laugardagur, 1. desember 2012

Hlakka til að árið sé búið!

Ykkur að segja verð ég að viðurkenna að ég er orðin dauðþreytt á þessu fata-bindindi og er ánægð að því ljúki senn... 
Fór í smá jóla-skoðunar leiðangur um daginn, og sá SVO margt sætt sem ég hefði viljað kaupa, 2 hálsfestar í Debenhams, hálsfesti í 3 smárar, veski í Top Shop.. en ekki svo mikið af fötum, en er pínu aukahlutasjúk þessa dagana að þvi er virðist vera ;)

Ég er þó ekki búin að halda kaupa-bindindið 100% en engu að síður búin að standa mig nokkuð, ef bara ekki mjög vel. Eins og ég setti fram í Rules of the game, þá mátti ég kaupa föt er ég fór erlendis, og fór ég til Finnlands, Eistlands og Ítalíu á árinu, innanlands svo mátti ég kaupa mér í brýnustu neyð eitthvað sem væri svo ég, mig væri búið að langa í það lengi og ef um of góðan díl væri að ræða til að sleppa því, og var sá kvóti settur í 40 þúsund ISK fyrir árið - sem yrði dregið frá heildar budget í makeover í svefnherberginu. Ég mun svo í lok ársins gera upp bókhaldið, hvað var keypt, af hverju og svo framvegis.. pósta svo myndum með að sjálfsögðu!

Ég verð þó að viðurkenna að ég tók smá forskot á makeover sæluna og fjárfesti í sófa fyrr á árinu (hann var verslaður á tilboði needless to say, þegar ég fór að skoða sjónvarpshillu og gekk út úr búðinni með sófa - vel gert Elín). Þannig fór stór hluti af budgetinum fyrir make-over í svefnherberginu í sófa/stofu-makeover, svo það má segja að öll íbúðin sé byrjuð í andlitslyftingu. Er svo með ýmisleg önnur plön um hvernig ég eigi að framkvæma þessar endurbætur og andlitslyftingar, ég deili myndum með ykkur við fyrsta tækifæri. Ég hafði svo hugsað mér að ráðast í þessi verkefni í janúar, en ég held að það verði að gerast í desember eða febrúar þar sem janúar er strax orðinn uppbókaður!

Billund sófinn minn - úr Rúmfatalagernum - 189.950 ISK


Svo er ég bara byrjuð að hugsa jólagjafir og jólaföt - að sjálfsögðu ekki ný en ný samsettning!

Í hverju ætlar þú að vera um jólin?

Luv,
E

Engin ummæli:

Skrifa ummæli