Þar sem ég var í fríi í vinnunni í lok síðustu viku og í sannkölluðu haust-skapi í síðustu viku ákvað ég að skella mér í smá dekur ferð í Smáralind.. að skoða snyrtivörur!
Var alveg komin í gír fyrir rauðan varalit, og stoppaði við í Mac í Debenhams og mátaði Russian Red, alveg gorgeous rauðan varalit!
Mac - Russian red
Stelpan í Mac var ekkert smá nice, ráðlagði mér alveg í bak og fyrir með primer, varablýant og hvernig væri best að setja litinn á. Þar sem liturinn var uppseldur, þá var hann ekki keypur í þessari ferð... en ég flaggaði hins vegar rauðum vörum það sem var eftir dags.. pabba fannst þetta nú heldur sjokkerandi mikið rauður, mömmu fannst hann hins vegar GORGEOUS - alveg eins og mér :) Svo hitti ég nokkrar vinkonur mínar, ég sem var viss um að þær myndu æpa upp yfir sig, OMG þú er með rauðar varir - mér til mikillar furðu sögðu þær ekkert, svo það er spurning hvernig þetta fer mér.
Ég losnaði þó algjörlega við útgjöldin sem fylgdu þessu þar sem mamma fór eitthvað að gramsa í skápunum og fann svo rosalega marga rauða varaliti, og suma hverja ónotaða að hún gaf mér bara einn: Flamenco frá Clinique. Takk mamma!
Clinique - Flamenco
Þeir eru í raun rosalega líkir litir, nema Flamenco er glansandi en Russian red er mattur. Ég er þegar búin að flagga rauðum vörum í afmælisboði hjá Tomma, og þar tóku nú margir eftir rauðu vörunum.. og núna kom sér vel varablýanturinn sem ég keypti fyrir löngu síðan og hef aldrei notað.
Einnig á þessum dekur degi í Smáralind, labbaði ég í gegnum snyrtivörudeildina í Hagkaup og sá nýja línu frá Art Deco og Ditu Von Teese;
Dita Von Teese fyrir Art Deco
Í Art Deco línunni voru líka stórglæsilegir rauðir varalitir, naglalökk, postulíns-ljóst púður og fallegir neutral augnskuggar. Svo ég mæli eindregið með því að þið kíkið á það ef þið eruð að spá í rauðum varalit... leist rosalega vel á rauðan lit í þeirri línu sem var dekkri en Russian Red, meira útí vínrautt, kannski með vott af dökk fljólubláum tón - gorgeous! Annars sá ég það hér, að Dita notar oft Russian red og Ruby woo frá Mac, svo svipaðir tónar hljóta að vera í Art Deco línunni... á aðeins viðráðanlegra verði heldur en Mac!
Svo núna á ég þrjá varaliti; rauðan, bleikan með glimmer og peach - holy trinity?
Luv red,
E
Engin ummæli:
Skrifa ummæli