mánudagur, 17. desember 2012

Styttist í samantekt

Það fer að styttast í samantekt ársins, það er samantekt yfir hvað ég keypti af bannlistanum og hversu mikið ég eyddi í fatnað, skó og skart á árinu, innanlands sem utan. Ég var búin að segja ykkur aðeins frá því sem ég keypti erlendis í þessari færslu hér en á algjörlega eftir ótalið það sem ég hef eytt í föt innanlands. Þetta fatabindindi hefur þó ýtt úr vör nýjum og áður óþekktum eyðslu-venjum í formi snyrtivöru innkaupa. Má eiginlega segja að þar sem föt voru tekin út úr eyðslumynstrinu, þá hafi myndast ný þörf á snyrtivörum af minni hálfu. Nýjasta löngunin er Naked 2 augnskuggapalletta frá Urban Decay:

Urban decay naked 2 - 6.311 ISK hér


Þessi palletta er útgáfa nr. 2 af upprunalegri Naked pallettu frá Urban Decay, nema þessi útgáfa nr. 2 er paraben-free. Svo það eru aldeilis góðar fréttir, er mikið að hugsa um að halda að mér höndum í augnskugga innkaupum á næstunni (ekki svosem að ég sé alltaf að kaupa mér augnskugga) og þá kannski frekar kaupa svona palettu næst þegar ég fer vestur um haf. Annars segja þeir sem vit hafa á að maður eigi frekar að kaupa sanseraða og glimmer augnskugga frá ódýrari merkjum, þar sem það er víst auðveldara að búa til góða sanseraða augnskugga heldur en matta. Eigi maður því frekar að kaupa matta skugga frá dýrari merkjum, því maður finnur meira fyrir gæða-mun á möttum augnskuggum heldur en sanseruðum. Urban decay hefur einnig nýlega sett á markað matta augnskuggapalettu;

UD naked basics - 4.670 ISK


Ég efast ekki um að sú matta væri betri fjárfesting til lengri tíma litið, þar sem mattir augnskuggar fara fleirum betur heldur en sanseraðir.. auk þess sem ég á haug af sanseruðum augnskuggum í snyrtidótinu mínu og vantar klárlega ekki fleiri augnskugga.

Áramótaheit næsta árs: mála mig meira og nota makupið sem ég á? Kaupa minna? Það eru allavega fleiri en ég sem eru að endurskoða neysluna sína, en youtuberinn Christine, en ég póstaði einmitt skápa-tiltektinni hennar á bloggið mitt fyrir nokkrum mánuðum, hún ætlar í makeup-kaupabindindi árið 2013, sjá bloggið hennar hér.

Luv,
E

Engin ummæli:

Skrifa ummæli