laugardagur, 8. september 2012

Meðmæli mánaðarins: September

Borgin:

Milano

Cvetlina Yaneva - Pritesnqvai me - shot in MILANO

Bókin:

Mörg eru ljónsins eyru eftir Þórunni Erlu-Valdimarsdóttur, sannkallaður page-turner, hélt mér frá fyrstu blaðsíðu!

Mörg eru ljónsins eyru

Tiltektin:

Haust tiltekt í fataskápnum, ég rakst á þetta video á youtube, og reif mig í gegnum fataskápinn, mátaði alla bolina og losaði mig við einn og hálfan innkaupapoka af fötum. Hefði eflaust mátt við meira.. en að ég skuli hafa geymt sumt af þessu, ekki búin að nota margt af þessu síðan ég var í Verzlunarskóla Íslands... jeminn sko.. 


Christine fer í gegnum fataskápinn sinn


Einnig tók ég smá skurk í barnalands-update, hennti inná síðuna mína allskonar glingri sem ég hef aldrei notað, og viti menn ég losnaði við það einum degi seinna og varð 2000 kr ríkari.. hjálpaði svo systu að losa sig við skó af frænda mínum.

Bíó:

Reykjavik International Film Festival aka. RIFF seinna í mánuðinum: sjá heimasíðu RIFF - þar á ég eftir að eiga heima í frívikunni minni og hlakka mikið til.

Luv,
E

Ps. ætti ég að taka upp diss mánaðarins - eða dislike? 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli