ég og Heiðrún fórum líka í þessa mjög svo successful verslunarferð í Pier um daginn, þar sem ég fann ljósakrónuna sem mun prýða svefnherbergið mitt og gardínur í stofuna. Gardínurnar voru ekki alveg á innkaupalistanum í þessari verslunarferð en þar sem þær voru á tilboði og fékk ég tvær lengjur fyrir eina, þá var fjárfest í þeim líka.. ekki spillti fyrir að ég borgaði einungis rúmar 12 þúsund ISK fyrir ljósakrónu og gardínur! Held að ég finni seint betri díl...
Því miður get ég ekki deilt myndum með ykkur þar sem ég finn ekki mynd af ljósakrónunni online, en gardínurnar eru úr svartri blúndu og fara upp einhverntíma á næsta ári...
Svartar blúndugardínur
Núna er ég hins vegar obsessed af lugtum, sá svo sætar lugtir í dag í Bauhaus.. en ákvað að hemja mig og fjárfesta ekki í einni slíkri - þrátt fyrir afskaplega mikla löngun... hún var eitthvað í átt að þessari hér, nema silfurlituð:
Lugt - þessi er úr Ilva á 6.995 ISK
Annars var mamma að segja mér að meðal-konan í Evrópu kaupir sér 9 skópör á ári.. ég er langt frá því að ná meðal-konunni í Evrópu. Hvað kaupir þú mörg skópör á ári?
Luv,
E
Engin ummæli:
Skrifa ummæli