um að innihalda paraben. En það er heldur ekki hlaupið að því að finna upplýsingar um hvort umrædd vara innihaldi paraben eður ei, þar sem margar af þessum snyrtivörusíðum telja ekki upp innihaldið í vörunum sínum á heimasíðunni. Þar á meðal er Maybelline, Dior, Estré Lauder, Bourjois, Clinique, Cover girl, Body shop, Mac, Makeup store og Christian Breton.
Plús í kladdann fá Avon og Too faced - þar sem ítarlegar upplýsingar er að finna á heimasíðunum þeirra um innihald hverrar einustu vöru frá þeim :) Annars er ég auðvitað búin að henda kössunum utan af þessu öllu og því ógerningur eflaust að komast til botn í því hvort sumar vörur innihaldi paraben eða ekki. Tala nú ekki um að sumt af þessum vörum hef ég hreinlega erft í gegnum kynslóðir, sumt frá mömmu, annað frá systu og já meira að segja ömmu! En á móti kemur að ég nota að staðaldri ekki helminginn af þessu - sem betur fer greinilega!

Hins vegar rakst ég á þessa ljómand vefsíðu, þar sem maður getur leitað að vörum og séð nákvæma vöru-innihaldslýsingu og gráðukvarða yfir hvort efnin séu slæm fyrir mann eða ekki! Svo endilega skoða það.

Annars mælir Nikki með Mac varalitum og augnskuggum, þeir eru skv. henni paraben-free.. þó svo að maður fái nánast tvöfalt magn af einum augnskugga frá Makeup store, miðað við einn frá Mac - fyrir nánast sama verð!

Skv. Nikki, eru vörur svo líka mismunandi "toxic" eftir því hvað varan inniheldur mörg mismunandi paraben-efnasambönd, mætti því ef til vill skipta vörum í eftirfarandi flokka;

1 paraben efni = somewhat toxic
2 paraben efni = toxic
3 paraben efni = very toxic
4 paraben efni = highly toxic
5 paraben efni = extremely toxic

Ég ákvað að yfirfara ekki shampó og næringar, shower gel, og fleira í þeim dúr, þar sem maður þvær það hvortið er af húðinni.. en þetta er ekkert grín - það er nánast paraben í öllu sem ég á! 

Ég er klárlega í mestu sjokki yfir að öll andlits-línan mín innihaldi paraben efni, og byrjaði ég gærdaginn á því að smyrja mig inn í paraben-coma með andlitsvörum og body butter.
Eftir smá meira grams í skápnum mínum fann ég svo prufu af Blue lagoon mineral cream - það inniheldur hvorki meira né minna en fimm paraben efnasambönd - FIMM! Það hlýtur þá að vera skv. fyrri stigskiptingu extremely toxic! 

Svo þegar ég klára þessi krem, þá er spurning hvort ég fari að leita að paraben-fríum staðgenglum, spurning með L'occitane hvort þær séu paraben-free? En það er að sjálfsögðu ekki tekið fram á heimasíðunni þeirra :( Er virkilega farin að efast um snyrtivörufyrirtæki sem setja ekki fulla innihaldslýsingu á vörunum sínum á heimasíðuna. Ég spyr mig hvort þeir hafi eitthvað að fela? 

Luv,

E

Engin ummæli:

Skrifa ummæli