fimmtudagur, 1. nóvember 2012

Viltu lykta eins og dýr vændiskona?

Það gæti verið hluti af auglýsingunni fyrir nýja ilminn frá Lady Gaga; The Fame - Black fluid!
En samkvæmt fréttamiðlum, vildi ungfrú Lady Gaga að ilmurinn lyktaði eins og blóð og sæði, hægt að lesa allt um málið ítarlega á Wikipediu. Í stuttu máli var blóð úr Lady Gaga sjálfri notað í gerð ilmsins, ósagt skal látið hver lagði fram sæði í gerð hans. Ilmurinn á samt ekki að lykta eins og sæði eða blóð heldur á mólekúlar bygging þessara tveggja "vökva" að hafa verið notuð í gerð ilmsins. Lady Gaga sagði hins vegar að lyktin myndi koma til að lykta eins og "dýr vændiskona". Var blóðið úr henni notað svo fólk gæti upplifað það að hafa hana á húðinni á sér.. sbr. Wikipediu að minnsta kosti.

Lady Gaga og ilmurinn Black Fluid


Þegar ég og Heiðrún fórum svo í Laugavegsgönguna okkar um daginn, fórum við að sjálfsöðgu í Sigurbogann, að þefa af þssum svarta vökva.. ég verð nú að viðurkenna að við vorum ekki ýkja spenntar! Lyktin var ívið of þung, minnti svolítið á svona "eldri konu lykt" í ætt við Poison. Svolítið sérstakt að vökvinn sjálfur í glasinu sé líka svartur, hef ekki séð það áður! 
Við fengum svo spjald með ilminum sprautað á spjald sem við tókum með okkur, verð ég þó að segja að í lok dagsins, og daginn eftir var ilmurinn búinn að breytast til hins betra! 
Annars minnir lyktin mig einhverra hluta vegna á herralyktina frá Paco Rabanne; 1 Million. Samt sé ég ekki að sömu tónarnir hafi verið notaðir í báða ilmina.. nefið á mér nær ekki lengra en þetta.

1 Million frá Paco Rabanne

Smell nice

Luv.
E

Engin ummæli:

Skrifa ummæli