laugardagur, 15. desember 2012

Veik í make-up, follow up

Í júní fór ég í verslunarleiðangur í Shop Couture, og keypti mér augnskugga-primer og augnskuggabursta (sjá færslu hér). Ég var búin að lofa gagnrýni á vörurnar og here goes:

Elf mineral eyeshadow primer:
Þvílík snilld, hann svínvirkar, formúlan er húðlituð og hylur um leið bláleika á augnlokunum, og það sem skiptir öllu máli, þá heldur hann augnskugganum á sínum stað allan daginn (og hér erum við að tala um 12 klst vinnudag), án þess að augnskugginn krumpist! Vara sem klikkar ekki á 990 ISK.

Elf crease brush:
Frábær bursti til að setja skyggingu í crease á auganu, virkar vel fyrir litla crease (veit ekki hvernig ég ætti að þýða þetta á íslensku svo crease verður að duga), nota ég svo annan og óþéttari bursta til að jafna skygginguna út og útkoman er frábær! Það sem toppaði svo kaupin var verðið; 490 ISK.

Ég keypti síðar augnskuggabursta frá þeim:

Augnskuggabursti frá elf - 490 ISK


Hann er líka mjög góður, reyndar aðeins ójafn á brúnunum, eins og hárin séu eitthvað ójöfn, og svo fór hann soldið "úr hárum" fyrst, en eftir að ég þvoði hann með smá shampoo, þá hafa sama sem engin hár losnað úr honum.

Luv,
E

Engin ummæli:

Skrifa ummæli