mánudagur, 18. júní 2012

More about makeup

Merkilegt með lífið, hvernig maður setur sér markmið, gleymir þeim og uppgvötar svo löngu síðar að maður er allt í einu kominn á kaf í að vinna í settum markmiðum - totally by accident!! Og venjulega er maður einmitt að sparka í rassinn á sér yfir því að fylgja ekki markmiðum sínum.

Ótrúlegt.. ekki að markmiðin hafi verið svo háleit í þetta skiptið, en ég setti mér það markmið í byrjun árs 2011 að læra meira um make-up og læra að mála mig like a pro ;) Það varð nú ekkert úr því að ég gerði neitt í því í fyrra, en með fata-innkaupabindindinu mínu 2012 hefur fókusinn færst yfir á snyrtivörur og make-up (af fötum og skóm) ;) Er ég búin að fjárfesta í nokkrum hlutum sem mig vantaði - en mesta snilldin sem ég veit um er að ef maður getur notað eina vöru i að gera tvo hluti, er búin að vera obsessed síðustu daga af contour og highlighting á andliti. Í þeim tilgangi að skyggja undir kinnbeinin og til að skyggja í boganum í auganu keypti ég mér einn augnskugga frá Makeup store, gramsaði svo í gegnum alla kinnalitina mína, augnskugga og fleira í leit að highlighter, og fann ljósan mjög perlu-simmeraðan augnskugga í pallettu sem ég átti sem virkar perfect í  að lýsa ofan á kinnunum ;) Það stoppar mig þó ekki í að langa í svona highlighter: 

Watt's up frá Benefit


Nýjasta dellan er paraben-free makeup, ástæða; það eru kenningar þess efnis að paraben geti valdið krabbameini, en það er vísindalega sannað að paraben getur haft áhrif á hormónaframleiðlu líkamans, það er þó ekki sannað að það valdi krabbameini. En ég vill allavega ekki þetta efni í snyrtivörurnar mínar!
Fann meira að segja rosalega flott make-up merki sem er því miður ekki selt á íslandi; Tarte, sem er paraben-free, auk þess sem það er án fleiri skaðlegra efna sem gjarnan má finna í snyrtivörum.  Svo ég er að hugsa um að fara að fordæmi Nikku, og smávegis fara í áttina að paraben free snyrtivörum, með því að kaupa ekki nýjar vörur sem innihalda paraben. Þetta á bókað eftir að verða einhver höfuðverkur þar sem ég veit að mikið af vörunum í Body Shop innihalda paraben, en á móti kemur að fólk og fyrirtæki eru að verða meðvitaðari um paraben og eru mörg hver hætt að nota þetta efni í vörurnar sínar. Svo margir spyrja sig kannski hvað er paraben? Paraben er rotvarnarefni sem er gjarnan notað í snyrtivörur og getur líkaminn umbreytt þessu tilbúna efnasambandi í estrogen-hormón. Meira um paraben má lesa hér, og lista yfir skaðleg efni í snyrtivörum má finna á upplýsinga síðu Heilsuhússins hérna.

Skelli svo myndbandi með einum af uppáhalds-online-kennaranum mínum honum Goss, sem er breskur makeup-artist, en hann opnaði augu mín fyrir því að skoða magn-lýsingar á vörum og bera saman milli framleiðanda, því þó einn augnskuggi sé ódýrari en annar, þá er magnið ekki endilega það sama!

Goss video um chanel augnskugga - ripoff!!


Endilega hugsið ykkur tvisvar um áður en þið setjið eitthvað framan í ykkur sem er slæmt fyrir húðina.  Ég veit að Nivea er með nýlega línu sem heitir; Pure and Natural, sem ég veit að er paraben-free, sem og Neutral er komið með nýja andlitslínu og Nip and fab er paraben-laust. Allt þetta fæst í Hagkaup.

Luv,


Engin ummæli:

Skrifa ummæli