Hvernig gekk mér með áramótaheitið 2012? Að kaupa engin föt, skatrgripi, veski eða skó á Íslandi 2012 (nánari relgur hér). Undantekningar frá reglunum voru að ég mátti kaupa nærföt, ef einhver ómissandi flík eyðilegðist og ég mátti láta gera við það sem var bilað, auk þess sem ég mátti kaupa föt innan skynsamlegra marka ef ég færi erlendis. Ég fór jú með föt og skó í viðgerðir og breytingar.. en ég þurfti ekki að kaupa mér nein nærföt og engin flík eyðilagðist sem taldist vera ómissandi (t.d. gönguskór eða föðurland). Ég fór erlendis á árinu og keypti mér eyrnalokka, stuttbuxur og tvo boli. "Neyðartilfellin" urðu hins vegar ansi mörg hérna heima, og náði ég að eyða 111.501 ISK samtals í föt, innanlands og erlendis á árinu, en það eru tæp 44% af því sem ég eyddi í föt í fyrra (253.481 ISK) svo það er hægt að segja að ég hafi skorið niður um 56% á milli ára. En fór langt yfir 40.000 ISK heimild í fatakaup á árinu :(
En eruð þið þá ekki forvitin að vita hvað ég verslaði á árinu?
111.501 ISK var eytt í; hring, tvenn skópör, tvö veski, tvo boli, stuttbuxur, tvo eyrnalaokka, úr, hárband og kjól.
Innkaup árisins 2012
Ég ætla ekki að leggjast í afsakanir, en hins vegar get ég tekið fram að hér var í mörgum tilfella um afslætti eða tilboð að ræða, í sex tilfellum af þrettán. Það sorglegasta samt var að í byrjun desember var útlitið miklu betra, en ég afrekaði að eyða 43.292 ISK af heildar upphæðinni í desember. Af hverju? Ég sá skó á útsölumarkaði í mínu númeri sem mig var lengi búið að langa í, svo missti ég mig í gleðinni, en hins vegar þarf ég ekki að kaupa mér veski á útsölu í janúar og ég er búin að kaupa afmælisgjöfina handa sjálfri mér 2013!
Luv,
E
Engin ummæli:
Skrifa ummæli