Ég er svo skotin í heimasímanum mínum frá Ericsson,
soldið vintage retró look, en amma og afi í móðurætt áttu hann - ég gekk svo með hann hérna um árið á milli viðgerðarkalla og hvernig ég gæti nú komið honum í gagnið.. allskonar lausnir sem komu til greina, en á endanum fór ég í Glóey og keypti stubba-snúru úr venjulegu símtengi í annað, og millistykki fyrir gamla símakló. Það var þó ekki nóg, þar sem það þurfti eitthvað að endur-víra gömlu klóna í símann... en hann komst í gagnið fyrir eitthvað í kringum 4.000 ISK. Gaurinn sem endurvíraði símann vildi svo meina að ég gæti ekki hringt úr símanum, þar sem þetta væri skífusími, og sömuleiðis var óljóst hvort hann myndi hringja er einhver hringdi í mig! Hann virkar hins vegar 100% hægt að hringja úr honum, hann hringir (en það má ekki svara of snemma samt - þá nær hann ekki tengingu) og ég get talað í hann. Eina vandamálið er þegar maður lendir á símsvara og þarf að velja númer til fá samband við ákveða deild innan fyrirtækisins, þá verð ég að aftengja símann og nota hinn símann sem ég geymi inní skáp og er ekki með skífu!
Ericsson sími af sömu gerð og minn
Ég vildi þó að ég ætti líka svona síma eins og sést til hliðar á myndinni, hann var með skífu og rauðri bólu undir, svo ef þú lagðir símann á borðið þá lagðirðu á... afi minn og amma, í föðurætt áttu einmitt þannig síma, en ég held að pabbi og bróðir hans hafi hent honum þegar þeir settu íbúðina hans afa á sölu fyrir tæpum 15 árum síðan. Þá var gangverðið á 3ja herbergja íbúð í 101 tæpar 7 milljónir!
Luv,
E
Sæl Ella,
SvaraEyðaÉg er einmitt með svona svartan skífusíma sem mig langar svo að koma í gagnið. Hvað hét þessi rafvirki sem endurvíraði símann fyrir þig?
Það voru strákarnir í Örtækni sem græjuðu hann fyrir mig: http://www.ortaekni.is/
Eyða