Ég rakst fyrir algjöra tilviljan á leiðbeiningar á netinu hvaða rauði varalitur hentar hvaða húðtóni, sjá hér. Málið vandast þó ef þú átt í erfiðleikum með að flokka hvaða húðlit þú ert með, en litaskiptingin skiptist í; fair, medium, olive og dark. Mæli ég sjálf helst með því að heimsækja einhvern af þeim snyrtifræðingum sem starfa í snyrtivörudeildum apóteka, stórverslana og snyrtivöruverslana og fá þær til að aðstoða þig við valið á þeim lit sem hentar þér best..
Annars er ég með plön um nýtt blogg á nýju ári og nýtt átak, nema á þessu ári verður fjöldatakmörkun á ákv. tegund á neysluvöru.. hmm.. ef ég legg í annað átak það er að segja!
Á ég virkilega að binda mig í báða skóna annað árið í röð? Mynd að láni héðan
Fannst við hæfi að setja stúlku í rauðum ballet-skóm, rautt er jú litur jólanna - spurning hvort ég eigi að bregða mér í rauða skó á aðfangadag.. rauða skó á ég ;)
Luv,
E
Engin ummæli:
Skrifa ummæli