Meðaleyðsla mín á mánuði það sem af er þessu ári er; 114.346 ISK, gæti ef til vill bætt við 10.000 - 20.000 ISK við þessa tölu, þar sem ég hef líklega ekki tekið rafmagn og hita með í reikninginn, og eitthvað sem hefur ef til vill misfarist hjá mér í yfirferðinni. Í þessari tölu er hins vegar öll eyðsla á árinu; sófainnkaup, þær fáu flíkur sem ég hef keypt mér, bensín, snyrtivörur, veitingastaðir, matur, bensín, lækniskostnaður, bíó og önnur afþreyging.
Lokatalan verður þá 124.346 til 134.346 ISK - lágmarks neysluviðmið er 92.146 ISK. Þó verður að vekja athygli á því að desembermánuður er ekki liðinn, og því öll jólagjafainnkaup eftir!
Mynd fengin að láni héðan.
Væri gaman að gera tilraun í að gefa sjálfum sér budget uppá 92.146 einn mánuðinn og sjá hvernig gengi!
Ú nýtt chalenge coming up!
Ú nýtt chalenge coming up!
Luv,
E
Engin ummæli:
Skrifa ummæli