fimmtudagur, 13. desember 2012

Meðmæli mánaðarins: Desember

List:
Rakst á verk á þeirri eðal-síðu Perez Hilton af Honey Boo Boo sjá hér, og leitaði þvi upp heimasíðu listamannsins Jason Mercier. Jesús maðurinn er snillingur, þið verðið að kíkja á heimasíðuna hans og skoða verkin hans! Notar hann óvenjuleg hráefni í listsköpun sinni, rusl, nammi, garn, skór, skeljar, þara, blóm, sígarettustubbar, gervineglur og bara nefndu það - hvað notar hann ekki.

Bloggið:
Jóhanna vinkona í súkkulaði-bindindi for a cause í Desember, sjá blogg hér.

Boðið:
Kaffiboð mánaðarins var klárlega heima hjá mér seinustu helgi þar sem nágranninn fór að bora 5 mínútur í klukkan þrjú á sunnudegi.  Afmælisboð mánaðarins (af mörgum) verður klárlega afmælið hennar Hörpu næstu helgi :)

Kvikmyndin:
Breaking dawn 2 og Silver linings playbook.

Bókin:
Ekki sannkölluð jóla-lesning þennan mánuðinn en ég var að leggja frá mér: The Natashas: the new global sex trade eftir Victor Malarek sem ég var að lesa fyrir ritgerð í skólanum. Svakaleg og raunveruleg lesning.

Bókin fæst að láni hjá Aðalbókasafni á Tryggvagötu og Ísafirði


Ég er svo að lesa aðra sambærilega bók og næsta bók á leslistanum er; Hið dökka man, saga Catalinu. 

Ert þú búin að velja þér jólabókina í ár?

Luv,
E

Engin ummæli:

Skrifa ummæli