Ég er mikið búin að vera að spá í decoration fyrir svefnherbergið mitt, þeir sem muna þá bloggaði ég um einskonar lookbook hérna fyrr á árinu.
Hérna er eitthvað af því sem ég er búin að vera að skoða online uppá síðkastið:
Ilva 9.900 ISK
Ikea 8.990 ISK
Ilva 14.995 ISK
Ég er samt ekki viss um að þetta verði loka-niðurstaðan og actually það sem ég kaupi, einnig er ég að pæla í gardínum fyrir stofuna, snilldarhugmynd laust niður í kollinn á mér varðandi það. En bévítans rúmið mitt er að setja mér miklar skorður - já og smæðin á svefnherberginu mínu.. væri alveg til í að það væri nokkrum sentimetrum breiðara.. en já rúmið mitt er sem sagt töluvert hærra en gerist og gengur, eða um 73 cm og koma því afskaplega fá náttborð til greina, auk þess sem þau mega ekki vera of breið.
Í fullkomnum heimi fengist þetta borð í hærri og minni útgáfu, rosa skotin í þessu líka:
Ikea 24.950 ISK
Annars hef ég líka verið að hugsa um kommóður sem náttborð en alltaf virðist ég eiga í stökustu vandræðum með náttborð í lífinu. Ég man eftir því að í gamla barnaherberginu mínu, þegar ég var í 90 cm rúmi, þá var svo lítið pláss á milli hurðarinnar og rúmsins að það var ekkert pláss fyrir náttborð. Þrautalendingin varð þá að snúa bleikum pappakassa á hvolf og nota hann fyrir náttborð, hann var allavega nógu mjór.
Þegar mamma og pabbi lögðust svo í breytingar á húsinu, og ég fékk svefnloft þá var ég svo heppin að þau áttu annað náttborð úr svefnherbergis-settinu þeirra sem þau voru ekki að nota. Það þurfti örlítið að flikka uppá það með trélími og það var eins og nýtt! Það borð er hins vegar alltof lágt við þetta trölla-rúm mitt!
Luv,
E
Ps. ji hvað ég hlakka til að fara að gramsa í búðum á fimmtudaginn...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli