þriðjudagur, 28. ágúst 2012

Götutískan í Finnlandi

Rakst á frétt á mbl.is þess efnis fyrir mörgum mánuðum að hér á landi var staddur heimsfrægur tískubloggari frá Finnlandi, og kíkti ég því inná heimasíðuna hennar: hel-looks.com ég get nú ekki sagt að ég hafi heillast af götu-tísku þeirra Finnanna. 
Get meira að segja viðurkennt að ég hafi séð eitthvað í líkingu við fólkið á tísku-blogginu gangandi um götur Helsinki. Þó ekki í eins miklu mæli og ég bjóst við, þar sem flestir á tísku blogginu er mjög extreme í klæðaburði, megnið af íbúum Helsinki eru mjög mainstream í fatavali.. en svona eftir á að hyggja velti ég fyrir mér hvort Finnar séu pönkaðari heldur en Danir, ég er bara ekki frá því :)
Finnarnir meiga þó eiga það að þeir eru original - sem er meira heldur en ég get sagt um 95% Íslendinga.. 

kv.
miss un-original 

luv,
E


Engin ummæli:

Skrifa ummæli